Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2010, Síða 62
Palli Papi ráðleggur Auðuni Blöndal að fá sér nágrannavörslu:
62 FÓLKIÐ 12. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
HLÍN EINARS:
DNA á
„Autobahn”
Halldór „DNA“ Halldórsson og félagar
munu ferðast með bravúr þegar þeir
fara á bardagakeppnina UFC 122 í
Þýskalandi um helgina. Halldór fer
með þeim Steinda Jr. og Ágústi Bent
sem taka sér frí frá tökum á annarri
þáttaröðinni af Steindanum okkar
til þess að komast. Halldór leigði
bíl af gerðinni Audi A4 og munu
þremenningarnir ferðast um hinar
frægu hraðbrautir Þýskalands til
Berlínar þar sem keppnin fer fram.
Þeir Steindi og Bent vildu taka lest frá
Giessen þar sem Halldór er í námi en
hann tók það ekki í mál.
Hnyklaðir
vöðvar kæta
Vöðvafjallið, líkamsræktarfrömuð-
urinn og athafnamaðurinn Arnar
Grant er í lokaprófinu í nýjasta hefti
Monitor sem fylgir Morgunblaðinu
á fimmtudögum. Við spurninguna:
Uppáhaldsvöðvinn minn er? hakar
Arnar í boxið merkt: Tvívöðvinn,
og bætir við: „Því hann kallar fram
ómælda aðdáun og gleði þegar
ég flexa hann.“ Arnar starfar sem
einkaþjálfari í World Class en auk
þess markaðssetti hann próteinvör-
urnar Hámark ásamt góðvini sínum
Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni á
Bylgjunni. Að vera einkaþjálfari segir
Arnar í lokaprófinu að sé hundleið-
inlegt þegar aumingjar komi til hans
en það sé hans leið til að gefa af sér
út í samfélagið.
„Þetta gefur mér tvö tæki-
færi,“ segir Páll Eyjólfs-
son, eða Palli Papi eins
og hann er oftast kallað-
ur, um símahrekkinn sem
hann varð fyrir í vikunni.
Þá hringdi Ari Eldjárn í
hann í dulargervi Bubba
Morthens fyrir þáttinn
Audda og Sveppa og plat-
aði umboðsmanninn upp
úr skónum. „Annars vegar
að njóta þess að sé verið að
gera grín og skemmta fólki
og hins vegar að taka Auð-
un Blöndal og refsa honum
grimmilega fyrir þetta við
tækifæri.“
Aðspurður hvort Palli
haldi að Auðunn sé hugmyndasmiðurinn á
bak við hrekkinn segir hann það litlu máli
skipta. „Auðunn á bara skil-
ið að verða refsað fyrir svo
marga hluti. Ég mæli með
því að Auðunn kaupi sér ná-
grannavörslu og allt þetta
helsta sem er í boði,“ bætir
hann við í léttum tón.
Myndband af síma-
hrekknum hefur vakið mikla
athygli á visir.is en þar fór
Ari Eldjárn á kostum í gervi
Bubba. Eftir þetta leikur eng-
inn vafi á því hver er besta
Bubba-eftirherma landsins
enda Ari að blekkja mann
sem talar við Bubba dag-
lega. „Hann er bara snill-
ingur hann Ari. Hann náði
mér alveg frá fyrstu mínútu.
Ótrúlega góður.“
asgeir@dv.is
„Æi, greyið hún,“ segir Hlín Einars-
dóttir, ritstjóri bleikt.is, vefsíðu fyr-
ir konur sem opnar á næstunni, um
ummæli Þóru Tómasdóttur, fjöl-
miðlakonu, sem setti inn hlekk á
fésbók sína með pistli Hlínar um
leyndardóma karlmanna og skrif-
aði kaldhæðnislega: „Ég skaut óvart
tölvuna mína með riffli.“
Fleiri landsfrægar konur taka
undir með Þóru og svarar Selma
Björnsdóttir söngkona hlekknum
svohljóðandi: „Ég er kjaftstopp!“
Fyrrverandi Kastljósstjarna, Elsa
María Jakobsdóttir, skrifar svo: „Nei
hættu nú alveg.“
Hlín hefur verið afar dugleg að
skrifa pistla á Pressuna og var ný-
verið ráðin ritstjóri bleikt.is. Þrátt
fyrir að síðan sé ekki enn farin í loft-
ið fer mikið fyrir henni í netheimum
og hafa nú margrar gagnrýnisraddir
heyrst eins og hjá konunum hér að
framan. Hlín viðurkennir fúslega að
hún verða vör við þessar neikvæðu
raddir.
„Auðvitað. Það er talað um þá
sem skipta máli,“ segir hún. En fær
þetta eitthvað á hana? „Nei, alls
ekki. Ég veit að ég er að gera rétt og
hef trú á því sem ég er að gera. Ef ég
myndi hlusta á allar gagnrýnisradd-
irnar yrði ég bara klikkuð. Svona
áttatíu og fimm prósent allra við-
bragða sem ég hef fengið við vefn-
um eru jákvæð. Restin er skítkast
en það er bara eðlilegt. Ég er að tala
um umdeilda hluti sem fólk hefur
skoðanir á,“ segir Hlín en hún segir
markað fyrir því sem hún fjallar um.
„Ég hef núna verið mest lesni
Pressupenninn undanfarið og ekki
er leiðinlegt eða ófrægt fólk sem er
að skrifa þar. Ég skrifaði fyrst um tíu
atriði sem drepa möguleika á öðru
stefnumóti fyrir karla og svo um
fimmtán hluti sem karlmenn þola
ekki við konur. Það eru yfir fjörtíu
þúsund manns búnir að lesa þessa
pistla,“ segir Hlín sem áttar sig á
stöðunni sem hún er komin í en
hlakkar samt gífurlega til opnun síð-
unnar.
„Ég hef fengið alveg ótrúleg við-
brögð við síðunni. Við erum komin
með alveg geggjað mikið af frábæru
fólki sem ætlar að skrifa og vinna
fyrir okkur og ég er ánægð með það
sem koma skal. Það er ábyggilega
eitthvað fólk sem hatar mig núna
en það verður bara að vera þannig,“
segir Hlín Einarsdóttir, ritstjóri
bleikt.is.
tomas@dv.is
Hlín Einarsdóttir, ritstjóri væntanlega kvennavefsins bleikt.is, gefur lítið fyrir nei-
kvæða gagnrýni sem birtist í auknum mæli eftir því sem nær dregur opnun vefsíð-
unnar. Fjölmiðlakonan Þóra Tómasdóttir las einn pistilinn hennar á Pressunni.is og
sagðist óvart hafa skotið tölvuna sína.
Umdeild Bleikt.is er
ekki enn farin í loftið
en Hlín Einarsdóttir
er fyrir löngu farin að
vekja umtal.
„Ábyggilega
margir sem hata mig“
ÆTLAR AÐ REFSA AUÐUNI
Auðunn Blöndal Má vara sig
eftir hrekkinn.
Páll Eyjólfsson Gleypti við
eftirhermu Ara Eldjárns.