Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 25
föstudagur 12. nóvember 2010 erlent 25 Sendiherra Tyrklands í Austurríki, Kadri Ecved Tezcan, hefur valdið miklu fjaðrafoki með ummælum sínum í vikunni, um að Austurrík- ismenn komi fram við Tyrki eins og þeir séu veirusýking. Ríkisstjórn Austurríkis, ásamt öðrum stjórn- málaflokkum fyrir utan flokk Græn- ingja, hafa fordæmt ummælin. Tez- can sagði í viðtali við austurríska dagblaðið Die Presse á miðvikudag að 250 þúsund Tyrkir búi tilneydd- ir í fátækrahverfum meðal óvin- veittrar þjóðar, þar sem stjórnvöld væru bæði fávís og hlaðin útlend- ingahatri. „Austurríkismenn hafa engan áhuga á menningu annarra þjóða, nema þá kannski þegar þeir eru erlendis í fríi. Samt var Aust- urríki heimsveldi sem hýsti fjölda mismunandi menningarkima. Þeir ættu að vera vanir því að búa með útlendingum.“ Tezcan beindi reiði sinni sérstak- lega að leiðtogum stjórnmálaflokk- anna í Austurríki og sagði þeim til syndanna. Hann sakaði Mariu Fekt- er, innanríkisráðherra úr Austurríska þjóðarflokknum, um að vera ofstæk- ismanneskju sem ætti frekar heima í Frelsisflokknum. Margir muna eft- ir Frelsisflokknum vegna fyrrver- andi leiðtoga hans, Jörgs Haiders, en um núverandi leiðtogann, Heinz- Christian Strache, sagði Tezcan að hann hefði „ekki hugmynd um hvernig heimurinn snýst.“ Werner Faymann, kanslari Aust- urríkis, sagðist vera hneykslaður og sagði Tezcan hafa „móðgað gest- gjafaþjóð sína, lýðræðislegar stofn- anir hennar og alþjóðlegar stofn- anir í Vínarborg.“ Ummæli Tezcan koma í kjölfar atburðarásar í Evrópu sem hefur verið Tyrkjum óhagstæð. Þar má nefna kosningasigur Geert Wilders í Hollandi, en hann vill láta loka fyrir frekari innflytjenda- straum til Hollands og hefur lýst sig andsnúinn islam. Þá má nefna ummæli Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, en hún sagði í síðasta mánuði að fjölmenningarstefnan í Þýskalandi hefði brugðist. Sendiherra Tyrklands í Vínarborg sakar austurrísk stjórnvöld um útlendingahatur. Tyrkir „eins og veirusýking“ Forseti ráðherraráðs Evrópusam- bandsins, Herman Van Rompuy, hefur vakið hörð viðbrögð vegna orða sem hann lét falla um ESB- efahyggju, eða það sem á ensku heitir „euroscepticism“. Van Rom- puy sagði í ræðu sem hann flutti í Berlín á dögunum, að mesta ógn- in sem stafaði að Evrópu í dag væri efasemdarfólk sem trúði ekki á samrunaferlið í álfunni. Efasemd- ir um ESB leiddu til uppvakningar þjóðernishyggju, sem gæti að lok- um leitt til stríðsátaka. „Við verð- um að berjast gegn þessum efa- semdum um ESB. Sambandið er ekki lengur einokað af fáum þjóð- um. Í öllum aðildarríkjum er nú að finna fólk sem telur að land þeirra geti staðið eitt og óstutt í alþjóða- væddum heimi. Það er ekki aðeins tálsýn, það er hrein lygi.“ Hörð viðbrögð í Bretlandi Bretar hafa löngum verið efins um að vera þeirra í Evrópusamband- inu sé til góðs, og hallast stjórnvöld þar í landi sérstaklega frá Evrópuátt þegar Íhaldsflokkurinn er við völd eins og einmitt nú. David Camer- on, forsætisráðherra Bretlands, lýsti því einmitt yfir fyrir liðlega tveimur vikum, að hann væri ESB- efahyggjumaður. Lét hann þau orð falla í kjölfar leiðtogafundar aðild- arríkja sambandsins þar sem rætt var sérstaklega um efnahagsmál og fjárlög ESB. Gagnrýndi hann sam- bandið harðlega fyrir þenslu í fjár- lögum sambandsins, þegar aðild- arríkin þurfa sjálf að stunda mikinn meinlætalifnað. Talsmaður Van Rompuys tók að sér að útskýra ummæli yfirmanns síns betur. Sagði hann að ummæl- in snerust ekki um þá efahyggju sem David Cameron væri haldinn heldur snerust þau um fólk sem væri þeirrar skoðunar að þjóðir þeirra ættu að draga sig úr Evrópu- sambandinu. „Þetta kemur David Cameron ekkert við. Það er bara verið að benda á að hvorki Bret- land né nokkurt annað land geti lif- að af eitt síns liðs. Ég er viss um að Cameron sé sammála því.“ Þjóðernishyggja byggist á ótta Háttsettir embættismenn í Evrópu- sambandinu hafa áhyggjur af vax- andi vinsældum þjóðernissinnaðra öfgahópa í aðildarríkjum sam- bandsins. Van Rompuy sagði í ræðu sinni í Berlín þessa nýju bylgju þjóð- ernishyggju byggjast á ótta. „Helsti óvinur Evrópu í dag er óttinn. Ótti leiðir til eiginhagsmunahyggju sem leiðir til þjóðernishyggju, og þjóð- ernishyggjan leiðir til stríðsátaka. Þjóðernishyggja í dag er oftar en ekki jákvæð tilfinning sem vekur upp stolt yfir sinni eigin sjálfsmynd, en neikvæðri skynjun á þá sem búa í kringum þig. Evrópusambandið fæddist í grunni viljans til að vinna saman, til að slíðra sverðin og tala sama rómi.“ Efi um ESB leiðir til stríðs Herman Van Rompuy lét umdeild orð falla í ræðu sem hann hélt í Berlín á þriðjudag. Sagði hann að efasemdir um ESB leiddu til þjóðernishyggju, sem gætu síðar leitt til vopnaðra átaka. BjöRn teitsson blaðamaður skrifar: bjorn@dv.is Helsti óvinur Evrópu í dag er óttinn. David Cameron Hefur lýst því yfir að hann efist um ESB. mynD ReuteRs evrópuræðan Herman Van Rompuy er forseti ráðherraráðs ESB. mynD ReuteRs hafa nú tekið við sér, en íbúar þess- arra landa hafa nú meira fé milli handanna en nokkurn tímann áður og geta leyft sér að eyða í vestrænar munaðarvörur eins og súkkulaði. Kakóbaunaræktun er ekki lengur tal- in sjálfbær og verðið á baunum hefur aldrei verið hærra. „Fair trade“ til bjargar Demarquette segir að þrátt fyrir allt sé verslun með hágæðasúkkulaði að aukast, en þar aðhyllast kaupmenn „fair trade“-stefnuna svokölluðu. Fyr- ir hvert súkkúlaðistykki sem er selt á eitt breskt pund fá bændur sem rækta hágæðakakóbaunir um 45 pens til baka. Bændurnir sem starfa fyrir al- þjóðlegu stórfyrirtækin fá að jafnaði um tvö pens. Demarquette segir að þetta sé jákvæð þróun þrátt fyrir hátt verð á hágæðasúkkulaði. „Þó að þetta þýði að súkkulaði verði aftur að sjald- gæfri munaðarvöru eins og það var áður fyrr, þýðir þetta að bændur vilja frekar starfa við kakó baunarækt. Þar að auki er himinn og haf á milli al- vöru súkkulaðis og súkku laðistykkja sem eru seld í sjálfsölum. Þau eru svo full af pálmaolíu og sykri að þau eiga í raun ekki skilið að vera kölluð súkku- laði.“ Súkkulaði vErðu gullS ígildi Walter Faym- ann, Kanslari Austurríkis er hneykslaður á ummælum sendi- herra Tyrklands. ariel Sharon á heimleið Fjölskylda Ariels Sharons, fyrrver- andi forsætisráðherra Ísraels, undir- býr nú heimkomu hans. Sharon hef- ur verið í dauðadái síðan árið 2006 þegar hann fékk alvarlegt heilablóð- fall. Sharon, sem hlaut viðurnefnið „jarðýtan“ á ferli sínum sem hers- höfðingi í ísraelska hernum, verður fluttur á allra næstu dögum á búgarð sinn í Negev en hann hefur eytt síð- ustu árum á spítala í Tel Aviv. Ástand hans er stöðugt um þessar mundir, hann opnar stundum augun á dag- inn – en er þó talinn heiladauður. Ný ríkisstjórn í írak Loksins sér fyrir endann á stjórn- armyndunarviðræðum í Írak, en kosningar fóru fram þar í landi í mars síðastliðnum. Þrír stærstu flokkarnir hafa nú náð samkomulagi um að skipta með sér áhrifamestu embættunum í írakskri stjórnsýslu. Nouri Maliki, sem er sjíti, mun sitja áfram sem forsætisráðherra. Í emb- ætti yfirmanns ríkisskipulags hefur verið skipaður súnnítinn Iyad Allawi og flokksbróðir hans, Osama Nujafi, verður forseti þingsins. Ákveðið hef- ur verið að Kúrdar fái forsetaemb- ættið og mun þar sitja áfram Jalal Talabani. Bandarísk stjórnvöld lýstu sig hæstánægð með samkomulagið og sögðu það vera „stórt skref í rétta átt.“ reykingar bannaðar Hjálp hefur borist til eyjarinn- ar Jövu í Indónesíu úr óvæntri átt. Eftir að eldfjallið Mount Merapi tók að gjósa í síðasta mánuði hafa um 150 þúsund íbúar Jövu þurft að yfirgefa heimili sín. Nú er búið að reisa flóttamannabúðir þar sem fólk fær skjól frá öskufalli, en einnig frá reykingum. Um 70 prósent karl- manna á Jövu eru háðir sígarett- um en nú hafa flóttamannabúðirn- ar sem reistar voru af fyrirtækinu Sampoerna bannað reykingar. Það er ef til vill kaldhæðni örlaganna að Sampoerna er stærsti tóbaksfram- leiðandi Indónesíu, en fyrirtækið er í eigu bandaríska tóbaksrisans Philips Morris.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.