Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Side 4
4 | Fréttir 15. desember 2010 Miðvikudagur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Nálastungudýnan Tilboð til jóla 40% afsláttur ! Tilboðsverð 5.850 kr. Mótmæli gegn Bakkavör Boðað hefur verið til mótmæla á föstudag fyrir utan höfuðstöðvar Bakkavarar í Spalding á Englandi vegna skertra vinnuskilyrða starfs- fólks í verksmiðju fyrirtækisins í Bourne í Lincolnskíri. Til stend- ur að fækka störfum og lækka laun sem fyrir voru þó með þeim lökustu í Bretlandi. Frá þessu er sagt á vef Starfsgreinasambandsins. Það er breska verkalýðssamband- ið Unite the Union, systursamtök Starfsgreinasambands Íslands, sem stendur fyrir mótmælunum. Eru markmið mótmælanna að senda skýr skilaboð til stjórnenda Bakka- varar um að Unite muni aldrei láta það viðgangast að félagsmenn verði þvingaðir til að taka þessum niður- skurði baráttulaust. „Unite heldur því fram að þeir Bakkabræður hafi hunsað allar tillögur um samráð við verkalýðs- hreyfinguna, hvað þá tekið tillit til sjónarmiða hennar um endur- skipulagningu í Bourne. Bakkavör heldur því fram að fyrirtækið þurfi að spara fimm milljónir punda til að stöðva taprekstur en Unite telur að tapreksturinn, sé um taprekstur að ræða, stafi fyrst og fremst af óhæfum stjórnendum fyrirtækisins og stjórn- unarstíl þeirra,“ segir í frétt um málið á vef Starfsgreinasambandsins. Steina í Kók stefnt NBI, eða Nýi Landsbankinn, hefur stefnt Þorsteini M. Jónssyni, sem er betur þekktur undir nafninu Steini í Kók, fyrir Héraðsdómi Reykjavík- ur vegna ógreidds víxils upp á 150 milljónir króna, auk vaxta. Málið var tekið til aðalmeðferðar í héraðsdómi í morgun. Víxillinn var gefinn út af gamla Landsbankanum á vormánuð- um 2008 og undirritaður af Þor- steini. Samkvæmt NBI eignaðist bankinn víxilinn þegar hann tók yfir eignir gamla Landsbankans og því beri Þorsteini að greiða NBI af víxlinum en ekki gamla Lands- bankanum. Þorsteinn viðurkennir greiðsluskyldu sína gagnvart gamla Landsbankanum en ekki NBI og vill tryggja að hann þurfi ekki að greiða víxilinn í tvígang. Franska rannsóknarfyrirtækið Cofisys er sannfært um að embætti sérstaks saksóknara eigi að rannsaka Project Para-viðskiptin, kaup Ingibjargar Pálmadóttur, eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, á 19 prósenta hlut í Landic Property af Baugi í ágúst árið 2007. Þetta kemur fram í skýrslunni um starfsemi Glitnis sem franska fyr- irtækið vann fyrir embætti sérstaks saksóknara. Talið er að viðskiptin hafi átt sér stað til að Glitnir gæti lánað þeim hjónum meira fé og þar með til að fara í kringum reglur bankans um hámarkslánveitingar til tengdra aðila. Félag Ingibjargar sem keypti hlutinn heitir 101 Capital. Project Para-málið er eitt af þeim sem Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og nokkrum viðskiptafélögum hans var stefnt fyrir í dómsmáli slitastjórn- ar Glitnis gegn honum í New York. Slitastjórnin krafðist tveggja milljarða dollara, nærri 230 milljarða króna, í skaðabætur. Tilgangur viðskipt- anna á milli Baugs og Ingibjargar var sá að fjármagna þurfti kaup Landic Property á danska fjárfestingafélag- inu Keops A/S, að því er fram kemur í stefnunni. Baugur var einn stærsti hluthafi Landic en vegna þess hversu mikið Baugur hafði fengið lánað frá Glitni gat félagið ekki aukið á áhættu- skuldbindingar sínar í bankanum. Þess vegna voru bréf Baugs í Landic færð yfir til 101 Capital. Af skýrslu Cof- isys að dæma var ýmislegt athugavert við viðskiptin. Jón Ásgeir gaf það út í kjölfar hús- leitar embættis sérstaks saksóknara hjá honum fyrir skömmu að ástæða húsleitarinnar hefði verið Project Para-viðskiptin. Málflutningur um frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs og fé- laga fór fram í hæstarétti í New York á þriðjudaginn. Tekin var fyrir frávís- unarkrafa Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar og viðskiptafélaga hans og var hún samþykkt. Slitastjórn Glitnis mun því væntanlega þurfa að höfða málið á Íslandi ef hún ætlar að halda því til streitu. Gat ekki fengið meira lánað Líkt og kom fram í skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis flokkaðist Ingi- björg ekki sem tengdur aðili Baugs, félags Jóns Ásgeirs, hjá Glitni þrátt fyrir að gera það hjá Landsbankan- um. Viðskiptin áttu sér stað á milli fé- lags Ingibjargar, 101 Capital, og Baugs til að fara í kringum reglur um stórar áhættuskuldbindingar til tengdra að- ila, líkt og áður segir. Í stefnu Glitnis kemur fram að Glitnir lánaði 101 Capi- tal fimm milljarða króna til að kaupa Landic-bréfin af Baugi. Sjö milljarðar fóru svo til Landic frá Glitni og voru þeir notaðir til að kaupa Keops. Þar segir jafnframt að Project Para-viðskiptin hafi einungis aukið áhættuskuldbindingar Jóns Ásgeirs og tengdra aðila við Glitni þar sem áhættuskuldbindingar hafi einungis verið færðar frá einum aðila tengd- um Jóni Ásgeiri til annars aðila sem einnig var tengdur honum auk þess sem frekari lán voru veitt. Svo segir í stefnunni, og er sú ályktun dregin að viðskiptin hafi verið ólögleg: „Öll- um hefði átt að vera ljóst að Project Para-viðskiptin voru lögbrot þar sem litið var á öll þrjú félögin, Baug, 101 Capital og Landic, sem tengda aðila í gögnum frá Landic.“ Vert að rannsaka málið Í skýrslu Cofisys segir orðrétt um Project Para-viðskiptin: „Project Para-aðgerðin, sem gekk út á kaup Landic (Stoða) á dönsku fasteigna- félagi, Keops A/S árið 2007, með láni frá Glitni, er rætt í stefnu slitastjórnar Glitnis fyrir hæstarétti í New York sem lögð var fram í maí. Eftir að hafa lesið fundargerð áhættunefndarinnar frá 12. september 2007 er það mat okk- ar að þessi lánveiting hefði ekki átt að vera möguleg þegar litið var til reglna um hámarks áhættuskuldbindingar.“ Enn fremur segir í frönsku skýrslunni: „Við erum sannfærðir um að þetta mál sé þess vert að vera rannsakað.“ Meðal þeirra gagna sem franska fyrirtækið studdist við til að komast að þessari niðurstöðu eru fundargerðir áhættunefndar Glitnis. n Frávísunarkrafa Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og viðskiptafélaga hans í Glitnis- málinu var samþykkt í New York á þriðjudaginn n Talið er að Ingibjörg hafi tekið við hlutabréfum Landic Property til að félög Jóns Ásgeirs gætu fengið hærri lán Ingibjörg leppaði fyrir Jón Ásgeir „Við erum sann- færðir um að þetta mál sé þess vert að vera rannsakað. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Til rannsóknar Project Para-málið er eitt af þeim málum sem mynda grundvöllinn í stefnu slitastjórnar Glitnis gegn Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni og viðskiptafélögum hans í New York. Jón Ásgeir sést hér með Ingibjörgu konu sinni en félag í hennar eigu tók þátt í viðskiptunum með hlutabréf í Landic Property. Hús hæstaréttar í New York Málflutn- ingur um frávísunarkröfu Jóns Ásgeirs og viðskiptafélaga hans hófst á þriðjudaginn. Krafan var samþykkt. MYNd JóHaNNes Kr. KrIsTJÁNssoN Úlfar Eysteinsson, oftast kenndur við veitingastaðinn Þrjá frakka, segir al- gjört skipulagsslys hafa orðið á Bald- urstorgi á Baldursgötu í Reykjavík. Hann og íbúar við götuna eru allt ann- að en sáttir við bekki og blómaker sem Úlfar segir að hafi verið dritað niður á torgið og öryggi allra þar í kring sé nú stofnað í hættu vegna klúðursins. Hann segir ábyrgðina liggja hjá borgarfulltrúanum Hjálmari Sveins- syni sem situr meðal annars í skipu- lagsráði auk umhverfis- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar. „Honum var í nöp við þetta torg því menn voru að leggja bílum sínum þvers og kruss um það. Þannig að hann tók það upp á sitt einsdæmi að teikna upp verkplan sem framkvæmt var í grænum hvelli fyrir menningarnótt. Sett voru niður blómaker og dritað niður níu bekkj- um í allar áttir svo örugglega væri ekki hægt að leggja bílum þarna,“ segir Úlf- ar, en veitingastaður hans stendur ein- mitt við Baldursgötu og hefur hann fengið að kenna á breytingunum. Hann segir að menn verði að átta sig á breyttum tímum og því hefði hann viljað sjá torgið skipulagt fyrir bíla- stæði sem hafi fækkað um allt að tíu við götuna með þessum aðgerðum og ekki hafi nú mátt við því í miðborginni. Til að bíta höfuðið af skömminni hafi einnig verið settur niður fjöldi hinna alræmdu grænu staura sem eru svo lágir að menn sjá þá ekki þeg- ar þeir reyna að athafna sig í þröngri götunni. Úlfar hefur dældað afturhurð á bílnum sínum og hann segir staura bera þess merki að á þá hafi verið ekið. Nú sé svo komið að slökkvilið- ið kemst ekki þarna um. „Þeir voru með æfingu hérna í vikunni og það var hálfleiðinlegt að brosa að því. Það kom sjúkrabíll, kranabíll og tank- bíll og sjúkrabílinn var sá eini sem komst í gegnum torgið. Hvað ef verð- ur bruni í öllum þessum timburhús- um hérna í kring?“ spyr Úlfar. Hann bendir á að eftir menningarnótt hafi þurft að fjarlægja einn af þessum grænu staurum því sorpbíll- inn komst ekki leiðar sinnar. „Sorpið var ekki losað í heila viku!“ mikael@dv.is Slökkviliðsbílar komast ekki um eftir breytingar: skipulagsslys á Baldurstorgi Nóg komið Úlfar Eysteinsson gagnrýnir harðlega breytingar við Baldurstorg og kveðst ekki einn um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.