Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 15
Hugum að brunavörnum Neytendur eru hvattir til að huga vel að brunavörnum heimilanna og hafa eftirfarandi varúðarráðstafanir í huga. Ávallt skal slökkva á rafmagnstækjum áður en húsið er yfirgefið. Best er að rjúfa straum á sjónvarpi með aðalrofa en ekki með fjarstýringu. Eins skal slökkva á kaffivélum og ganga úr skugga um að straujárn, vöfflujárn, samlokugrill og eldavél séu ekki í gangi. Þvottavélar, þurrkarar, sjónvörp og tölvubúnaður safna að sér miklu ryki og því nauðsynlegt að hreinsa þau reglulega. Hægt er að kaupa sjónvarpsslökkvitæki sem einnig er hægt að setja á þurrkara. Þvottavélar og þurrkarar ættu ekki að vera í gangi á meðan heimilisfólk sefur en algengasta tegund bruna er þegar kviknar í þvottavél, uppþvottavél eða þurrkara. Afskriftarreglur vátrygginga Ef fólk lendir í tjóni eða ef munum er stolið er ekki víst að upprunalegt kaupverð þeirra sé bætt. Yfirleitt má finna afskriftarreglur í vátryggingarsamningum sem gilda um þá hluti sem tryggingin nær yfir en reglur þessar heimila tryggingarfélaginu að afskrifa ákveðinn hluta af verðmæti tiltekins hlutar á hverju ári frá því að hluturinn var keyptur. Þessar upplýsingar má finna á heimasíðu Neytendasamtakanna. Þar er neytendum einnig bent á að gæta að því að ef þeir hafi innbústryggingu skuli gæta þess að vátryggingarfjárhæðin sé í samræði við verðmæti innbúsins. Neytendur | 15Mánudagur 10. janúar 2011 Prófessor í næringarfræði um þorramatinn: Þorramatur er ágætur í hófi Væntanlega eru landsmenn komnir með nóg af söltum og feitum mat nú þegar jólahátíð- in er nýliðin og ætla má að fisk- ur og grænmeti sé algengt á borð- um Íslendinga þessa dagana. En matgæðingar geta tekið gleði sína á ný því senn líður að þorranum með sínum alræmda þorramat. „Þorramaturinn sem er saltur og feitur er náttúrulega ekki holl- ur í sjálfu sér og ekki til að neyta oft og í miklu magni allt árið um kring. Sjaldan og í hóflegu magni ætti það ekki að skipta heilsuna miklu máli,“ segir Inga Þórsdótt- ir, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands. Hún segir þó að fullorðnu fólki sé hættara við að veikjast eftir neyslu slíks matar, sér í lagi þeim sem eru í áhættu fyrir hjartasjúkdómum. Magnið og hve oft sé afgerandi. „Þorra- matur er feitur matur, fyrir utan rófustöppuna og kartöflurnar. Til dæmis er hangikjötið mjög salt og lundabaggarnir mjög feitir og þó svo að sýran sjálf sé ekki óholl þá er kjötið sem er súrsað venju- lega feitt,“ segir hún. Samanborið við jólamat- inn segir Inga að ekki sé endi- lega mikill munur. Bæði yfir jól og á þorranum borði fólk meira af feitum og söltum mat og það stundum nokkra daga í röð, ólíkt því sem er aðra tíma ársins. Það geti valdið óþægindum og líkur á hækkuðum blóðþrýstingi og hjartabilunareinkennum auk- ast. Sérstaklega hjá þeim sem eru veikir fyrir. „Ef við getum einskorðað óhollustuna við nokkra staka daga á ári er þetta í lagi. Svolítil fita og salt stöku dag er kannski ekki svo slæm en mikið magn fitu og mikið salt er slæmt,“ segir hún að lokum. gunnhildur@dv.is Inga Þórsdóttir Þorramatur getur aukið líkur á hækkuðum blóðþrýstingi og hjartabilunar- einkennum. raftækin vefjast helst fyrir fólki Neytendasamtökin hafa gefið út ár- lega skýrslu Leiðbeininga- og kvört- unarþjónustu samtakanna fyrir árið 2010. Þar eru teknar saman upplýsing- ar um fjölda fyrirspurna og kvörtunar- mála sem bárust samtökunum í fyrra. Af þeim mætti gera sér hugmynd um hvaða vörur eða þjónustu neytendur ættu að varast eða hafa varann á gagn- vart. Fyrirspurnir og kvörtunarmál „Fyrirspurnir eru þegar neytandinn hefur samband við okkur með spurn- ingar um til dæmis ákveðnar vörur eða hvaða rétt hann á. Þá gefum við ráðleggingar og oft fer neytandinn og leysir málið sjálfur,“ segir Hildigunn- ur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur og stjórnandi leiðbeininga- og kvörtunar- þjónustu Neytendasamtakanna. Hún segir það stundum ekki duga og sam- tökin séu beðin um að hafa milligöngu í málinu og þá sé það orðið að kvörtun- armáli. Einnig komi það fyrir að fólk, sem hafi reynt allt og þekki rétt sinn en málið komið í óefni, leiti til þeirra. Flest mál vegna erlendra ferða- manna Samtökunum bárust um tíu þús- und fyrirspurnir á síðasta ári en 7.561 þeirra kom inn á borð Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustu samtakanna. Af þeim enduðu 199 sem kvörtunar- mál en flest þeirra komu í gegnum Evrópsku neytendaaðstoðina, eða 35 talsins. Evrópska neytendaaðstoðin aðstoðar bæði Íslendinga sem lenda í vandræðum vegna kaupa á vöru eða þjónustu erlendis og eins erlenda ferðamenn sem lenda í vandræðum hér á landi. Á síðasta ári voru flest málanna vegna erlendra ferðamanna á Íslandi. Kvörtunarmál vegna fjar- skiptafyrirtækja voru 25 talsins, vegna fjármála- og innheimtufyrirtækja 21 og vegna raftækja 15 talsins. Getur farið fyrir dómstóla Í skýrslunni segir að reynt sé að ná fram sanngjarnri lausn og réttri og fer milligangan fram með formlegum hætti. Öllum er frjálst að leita til úr- skurðar- og kærunefnda. Neytenda- samtökin aðstoða hins vegar aðeins fé- lagsmenn í kvörtunarmálum, og aðra gegn greiðslu málskotsgjalds. Gjald- ið er mishátt eftir því hvaða nefnd sér um málið en neytandinn getur fengið það endurgreitt frá seljanda sé komið til móts við kröfur hans. Hann getur einnig lagt mál fyrir dómstóla sé hann ósáttur við úrskurð nefndarinnar. Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is n Tíu þúsund fyrirspurnir bárust Neytendasamtökunum árið 2010 n Þar af voru tvö hundruð kvörtunarmál n Flestar fyrirspurnir vegna raftækja og fjármála- og innheimtufyrirtækja Listinn er yfir fyrirspurnir en einungis um 200 þeirra urðu að kvörtunarmálum. Raftæki 950 Fjármála- og innheimtufyrirtæki 789 Bifreiðar og önnur farartæki 498 Fjarskiptafyrirtæki 437 Húsaleigumál 414 Tölvur og hugbúnaður 368 Tryggingar 359 Flugmál 307 Fatnaður og skartgripir 252 Húsgögn 209 Inneignarnótur, gjafabréf, skilaréttur 202 Önnur þjónusta 200 Iðnaðarmenn 192 Önnur kaup, s.s. gæludýr, húsbúnaður 190 Ferðamál – önnur en flug 166 Verðlag og verðmerkingar 162 Áskriftir og bindisamningar 119 Lögfræðileg ráðgjöf, t.d. greiðsluseðlar 111 Matvæli 105 Innréttingar, hreinlætistæki, gólf- og veggefni 92 Topp tuttugu fyrirspurnir árið 2010 Hildigunnur Hafsteinsdóttir „Við veitum ráðleggingar og oft fer neytandinn og leysir málið sjálfur.“ Getur framkallað eitrunareinkenni Á heimasíðu Leiðbeiningastöðv- ar heimilanna er fjallað um MSG eða þriðja kryddið. Kryddið sem er unnið úr korni, þangi, sykurrófum og fleiri hráefnum er notað til að ná fram auknu bragði. MSG er umdeilt krydd og hefur verið mikið rannsakað en ekki þykir sannað að það valdi of- næmi. Það getur hins vegar framkall- að eitrunareinkennið óþol, sem lýsir sér í heilsufarslegum óþægindum, svo sem svima og höfuðverk. Þegar verst lætur getur það valdið öndunarerfið- leikum, auknum hjartslætti og melt- ingartruflunum. Hins vegar eru þeir til sem halda því fram að efnið sé skað- laust sé það notað í litlu magni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.