Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur n Tími jólaljósa er liðinn og við tekið langt tímabil myrkurs og kulda n Ekki ólíklegt að landsmenn finni fyrir votti af þunglyndi n Einhverjir freistast til að reyna að hressa sig við með því að kíkja á útsölur n Sálfræðingur segir útsölur mjög sálrænt fyrirbæri „Útsölur notaðar til að réttlæta kaup“ „Tilfinningin sem fólkið fær er sú að ef varan er ekki keypt núna missi það af góðum viðskiptum. „Útsölur eru oft notaðar til að rétt- læta kaup,“ segir Kolbrún Baldurs- dóttir sálfræðingur. Hún segir að útsölur séu í raun mjög sálrænt fyrirbæri og vandlega hugsaðar af hálfu seljandans. Þetta hafi helst áhrif á þá sem séu mikið fyrir að kaupa almennt og finni þeir fyr- ir mikilli þörf til að kaupa jafnvel meira en áður. Sumir gera stórinnkaup á útsölunum Kolbrún tekur sem dæmi tvo hópa sem nýta sér útsölurnar. Annars vegar er það hópur fólks sem bíð- ur eftir útsölum og hefur haldið að sér höndum fyrir jólin og beðið með ýmis kaup þar til á útsölunum. Hins vegar séu það þeir sem hafa ef til vill eytt miklu fyrir jólin, jafnvel meira en efni stóðu til en geri einn- ig stórinnkaup á útsölunum enda sé freistingin mikil þá. Hugsun um notagildi víðs fjarri „Tilfinningin sem fólkið fær er sú að ef varan er ekki keypt núna missi það af góðum viðskiptum sem viðkomandi mun vafalaust sjá eftir síðar. Hugsun um notagildi getur allt eins verið víðs fjarri á svona stundum,“ segir hún og bæt- ir við að jafnvel þeir sparsömustu geti einnig misst stjórn á sér á út- sölum. Hún bendir einnig á að vert sé að hafa í huga að útsölur séu orðnar ansi tíðar og finna megi út- sölur nánast allt árið um kring og ýmis tilboð. Viðhorf til útsölu hafa breyst Þetta hafi mikið breyst frá því að stórútsölur voru ef til vill einu sinni á ári. Það sé því spurning hvort viðhorf fólks til útsölufyrirbæris- ins séu þau sömu og fyrir til dæm- is þrjátíu árum þótt útsölur séu nú nánast allan ársins hring. „Það er spurning hvort hugtakið „útsala“ komi einhverju af stað innra með manni sem knýr mann til að fara og skoða og kaupa því verið sé að gera svo svakalega góð kaup.“ Það er margt sem þarf að varast þegar útsöluauglýsingar dynja á manni. Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytenda- réttarsviðs hjá Neytendastofu, tók saman nokkra punkta sem tengjast viðbrögðum fólks þegar útsölur eru auglýstar. 1 Vara sem er auglýst á útsölu verður að hafa verið seld á tilgreindu fyrra verði áður. Það má því ekki setja vöru á útsölu eða tilboð nema um raunverulegan afslátt sé að ræða. 2 Mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á prósentuafsláttinn heldur verðið líka. 3 Mikilvægt er að vanda valið því skila- og skiptireglur gilda almennt ekki á útsölum. 4 Mikilvægt er að athuga hvort réttur afsláttur skili sér þegar komið er að því að borga. 5 Vara má ekki vera á útsölu lengur en í sex vikur. Eftir það er útsöluverðið venjulegt verð. Hafa skal í huga Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Afsláttur Margir hafa eflaust lagt leið sína á útsölur í vikunni. Mynd SigTryggur Ari Kolbrún Baldursdóttir Bendir á að útsölur séu orðnar ansi tíðar. Útlit fyrir met í gjaldþrotum 101 fyrirtæki var tekið til gjaldþrota- skipta í nóvember síðastliðnum samanborið við 80 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Gjaldþrot jukust því um 26 prósent í nóvember frá fyrra ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í pistli á vef Greiningar Íslandsbanka um málið kemur fram að útlit sé fyrir að nýtt met verði slegið á árinu 2010 hvað varðar fjölda gjaldþrota og að fyrra met frá árinu 2009 verði slegið út. Enn á eftir að birta tölur fyrir desembermánuð en miðað við fyrstu ellefu mánuði síðasta árs er fátt sem kemur í veg fyrir að metið verði slegið. Greining bankans met- ur það svo að horfur fyrir árið 2011 séu bjartari. Ákærum fjölgaði verulega Ákærum hjá efnahagsbrotadeild rík- islögreglustjóra hefur fjölgað veru- lega undanfarin ár, eða úr 21 ákæru á árinu 2007 í 62 ákærur árið 2010. Á árinu 2008 voru gefnar út 42 ákærur og 47 á árinu 2009. Á þessum fjórum árum eru útgefnar ákærur 172 tals- ins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra. Um áramótin 2009–2010 voru 133 mál í rannsókn hjá efnahags- brotadeild en voru 57 um áramótin á undan. Stálust í heita pottinn Tveir unglingar voru handteknir aðfaranótt sunnudags í Hafnar- firði eftir að þeir klifruðu yfir girð- ingu og skelltu sér í heitu pottana í sundlaug í bænum. Um var að ræða dreng og stúlku og reyndu þau að flýja undan öryggisvörð- um sem mættu á vettvang. Ör- yggisverðirnir voru þó fljótari og höfðu hendur í hári þeirra þegar þau reyndu að flýja af vettvangi. Bæði eru undir lögaldri og þurftu foreldrar þeirra að sækja þau til lögreglunnar. Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Einn var sleginn í höf- uðið með glerflösku í verslun 10–11 í Austurstræti með þeim afleiðing- um að mikið blæddi. Tveir menn voru handteknir og sá slasaði fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Þá var einn sleginn í höfuð með glerglasi og var sá einnig fluttur með sjúkrabif- reið. Gerandinn náðist ekki. Nokkrar aðrar minniháttar líkamsárásir voru tilkynntar og náðust gerendur í ein- hverjum þeirra. Þeir fengu að gista fangageymslur lögreglu í kjölfarið og voru yfirheyrðir á sunnudag. Lögregla þurfti einnig að sinna nokkrum hávaðaútköllum í heima- hús en svo virtist sem nokkuð væri um samkvæmi í heimahúsum. Tveir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og aðrir tveir vegna aksturs undir áhrif- um fíkniefna. Um var að ræða karl- menn á aldrinum 20 til 35 ára. Einn var tekinn til viðbótar en sá ók rétt- indalaus. Fangageymslur lögreglu voru fullar eftir nóttina. Mikill erill hjá lögreglunni í höfuðborginni: Sleginn í höfuðið með flösku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.