Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Side 48
48 LífsstíLL umsjón: indíana ása hreinsdóttir indiana@dv.is 12. nóvember 2010 föstudagur
flóknara
að blekkja en ljúga
með hjálp heilaskanna hafa bandarískir
vísindamenn komist að því hvað gerist í
heila svikahrappa og afburða póker-
spilara þegar þeir nota blekkingar til að
fá aðra til að trúa því sem þeim hentar.
niðurstöðurnar gefa til kynna að blekk-
ing, eins og hún er stunduð í póker eða
á uppboðum, krefst mun flóknara ferlis
en það sem á sér stað þegar við ljúgum.
„Rannsókn okkar gefur til kynna að til að
ráðskast með trú annarra á þínum næstu
athöfnum þarftu meðal annars að skilja
hvaða áhrif þínar fyrri athafnir höfðu á
aðra,“ segir meghana A. Bhatt sem stýrði
rannsókninni sem birtist í Proceedings of
the national Academy of sciences.
Ný rannsókn talin marka endalok fræðsludiska sem framleiddir eru fyrir smábörn:
„Smart baby“ virka ekki
Vertu
lasin/n
- án þess að
vera rekin/n
margir fá samviskubit þegar þeir
verða að tilkynna veikindi. mundu
bara að þú gerir vinnufélögunum
greiða ef þú heldur þig heima í stað
þess að smita alla af óæskilegum
bakteríum og skila vinnudeginum
með hangandi hendi. Ef þú ert
virkilega slappur/slöpp er um að gera
að nota veikindadagana. Til þess
eru þeir. Ef þú hefur á tilfinningunni
að yfirmaður þinn eða vinnufélagar
haldi að þú sért að gera þér upp
veikindin eru hér nokkur góð ráð:
* Ekki hringja þig inn veika/n nema
þú þurfir á því að halda. síendurtekin
veikindi vekja grunsemdir.
* Hringdu í yfirmann þinn eins
snemma og þú getur. Ekki senda sms
eða tölvupóst.
* mundu að biðjast afsökunar á
ómakinu í upphafi samtals.
* Hafðu samtalið sutt og hnitmiðað –
yfirmaðurinn þarf ekki á subbulegum
smáatriðum að halda.
* Ekki pína upp úr þér hósta eða
þykjast þurfa að kasta upp í miðju
símtali. Það er engin ástæða til að
ýkja hlutina.
* mundu að því oftar sem þú ert
fjarverandi á mánudögum og
föstudögum því meiri grunsemdir
vekurðu.
Omega-3
hægir ekki
á hrörnun
samkvæmt rannsókn, sem birtist
í journal of the American medical
Association, hægja fæðubótarefni sem
unnin eru upp úr fiskiolíu ekki á andlegri
hrörnun eins og hingað til hefur verið
haldið fram. „sjúklingar á byrjunarstigi
Alzheimer-sjúkdóms sem fengu
omega-3 fitusýrur upplifðu ekki hægari
hrörnun en þeir sem fengu lyfleysu,“
segir joseph Quinn, leiðandi rann-
sóknarinnar og prófessor við Oregon
Health and science-háskólann. Aðrir
vísindamenn hafa tekið upp hanskann
fyrir fiskifituna og segja að þátttakendur
hafi allir verið aldraðir. Omega-3 fitusýrur
geri meira gagn ef fólk byrji snemma að
neyta þeirra auk þess sem fitan búi yfir
fjölda annarra kosta.
Ný rannsókn á svokölluðum
„smart baby“-DVD diskum, sem
foreldrar kaupa í von um að gefa
börnum sínum vitsmunalegt for-
skot, gefur til kynna að mynd-
böndin geri lítið gagn. Börn á aldr-
inum 12 til 18 mánaða sem horfðu
á diska sem áttu að kenna þeim 25
ný orð daglega lærðu ekki fleiri orð
en börn sem horfðu ekki á mynd-
bandið. Þetta segir Judy DeLoa-
che, yfirmaður sálfræðideildar
háskólans í Virginiu í Bandaríkj-
unum en DeLoache leiddi rann-
sóknina. „Þau börn sem áttu að
læra sömu orð af foreldrum sínum
lærðu mest,“ segir DeLoache sem
vill ekki gefa upp hvaða mynd-
bönd voru skoðuð í rannsókninni,
sem birtist í tímartinu Psychologi-
cal Science.
DeLoache segir fyrri rann-
sóknir gefa svipaða niðurstöðu til
kynna og aðrir vísindamenn taka
í sama streng. „Þetta var vel gerð
rannsókn sem mun líklega marka
endalok hugmynda um fræðslu-
gildi þessara myndbanda,“ seg-
ir barnalæknirinn Frederick J.
Zimmerman sem rannsakaði áhrif
myndbandanna og sjónvarpsgláps
á börn árið 2007. Hans niðurstöð-
ur gáfu til kynna að myndböndin,
ekki sjónvarpsglápið, virtust hægja
á málþroska barnanna.
DeLoache vill ekki að foreldr-
ar barna sem hafi trú á diskunum
hendi þeim í ruslið. „Börnin hafa
eflaust gaman af þessu en ekki bú-
ast við að þau læri mikið. Mikil-
vægast er að börn hafi sem mest
samskipti við foreldra sína.“
Vitsmunalegt forskot
samkvæmt rannsókninni
læra börn mest ef foreldr-
ar þeirra tala við þau.
Flestir sérfræðingar telja börn hafa
gott að því að hjálpa til heima við.
Uppeldisfræðingurinn Jim Fay
telur það jafnvel nauðsynlegt því
hann segir að við þurfum öll á því
að halda að finnast við gera gagn.
„Ef barnið þitt þarf aldrei að lyfta
litla fingri fer það á mis við þessa
þörf,“ segir Fay sem heldur úti vef-
síðunni www.loveandlogic.com.
Rithöfundurinn og barnalæknir-
inn Janice Cohn segir rannsóknir
sanna að börn sem læra að hjálpa
öðrum hafa betri sjálfsmynd, gangi
betur í skóla og séu ólíklegri til að
þjást af þunglyndi og kvíða. Barna-
læknirinn og bókahöfundurinn
Roger W. McIntire tekur í sama
streng en McIntire hefur búið til
lista yfir verkefni sem henta hverj-
um aldri.
Verkefni fyrir börn 2–3 ára
Ganga frá leikföngum.
Fylla á matarbakka gæludýra.
Setja fötin í þvottakörfu.
Þurrka upp það sem sullast niður.
Þurrka af.
Raða upp bókum og tímaritum.
Verkefni fyrir börn 4–5 ára
Allt að ofan plús:
Búa um eigið rúm.
Koma með póstinn.
Þurrka af eldhúsborðinu.
Nota handryksugu.
Vökva blóm.
Taka úr uppþvottavélinni.
Þvo upp plastdiska í vaski.
Hella morgunkorni í diska.
Verkefni fyrir börn 6–7 ára
Allt að ofan plús:
Flokka þvott.
Sópa gólf.
Leggja á borðið.
Taka af borðinu.
Raka gras og lauf.
Hella í eigið glas.
Svara síma.
Verkefni fyrir börn 8–9 ára
Allt að framan plús:
Setja í uppþvottavélina.
Ganga frá matvörum.
Ryksuga.
Hjálpa til við matseld.
Þurrka af eldhúsborðinu eftir mat-
inn.
Ganga frá eigin þvotti.
Sauma tölur í föt.
Búa til eigin morgunmat.
Flysja grænmeti.
Elda einfaldan mat, líkt og ristað
brauð.
Blautmoppa gólfið.
Fara í göngutúr með hundinn.
10 ára börn og eldri
Allt að framan plús:
Brjóta saman þvottinn.
Þrífa baðherbergi.
Þrífa glugga.
Þrífa bíl.
Elda einfaldan mat undir eftirliti.
Strauja föt.
Þvo þvott.
Líta eftir yngri systkinum.
Slá garðinn.
Þrífa eldhús.
Skipta um á rúmum.
Baka.
Leyfðu barninu
að taka þátt
samkvæmt sérfræðingum er hollt fyrir börn að bera smávægilega ábyrgð inni á heim-
ilinu. Leyfðu barninu að finnast það gera gagn.
Ef barnið þitt þarf aldrei að
lyfta litla fingri fer það
á mis við þessa þörf.