Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.2010, Blaðsíða 28
28 | Fókus 15. desember 2010 Miðvikudagur Davíð Örn Halldórsson myndlista- maður hefur vakið mikla athygli fyr- ir málverk með sterka vísun í götu- list og kraftmikla notkun lita og forma. Einkasýning hans, Faunalitir, stendur í Gallerí Ágúst til Þorláks- messu og um næstu helgi opnar hann sýningu í Gallerí Krymogeu með Hugleiki Dagssyni sem hefur myndina The Empire Strikes Back að þema til heiðurs þrjátíu ára af- mæli myndarinnar. „Sú sýning verð- ur prímanördasýning,“ segir Davíð frá, „við verðum 25 listamenn sem koma til með að minnast myndar- innar með einum eða öðrum hætti.“ Davíð segir sýningu sína Fauna- liti einkennast af verkum sem hafa vísun í náttúruna og liti hennar. En hann vísar líka í þjóðfána enda var hann heillaður af þeim í barnæsku og þekkti þá alla í smáatriðum. „Ég vísa líka í áhuga minn úr barnæsku á fánum, en þegar ég er að mála þá hugsa ég oft: Nei, þetta er of mikið Svíþjóð, ef ég nota til að mynda of mikið af bláu og gulu.“ Davíð Örn hefur áður sýnt í Gall- erí Ágúst. Í byrjun árs 2008 opn- aði hann sýninguna Absalút gamall kastale, sem sló í gegn eins og þessi. Davíð hefur reyndar átt óvenju mik- illi velgengni að fagna miðað við hversu stuttur ferill hans er. Á með- al annarra sýninga hans má nefna; Væmin natúr og dreki í 101 projects 2009, QuadroPop í Safni og Sjáðu alla grænu fokkana í Banananas Gallerí í Reykjavík. kristjana@dv.is Agora í bíó Ein jólamyndanna í ár er stórvirk- ið Agora með Rachel Weisz í aðal- hlutverki. Myndin fjallar um þræl sem aðhyllist kristni í von um frelsi en verður einnig ástfang- inn af kennara sínum – hinni frægu Hypat- iu af Alexandr- íu – prófessor í heimspeki og trúleysingja – sannri og raunveru- legri kvenhetju síns tíma sem fékk skelfileg örlög. Mögnuð mynd sem segir frá blóði drifnu samstuði heim- speki og þekkingar fornaldar annars vegar og rísandi kristindómi hins vegar. kristjana@dv.is Illur snillingur í bíó Teiknimyndin Megamind verður frumsýnd í kvikmyndahúsum í vik- unni. Hún fjallar um illan snilling sem reynir að ná heimsyfirráð- um en mistekst ætlunarverk sitt hvað eftir annað, þökk sé ofurhetj- unni Metro Man. Hann bregður því á það ráð að búa sér til nokk- urs konar illsku-þjón, Titan. Þessi nýi illskunnar þjónn hyggur hins vegar ekki bara á heimsyfirráð heldur vill hann eyða öllu lífi á jörð- inni. Megamind stendur því frammi fyrir nokkrum mikilvægum spurn- ingum: Getur hann sigrað Titan, hið djöfullega sköpunarverk sitt? Tekst heimsins snjallasta manni að taka skynsamlega ákvörðurn, svona til til- breytingar? Getur hinn illi snillingur orðið hetjan í sinni eigin sögu? Í enskri talsetningu ljá þau Will Ferrell, Brad Pitt og Tina Fey hetjunum raddir sínar. Jólasýning i8 Jólasýning i8 var opnuð um liðna helgi. Sýningin er nokkurs konar upp- skerusýning gallerísins að sögn Þor- láks Einarssonar hjá galleríinu. „Þetta er stór samsýning þeirra listamanna sem við vinnum fyrir auk nokkurra góðra gesta. Þetta er í raun svo stór sýning að við nýtum ekki aðeins sýn- ingarsalinn heldur skrifstofur okkar og eldhús líka. Hún flæðir í gegnum allt húsið.“ Þorlákur segir sýninguna vera árlega og standa yfir allan desember og janúar og á henni sé gætt að því að bjóða upp á verk þar sem verðinu er stillt í hóf. Á sýningunni er meðal ann- ars verkið að ofan sem er eftir Ragnar Kjartansson og heitir There is no God, Man og er frá árinu 2008. Davíð Örn Halldórsson myndlistarmaður heldur sýningu í Gallerý Ágúst: Fantasíuheimur Davíðs Hrifinn af fánum Davíð Örn var heillaður af fánum í barnæsku og þekkti þá alla í smáatriðum. Hann notast oft við minni úr samsetn- ingu þeirra í myndlistinni. Óráð í Kaolin Minningar, tákn, svipbrigði, tími, tilfinningar, náttúra, ónáttúra og það sem Freud kallaði „Das Unheimliche“  eru viðfangsefni í verkum Þórðar Grímssonar myndlistarmanns sem eru á sýningunni Óráð í gallerí Kaol- in. Auk myndlistarinnar hefur hann gert fjölmörg tónlistarmyndbönd. Þar má nefna verk fyrir hina heimsþekktu bandarísku hljómsveit The Brian Jones town Massacre, Singapore Sling, The Virgin Tongues og The Go-Go Darkness. Auk þess hefur Þórður gert myndbönd fyrir eigið tónlistarverk- efni, Two Step Horror, sem er einnig skipað sambýliskonu hans Önnu Margréti Björnsson.  Leiklistarveislan heldur áfram í Sambíóunum. Á fimmtudag í síðustu viku var Hamlet sýndur í beinni útsend- ingu frá Olivier- salnum í Breska þjóðleikhúsinu í London. Á laug- ardaginn var svo sýning Metro- politan-óperunn- ar í New York á Don Carlo Verdis á sama tjaldi og verður endurflutt nú í kvöld, miðvikudag. Það var óvenjulegt við þessar tvær sýningar að þeim var stjórnað af sama leikstjóra, Nicholas Hytner, sem er einn af þekktustu leik- stjórum Breta. Hann hefur verið list- rænn leikhússtjóri við National Theatre frá 2003, auk þess sem hann er afkasta- mikill leikstjóri, bæði á hefðbundin sviðsverk og óperur, en sviðsetningin á Don Carlo er fraumraun hans á Metro- politan. Því má skjóta hér að, að Hytner var aðlaður fyrr á þessu ári fyrir framlag sitt til breskrar leiklistar. Það er ekki alveg einfalt mál að miðla leiksýningum til áhorfenda sem eru ekki á staðnum sjálfum, með hjálp kvikmyndatækninnar. Leikhúsið lýtur sínum lögmálum og þau eru um margt frábrugðin tækni kvikmyndanna. Úr sæti áhorfandans höfum við á hverju andartaki sjálfstæða sýn yfir ALLT sem fram fer á sviðinu og ráðum því hvert við beinum sjónum okkar og jafnvel hlustum. Að sjálfsögðu er þeirri at- hygli ávallt að nokkru leyti stýrt af þeim sem á sviðinu standa og þeim sem hafa mótað sviðsetninguna: leikstjóra jafnt sem öðrum. Engu að síður GETUM við hvenær sem er flutt athyglina að því sem okkur líkar og það kunna góð- ir leikstjórar – og snjallir leikarar auðvit- að líka – að notfæra sér, til dæmis með því að stýra athygli okkar leiftursnöggt á milli ólíkra staða, ólíkra rýma á svið- inu – jafnvel út fyrir sviðið, ef því er að skipta og ef þeir telja það þjóna mark- miðum verksins. Það er ekki síst þetta sem gerir leikhúsið að leikhúsi: hversu mörg ólík kerfi tákna og boðtækja eru nýtt samtímis eða nánast samtímis og hvernig þau virkja okkur sem sitjum úti í salnum til lifandi þátttöku í því sem fram fer, í því sem verið er að segja okk- ur af sviðinu. Með viðbrögðum okkar getum við líka haft áhrif á leikinn, jafn- vel frammistöðu leikenda, getum lyft honum upp eða dregið hann niður, ef við erum þannig stemmd. Það er víst þetta óræða og oft spennufulla sam- spil sem menn eiga við þegar þeir eru að tala um hina dularfullu „strauma“ á milli sviðs og salar! Þegar við horfum á leiksýning- ar í kvikmyndahúsum erum við að sjálfsögðu útilokuð frá þessu sam- spili. Engu að síður hljótum við að vera þakklát fyrir að fá að kynnast á þenn- an hátt sýnishornum af því sem tvö af bestu leikhúsum heims í dag eru að gera. Og það er sannarlega hægt að beita kvikmyndatækninni með ýms- um hætti í þessu skyni. Í þeim útsend- ingum frá Metropolitan, sem ég hef séð hér í Kringlunni, hef ég oft dáðst að því hversu vel þetta er oft og einatt af hendi leyst: hversu vel sviðsmyndin og svið- setningin í heild fær að njóta sín, um leið og kostir miðilsins til að „fókus- era“ á einstök atriði leiksins eru nýttir með hjálp nærmynda. Það er farið inn á sviðið, inn að leikurunum, en ekki nema ástæða sé til. Þetta tókst að mínu viti sérlega vel í útsendingunni af Don Carlo, enda var sviðsmynd Bobs Crow- leys (sem gerir einnig frábæra búninga) hreinasta listaverk, hver þátturinn öðr- um betri, og þáttur lýsingarinnar sum- staðar afbragðsgóður, ég nefni bara í þriðja þættinum. Þessar útsendingar eru auðsæilega þaulunnar, enda skilst mér að þær séu æfðar vikum saman með tækniliði og varasöngvurum, og síðan í nokkur skipti með söngvurun- um sjálfum, áður en á hólminn er kom- ið. Í útsendingunni á Hamlet frá National Theatre tókst þetta ekki eins vel, af þeirri augljósu ástæðu að þar náðu nærmyndirnar yfirhöndinni, nánast eins og „pródúsentinn“ liti á það sem sitt verk að flytja okkur helst upp í vitin á leikurunum. Víst getur oft verið gaman að skoða svipbrigði þeirra svo nákvæmlega, en það er þó ekki til þess sem leikurinn er gerður, og leikar- anum ekki endilega gerður greiði með því. Afleiðingin varð enda sú að maður fékk ekki alltaf nógu skýra mynd af því hvar leikararnir voru staðsettir í rýminu né nógu góða tilfinningu fyrir samleik sviðsetningar og leikmyndar sem var greinilega mjög útpælt, einnig ef marka má þá leikdóma um sýninguna sem ég hef náð að kíkja í. Um hvoruga þessara sýninga sé ég annars ástæðu til að rita hér lang- an leikdóm. Um þær hefur þegar verið fjallað af merkilegri krítíkerum en mér, í greinum sem þar að auki má sumar finna á netinu. Svo eru þær enn í fullum gangi og því eiga menn þess enn kosts að bregða sér til London eða New York að líta á þær, þeir sem hafa tök á því. Báðar eru þær mjög svo skoðunar virði. Í Don Carlo er valinn maður í hverju rúmi, eins og þar stendur; titilhlutverk- ið sungið af franska tenórnum Roberto Alagna, sem syngur það nú í fyrsta skipti á ítölsku; óperan er sem sé einnig til í franskri gerð sem er stundum not- uð, þó að Verdi-unnendum muni yfir- leitt þykja hún síðri en sú ítalska. Meðal þess sem óperan, eitt glæsilegasta verk Verdis, er fræg fyrir eru bassahlutverkin, einkum hlutverk kóngsins Filippusar II, sem hér er sungið af Ítalanum Ferr- uccio Furlanetto; það er víst óhætt að segja að meðferð hans á einni frægustu aríu óperunnar „Ella giammai m'amo“ hafi verið „show-stopper“ – hvernig sem við viljum þýða það á íslensku. Sá söngvaranna sem heillaði mig þó mest var Rússinn Marina Poplavskaya, í hlut- verki Elísabetar, drottningar kóngs- ins; hún hefur silfurskæra sópranrödd sem naut sín ekki síst þegar hún söng sem veikast, með tærleika og styrk sem maður heyrir ekki of oft. Poplavskaya er ekki nema þrjátíu og þriggja ára gömul, svo hún er rétt að byrja og kæmi á óvart ef hún á ekki eftir að verða eitt af stórum nöfnum næstu ára. Þetta eru burðar- hlutverkin, en önnur stór hlutverk voru í góðum höndum, þó að bestur fyndist mér ameríski bassinn, Eric Halfvarson, sem söng fulltrúa rannsóknarréttarins, blindan og hrollvekjandi. Í sýningu Breska þjóðleikhússins á Hamlet var verkið fært beint inn í nútímann, með hjálp búninga og leikmuna, en höllin, sem það fer fram í, er með greinilegu barokk-sniði. Leikurinn var settur upp sem hann ætti sér stað í einræðisríki; þarna voru sjónvarpsupptökuvélar og öryggis- verðir á hverju strái; njósnað um allt og alla, enda eins gott að hafa auga á jafn óútreiknanlegu fyrirbæri og prinsinum þunglynda sem getur ekki gert það upp við sig hvort hann á að hefna látins föður eða láta það ógert. Kóngurinn, valdaræninginn Kládíus, stjúpfaðir Hamlets, var gjarnan með viskíglasið við höndina, og Geirþrúð- ur drottning, móðir hans, sömuleiðis. Aðferðin gekk að sumu leyti upp við verkið, en alls ekki öllu; þó að Ham- let sé nútímamaður í ýmsu, þá hljóma sumar hugleiðingar hans sérkenni- lega þegar þær eru lagðar í munn manni í jakkafötum eða óformlegum klæðaburði háskólastúdents, því að öðrum þræði er Hamlet alltaf maður með annan fótinn í hinu kristna mið- aldasamfélagi. Það var líka sérkenni- legt hvað öryggisgæslan var allt í einu orðin lítil í hinu fræga lokaatriði þeg- ar allar aðalpersónur verksins, sem eftir eru, eru drepnar. Rory McKinn- ear hefur fengið mikið lof og ugglaust verðskuldað fyrir túlkun sína á Ham- let; það var hrein unun að heyra hann fara með textann sem ég hef sjaldan heyrt fluttan á jafn skýran og auðskil- inn hátt og hann gerði. Aðrir leikar- ar voru misjafnir: kóngurinn frek- ar slappur, drottningin sérlega góð, einkum í uppgjöri þeirra Hamlets, Ófelía ágæt, mjög trúverðug í brjál- seminni. Pólóníus var sömuleiðis sannfærandi sem hinn húsbónda- holli embættisþjónn og ekki gerð- ur eins skoplegur og algengt er, og sjá má gott dæmi um í frægri mynd Kenn eths Branaghs eftir leiknum – þar sem Derek Jacobi, ég má til með að skjóta því að, leikur kónginn á áhrifameiri hátt en ég hef séð nokk- urn annan leikara gera. Leikhúsveisla í Sambíóunum Leikrit / Ópera Jón Viðar Jónsson leikhúsfræðingur skrifar Góðar útsendingar frá Metropolitan Sviðsmynd og sviðsetning í heild fær að njóta sín um leið og kostir miðilsins til að „fókusera“ á einstök atriði leiksins. Hér sjást þau Roberto Alagna og Marina Poplavskaya í hlutverkum sínum. Don Carlo Metropolitan-óperan í New York Höfundur: Giuseppe Verdi. Leikstjóri: Nicholas Hytner. Aðalhlutverk: Marina Poplavskaya, Anna Smirnova, Roberto Alagna, Simon Keenly- side, Ferruccio Furlanetto, Eric Halfvarson. Sýnt beint í Sambíóunum þann 11. desember og endursýnt þann 15. desember Hamlet National Theatre í London Höfundur: William Shakespeare. Leikstjóri: Nicholas Hytner. Aðalhlutverk: Rory McKinnear, Patrick Malahide, Clare Higgins, Ruth Negga, Alex Lanipekun, David Calder, Giles Terera. Sýnt beint í Sambíóunum þann 9. desember

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.