Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 16
16 | Erlent 10. janúar 2011 Mánudagur Ungverjaland tók við forsætishlut- verki í ráðherraráði Evrópusam- bandsins af Belgum nú um áramót- in. Ungverjar taka við leiðtogakeflinu í skugga mikillar alþjóðlegrar gagn- rýni á forsætisráðherra þeirra, Vikt- or Orban. Stjórnmálaflokkur Orbans, Fidesz-flokkurinn, vann stórsigur í þingkosningum í Ungverjalandi fyrir sjö mánuðum og hlaut um tvo þriðju þingsæta. Tók flokkurinn við af rík- isstjórn sósíalista og frjálsra demó- krata en Ungverjar höfðu fengið sig fullsadda af henni. Sú ríkisstjórn hélt meirihluta sínum eftir kosningar árið 2006 en skildi eftir sig efnahagslífið í rústum. Þurftu Ungverjar þess vegna að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um 25 milljarða evra lán árið 2008. Fyrrver- andi forsætisráðherra Ungverja, Fer- enc Gyurcsány, hefur viðurkennt að hann hafi gefið kosningaloforð sem hann gat ekki með nokkru móti stað- ið við – til þess eins að halda völdum. Því kemur ef til vill ekki á óvart að Or- ban og Fidesz-flokkur hans hafi sigr- að í kosningunum í fyrra með jafn af- gerandi hætti og raun bar vitni. En hvers vegna er Orban þá gagnrýnd- ur? Hetja þegar austurblokkin féll Orban, sem er 47 ára, var ennþá há- skólanemi árið 1989 þegar valdatíð kommúnista lauk í Austur-Evrópu með byltingum í hverju landinu á fætur öðru. Á eftir Pólverjum voru það Ungverjar sem fengu fyrstir frelsi frá leppstjórnvöldum Sovétmanna. Var það önnur tilraun Ungverja til að brjótast undan oki ógnarveldis- ins í Moskvu. Í ungversku bylting- unni um haustið 1956 var Imre Nagy komið í stól leiðtoga Ungverjalands samkvæmt óskum þjóðarinnar, en hann vildi koma á lýðræði í landinu. Sovéskar hersveitir voru kallaðar á vettvang og börðu byltinguna misk- unnarlaust niður. Nagy var dæmd- ur sekur um landráð, tekinn af lífi og grafinn í kyrrþey. Ungverjar telja ein helstu tíma- mótin hafa átt sér stað 16. júní árið 1989 en þá var 31 ár liðið frá dánar- degi Imre Nagy. Var hann þá grafinn aftur en í þetta sinn sem hetja. Há- skólaneminn Orban flutti ræðu við útförina í áheyrn 100 þúsund Ung- verja. Þar sagði hann sovéskum her- mönnum að fara heim til Moskvu og uppskar mikinn fögnuð viðstaddra. Frakkar og Þjóðverjar ósáttir við fjölmiðlalög Helsta ástæða þess að gagnrýni á Or- ban hefur nú náð út fyrir landamæri Ungverjalands eru ný fjölmiðla- lög, sem taka líklega gildi nú í jan- úar – á sama tíma og Ungverjar taka við forsæti í ráðherraráði Evrópu- sambandsins. Ríkisstjórnir tveggja voldugustu ríkjanna í samband- inu, Þýskalands og Frakklands, hafa gagnrýnt lögin harkalega. Þjóðverj- ar segja lögin vera „aðför að lýðræð- inu,“ á meðan Frakkar segja að nýju lögin „samræmist ekki því sem kall- að verður fjölmiðlafrelsi.“ Það orkar því tvímælis að Ung- verjar séu um þessar mundir að leiða Evrópusambandið næsta hálfa árið, en eitt af Kaupmannahafnarskilyrð- unum svokölluðu, sem öll aðildarríki sambandsins verða að uppfylla, er að stofnanir séu til staðar til að tryggja lýðræðislega stjórnarhætti. Þar á meðal telst tjáningar- og fjölmiðla- frelsi. Um miðja næstu viku mun Or- ban af þessum sökum þurfa að mæta fyrir Evrópuþingið, þar sem fjöldi þingmanna hefur óskað eftir því að Ungverjar verði sviptir forsæti sínu. Þjóðverjinn Martin Schulz, leiðtogi sósíalista á Evrópuþinginu, sagði: „Við getum ekki leyft Ungverjum, eða nokkurri annarri ríkisstjórn, að vaða yfir grunngildi Evrópusambandsins á skítugum skónum.“ Gerir lítið úr gagnrýni Sjálfur gerir Viktor Orban lítið úr gagnrýni Þjóðverja og Frakka. „Þetta eru særandi og móðgandi gagnrýni. Allir vita að Ungverjaland er lýð- ræðisríki,“ sagði hann. „Sýnið mér eina málsgrein í ungversku fjöl- miðlalögunum sem er ekki að finna í einhverju öðru evrópsku landi.“ Orb an skaut sérstaklega á Nicol- as Sark ozy, forseta Frakklands, en hann lét einmitt breyta fjölmiðlalög- um í Frakklandi fyrir tveimur árum. Eftir breytingu Sarkozys, getur for- seti Frakklands skipað persónu- lega einn sjónvarpsstjóra til að stýra einni af fimm ríkissjónvarpsstöðvum í Frakklandi. „Ég man ekki eftir einu skipti sem Ungverjar gagnrýndu frönsku fjölmiðlalögin. Í Ungverja- landi var það ómögulegt að útnefna sjónvarpsstjóra. En í Frakklandi er það mögulegt. Aldrei sagði ég að frönsku lögin væru andlýðræðisleg,“ sagði Orban. Hver eru hin nýju lög? Orban er fyrst og fremst gagnrýnd- ur af andstæðingum sínum í Ung- verjalandi fyrir að hafa umbylt öll- um stjórnarháttum á skömmum tíma. Þar sem Fidesz-flokkur hans er með hreinan meirihluta á þingi, og eini flokkurinn í ríkisstjórn, er hvert einasta ríkisstjórnarfrumvarp samþykkt. Hann hefur komið fyr- ir samherjum sínum í allar helstu valdastöður í stjórnkerfinu, sem og í dómskerfinu. Hann hefur lagt nið- ur stjórnlagadómstól og stofnað eig- in nefnd til að semja nýja stjórnar- skrá fyrir Ungverjaland, sem verður tilbúin á síðari hluta þessa árs. Það þarf vart að taka fram að í þessari nefnd eru einungis meðlimir úr Fid- esz-flokknum. Fjölmiðlalögin snúa að því að miðstýra öllum ríkisfjölmiðlum og koma þeim undir sama hatt. Rík- isfjölmiðlarnir telja sjónvarpsstöð, útvarpsstöð og vinsælt dagblað. Rík- isfjölmiðlarnir munu því lúta sömu ritstjórnarstefnu, sem verður stýrt af skjólstæðingi Orbans. Þá verð- ur einnig stofnað fjölmiðlaráð, sem mun hafa vald til þess að beita frjálsa fjölmiðla sektum og jafnvel beita fangelsisvist birti fjölmiðlar efni sem ráðið sér tilefni til að ritskoða. Ráðið verður einnig skipað flokksbræðrum Orbans. Líkt við Hitler, Mussolini og Napóleon Viktor Orban hefur verið líkt við næstum alla einræðisherra sem tekur að nefna. Af núlifandi stjórn- málamönnum sem honum er líkt við má helst telja Vladimír Pút- ín, forsætisráðherra Rússlands, og Viktor Lúkasjenkó, forseta Hvíta- Rússlands. Orban gerir einnig lít- ið úr þeim samanburði í viðtali við fjölmiðla. „Einu sinni var ég kallað- ur Hitler eða Mussolini, en nú er ég kallaður Pútín eða Lúkasjenkó. Ég læt ykkur eftir að dæma eftir árang- urinn.“ Orban telur sig vera að fram- kvæma byltingu, þá þriðju á síð- ustu 55 árum í Ungverjalandi. Hún sé líka löngu tímabær. Orban telur stjórnar andstöðuna – hina fyrri rík- isstjórn sósíalista og frjálsra demó- krata –vera siðferðislega gjaldþrota. Hann treystir henni ekki til að eiga hlut að máli í ungverskum stjórn- málum. Á meðan er stjórnmálaá- standinu í Ungverjalandi lýst sem skotgrafarhernaði. Stjórnmál snúast um að leggja undir, og sá sem sigrar hirðir allan pottinn. Fylkingar halda áfram í stríði gegn hverri annarri, og litlar líkur eru á að sættir muni nást á milli vinstri og hægri vængs stjórn- málanna. Ungverjaland verði svipt forsæti í esB n Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sætir gagnrýni fyrir ný fjöl- miðlalög n Evrópuþingmenn krefjast þess að Ungverjar verði sviptir forsæti yfir ráðherraráði ESB n Orban hefur verið líkt við Hitler og Mussolini Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Ungverjar taka við forsæti í ESB José Manuel Barroso, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB, ásamt Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. Nicolas Sarkozy og Angela Merkel Frakkar og Þjóðverjar hafa gagnrýnt Viktor Orban og ný fjölmiðlalög í Ungverjalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.