Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Qupperneq 43
föstudagur 12. nóvember 2010 umsjón: helgi hrafn guðmundsson helgihrafn@dv.is skrýtið 43 Grafið djúpt neðanjarðar, langt fyrir neðan litríkar neonljósabyggingarn-ar sem hýsa spilavít- in frægu í eyðimerkurborginni Las Vegas, er að finna gríðarstórt vö- lundarhús þar sem köngulær og rottur skríða í kolniðamyrkri. Hin- ir prúðklæddu gestir spilavítanna á yfir borðinu, sem dæla peningum í spilakassa og leggja undir í póker, vita ekki af þessum kvikindum, sem laumast djúpt í iðrum borgarinn- ar fjarri bjarma neonljósanna. Þeir vita ekki heldur af rúmlega þúsund manns sem hírast þarna niðri. Fólk- ið dregur fram lífið í flóðgöngum fyr- ir neðan Las Vegas. Það hefur lent í þessu 550 kílómetra gangakerfi, í þessu ógurlega raka og dimma vö- lundarhúsi, vegna þess að það á ekki í önnur hús að venda. Fólkið hefur misst allt vegna þess að það leiddist út á brautir eiturlyfja eða missti tök- in á heimilisbókhaldinu. Og þarna undir fótum borgarbúa í Las Vegas hírast einnig nokkrir hermenn sem glíma við varanlega sálræna bresti eftir að hafa barist í stríðum. Kerf- ið veitir fólkinu skjól en svo að það neyðist til að dvelja undir yfirborð- inu. Það læðist út úr prísund sinni á kvöldin þegar fer að myrkva. Það stelst inn í spilavítin og grannskoðar teppalögð gólfin og raufarnar í spila- kössunum – í örvæntingarfullri von um að finna þar spilapeninga sem einhvern kynni að hafa gleymt. huldufólk, hermenn og börn Matthew O’Brien er blaðamaður frá Las Vegas sem komst að þessari myrku hlið borgar sinnar þegar hann leitaði vitna í morðmáli. Hann fór niður í göngin og komst að því að þar er heil veröld sem hann vissi ekkert um áður, þrátt fyrir að hún lægi und- ir fótum hans. O’Brien hefur skrifað bók um fólkið, Beneath the Neon, Undir neonljósunum, þar sem hann rekur sögu þessa huldufólks sem borgarar Las Vegas virðast ekki vilja vita af. „Þetta er venjulegt fólk á öllum aldri sem hefur misst tök á tilverunni, oftar en ekki eftir sálrænt áfall. Marg- ir eru fyrrverandi hermenn sem hafa tekið þátt í stríðum og þjást af áfalla- streitu. Við vitum ekki hversu mörg börn búa hérna, því þeim er hald- ið leyndum. En ég hef séð sönnun- argögn – leikföng og bangsa,“ segir blaðamaðurinn en hann hefur efnt til söfnunar fyrir fólkið ólánsama. Tvíbreitt rúm og plastkassar Kærustuparið Steven og Kathryn býr í göngunum og hafa þau búið ágæt- lega um sig. Þau eru með tvíbreitt rúm, fataskáp og bókahillur. Hér hafa þau búið í þrjú ár og náð að safna ýmsum munum saman. Á veggjum hanga málverk og í hillum eru bækur sem þau fundu á víðavangi. En flest- ar eigur þeirra eru þó í plastkössum sem hindra að þær vökni. Talsvert vatn er nefnilega á gólfinu í göngun- um víðast hvar. hirða spilapeninga úr kössunum „Við fundum rúmið okkar í gámi fyr- ir utan íbúðablokk. Þetta er meira og minna drasl sem fólk hendir og við hirðum. Eins manns rusl er ann- ars manns gull. Við hirðum dras- lið upp seint á kvöldin því við viljum ekki að neinn sjá okkur, okkur fynd- ist það vandræðalegt,“ útskýrir Ste- ven. Hann neyddist til að flytja niður í göngin fyrir þremur árum en hann missti vinnuna vegna heróínfíknar. Hann segist nú vera hættur að dópa og parið lifir á því að skima eftir spila- peningum sem gestir spilavítanna á yfir borðinu hafa gleymt. Hann segist eitt sinn hafa fundið 997 dollara (110 þúsund krónur) í einum spilakasssa. misstu ungbarn Á öðrum stað í göngunum búa hjónin Amy og Junior. Þau misstu húsið sitt vegna þess að þau ánetjuðust fíkni- efnum í kjölfar þess að fjögurra ára mánaða sonur þeirra lést. „Ég hafði heyrt að það væri næg vinna í Las Vegas. En það var erfitt hér og við fórum að búa undir brunastig- anum fyrir aftan MGM-spilavítið. Við hittum náunga sem bjó í göngunum og höfum verið hér síðan. Þessar ótrúlegu myndir tók breski ljósmyndarinn Austin Hargrave. um það bil þúsund heimilisleysingjar hýrast í neðanjarðargöngum undir spila- vítunum í Las Vegas í Nevada í Bandaríkj- unum. Þar, fjarri bjarma neonljósanna, í koldimmu völundarhúsi, býr venjulegt fólk á öllum aldri, sem misst hefur tökin á tilverunni. Í völundarhúsinu búa meðal annars hermenn sem tóku þátt í stríðum. Völundarhúsið Við vitum ekki hversu mörg börn búa hérna, því þeim er haldið leynd- um. En ég hef séð sönnunargögn – leik- föng og bangsa. undir neonljósunum Á rúmstokknum steven og Kathryn hafa búið í göngunum í nokkur ár. Þau skima eftir spilapeningum í spilavítunum. Þau sofa í tvíbreiðu rúmi á upphækkuð- um palli því gólfið er jafnan vott. misstu son sinn Amy og maður henn- ar hafa verið heimilislaus í áraraðir. Þau misstu nýfæddan son sinn fyrir áratug, leiddust út í fíkniefnaneyslu og misstu tökin á tilverunni. myndir ausTin hargrave mikill munur Hér sést munni ganganna og glæsilegar byggingar spilavítanna í Las Vegas í bakgrunni. með teppi á gólfum Í einni hliðargrein völundarhússins býr þessi maður. Hann er með teppi á gólfinu og nokkur húsgögn. sagt er að mörg börn búi í göngunum en að þeim sé haldið leyndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.