Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lét þau orð falla við útgáfu tuttugustu þróun- arskýrslu Sameinuðu þjóðanna að skýrslan hefði breytt sýn okkar á heiminn. Hann sagði að í dag hefð- um við lært að þótt fjárhagslegur vöxtur væri mikilvægur skipti mestu máli að nota þjóðarinnkomu til að auka lífsgæði. Samkvæmt skýrsl- unni hafa flest þróunarríki tekið framförum í heilsugæslu, menntun og almennum lífskjörum síðast- liðna áratugi. Þar er tekin saman lífs- kjaravísitala (Human Development Index), þar sem lagt er mat á ýmsa þætti sem hafa áhrif á lífsgæði, svo sem þjóðartekjur á mann, ævilengd og menntunarstig. Niðurstöðurnar sýna að almennt er fólk betur statt en áður. Þó eru undantekningar á þessu og hefur sumum þjóðum farið mikið aftur í heilbrigðismálum, fjár- hagur þjóða er enn ójafn og bilið á milli ríkja hvað varðar þróun er enn of breitt. Það má með sönnu segja að Ís- land hafi verið með þjóðum þar sem lífsgæðin voru hvað mest þar til fyr- ir tveimur árum. Ísland og Noreg- ur vermdu fyrsta sæti lista lífskjara- vísitölunnar árið 2007 en Ísland fór niður í þriðja sæti í fyrra og er í sautj- ánda sæti í ár. Ísland hefur fallið hratt niður listann og gera má ráð fyrir að landsmenn séu ekki eins ánægð- ir með lífið hér og áður. Það má sjá á fréttum um fátækt og landflótta en margir hafa flutt af landi brott í leit að betra lífi og lífskjörum. Blaðamaður DV bað nokkra einstaklinga sem eru eða hafa verið búsettir erlendis til að bera Ísland og þau lönd saman. „Upplýst þjóð sem nöldrar og kvartar of mikið“ Gunnar Þór Gunnarsson, doktor í lyfjaefnafræði, býr nú í Wellington á Nýja-Sjálandi og hefur dvalið þar í rúmt ár. Hann flutti þangað vegna vinnu sinnar og er ánægður með dvölina. Hann segir Nýsjálendinga vel upplýsta, vinalega og almennt vel inni í stjórnmálaumræðunni. Stjórn- málamenn eru hræddir við fjölmiðla en almennt séð eru ráðherrarnir gungur, að sögn Gunnars Þórs. „Þeir eru skíthræddir um að detta af þingi eða tapa völdum sem ríkisstjórn og gera því allt sem mögulegt er til að halda sig frá fjölmiðlum líkt og öll umfjöllun sé slæm umfjöllun,“ segir hann. Gunnar hefur einnig dvalið til lengri tíma í Bandaríkjunum en hann segir Bandaríkjamenn vera vinalega en ekki vel upplýsta um heiminn. „Það er erfitt að láta sér líða illa í Bandaríkjunum svo lengi sem maður fylgir reglunum. Þar er allt til alls og nauðsynjavörur almennt á viðunandi verði. Heilbrigðisþjónust- an er framúrskarandi en maður þarf að greiða fyrir hana. Fólk hefur al- mennt engan áhuga á stjórnmálum en kýs oftast og má líkja stuðningi við flokkana tvo við stuðning við knatt- spyrnulið,“ segir hann. Um Ísland hefur hann það að segja að við séum frekar upplýst þjóð sem nöldrar og kvartar allt of mik- ið. Að við sjáum ekki hversu gott við höfum það. Að sama skapi sé mjög einfalt að steypa sér í skuldir. „Spill- ingin var gríðarleg, sér í lagi í formi frændagreiða og allt spurning um hvern maður þekkir. Íslendingar eru vel upplýstir, fylgjast með og ræða málin,“ segir Gunnar í lokin. Afslappað andrúmsloft í Kanada Haraldur Jóhannesson kerfisfræð- ingur og Soffía Gísladóttir myndlist- arkona fluttu til Kamloops í Kanada árið 2005 og dvöldu þar í tvö ár en Haraldur vann fyrir fyrirtækið Bet- ware. Þegar þau voru beðin að bera saman Kanada og Ísland sögðu þau að flest væri ódýrara í Kanada, til dæmis að kaupa í matinn, bensín og áfengi. Kamloops er lítið samfé- lag og þau segja fólkið þar hjálpsamt yfir höfuð. „Þar er mjög afslappað andrúmsloft, fólk er ekki mikið að klæða sig upp og gallabuxur og stutt- ermabolur er algengasti klæðnaður- inn að öllu jöfnu. Maður verður ekki var við lífsgæðakapphlaup en meira er lagt upp úr því að hittast og slaka á saman. Fólk leggur ekki mikið upp úr dýrum innanstokksmunum eða dýr- um, flottum bílum.“ Þau segja að fólk sé afslappaðra í því að hittast á kvöldin í Kamloops og hafa börnin alltaf með sér og þar sé mikill samgangur milli vina. Þar sé einnig gott aðgengi að fjölbreyttri útivist og til dæmis er ókeypis í alla veiði, hvort sem er í vötn eða laxár. Árskort fyrir útlendinga í veiði kosti innan við 10.000 krónur. Það sem Kanada hefur fram yfir Ísland er að þar er þægilegra veðurfar og frí eru færð yfir á föstudaga og mánudaga til að lengja helgar. Að sögn Soffíu eru leikskólar dýr- ari í Kanada en á Íslandi og þar þarf að búa í góðu hverfi til að komast að í góðum skólum. Heilbrigðisþjónust- an er góð en aftur á móti er mikið at- vinnuleysi og atvinnumöguleikarn- ir eru fjölbreyttari á Íslandi. Það er minni áhersla á framhaldsmenntun þar og ekki sama menntasnobbið og hér heima, að sögn Soffíu. Þar reyn- ir fólk að finna sér eitt starf til fram- búðar og vinnur sig upp innan fyrir- tækisins. „Fiskur dýrari en gull“ Ragnheiður Kristinsdóttir doktors- nemi hefur búið bæði í Bergen í Noregi og í Cambridge í Bretlandi en hún og maður hennar voru við nám á báðum stöðum. Þau eru nú flutt aftur til Íslands. Ragnheiður segir að allir staðir hafi sína kosti og galla og það sé mjög ólíkt að vera ungur og einsamall eða með fjöl- skyldu. Hún segir að fjölbreytileiki í mannlífi, menningu og mat á Eng- landi sé mikill. Þar sé auðvelt að nálgast ferskar og hollar vörur og smávöru- og sérvörubúðir lifa enn, svo sem bakarí, grænmetisbúðir og slátrarinn á horninu. Hún seg- ir stundum erfitt að vera þar með börn þar sem þau séu ekki alltaf velkomin og það vanti oft barnvæna staði. Upplifun Ragnheiðar af heil- brigðiskerfinu er góð. Hún segir að umönnun í mæðra- og ungbarna- skoðun sé góð og börn fái ókeypis allt það sem læknar skrifa upp á og ekki þarf að greiða fyrir heimsóknir til heimilislækna.  Hvað varðar Noreg finnst Ragn- heiði jákvætt hvað Norðmenn eru séðir og nýtnir. Það geti þó líka far- ið út í öfgar, til dæmis með strætis- vagna þar. Margir hverjir voru svo gamlir og lúnir að það kom fyrir að þau komust ekki alla leið heim; vagninn gafst upp á miðri leið. Hún segir Norðmenn almennt vera mjög indæla og að þeir hafi svipað skopskyn og Íslendingar. Hún segir stefnu í fjölskyldumálum vera góða í Noregi og að vinnudagurinn sé styttri en á Íslandi. Norðmenn séu þó yfirleitt mjög þreyttir eftir daginn og séu duglegir að útvega sér lækn- isvottorð. „Ég held að þessa þreytu megi rekja líka til mataræðisins en „péin fjögur“, eins og íslenskur tannlæknir í Noregi kallar þau, eru veigamikil þar: pulsa, pönnukaka, pasta, pitsa. Norðmenn borða mik- ið af pakkamat og lítið ferskt enda er ferskur fiskur dýrari en gull. Norð- menn borða hins vegar mikið af frosnum fiski sem er ekki svo dýr,“ segir Ragnheiður. Henni finnst það neikvætt að leik- og grunnskólabörn fái ekki heitan mat í hádeginu og verði að taka með sér nesti. Kerfið í Noregi segir hún oft þungt í vöfum og að þar sé mikil skriffinnska. Allt sé dýrt í Noregi, hvort sem það  er matur, leikskóli, rafmagn, samgöngur, bíl- ar eða bensín. Henni fannst verð- lag á veitingahúsum, kaffihúsum og börum þannig að þau leyfðu sér að- eins einu sinni eða tvisvar á tveim- ur árum að fá sér kaffi og með því. Hún segir að í Noregi sé kristin trú í hávegum höfð, sérstaklega á vest- urlandinu og einnig beri á fordóm- um í garð annarra. Hún segir fíkni- efnamisnotkun mikla og áberandi í stærstu borgunum, svo sem Ósló og Bergen, en lítið sé gert í málum fíkla. Um Ísland segir hún að kerfið sé oft og tíðum gagnsætt og auð- velt að nálgast upplýsingar. Sveigj- anleikinn sé meiri í samskiptum við fólk og stofnanir á Íslandi en í Bret- landi. „Annars er erfitt að gagnrýna íslenska kerfið núna þar sem það er niðurskurður og ömurlegheit í hverju horni,“ bætir hún við. „Danir eru nettir rasistar“ Ragnhildur Þórðardóttir, M.Sc í heilsusálfræði og einkaþjálfari, hef- ur búið ásamt manni sínum í Kaup- mannahöfn í um það bil tvö ár. Hún nefnir ýmsa kosti við það að búa í Danmörku, svo sem að vera ekki háð- ur bíl, og segist upplifa frelsi í því að geta hjólað sem hvert sem hún þarf að fara. Það sé ódýrara að versla í matinn, vöruúrvalið sé meira þar sem hægt er að fá framandi krydd, sósur og ávexti. Þá sé grænmetið mun fer- skara en á Íslandi. Félagslífið er meira í Danmörku og nefnir hún tónleika, bíó, tívolí, dýragarð, kaffihús og söfn. Ragnhildur segir Dani hugsa um heilsuna en vera á sama tíma mjög útlitsmiðaða. „Það er einnig passað vel upp á litla manninn með góðu bótakerfi, háum atvinnuleysisbót- um, löngu fæðingar orlofi og einnig er boðið upp á ókeypis dönskunám- skeið fyrir útlendinga.“ Hún bæt- ir við að Danir séu mjög frjálslyndir til dæmis í garð samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa. Þegar hún er spurð um galla við það að búa í Danmörku segir hún Dani geta verið hrokafulla og kalda ÁNÆGÐIR ÍSLENDINGAR Í ÚTLÖNDUM Það er erfitt að láta sér líða illa í Bandaríkjunum svo lengi sem maður fylgir reglunum. Maður verður ekki var við lífs- gæðakapphlaup en meira er lagt upp úr því að hittast og slaka á saman. Danir eru pervert ískir með þessar reglur sínar og skilja ekki sveigjanleika eða hliðarspor. Margur Íslendingurinn hefur dvalið erlendis til lengri eða skemmri tíma við nám eða störf. Nú flykkjast Íslendingar úr landi vegna slæmra lífskjara og atvinnuleysis en Ísland er í sautjánda sæti á lífskjaravísitölulista Sameinuðu þjóðanna eftir að hafa vermt toppsætið ekki alls fyrir löngu. DV fékk nokkra einstaklinga til að segja frá upplifun sinni af því að búa erlendis og bera það saman við Ísland. GUNNHILDUR STEINARSDÓTTIR blaðamaður skrifar: gunnhildur@dv.is Ánægður á Nýja-Sjálandi GunnariÞórGunnarssynilíkardvölináNýja-Sjálandivel. HannsegiraðÍslendingarséuvelupplýstir,fylgistmeðogræðimálin. Efstu lönd á lista sem Sameinuðu þjóðirnar tóku saman yfir lífskjör þjóða n1.Noregur n2.Ástralía n3.Nýja-Sjáland n4.Bandaríkin n5.Írland n6.Liechtenstein n7.Holland n8.Kanada n9.Svíþjóð n10.Þýskaland n11.Japan n12.Suður-Kórea n13.Sviss n14.Frakkland n15.Ísrael n16.Finnland n17.Ísland n18.Belgía n19.Danmörk n20.Spánn * Á listanum er meðal annars tekið tillit til meðalævilengdar, jafnréttis, spillingar, menntunarstigs og tekna á hvern einstakling í hverju landi. Efstu löndin Wellington á Nýja-Sjálandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.