Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Page 33
föstudagur 12. nóvember 2010 nærmynd 33 hjónaband. Og þó svo börnin okkar séu öll orð- in fullorðin getum við ekki ætlast til þess að þau hoppi hæð sína í loft upp.“ Jónína á þrjú börn og Gunnar á fjögur. Yngsti sonur hans bjó hjá föður sínum er þau gengu í hjónaband en börnin hennar voru öll flutt að heiman. Sjálf var hún gift Stefáni Einari Matthíassyni í fjórtán ár. Jónína sagði mikinn kærleika á milli þeirra. Á sínum tíma töpuðu þau sér í lífsgæða- kapphlaupinu og misstu sjónar á því sem raun- verulegu máli skipti. „Við vorum rosalega upp- tekin af því að vinna. Við héldum að við yrðum hamingjusömust með því að eignast sem mest en maður verður hamingjusamastur með því að gefa sem mest. Þetta misskildist aðeins.“ Gæfan hófst eftir Gjaldþrotið Tveimur árum eftir skilnaðinn varð Jónína gjald- þrota. Síðar sagði hún að gæfuhjólið hefði fyrst byrjað að snúast eftir gjaldþrotið. Nú hugsaði hún ekki um fjárhagslegan auð eins og áður. „Ég hef engar áhyggjur af peningum í dag. Það er það síð- asta sem ég hef áhyggjur af því ég get alltaf búið þá til þar sem ég er svo hugmyndarík. Hugmyndir skapa peninga en peningar skapa aldrei peninga.“ Sagði hún ríkt fólk sem væri í lamasessi því það væri að missa milljarðana sína vera í fangelsi hug- ans. „Fólk er oft í góðum málum líkamlega og sál- arlega en vantar þriðja þáttinn sem er andinn. Ég tel að án andans nái maður aldrei að upplifa líf sitt sem fullkomnað því að það vantar alltaf eitthvað. Andlaust samfélag er það samfélag sem við erum búin að þróa hér á landi síðustu ár.“ Gunnar oG heilaGur andi Að hennar mati fyllir Gunnar fólk heilögum anda og ætlar hún sér að standa við hlið hans í Kross- inum. „Við höfum bæði verið gagnrýnd á ólíkan hátt en nú virðast allir elska okkur.“ Segir hún þau rosalega öflug saman en áréttar að það verði að meðhöndla valdið rétt. „Það er rosalega fín lína á milli þess að vera í andanum, fullur af trú, og þess að fara yfir í „síkósu“ – að verða hálfbilaður. Við þekkjum það vel þegar fólk gengur of langt yfir í andann, yfir í sálina, að það getur orðið veikt.“ Söfnuðinum lýsir hún sem einni stórri fjöl- skyldu sem vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þeg- ar Gunnar fór að vera með henni. Jónína Ben væri orðin að vörumerki og þætti jafnvel ógnvekjandi. „En í raun er ég bara Jónína, lítil stelpa frá Húsavík sem er að eldast.“ Vegna efasemda um að hún gæti staðið frammi fyrir söfnuðinum reyndi hún að stöðva framgöngu sambandsins. „Fyrir svona konur eins og mig, sem sumir kalla sterkar en aðrir frekar, er þægilegast að búa einar og loka sig af.“ enGin loGnmolla í ástarmálunum Jóhannes Jónsson í Bónus var elskhugi Jón- ínu um tíma en sambandið við hann átti eft- ir að hafa afdrifaríkar afleiðingar. Hún sækir í menn með sterkan karakter og það hafa þeir Gunnar báðir. „Lognmolla er eitthvað sem hentar frúnni ekki. Ég vil geta átt í umræð- um.“ Báðir eiga það sameiginlegt að hafa „… sterka áru. Þegar þeir koma inn í her- bergið fyllist herbergið.“ Helsta munin- um á þessum mönnum lýsti hún með einu orði: „Siðferðið.“ Eftir allt sem á undan er gengið þarf Jónína að geta treyst. „Annars er ég ónýt.“ Annað ástarsamband Jónínu vakti ekki síður athygli en það er sam- bandið við Styrmi Gunnarsson. Tölvupóstar sem gengu á milli Jón- ínu og Styrmis vörpuðu ljósi á upp- haf Baugsmálsins. Jónína sagði síðar að tölvupóstarnir hefðu ver- ið skrumskældir og birtir sam- kvæmt hentugleika. „Það var algjör ritskoðun í gangi á Frétta- blaðinu og er enn.“ Grætti hreiðar má Jónína hefur aldrei hvikað frá því að segja skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum. Í útvarpsviðtali sagði hún frá fundi sínum með Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi for- stjóra Kaupþings. Fundur- inn fór fram á skrifstofu hans árið 2001 en viðtalið var tek- ið í tengslum við rannsókn- arskýrslu Alþingis. Þar sagði Jónína: „Síðasti fundur minn með Hreiðari Má var þess eðlis að hann hefði átt að stíga út úr bankanum. Hann var hágrenjandi inni á skrifstofunni þegar ég fór frá honum.“ Hún hélt því líka fram fullum fetum árið 2005 að Búnaðarbankanum hefði verið stolið og í Kastljósinu sagðist hún vera tilbúin að mæta þeim sem væru ábyrgir fyrir því og ræða málið. Vegna þessara ummæla og annarra álíka komst hún á lista yfir þá einstaklinga sem þóttu vanmetnastir á Íslandi hjá álitsgjöfum DV. Rök þeirra voru þessi: „Það hefur sýnt sig og sannað æ ofan í æ að það sem þessi kona tekur sér fyrir hendur reynist vera það rétta. Hefur heldur betur fengið að heyra eitt og annað um sjálfa sig og geðheilsu sína en hún stend- ur alltaf keik. Var löngu búin að benda okkur á óeðlileg kross- tengsl og furðulega viðskipta- hætti í samfélaginu en allir töldu hana klikk. Spurning hvort við sætum eins á bóla- kafi í súpunni ef við hefðum hlustað.“ dreymir um að verða forsætisráðherra Lengi vel var Jónína í Sjálf- stæðisflokknum en þeg- ar hún gafst upp á honum gekk hún í Framsóknar- flokkinn, þrátt fyrir að hafa verið mjög gagnrýnin á þann flokk í gegnum árin. „Því það myndi taka of langan tíma að búa til nýjan flokk og koma undir hann fótunum,“ en hún taldi að spilling og valdahroki myndi víkja fyrir nýjum hugmynd- um í Framsóknarflokknum. Framboð var þó ekki á dag- skránni. „Ég er ekki viss um að ég sé endilega rétta manneskjan til þess. Ég hef samt fengið mjög jákvæð viðbrögð í sambandi við það og margir hvatt mig til þess. Ég vill bara leggja mitt af mörk- um í að byggja upp nýtt stjórnmálaafl sem er í takt við tíðarandann.“ Hana skortir ekki metnaðinn. Á kom- andi árum stefnir hún að því að verða for- sætisráðherra ef marka má orð hennar úr viðtali við Vikuna: „Minn stærsti draum- ur er að verða forsætisráðherra Íslands og ég stefni að því að ná því markmiði á næsu tíu árum.“ Um daginn leitaði hún svo stuðnings við for- setaframboð Gunnars Þorsteinssonar í Krossin- um en þau gengu í hjónaband á dögunum. „Átt- ið þið ykkur á því að ég er lukkunnar dís? Ég fékk uppreisn æru, trú og ást, svo besta manninn og hann er ekki bara besti predikarinn heldur líka besti, heiðarlegasti og einlægasti maðurinn á Ís- landi (í heimi :-) ). Mig langar að Gunnar verði forseti Íslands því hann vinnur hug og hjörtu allra. Eruð þið til í að styðja það?“ Viðbrögðin voru víst blendin. „trúin bjarGaði mér“ Trúarinnar vegna var Gunnar á móti því að þau hæfu sambúð fyrir hjónaband. Jónína stóð því frammi fyrir því að þurfa annaðhvort að slíta sambandinu eða giftast Gunnari. Út frá skoð- unum og lífsreynslu tóku þau ákvörðun um að elska hvort annað og ganga í hjónaband. At- höfnin var haldin á heimili Gunnars. Klædd- ist Jónína gömlum kjól og aðeins nánustu að- standendur voru viðstaddir. Jónína tilkynnti svo um brúðkaup þeirra á Facebook kvöldið eftir at- höfnina. Eftir brúðkaupið hefur Jónína predikað fyrir söfnuðinum og sagði það það skemmtilegasta sem hún hefði gert. Hún hefði iðulega stigið út fyrir eigin þægindaramma og látið reyna á hug- rekkið og prófað nýja hluti. Því ætlaði hún að láta vaða. „Það hefur verið um margt átakamik- ið að giftast Gunnari í Krossinum en innri átök mín hafa ekki síður verið gagnvart þeim for- dómum sem ríkja á Íslandi út í Krossinn.“ Í jóm- frúarræðunni fjallaði hún um það hvernig það væri að viðurkenna Guð alla daga, ekki bara á tyllidögum. „Trúin bjargaði mér og drottinn á það inni hjá mér að ég launi honum til baka.“ „Minn stærsti draumur er að verða forsætisráðherra“ framhald á næstu sÍÐu Fyrirsætur eru lifandi fatahengi og víst er skemmtilegt að fylgjast með þeim, hins vegar þarf fólk ekki að lifa sig inn í þeirra heim frekar en teiknimyndir Disney. m yn d ir s iG tr yG G u r a ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.