Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 25
Sport | 25Mánudagur 10. janúar 2011 Úrslit Allt eftir bókinni N1-deild kvenna í handbolta rúllaði aftur að stað um helgina og fjórir leikir fóru fram á laugardaginn og var þar allt samkvæmt bókinni. Valur, Fram og Stjarnan unnu öll stóra sigra en þá lagði HK ÍR og eru Breiðhylting- ar enn án stiga. Staðan í deildinni er þannig að Valur og Stjarnan eru efst með sextán stig og Fram hefur fjórtán. Framarar og Valsarar eiga þó bæði leik til góða á Stjörnuna. Kýldur eftir sögulegan sigur Annarrar deildar liðið Stevenage gerði sér lítið fyrir og lagði úrvalsdeildarlið Newcastle, 3–1, í enska bikarnum um helgina. Myndaðist mikill múgæsingur eftir leikinn enda úrslitin líklega þau stærstu í sögu liðsins. Hlupu stuðningsmenn inn á völlinn til að fagna með sínum mönnum. Það er að segja allir nema einn áhorfandinn sem tók sig til og kýldi varnarmanninn Scott Laird. Á myndbandi virðist hann vilja treyju Laird svo mikið að hann sjái sér ekki annað fært en að kýla hann kaldan. Svartur blettur á annars góðum degi. FA-bikarinn Arsenal - Leeds United 1-1 0-1 Robert Snodgrass (‚54, víti), 1-1 Cesc Fabregas (‚90, víti) Millwall - Birmingham 1-4 0-1 Matt Derbyshire (17.), 0-2 David Murphy (27.), 0-3 Matt Derbyshire (45.), 0-4 Camer- on Jerome (72.), 1-4 Danny Schofield (90.). Blackburn - QPR 1-0 1-0 D. Hoilett (77.). Bolton - York 2-0 1-0 Kevin Davies (83.), 2-0 Johan Elmander (89.). Brighton - Portsmouth 3-1 1-0 C. Wood (26.), 2-0 A. Barnes (45.), 2-1 T. Kilbey (88.), 3-1 F. Sandiaza (90.). n Dave Kitson (16.). Bristol City - Sheff. Wed. 0-3 0-1 G. Teale (49.), 0-2 N. Mellor (55.), 0-3 C. Morrison (65.). Burnley - Port Vale 4-2 1-0 C. Carlisle (4.), 1-1 R. Taylor (15.), 2-1 T. Mears (21.), 3-1 C. Eagles (50.), 4-1 G. Alexander (76. víti) 4-2 K. Taylor (82.). Burton - Middlesbrough 2-1 0-1 G. O‘Neil (58.), 1-1 S. Harrad (82.), 2-1 S. Harrad (90.). Coventry - Crystal Palace 2-1 1-0 F. Eastwood (15.), 2-0 C. Baker (17.), 2-1 N. Dannis (81.). Doncaster - Wolves 2-2 0-1 N. Milijas (38.), 1-1 B. Sharp (41.), 2-1 J. Hayter (43.), 2-2 S. Hunt (58. víti). n G. Elokobi, Wolves (77.) Fulham - Peterborough 6-2 1-0 D. Kamara (32.), 2-0 D. Etuhu (45.), 3-0 D. Kamara (59.), 4-0 Z. Gera (66.), 4-1 L. Tomlin (71.), 5-1 D. Kamara (76.), 5-2 G. McCann (86. víti), 6-2 J. Greening (89.). Huddersfield - Dover 2-0 1-0 S. Arfield (7.), 2-0 G. Roberts (8.). Hull - Wigan 2-3 0-1 M. Diame (21.), 0-2 C. McManaman (56.), 1-2 N. Barmby (74.), 1-3 M. Diame (77.), 2-3 N. Barmby (89.). Lincoln - Hereford 3-4 0-1 M. Manset (4.), 1-1 J. Clapham (6.), 2-1 D. Facey (24.), 2-2 S. Fleetwood (36.), 2-3 S. Fleetwood (43.), 3-3 A. Grimes (48.), 3-4 M. Manset (72.). n R. Green, Hereford (90.). Norwich - Leyton 0-1 0-1 J. Smith (20.). Preston - Nottingham Forest 1-2 1-0 D. Carter (35.), 1-1 P. Anderson (50.), 1-2 L. Chambers (89.). Reading - WBA 1-0 1-0 S. Long (41.). n J. Olsson, Wigan (60.) Scunthorpe - Everton 1-5 0-1 L. Saha (4.), 0-2 J. Beckford (33.), 1-2 M. Collins (46.), 1-3 S. Coleman (58.), 1-4 M. Fellaini (73.), 1-5 L. Baines (83.). Sheff. United - Aston Villa 1-3 0-1 K. Walker (9.), 0-2 M. Albrighton (33.), 1-2 J. Ward (48. víti), 1-3 S. Petrov (90.). n Ashley Young, Aston Villa (77.) Southampton - Blackpool 2-0 1-0 L. Barnard (53.), 2-0 G. Do Prado (88.). Stoke - Cardiff 1-1 0-1 M. Chopra (8.), 1-1 S. Tuncay (45.). Sunderland - Notts County 1-2 0-1 C. Westcarr (5.), 0-2 L. Hughes (75.), 1-2 D. Bent (81. víti). Swansea - Colchester 4-0 1-0 D. Pratley (25.), 2-0 G. Monk (35.), 3-0 C. Van Der Gun (68.), 4-0 S. Sinclair (82.). Torquay - Carlisle 1-0 1-0 E. O‘Kane (6.). Watford - Hartlepool 4-1 0-1 A. Sweeney (45.), 1-1 P. Mingoia (66.) 2-1 M. Sordell (68.), 3-1 M. Sordell (82.), 4-1 D. Graham (90.). West Ham - Barnsley 2-0 1-0 J. Spector (29.), 2-0 F. Piquionne (90.). Stevenage - Newcastle 3-1 1-0 Stacy Long (50.), 2-0 Michael Bostwick (55.), 2-1 Joey Barton (90.+2), 3-1 Peter Winn (90.+3). n Cheik Tiote (Newcastle) (‘71) Man. United - Liverpool 1-0 1-0 Ryan Giggs (2. víti). Tottenham - Charlton 3-0 1-0 Andros Townsend (48.), 2-0 Jermain Defoe (58.), 3-0 Jermain Defoe (59.). Allt klárt fyrir HM í Svíþjóð íslenska liðsins var mætt aftur. Samvinna Sverre Jakobsson og Ingimundar Ingimundarsonar í miðvörðunum var eins og hún get- ur best orðið en heilt yfir var vörn- in mjög hreyfanleg og hjálpuð- ust allir að. Þó þessi vörn geti gert hvaða liði sem er skráveifu getur hún einnig opnast eins og gata- sigti verði kappið meira en forsjá- in. Kom það nokkrum sinnum fyrir að línumenn þýska liðsins vöru al- gjörlega óvaldaðir og skoruðu ein- föld mörk. Eitthvað til að laga fyrir Guðmund í vikunni en varnarleik- urinn gefur svo sannarlega góð fyrirheit fyrir HM í Svíþjóð. Erfitt val fyrir Guðmund Nítján leikmenn hafa verið að æfa með íslenska liðinu frá því und- irbúningur hófst. Aðeins sextán leikmenn fara til Svíþjóðar og bíð- ur Guðmundar nú erfitt verkefni að velja hópinn. Í vinstra hornið þarf Guðmundur að velja á milli Sturlu Ásgeirssonar og Odds Gret- arssonar til að bakka upp Guðjón Val Sigurðsson. Sturla hefur ver- ið hluti af hópnum undanfarin ár en Oddur hefur staðið sig tölu- vert betur í undanförnum leikjum. Kári Kristján Kristjánsson, línu- maðurinn sterki úr Vestmannaeyj- um, átti einnig frábæra innkomu í seinni leiknum og þarf Guðmund- ur að hugsa sig tvisvar um áður en hann skilur Kára eftir heima. Nokkuð ljóst þykir að Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyr- ar, fer ekki með og verða því tveir aðrir sem fá slæmar fréttir í vik- unni. Góðu fréttirnar eru þó þær að strákarnir okkar virðast hafa fundið neistann og er allt klárt fyr- ir heimsmeistaramótið í Svíþjóð. Baráttan mikil Allir lögðu sig fram og voru sigrarnir nokkuð öruggir. MYND RóBERT REYNiSSoN Góður Kári Kristján Kristjánsson átti frábæra innkomu í seinni leiknum. MYND RóBERT REYNiSSoN Theo Walcott, kantmaðurinn fljóti hjá Arsenal, viðurkenndi eftir bikar- leik Arsenal og Leeds að hafa hent sér niður í teignum til að vinna víta- spyrnu, sem hann fékk dæmda. Fyrstu deildar lið Leeds hafði tekið forystuna um miðjan seinni hálfleik- inn en á lokamínútu leiksins fiskaði Walcott vítaspyrnu. Það var smá- snerting frá varnarmanninum en Walcott henti sér niður og var Phil Dowd í engum vafa og dæmdi víti. „Ég vil biðja báða knattspyrnu- stjórana afsökunar – ég lét mig detta til að vinna vítið,“ sagði Walcott við fjölmiðla eftir leikinn. „Eins og ég sagði samt við einn leikmanninn, hefðu ekki allir gert þetta til að ná að jafna leikinn á lokamínútunum? Hann sagði að hann hefði líklega gert það sama,“ sagði Walcott og hélt áfram: „Þetta er bara einn af þessum hlutum í boltanum. Ég er ekki leik- maður sem er alltaf að henda mér niður en núna gerði ég það og fiskaði víti. Þetta er samt ekki eitthvað sem ég vil sjá meira af í boltanum. Menn eru samt alltaf að biðja okkur um að henda okkur niður þegar við finnum minnstu snertingu. Þetta getur auð- vitað virkað.“ Arsenal og Leeds þurfa að mæt- ast aftur, þá á Elland Road, heima- velli Leeds. „Ég er ekki ánægður með sjálfan mig núna en ég er ánægður með að við náðum jafntefli og fáum tækifæri til að berjast í öðrum leik. Ég grínaðist aðeins við dómarann eft- ir atvikið og sagði að þetta væri mín fyrsta dýfa á ferlinum. Svona er bolt- inn,“ sagði Walcott. tomas@dv.is Theo Walcott viðurkennir að hafa sýnt leikræna tilburði gegn Leeds: Afsakið, ég svindlaði Svindlaði Walcott henti sér niður og viðurkenndi það. MYND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.