Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 10. janúar 2011 Mánudagur Björn Leifson, betur þekktur sem Bjössi í líkamsræktarstöðinni World Class, hefur ekki látið fjárhagserfið- leika fyrirtækis síns koma í veg fyr- ir íburðarmikinn lífsstíl. Hann er að byggja 150 fermetra sumarbústað í dýrasta og vinsælasta sumbústaða- hverfi landsins við Þingvallavatn og er nýkominn úr lúxúsferð með fjöl- skyldu sinni til Mexíkó og Bandaríkj- anna. Á myndum úr ferðinni, sem blaðamaður DV hefur séð á netinu, má sjá fjölskylduna synda með höfr- ungum og flatmaga á strönd í Mex- íkó og vera í limmósínu í New York í Bandaríkjunum. Á síðasta ári opnuðu Björn, sem er framkvæmdastjóri World Class, og Hafdís Jónsdóttir, eiginkona hans og stærsti hluthafi World Class, tvær nýjar líkamsræktarstöðvar. Önnur er í Kringunni en hin í Ögurhvarfi í Kópavogi. Samtals eru líkamsrækt- arstöðvarnar um 2.600 fermetrar að stærð. Samkvæmt heimildum DV borgar Björn mörgum af starfsmönnunum sínum mjög góð laun sem ekki hafa þekkst í bransanum áður. Hann yf- irbauð nýlega líkamsræktarþjálfara hjá samkeppnisaðila um150 prósent. Eigandi líkamsræktarstöðvar sem DV talaði við sagðist borga sínum best launuðu kennurum um 4.000 krónur á tímann á meðan Björn væri farinn að borga 10.000 krónur á tím- ann. 43 milljóna lúxusbústaður Eins og DV hefur áður greint frá keypti Björn sumarbústað á 6.000 fermetra lóð á besta stað við Þing- vallavatn árið 2008. Björn lét rífa bústaðinn sem stóð þar fyrir og byggir nú rúmlega150 fermetra bú- stað á steyptum grunni og miðar framkvæmdum vel að sögn iðnað- armanns sem DV talaði við. Hann sagði bústaðinn „vera bara ósköp venjulegan bústað fyrir mann með þessar tekjur,“ og er vonast til að hann verði tilbúinn fyrir næsta sum- ar. Sumarbústaðurinn þykir frekar líkjast íburðarmiklu einbýlishúsi en hinum hefðbundna timburbústað sem Íslendingar eiga að venjast. Það var Ari Már Lúðvíksson arkítekt sem teiknaði bústaðinn en aðspurður um kostnað við hönnun hans sagði Ari „að það kæmi engum við.“ Í næsta nágrenni við bústað Björns eiga margir af efnameiri mönnum samfélagsins bústað og má þar nefna Kjartan Gunnars- son, fyrirverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Ágúst Guð- mundsson, kenndan við Bakkavör. Bústaður Björns er skráður á eign- arhaldsfélagið Laugar ehf., en Björn færði rekstur World Class á það fé- lag stuttu fyrir greiðsluþrot Þreks eft- ir misheppnaða útrás í Danmörku í samstarfi við Straum Burðarás. Sam- kvæmt ársreikningi Lauga ehf. 2009 er fasteignamat bústaðarins skráð tæpar sjö milljónir og lóðin sem er um 6.000 fermetrar á tæpar tvær milljónir króna. Bókfært verð sumar- hússins er hins vegar skráð sem tæp- lega 43 milljónir og ætti það að gefa einhverja hugmynd um þá fjármuni sem eigendur félagsins hafa lagt í byggingu hússins. Samkvæmt ársreikningi Lauga ehf. fyrir árið 2009 skuldar félagið um ellefu hundruð milljónir og er eigið fé neikvætt um 350 milljónir. Þyrla flutti byggingarefni DV hefur heimildir fyrir því að keypt hafi verið lítil skurðgrafa sérstak- lega fyrir byggingu sumarhússins en einnig hefur verið notast við þyrlu. Þyrlan var notuð í lok nóvember á síðasta ári til að ferja gler og timbur og til að reisa veggi og loka húsinu. Samkvæmt heimildum DV kostar ekki undir 200.000 krónum að leigja þyrlu til Þingvalla og til baka en það fer eftir þunga, umfangi og magni þess efnis sem þarf að flytja hversu hár kostnaðurinn fyrir flutninginn er. Riftunarmál verður höfðað Björn sagðist í viðtali við DV í okt- óber 2009 óttast persónulegt gjald- þrot og að sú tilhugsun væri ekki góð. Hann viðurkenndi að þau hjón- in hefðu þurft að breyta lífsstíl sínum vegna fjárhagsstöðu og efnahags- ástands. „Að sjálfsögðu höfum við dregið saman í einkaneyslunni hjá okkur því við þurfum að haga seglum eftir vindi. Við erum ekki að ferðast eins mikið erlendis til dæmis og ég hef ekkert farið að veiða síðustu tvö ár og skíðaferðir erlendis hafa ekki verið neinar,“ sagði Björn þá. Það vakti athygli að á sínum tíma að sama dag og Þrek ehf. fór í þrot, keyptu Björn og Hafdís, í gegnum Laugar ehf., rekstur World Class út úr þrotabúinu og greiddu einungis 25 milljónir fyrir eignir sem metnar voru á 500–700 milljónir. Skiptastjóri þrotabús Þreks ehf., Sigurbjörn Þor- bergsson, sagði í fjölmiðlum í nóv- ember í fyrra að kaupsamningurinn væri hreinn gjafagerningur og höfð- að yrði mál til riftunar á kaupunum. Kröfur í þrotabú Þreks ehf. nema um 2,2 milljörðum króna. Sigurbjörn segir aðspurður í sam- tali við DV að enn standi til að höfða LÚXUSLÍF Í SKUGGA MILLJARÐASKULDA n Byggja 150 fermetra sumarbústað við Þingvallavatn n Byggingarefni flutt með þyrlu n Fjölskyldan nýkomin úr lúxúsferð til Mexíkó og New York Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is „Þyrlan var notuð í lok nóvember á síðasta ári til að ferja gler og timbur og til að reisa veggi og loka húsinu. Áramót Björn og Hafdís eiginkona hans fagna nýju ári. MYNd / skjÁskot aF FaceBook erlendis um áramótin Björn Leifsson og fjölskylda voru í Mexíkó og New York yfir jól og áramót. MYNd / skjÁskot aF FaceBook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.