Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 34
34 nærmynd 12. nóvember 2010 föstudagur „Erfitt fyrir mig að elska Styrmi“ „Þetta voru skrítnir tímar í mínu lífi. Ég stóð uppi slypp og snauð en hafði jafnframt flækst í málefni Baugs.“ Þannig hefst einn kaflinn í nýútkominni ævisögu Jónínu Benediktsdóttur eftir Sölva Tryggvason. Jónína leggur öll spilin á borðið og segir frá ástum sínum og átökum í gegnum tíðina. Gerir hún meðal annars upp sambandið við Styrmi Gunnarsson, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, en samband þeirra komst í hámæli í tengslum við tölvupóstamál- ið svokallaða. Örlagarík súpa Hún lýsir því þegar Víglundur Þorsteinsson vinur hennar benti henni á að tala við Styrmi vegna vandræða hennar í tengslum við Baugs- málið. Í fyrstu taldi hún það slæma hugmynd en Víglundur stóð fast á því að það væri alltaf gott að tala við Styrmi. „Styrmir er eins traust- ur og þeir gerast. Láttu Styrmi bjóða þér í súpu. Það gerast oft góðir hlutir í súpu hjá Styrmi,“ sagði hann. Þar sem Víglundur hafði reynst góður vinur og ráðgjafi í gegnum tíðina lét Jón- ína til leiðast. „Ég var ekki vön því að láta karl- menn elda fyrir mig og datt heldur ekki í hug að byrja á því nú þegar ókunnugur maður átti í hlut. Súpan fékk að halda sér en úr varð að ég bauð Styrmi heim til mín. Yfir súpunni sagði ég honum allt sem ég vissi um íslenskt viðskipta- líf og íslenskt viðskiptasiðferði. Ætli það megi ekki kalla þetta örlagasúpu.“ Styrmir reyndist góður hlustandi og það var eitthvað við fas hans og yfirbragð sem sagði Jónínu að honum væri mikið niðri fyrir. Þeg- ar þau kvöddust fylgdist hún með honum út um gluggann og sá að hann hafði strax tek- ið upp símann. Næstu daga hlustaði hún á valdamenn í æðstu stöðum samfélagsins nota sama orðalag og hún hafði gert í samtalinu við Styrmi er þeir ræddu við fjölmiðla. „Erfitt fyrir mig að elska Styrmi“ En fundur þeirra Styrmis hafði líka önnur og dýpri áhrif á hana. „Strax eftir fyrsta fund okkar fann ég að ég bar sterkar tilfinningar til Styrm- is. Ég gat kannski ekki greint þær alveg nógu vel, því ég var ekki í góðu jafnvægi og í raun leið mér mjög illa á þessu tímabili. En það var eitthvað í fari Styrmis sem róaði mig og lét mér líða betur. Ég hreifst af því hvað hann var vel að sér og greindur. Auk þess hafði hann mjög góða nær- veru og einhverja stóíska ró sem heillaði mig upp úr skónum. Þið megið kalla mig ástsjúka og ég lái ykkur það ekki, en tilfinningarnar sem ég bar til Styrmis verða ekki flokkaðar öðruvísi en sem ást. Þó að ákveðnir fjölmiðlar hafi síðar reynt að láta líta út fyrir að samband okkar hafi verið ein stór orgía þá var það ekki þannig. Vissulega áttum við í sambandi, en fyrst og fremst var á milli okkar mikil hlýja og gagn- kvæm virðing. Ég vissi það ekki þegar hann þakkaði fyrir súpuna þennan vetrardag, en það átti eftir að verða alveg ofboðslega erfitt fyrir mig að elska Styrmi Gunnarsson. Hann var giftur maður og elskaði sína fjölskyldu.“ Ekki mjög holdlegt samband Í töluverðan tíma var daður á milli okkar í gegnum tölvupósta á milli þess sem við rædd- um saman um íslenskt viðskiptalíf og hann ráðlagði mér margt vegna gjaldþrotsins sem blasti við mér. Ég er ekki stolt af samband- inu við Styrmi í dag og mér er það ljóst nú að sjálfsvirðing mín og sjálfsmynd var ekki upp á marga fiska. Sterk Jónína Benediktsdóttir hefði ekki tekið í mál að standa í sambandi af þessu tagi. Hvað þá þegar um var að ræða eldri mann sem ekki lofaði á nokkurn hátt að taka skref til að breyta sinni sambúðarstöðu. Þarna gat ég ekki sleppt. Hafði ekki styrkinn til þess. Eins og áður segir var samband okkar Styrmis ekki mjög holdlegt. Við hittumst sjald- an og vorum einkum í samskiptum í gegnum tölvu. Þetta var númer eitt, tvö og þrjú fallegt, innilegt og langvarandi tölupóstasamband. Í gegnum skjáinn töluðumst við við daglega og það veitti mér eitthvað sem ég þurfti á að halda þarna, en ég sé núna að var ofboðslega eyð- andi fyrir mig. Eflaust hefur Styrmir sömu sögu að segja.“ Tættasta tímabil lífsins Í bókinni lýsir hún því að þetta samband hafi varað allt of lengi og verið hvorki af né á. Það hafi lagst ofan á allt annað sem gekk á hjá henni á þessum tíma, verið rúsínan í pylsu- endanum á tættasta tímabili lífsins. „Einhvers konar framsóknarmoð sem aldrei hefur verið minn stíll þegar kemur að ástarsamböndum.“ Þá segir hún að Styrmir hafi tekið upp hanskann fyrir sig á fundi með Jóhannesi Jóns- syni og Tryggva Jónssyni. Styrmir óskaði eft- ir fundinum til þess að spyrja þá út í það sem hún hafði sagt honum. „Að sögn Styrmis tal- aði Tryggvi mikið um mig á fundinum og vissi augljóslega ekki að við Styrmir værum náin. Hann málaði þá mynd af mér að ég væri geð- sjúklingur og þegar Styrmir tók dræmt í það spurði hann: „Eða hvað finnst þér?“ Styrmir svaraði spurningunni afdráttarlaust neitandi. Þessi frásögn Styrmis staðfesti það fyrir mér að Tryggvi óttað- ist mig.“ Þá segir hún að Tryggvi hafi verið lykilmaður í vandræða- gangi Baugs og í raun Baugs- málinu öllu. Hann hafi aftur á móti sloppið vel þar sem hann kemur vel fyrir og kunni að láta fólki líka vel við sig. Mistök Styrmis að játa „Ég hef að mestu leyti ekkert nema gott um Styrmi að segja og Styrmir er að mörgu leyti yndislegur maður. En mér fannst hann ekki standa sig alveg nógu vel þegar tölvupósta- málið komst í hámæli.“ Hún lenti í vandræðum með lögfræðiaðstoð þar sem engin stofa vildi taka málið að sér. Þar sem Styrmir var bæði vel tengdur og aðili að málinu fannst henni sem hann hefði getað hjálpað sér meira. „Finna með mér lögfræðing og hafa meira samband. Einhverjir kunna að kalla það eigingirni, en svona blasir málið við mér núna þegar töluvert er frá liðið. Auk þess gerði Styrmir þau grundvallarmis- tök að gangast strax við því að tölvupóstarnir sem fjölmiðlar höfðu væru sannarlega á milli okkar. Hefði hann ekki gert það er ekki víst að það hefði nokkurn tíma orðið neitt tölvu- póstamál. Ég get samt ekki álasað Styrmi. Það mæddi mjög mikið á honum á meðan á þessu gekk og þó að hann sé mjög fylginn sér, forðast hann alla jafna hvers kyns hamagang. Það var farið illa með hann og auðvitað fékk málið allt gríðarlega á hann. Ég átta mig jafnframt á því að Styrmir gæti eflaust sagt það sama og hálf þjóðin að átakasækni sé minn helsti ókostur. En eins og sjá má á nokkrum tölvupóstum sem fóru okkur á milli og ég birti hér var reglulega hlýtt á milli okkar og er enn.“ Hefði aldrei getað haldið þessu leyndu Þá lýsir Jónína því hvernig henni leið þegar tölvupóstarnir komust í fjölmiðla og næstu daga og vikur þar á eftir. Fyrsta símtalið frá Fréttablaðinu barst fjórum klukkustundum áður en Jónína flaug til Kanada. Atburðarásin sem fylgdi í kjölfarið skildi hana eftir í molum. Skyndilega var það sem hún hafði hlakkað svo til, að fara úr landi, orðið að kvöl. Helst hefði hún viljað vera heima til þess að geta haft áhrif á atburðarásina. Næstu vikuna svaf hún lítið sem ekkert. „Sem betur fer vissu krakkarnir mínir allir af sambandinu við Styrmi. Ég hefði ekki getað haldið svona löguðu leyndu fyrir þeim nema í mesta lagi nokkrar vikur. Það er bæði kostur og galli að kunna ekki að vera dulur. Af tvennu vildi ég samt frekar segja of mikið en vera með- fæddur leynimakkari.“ Langaði að gefast upp Er hún kom til Kanada byrjuðu lætin fyrir al- vöru. Síminn hringdi látlaust og hún varð veru- lega taugaveikluð. „Það er tilfinning sem til allrar lukku langfæstir þurfa að kynnast að vita ekkert hvað af manns innilegustu samskipt- um er komið inn á helstu ritstjórnir landsins, en vita bara að einhver er með þau í sínum fór- um og birtingin er yfirvofandi. Ímyndið ykkur að þið væruð nakin til sýnis við hliðina á stytt- unni af Jóni Sigurðssyni á löngum laugardegi að sumri og þá komist þið nálægt því að vita hvernig mér leið. Mig langaði helst að gefast upp og grenja mig bara í svefn og vakna ekki aftur. En það var ekki í boði.“ Þráhyggjukenndar hugsanir Við hvert tækifæri hringdi hún heim og gerði það sem hún gat. Hún tekur það samt fram í bókinni að þar sem hún var í miklu ójafnvægi á þessum tíma hafi viðbrögð hennar ekki alltaf verið rétt. Enda rennur þessi tími saman í eitt í huga hennar og í raun man hún lítið eftir hót- eldvölinni. „Á mig sóttu stöðugar þráhyggju- kenndar hugsanir um það hver hefði stolið frá mér póstunum. Ég rifjaði aftur og aftur upp möguleikana á því að ég hefði misstigið mig og hleypt einhverjum í tölvuna mína. Mér fannst ég stödd í risastóru samsæri. Ofan á vonleysið hlóðst reiði. Hver hafði farið svona með mig?“ Styrmir bugaðist Hún reyndi allt til þess að lágmarka tjónið en lítið gekk. Styrmir hjálpaði heldur ekki til, ekki eins og hún hefði kosið. „Ég verð alltaf svolít- ið sár út í Styrmi fyrir að hafa ekki staðið bet- ur með mér þegar þessir dagar dundu yfir. Það er kannski eðlilegt að hann hafi fyrst og síð- ast hugsað um sjálfan sig, en mér fannst hann samt of skeytingarlaus. Hans athygli var hjá starfsmönnum Moggans og fjölskyldunni.“ Eins og fyrr segir fannst henni hann bregð- ast sér þegar hann viðurkenndi að tölvupóst- arnir væru þeirra. „Ég hafði skilið hann þannig að við hefðum sammælst um að staðfesta það ekki og halda þannig í vonina um að Frétta- blaðið legði ekki í birtingu. Auk þess átti ég í gríðarlegu basli með að finna mér lögfræðing og þar hefði hann getað hjálpað.“ Hún segir að hann hafi einfaldlega bugast undan álaginu. „Styrmi til varnar held ég að hann hafi einfaldlega farið á taugum, þó að yfirborðið hafi verið stillt eins og Reykjavíkurtjörn í núll vindstigum.“ Börnin fórnarlömb Þá segir hún að það versta við þetta mál hafi verið áhrifin sem það hafði á börnin hennar sem „... urðu að ósekju að fórnarlömbum fjölmiðla og múgæsingar. Það voru teknar myndir af húsinu mínu í tíma og ótíma, heimasíminn hringdi stöðugt dagana sem ég var úti og fjölmiðla- menn reyndu að fá viðbrögð frá börnunum mínum! Eftir á að hyggja held ég að flestir viti bornir blaðamenn á Íslandi geti sammælst um að þarna náði blaðamennska á Íslandi einhverjum botni sem vonandi verður aldrei aftur náð. Það var ekkert heilagt.“ Leið eins og druslu Nýkomin heim til Íslands ákvað Jónína að svara fyrir sig. Besti staðurinn til þess var Kastljós að hennar mati. Þátturinn hafði mik- ið áhorf og henni var lofað að ekki yrði grip- ið fram í fyrir henni. Kristján Kristjánsson tók viðtalið og Jónína fann strax að hún treysti honum ekki, eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Um leið og þau settust við borð- ið þornaði munnur hennar upp og stressið náði tökum á henni. „Viðmótið sem Kristján sýndi mér í þessu viðtali var á þann veg að mér leið eins og druslu. Hrokinn var algjör og hann talaði niður til mín. Aftur og aftur spurði hann mig hvort ég væri ekki bara bitur, sem fór auðvitað illa í mig og þess vegna svaraði ég skringilega og illa.“ Að lokum brotnaði Jón- ína saman og grét fyrir framan alþjóð. „Aðeins þeir sem hafa grátið í sjónvarpi vita hvernig það er. Fullkomin berrössun og einhvern veg- inn ekkert eftir.“ Í huga Jónínu er umfjöllun Kastljóssins hápunkturinn á einu ömurlegasta skeiði lífs hennar. „Skeiðinu þegar skotleyfið á mig var algjört og engar hömlur á hvernig byssur mátti nota. Þetta var „all inn!“.“ Hótaði ritstjóra Fréttablaðsins Tölvupóstamálið hélt áfram svo vikum skipti. Eftir að lögbannið fékkst var birt klausa á besta stað í blaðinu þar sem það var tekið fram að lögbannið væri ástæðan fyrir því að ekkert væri um tölvupóstana í blaðinu. Í raun linnti ekki látum fyrr en Jónína sá sig tilneydda til þess að hóta Sigurjóni Magnúsi Egilssyni, þá- verandi fréttastjóra blaðsins. „Ég tek það fram að ég er ekki stolt af því að hafa hótað Sigur- jóni, það var örþirfaráð konu sem var að verja sitt helgasta vé.“ ingibjorg@dv.is Brot úr tveimur köflum úr ævisögu Jónínu Benediktsdóttur sem fjalla um ástarsamband þeirra Styrmis Gunnarssonar, áfallið þegar tölvupóstarnir voru birtir opinberlega og vanlíðanina sem heltók hana á þessum tíma. Henni fannst sem styrmir hefði brugðist sér. Aðeins þeir sem hafa grátið í sjónvarpi vita hvernig það er. Fullkomin berrössun og einhvern veginn ekkert eftir. Þið megið kalla mig ástsjúka. Daður Styrmir ráðlagði Jónínu. Í öðrum póstin- um játar hann ást sína. Jónína teiknaði hring utan um orðin „óboðinn gestur“, sagst vera fugl og skrifaði „tár“ á spássíuna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.