Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 44
Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson hjá Ríkissjónvarpinu hefur lýst upp skjáinn að undanförnu. Hann átti kött sem hann skírði Matthildi, myndi vilja fara á trúnó með Davíð Oddssyni og Ólafi Ragnari og hefur verið í fitun allt sitt líf. Nafn og aldur? „Haukur Harðarson, nýorðinn 24 ára.“ Atvinna? „Íþróttafréttamaður á RÚV.“ Hjúskaparstaða? „Á lausu.“ Fjöldi barna? „Ekki eitt einasta.“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, Matthildi, kött sem ég skírði sjálfur þegar ég var fimm ára.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Það voru tónleikar hjá Jossa Ragga vini mínum og afmælis- bróður, sem gengur undir listamannsnafninu Jón Jónsson. Mjög flottir tónleikar. Svo veit ég ekki hvort tónleikamyndin Backyard teljist með en hún var verulega góð.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Var nýkominn til Bandaríkjanna sem 16 ára skiptinemi og fór með nokkrum félögum að „klósettpappíra“ hús einhvers stráks sem var vinsæl tómstundaiðja á þessum tíma. Svo kom löggan og ég þóttist ekki skilja neina ensku, en ég held samt að það hafi nú enginn farið í fangelsi eða neitt þannig.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „KBD-búningurinn minn því hann er svo fallegur og núna nýlega stóra dúnúlpan mín, eftir að það fór að kólna svona í veðri.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, þvert á móti. Mætti halda að ég hefði verið í fitun allt mitt líf. Það mun koma aftan að mér einn daginn.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Nei, hef ekki fundið mig knúinn til þess ennþá.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei, því miður.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég skammast mín nú ekkert sérstaklega fyrir neitt, en ef spurningin er hvaða lag flestir fyrirlíta mig fyrir að fíla er það líklega Every Morning með Basshunter.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Angels með Robbie og flest lög með Coldplay. Er með svokallaðan „balla-basic“ tónlistarsmekk sem er jafnframt sá besti sem ég veit um.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til árshátíðar hjá vinahópnum mínum sem er núna um helgina og svo eins óeðlilega og það kann að hljóma fyrir marga þá hlakka ég nú oftast til að mæta í vinnuna enda í einstaklega skemmtilegu starfi.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Meðal annars Forrest Gump, Sin City, Die Hard 1, Anchorman og Toy Story. Er með frekar fjölbreyttan kvikmyndasmekk en ég býst við að hérna gildi það sama og um tónlistarsmekkinn.“ Afrek vikunnar? „Að horfa á enska boltann og fá borgað fyrir það.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Eina galdrakonan sem ég trúi á er Hexía de Trix enda Andrésblöð bestu bókmenntir allra tíma.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Spila fjögur hálf Coldplay lög á píanó.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið? „Já og nei. Er ennþá á þeim stað í lífinu að mér finnst rosalega þægilegt þegar einhverjir aðrir taka svona ákvarðanir fyrir mig!“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Hringdi í vinkonu mína sem er fegurðardrottning og hún sagði heilbrigði, fjölskyldan og vinirnir, þannig að ég treysti henni bara.“ Hvaða íslenska ráðamann myndir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Væri það ekki bara vandræðalegt að vera allt í einu mættur á trúnó með íslenskum ráðamanni sem þú þekkir ekki neitt? En allt í lagi, myndi velja Ólaf Ragnar og Davíð Oddsson saman og halda mig bara til hlés.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Robbie Williams, út af því að það er enginn svalari, eða Natalie Portman, til að reyna að gera hosur mínar grænar fyrir henni.“ Hefur þú ort ljóð? „Nei, en ég er einn helsti útgefandi íslenskra nútímabók- mennta.“ Nýlegt prakkarastrik? „Gera grín að Njalla vini mínum.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Hödda Magg.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Það vita það ekki allir en þegar það kemur fram að Broddi Broddason hafi lesið útvarpsfréttir, þá var það í raun ég.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Neibbs.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Brunasandur og flugvél á leið til útlanda.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Horfi á South Park.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Leyfa aftur myntkörfulánin og byrja að ímynda sér að peningar séu ókeypis.“ Með „balla-basic“ tónlistarsmekk m yN d ir r ó b Er T rE yN iS So N 44 Hin Hliðin 12. nóvember 2010 föstuDaguR www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.