Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 37
FÖSTUDAGUR 12. nóvember 2010 VIÐTAL 37 þess virði. Við töluðum vel saman. Það er allt í lagi þótt ég skilji hann ekki fullkomn- lega enda er þetta ekki mitt mál. Ég er ekki á móti kynleiðréttingu en það er erfitt að setja sig í spor annarra,“ segir hann en bætir við að spurningin um kyn Hans hafi aldrei haft það alvarleg áhrif á sambandið að þeir hafi íhugað að hætta saman. „Við höfum samt rætt að ef eitthvað neikvætt gerist vegna þessa ferlis viljum við hætta saman í góðu og sem vinir. Ef eitthvað breytist og við get- um ekki látið þetta ganga lengur,“ segir Hans en Matthew ítrekar að kynleiðréttingin muni ekki verða til þess að til skilnaðar komi. „Við erum duglegir að ræða saman og tengjumst saman á vitsmunalegu plani. Við tölum mik- ið um heimspeki og pólitík og getum vel rif- ist, við erum langt frá því að vera alltaf sam- mála. Ég get átt erfitt með að skilja hann og það er ekkert skrítið því transinn snýst um hann ekki mig. Ég er samt ekkert á móti þessu,“ segir Matthew og horfir á Hans sem segir brosandi: „Ég er afskaplega heppinn með mann. Það er sko á hreinu. Ég er bara rosalega heppinn með allt mitt fólk og á meiri stuðning en lang flestir í minni stöðu.“ GIFTING OG BARNEIGNIR Hans reyndi að sanna fyrir sjálfum sér og öðrum að hann væri og gæti lifað sem kon- an Hólmfríður. Hann gekk meira að segja svo langt að gifta sig og eignast barn. „Ég á níu ára dóttur sem kallar mig mömmu. Það er ekkert rosalega óalgengt fyrir transmenn að fara í gegnum fjölskyldupakkann. Að hluta til vegna þess að þetta er okkar eina leið til að fjölga okkur og hins vegar er þetta hluti af afneituninni. Við viljum sanna fyrir okkur og umheiminum að við séum víst það sem við eigum að vera,“ segir hann og útskýrir að þótt lagalega megi transfólk ættleiða börn sé afskaplega erfitt fyrir tvo karlmenn að ætt- leiða enda séu samkynhneigð pör oft aftar- lega á lista margra landa. „Það líta margir á okkur tvisvar þegar þeir heyra dóttur mína kalla mig mömmu en ég er mamma hennar og mun verða eina manneskjan sem kem- ur til með að vera mamma hennar. Ég hætti því ekkert þótt ég sé búinn í ferlinu,“ segir Hans og bætir við að það væri hálfgert svindl ef stelpan sæti uppi með tvo pabba og enga mömmu þegar kynleiðréttingu lýkur. „Ég hef alið hana upp og mér er sagt að ég sé afskap- lega móðurlegur, svona upp á það að gera. Hún er dóttir mín og ég er mamma hennar og ætla ekki að fara taka það frá henni,“ seg- ir hann en bætir við að ef hún ákveði sjálf að kalla hann pabba muni hann ekki leiðrétta hana. „Hún hefur eigin rétt og verður að fá að ráða hvað hún kallar mömmu sína.“ BÖRN ERU UMBURÐARLYNDARI Aðspurður segir hann dótturina taka breyt- ingunum vel. „Þetta er eðlilegasti hlutur í heimi fyrir henni. Svona lagað vefst ekki jafn mikið fyrir börnum og fullorðnum. Þau eru ekki að mikla þetta fyrir sér og eru umburð- arlyndari,“ segir Hans sem kom út úr skápn- um fyrir dótturinni áður en hann byrjaði á hormónum og fór að klæða sig alfarið sem karlmaður. Hann segir skólafélaga dóttur- innar ekki hafa trúað fréttunum í fyrstu en í dag velti þeir sér lítið upp úr þeirra aðstæð- um. „Dóttir mín tók það upp af sjálfsdáðum að segja frá þessu í skólanum svo ég varð að útskýra fyrir þeim að þetta væri víst rétt hjá henni . Skólayfirvöld hafa verið afskaplega al- mennileg og vilja að ég komi og tali við bekk- inn og útskýri þetta fyrir þeim. Ég veit bara ekki alveg hvernig ég ætti að gera það og svo er alltaf hræðslan við að ef eitthvert foreldri myndi kvarta. Það yrði leiðinlegt.“ UPPLIFÐI BRENGLUN Á MEÐGÖNGU Hans segir meðgönguna hafa verið honum erfið. „Fyrstu vikurnar skyldi ég ekki hvað fólk væri að kvarta en nokkrum vikum síð- ar hélt ég engu niðri. Eftir því sem leið á leið mér verr og verr og ég mun aldrei gera þetta aftur. Ekki að ég sjái eftir þessu í dag. Alls ekki. Það er frábært að hafa eignast dóttur- ina. Mér leið bara mjög illa á meðgöngunni og upplifði hana sem mikla brenglun. Ég var einfaldlega ófrískur karlmaður,“ segir Hans sem hefur farið í legnám. „Ég losaði mig við legið svo líffræðilega get ég ekki orðið barns- hafandi aftur þótt ég sé ekki búinn í kynfæra- aðgerðinni. Það var mikill léttir að losna við legið og þurfa ekki að takast á við óttann um að eitthvað gæti komið upp á aftur. Slíkt er mjög mikill streitugjafi.“ FÁIR SÝNILEGIR TRANSMENN Nokkrar transkonur hafa verið áberandi í umfjölluninni síðustu árin hér á landi. Anna Jonna, Anna Kristjáns, Vala Grand og nú síð- ast Ugla Stefanía hafa tekið mikilvæg skref fyrir þær transkonur sem eftir eiga að koma út úr skápnum. Hins vegar hafa transmenn ekki verið jafn áberandi. Hans segir einhverja halda því fram að transmenn séu einfald- lega óalgengari en transkonur en sjálfur tel- ur hann ástæðuna aðra. „Ég held að fólk taki frekar eftir því þegar karlmaður er kvenlegur heldur en þegar kona er karlmannleg. Það er svo miklu meira tabú fyrir karlmann að vera kvenlegur. Það kippir sér enginn upp við það að einhver sem fæðist í kvenmannslíkama taki upp á því að klæða sig í karlmannsföt. Að sama skapi er mun algengara að transstelpur séu kallaðar hommar en transmenn lesbíur. Þær eru kvenlegar, enda eru þær stelpur, en það er afskaplega ólógískt að byrja strax að tengja trans við kynhneigð.“ FLÓKNAR AÐGERÐIR Kynfæraaðgerðir fyrir transmenn eru mun flóknari og erfiðari viðfangs en þær aðgerð- ir sem bjóðast transkonum. Hans hefur ekki ákveðið hvort hann muni leggjast undir hníf- inn en segist velja þá leið sem gefi honum lítinn getnaðarlim sem þó virki frekar en að velja aðgerð sem bjóði upp á stórt en ónot- hæft kjötstykki. „Ef ég fer í sjálfa kynfæra- aðgerðina þá vel ég þá minni því ég vil ekki láta flá mig lifandi. Ég er ekkert að flýta mér að taka þessa ákvörðun og því fer fjarri að all- ir transmenn fari í aðra hvora þessa aðgerð. Það er svo takmarkað hvað er hægt að gera fyrir okkur. Ég ætla að telja mig búinn í þessu kynleiðréttingarferli þegar ég hef látið slétta úr bringunni á mér en það mun verða ein- hvern tímann á næsta ári. Testósterón gerir líka ákaflega mikið fyrir hlutina þarna niðri og aðgerðin væri þá bara endurröðun á hlutum. Hormónin stækka snípinn. 80 prósent kvenna fæðast með sníp sem er minni en strokleður á blýanti en eftir hormónameðferð getur trans- maður verið komin með 6–10 cm getnaðarlim sem getur haldið reisn,“ útskýrir Hans og bæt- ir við að það hafi verið ákaflega frelsandi að byrja hormónameðferðina. „Þetta er eins og með dísil og bensín. Ef heilinn á þér er dísil en þú hefur keyrt alla ævi á bensíni er rosalegur munur að setja dísil á hann.“ TYPPI EKKI SNÍPUR Aðspurður viðurkennir hann að vissulega flæki það málin að stunda kynlíf þegar kynfær- in eru ekki af réttri tegund. „Maður lærir smá trix til að bæta fyrir það sem vantar. Við notum líka rétt orð. Við tölum um typpi en ekki sníp. Enda um sama líkamspart að ræða sem hefur einfaldlega þróast á mismunandi hátt í móð- urkviði.“ Hann segir marga transmenn fara í al- menningsklefa sundlauga og íþróttahúsa þótt þeir hafi ekki lokið kynfæraaðgerð. „Þeir fá þá leyfi til að vera í skýlunni í sturtunni, koma hreinir í sundið og fara í sturtu heima eftir sundið. Sjálfur hef ég ekki farið í laugina í þrjú ár og er farinn að sakna sundsins enda alinn upp með laugina í bakgarðinum. En eins og staðan er núna yrði mér hent út úr karlaklef- anum og líka kvennaklefanum. Ekki að ég eigi eitthvert erindi inn í kvennaklefann.“ REYRIR NIÐUR BRJÓSTIN Hver dagur hjá Hans hefst á að reyra niður brjóstin og búa til bungu í nærbuxunum með til þess gerðum hlut. „Þetta er afskalega mik- il vinna, að binda og pakka, eins og ég kalla það. Ég á sérstaka flík sem heldur bringunni á mér sléttri og fer ekki út úr húsi nema í henni. Þessu fylgja óþægindi og ég veit um einn sem er haldinn lungnasjúkdómi eftir að hafa bund- ið of fast og lengi. Það er mjög mikilvægt fyr- ir mig að losna við brjóstin og líka heilsusam- legt,“ segir hann en þegar Hans hefur lokið árinu á hormónum má hann leggjast undir hnífinn og gangast undir kynfæraaðgerðina, ef hann ákveður svo, og samtímis má hann sækja um nafnabreytingu. UPPLIFIR REIÐI Að fæðast í röngum líkama hefur reynst Hans erfitt. „Ég hef þjáðst af þunglyndi og verið greindur með vefjagigt og var lagð- ur í einelti. Þetta hefur ekki alltaf verið létt. Ég verð stundum reiður yfir mínum aðstæð- um og held að það sé ekki hægt að komast hjá öðru. Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þessa. Jafnvel í samfélagi þar sem þessu er tekið án spurninga, þar sem stúlka getur komið til móður sinnar og sagst vera strákur og mamman segir bara ókei. Jafnvel í þannig samfélagi myndi ég ekki óska þessu á nokkra manneskju,“ segir hann alvarlegur í bragði. UPPLÝSINGAR GEGN FORDÓMUM Hans og Matthew samþykktu að segja sína sögu til að vekja athygli á fjölbreytileikan- um í samfélaginu í von um að minnka for- dóma gagnvart því sem er öðruvísi. „Það eru afskaplega fáir transmenn sýnilegir og ekki bara á Íslandi heldur um allan heiminn. Þeir þekktustu eru líklega Thomas Beaty, sem varð frægur þegar hann kom fram í Op- ruh, og svo sonur söngkonunnar Cher,“ segir Hans en sonur Cher hét Chastity Bono áður en hann gekkst undir kynleiðréttingu og tók upp nafnið Chaz. „Ég er frekar feiminn, og við Matthew báðir, en við vitum að fordómar eru til stað- ar vegna skorts á upplýsingum. Ef fólk þekk- ir einhverja eða veit af einhverri transmann- eskju sem er eðlileg minnka fordómarnir. Það er svo mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Fyrir mig tók það hálft ár að finna einhvern útgangspunkt, að vita hvert ég gæti leitað til að hefja mína leiðréttingu. Vonandi hefur það breyst í dag. Þetta ferli er ekki fyr- ir alla og þeir sem ætla stíga út úr skápnum verða að vera viðbúnir að geta misst allt. Sjálfur hef ég verið heppinn og ekki misst neitt. Ég hef fengið ótrúlegan stuðning, sam- þykki og viðurkenningu á því að vera sá ein- staklingur sem ég er. Það skiptir öllu máli. Ég vil frekar að fólk hati mig fyrir þann sem ég er, en að það elski mig fyrir þann sem ég er ekki.“ indiana@dv.is Ég var ófrískur KARLMAÐUR Það líta margir á okk-ur tvisvar þegar þeir heyra dóttur mína kalla mig mömmu en ég er mamma hennar og mun verða eina manneskjan sem kemur til með að vera mamma hennar. ÁSTFANGNIR Matthew segist hvorki hafa fallið fyrir konunni Fríðu eða manninum Hans heldur persónunni innra með. MYND HEIÐA GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.