Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 30
Meira pönk – Minna helvíti Heimildarmyndin um Jón Gnarr er frumsýnd á föstudagskvöldið. Aðstandendur myndarinnar bjóða góðum gestum til sín á frumsýninguna, þar á meðal þeim sem gert er stólpagrín að í myndinni; þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, Degi B. Eggertssyni og Sóleyju Tómasdóttur. Athygli vakti að forsetinn komst ekki á gestalistann. Það gerir hins vegar menningarelítan sem fjölmennir á mynd- ina. Í hálft ár var Jóni fylgt eftir af kvikmyndatökumönnum hvert sem hann fór og hvað sem hann gerði. Útkomuna er svo hægt að sjá í þessari ótrúlegu mynd. Hér fá áhorfendur að skyggnast á bak við tjöldin og taka þátt í mögnuðu ævintýri með litríkum persónum. Ekkert er dregið undan, allt er látið flakka og stjórnmálamenn fá hér rækilega á baukinn. leikur sjálfan sig í feneyjuM Á sunnudag verður frumsýnd myndin Eins og við værum. Myndin er tilrauna- kennd „heimildarmynd“ leikstjórans Ragnheiðar Gestsdóttur um dvöl Ragnars Kjartanssonar myndlistarmanns í Feneyjum. Í myndinni leikur Ragnar Kjartansson sjálfan sig og dansar myndin á mörkum raunveruleika og fantasíu. För Ragnars á Feneyjatvíæring- inn vakti heimsathygli og þótti vel heppnuð. Sýningin á sunnudag- inn er í Bíó Paradís og er ætluð boðsgestum. Almennar sýningar verða á myndinni þriðjudaginn 16. og fimmtudaginn 17. nóvember. Agent Fresco sendir frá sér A Long Time Listening: Fyrsta platan í höfn Hljómsveitin Agent Fresco sendir frá sér sína fyrstu breiðskífu 22. nóvem- ber sem ber heitið A Long Time List- ening. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár en meðlimir sveitarinn- ar hafa staðið í ströngu við upptök- ur síðustu þrjá mánuðina til þess að klára gripinn. Agent Fresco sló í gegn þegar sveitin sigraði í Músíktilraun- um á sínum tíma. Sveitina skipa þeir Hrafnkell Guðjónsson á trommur, Þórarinn Guðnason á gítar og píanó, Vignir Rafn Hilmarsson á bassa og söngurinn er í höndum Arnórs Dan Arnarsonar. A Long Time Listening inniheld- ur 17 lög. Þar af eru 12 splunkuný en fimm laganna er einnig að finna á smáskífuplötunni Lightbulb Uni- verse sem út kom árið 2008. Þau eru hins vegar í nýrri upptöku á breið- skífunni. Lightbulb Universe fékk fínar móttökur þegar hún kom út og hlaut meðal annars verðlaun úr Kraumi tónlistarsjóði. Þá var hljóm- sveitin einnig valin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaunum þetta sama ár. Í titillagi plötunnar syngur kór sem samanstendur af vinum hljóm- sveitarmeðlimanna. Á lokastigi upp- tökuferlisins var kórinn kallaður saman og skipa hann meðal annars meðlimir úr landsþekktum sveitum á borð við Mammút, Diktu, Rökkuró og For A Minor Reflection. Formlegir útgáfutónleikar verða ekki haldnir fyrr en á nýju ári en Ag- ent Fresco býður í svokallað hlust- unarpartí á Kaffibarnum á miðviku- daginn 17. nóvember klukkan 21.00. asgeir@dv.is 30 fókus 12. nóvember 2010 föstudagur ísak í norræna húsinu Myndlistarunnendur eiga eftir að flykkjast á sýningu myndlistar- mannsins Ísaks Óla Sævarsson- ar í Norræna húsinu. Sýningin ber heitið: „ ... og svo verð ég í Norræna: Ísak Óli.“ Ísak Óli er fæddur í Reykjavík 15. desember 1989 og er einhverf- ur. Hann stundar nám í Myndlistar- skólanum í Reykjavík og verk hans hafa heillað myndlistarelítuna upp úr skónum. Hann teiknar nær ein- göngu persónur sem hann þekkir úr sögum sem lesnar hafa verið fyrir hann, tekur ástfóstri við þær og sérhæfir sig í að teikna þær og mála. Á þessari sýningu eru verk sem tengjast söguhetjum úr barnabók- um frá Norðurlöndunum. Ísak og fjölskylda ferðuðust til Norðurlanda í sumar og heimsóttu meðal annars Múmíndalinn í Finnlandi, Vimm- erby, fæðingarstað Astrid Lindgren í Svíþjóð, og enduðu ferðalagið í Kardemommubænum í Kristians- sand í Noregi. Ísak hefur haldið nokkrar sýn- ingar á myndunum sínum. Fyrst í Ráðhúsinu þar sem myndlist hans vakti töluverða athygli á List án landamæra. Vorið 2008 hélt hann síðan fyrstu einkasýninguna í Gall- erí Tukt og er skemmst frá því að segja að myndirnar seldust upp á aðeins tveimur dögum. Þeir sem ætla sér að festa kaup á verkum hans ættu því ekki að bíða lengi með að líta á sýninguna. Bíómynd Let Me In Fínasta endurgerð á frábærri mynd. Á mjög góða spretti en stígur í hverja Hollywood-klisjuna á fætur annarri þegar kemur að hrollvekjuatrið- unum. Leikverk enron Athyglisvert verk um siðblindu græðgisvæðing- arinnar sem á erindi við fleiri en Bandaríkjamenn. Fáránleiki sög- unnar birtist vel í leikrænum atriðum sem njóta sín vel í vandaðri sviðsetningu Borgarleikhússins. TöLvuLeikur MedaL of Honor Með þessum nýja Medal of Honor leik gekk það ekki upp hjá framleiðendunum að toppa Modern Warfare og leikurinn vart meira en skammgóður vermir í því úrvali tölvuleikja sem fyrir er. mælir með... mælir ekki með... kvikmynd MacHete Eins og að hlæja að sama brandar- anum aftur og aftur í 105 mínútur. Ágæt á sinn hátt en allt of löng. Grínið staldrar stutt við og eftir standa örfá ýkt hasaratriði. E irún Sigurðardóttir, Jóní Jónsdóttir og Sigrún Hrólfsdóttir í Gjörn- ingaklúbbnum eru ekki með nælonblæti. „Við höfum samt kynnst heilmörgum sem eru með nælonblæti því við höfum unnið svo mikið með næl- on í gegnum tíðina,“ segir Eirún. Í nýjustu sýningu sinni í Hafnarborg, Tight, nota þær nælon á allan mögu- legan hátt, bæði sem efnivið og við- fangsefni og takast á við ímyndir og þekkt tákn, svo sem sköpun manns- ins og þróunarkenninguna. nælonundrið „Að nota nælon er ódýr lýtaað- gerð,“ segir Eirún. „Nælonsokka- buxur hafa verið notaðar áratugum saman til þess að slétta og forma líkamann. Nælon er aðalefnivið- ur sýningarinnar og við nýtum það bæði sem efni og sem hugmynda- fræðilegan grunn. Nælonið er efni sem við höfum verið uppteknar af í gegnum tíðina í gjörningum okk- ar. Það er líka mikið tækniundur og þótti byltingarkennt þegar það var fundið upp á þriðja áratugnum og eitthvað sem kynslóðir kvenna sameinast um. Þær eiga sameigin- legan reynslu- og hugarheim sem snýst um nælon og nælonsokka- buxur. Í gamla daga þegar stelpur voru að fermast fengu þær oft fyrst að fara í nælonsokka. Það var ef til vill einhvers konar vígsluathöfn í kvendóminn.“ mjúk kona verður að stífðri nælonkonu Það má sjá pólitískan undirtón í mörgum verka hópsins. En átta mismunandi verk er að finna á sýningunni. Myndrænni framsetn- ingu á þróun mannsins er til að mynda umbylt með verki sem þær kalla Þróun. Þar er karlmanni skipt aðþrengdar konur í nælonsokkabuxum Í nýrri sýningu í Hafnarborg velta stelpurnar í Gjörningaklúbbnum upp hugmyndum um sköpun mannsins og þróunarkenninguna og tefla fram nýjum ímyndum, nefnilega aðþrengdum konum í nælonsokkabuxum. Við höfum samt kynnst heilmörg- um sem eru með nælon- blæti því við höfum unnið svo mikið með nælon í gegnum tíðina. vel mannaður kór Haukur Heiðar úr Diktu og fleiri syngja titillag plötunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.