Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur Þorsteinn Ingi Hegason hefur um langa hríð rekið mál gegn Búnaðar- bankanum og síðan Kaupþingi eftir að bankarnir voru sameinaðir. Hann lagði upphaflega fram kæru í nóvem- ber árið 2005 á hendur starfsmanni KB banka, Guðjóni Jóhannssyni í innri endurskoðun, fyrir að hafa stað- fest rangt skjal frá 1999 um vaxtatap í viðskiptum við fyrirtæki Þorsteins sem eitt sinn voru í viðskiptum við Búnaðarbankann. Umrætt skjal var upphaflega gert 25. nóvember 1999. Þorsteinn hefur bent á að þegar umrætt skjal sé borðið saman við gögn frá Reiknistofu bank- anna og gögn úr innri kerfum bank- anna, komi á daginn að skjalið, sem starfsmaður KB staðfesti sem rétt, sé augljóslega falsað. Þar munar með- al annars um 45 milljónum króna í dráttarvaxtaútreikningum. Þorsteinn taldi sig með haldgóðum gögnum hafa sýnt fram á að skjal KB banka væri tilbúningur og því um lögbrot að ræða er varðaði við hegningarlög. Embætti ríkissaksóknara hafði far- ið yfir málið og komist að þeirri nið- urstöðu í maí 2008 að ekkert í gögn- um málsins þætti benda til þess að hinn kærði hefði falsað efni bréfsins. Þannig stæði sú ákvörðun lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu að hefja ekki rannsókn málsins á ný. Ósvaraðar spurningar sem sakargögn Þorsteinn undi þessu ekki og gaf lög- regluskýrslu í júní 2008. „Ég undir- ritaður er brotaþoli í máli þessu og tel mig eiga skýlausan rétt til þess að allra þeirra sakargagna sé aflað sem ætla má að fram komi við lögreglu- rannsókn. Ég tel afstöðu ríkissak- sóknara í málinu á fyrri stigum ekki takmarka skyldur lögreglunnar til að hefja á ný rannsókn í málinu þar sem ljóst má vera að ný sakargögn mundu koma fram væri svara aflað við þeim spurningum sem lögreglustjóri setti fram við Fjármálaeftirlitið 3. mars 2006,“ segir í bréfi Þorsteins til Karls Vilbergssonar hjá embætti lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðinsins 25. júní 2008. Hér er til þess vísað að lögregl- an hafði við rannsókn málsins árið 2006 spurt Fjármálaeftirlitið tiltek- inna spurninga sem það taldi sér ekki skylt að svara að öllu leyti. Þorsteinn telur yfir allan vafa hafið að svörin, sem ekki fengust þar, séu hluti af sak- argögnum sem ríkissaksóknara hafi verið skylt að afla. Strandar hjá ríkissaksóknara Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæð- inu svaraði erindi Þorsteins 3. okt- óber 2008, á tímapunkti þegar stóru bankarnir voru um það bil að falla og þjóðin stóð á öndinni. Í bréfinu er far- ið yfir þessa röksemd Þorsteins, sem sé þá, að ef lögregla myndi afla svara við 5 spurningum sem lagðar höfðu verið fyrir FME í mars 2006, væri um að ræða ný sakargögn. Karl Vilbergs- son segir fyrir hönd embættisins í svarinu til Þorsteins að svarbréf FME hafi legið fyrir þegar rannsókn máls- ins var hætt 3. nóvember 2006 og um- rætt bréf teldist til rannsóknargagna. Síðar segir orðrétt í bréfi Karls Vil- bergssonar: „Þegar ríkissaksóknari endurmat ákvörðun lögreglustjór- ans í Reykjavík um að hætta rann- sókn, sá hann ekki ástæðu til að aflað yrði frekari svara hjá fjármálaeftirlit- inu, heldur staðfesti hann ákvörðun lögreglustjóra, sbr. bréf hans dags. 4. desember 2006. Í þeirri staðfestingu ríkissaksóknara felst efnislegt mat á rannsóknargögnum málsins. Það var mat ríkissaksóknara, eins og þetta mál lá fyrir, að ekki væri grundvöllur til þess að halda rannsókn málsins áfram.“ Karl segir síðan, fyrir hönd emb- ættis lögreglustjóra höfuðborgar- svæðisins, að í erindi Þorsteins felist beiðni um að lögregla krefji FME svara við þeim spurningum sem aldrei var svarað. „Það verður ekki gert með öðrum hætti en að hefja rannsóknina að nýju. Sú ráðstöfun færi gegn ákvörðun og mati ríkissak- sóknara. Er beiðni þinni því hafnað.“ Undi ekki niðurstöðunni Þessa niðurstöðu gat Þorsteinn borið undir ríkissaksóknara innan mánaðar frá dagsetningu bréfsins. Í lok október, tæpum mánuði síðar, kærði Þorsteinn niðurstöðuna til dómsmálaráðuneyt- isins og sendi ríkissaksóknara jafn- framt bréf og krafðist þess að hann legði fyrir lögregluna að hefja rann- sókn málsins að nýju. Krefja yrði FME svara við þeim spurningum sem lög- reglan hafði án árangurs lagt fyrir fjár- málaeftirlitið. Allt stendur fast Mánuði síðar ritaði Þorsteinn ríkis- saksókara bréf enn á ný og benti á sannanir fyrir því að það skjal sem hér er rætt hafi verið falsað. Enda bentu gögn frá Reiknistofu bankanna sem og innri gögn bankanna eindregið til þess að svo væri. Hann fór jafnframt fram á í bréfinu að ríkissaksóknari leiðrétti „þá tilhæfulausu fullyrðingu sína,“ eins og stendur í bréfinu, „að ekkert sé að finna í gögnum málsins sem þyki benda til þess að skjalið sé falsað. „Þá vil ég benda ríkissaksókn- ara á að ástæður fyrir því að allra sa- kragagna í máli þessu var ekki aflað af hálfu lögreglunnar kunni að vera afskipti Helga Sigurðssonar, aðallög- fræðings og ritara stjórnar KB banka samanber bréf lögreglustjórnar 10. nóvember 2006,“ segir í niðurlagi bréfsins. „Ríkissaksóknari fer með ákæru- valdið í umboði almennings. Sérstök hagsmunagæsla fyrir KB banka er ekki hluti af því umboði,“ segir Þor- steinn í samtali við DV. Hann telur að málið sé í sjálfheldu. Hann lét reyna á það, meðal annars með því að leggja málið fyrir umboðs- mann Alþingis, hvort dómsmálaráð- herra hefði heimild til þess að ógilda ákvörðun ríkissaksóknara. Niður- staða Róberts Spanó, umboðsmanns Alþingis, var að heimild ráðuneytis- ins til endurskoðunar hafi ekki átt við í umræddu tilviki. Álit hans lá fyrir í maí á nýliðnu ári. Augljósra sakar- gagna ekki aflað n Ekki hægt að taka skjalafölsunarmál til frekari athugunar vegna ákvörðunar ríkissaksóknara n Þorsteinn H. Ingason telur að ríkissaksóknari hafi látið undir höfuð leggjast að mæla fyrir um frekari öflun sakargagna í máli sínu n Málið hefur farið um allt réttarvörslukerfið án árangurs Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is „Ríkissaksóknari fer með ákæruvald- ið í umboði almennings. Sérstök hagsmunagæsla fyrir KB banka er ekki hluti af því umboði. Úr bréfi Þorsteins „Þann 11 desember 2003 ritaði undirritaður stjórn KB banka bréf þar sem farið var fram á að stjórnarmenn bankans sæju til þess að hinir röngu út- reikningar frá 25. nóvember 1999 yrðu leiðréttir á grundvelli þeirra bók- haldsganga sem bankinn afhenti að kröfu Úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Jafnframt óskaði undirritaður eftir því að séð yrði til þess að þeir aðilar sem höfðu hina röngu útreikninga undir höndum, þ.e. Fjármálaeft- irlitið og Héraðsdómur fengju rétta útreikninga. Þann 16. desember 2003 skrifaði Fjármálaeftirlitið Sigurði Einarssyni stjórnarformanni KB banka og óskaði eftir að fá afrit af svari bankans vegna óska undirritaðs um leiðréttingu skjalsins. Í bréfi til fjármálaeftirlitsins 30. desember 2003 lýsi ég undirritaður sím- tali við Helga Sigurðsson aðallögfræðing KB banka frá 29. desember 2003. Í því símtali kom fram að stjórn bankans hafnaði því að leiðrétta skjalið.“ Embætti lögreglustjórans í Reykjavík staðfesti bréflega við Þorstein 10. nóvember 2006 að Helgi Sigurðsson á lögfræðisviði KB banka hefði þann 11. september sama ár haft samband við embættið til að kanna stöðu máls er varðaði ætluð brot þáverandi innri endurskoðanda bankans í tengslum við gerð skjals dags. 25. nóvember 1999. Helgi gekk eftir því við lögregluna að ákvörðun um málið yrði flýtt sem og frekari meðferð málsins „svo bank- inn þyrfti ekki að sitja undir þessum ásökunum.“ Ríkissaksóknari Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari taldi ekki efni til að halda rannsókn áfram. Búnaðarbanki Íslands Þorsteinn Ingason hefur árum saman staðið í málaferlum við Búnðarbankann og síðar KB banka og leitar réttar síns vegna gjaldþrotamáls frá fyrri tíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.