Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 10. janúar 2011 Mánudagur Beckham ekki til Tottenham n Ekkert verður af því að David Beckham fari á tveggja mánaða láni til Tottenham en í staðinn mun hann æfa með liðinu í einn mánuð. Harry Red- knapp, knatt- spyrnustjóri liðsins, sagði blaðamönnum þetta í gærmorg- un en ástæðan er sögð of flókin samningsatriði varðandi tryggingar Beckhams. Fætur Beckhams eru tryggðir fyrir fleiri milljónir punda, hærri upphæð en hjá nokkrum öðrum knattspyrnumanni segir sagan en aldrei hefur fengist uppgefið hver upphæðin er. Fyrrverandi lands- liðsfyrirliðinn fær því ekki tækifæri til að leika gegn Manchester Unit- ed með öðru ensku liði, alla vega ekki í ár. Kóngurinn Kenny n Allir sem koma nálægt Liverpool þessa dagana eru aftur komnir með bros á vör. Ekki nóg með að Roy Hodgson sé farinn heldur er Kenny Dalglish tekinn við lið- inu. Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, sem lék með Liverpool um árabil hefur ekki gleymt liðinu sem gerði hann að stjörnu. Þegar hann sá að Dalglish væri á leið heim úr fríi í Dúbaí til að taka við liðinu skellti hann sér á Twitter og ritaði: „Kóngurinn Kenny, gangi þér vel!“ Er bókað mál að þetta fellur í góðan jarðveg hjá stuðningsmönnum Liverpool. Juventus vill Bale n Ítalska stórliðið Juventus er með velska vængmanninn hjá Totten- ham, Gareth Bale, í sigtinu og telur hann algjöran draumaleik- mann. „Það er áhugi frá Ju- ventus sem vill fá hann strax í júní. Fylgist þó samt með Real Madrid, það gæti reynt að næla í hann í þessum mánuði,“ segir umboðsmaður Bale, Ítal- inn Peppino Tirri. Fyrst var greint frá áhuga Juventus á Bale í ítalska íþróttablaðinu Gazetta delli Sport en þar var sagt að þjálfari liðsins, Luigi del Neri, væri til í að gera him- inhátt tilboð í leikmanninn. Adler gæti varið mark United n Sir Alex Ferguson leitar nú log- andi ljósi að markverði til að taka stöðu Hollendingsins Edwins van der Sar sem leggur hansk- ana á hilluna í vor. Samkvæmt fréttum um helgina er Rene Adler, markvörð- ur Bayern Lev- erkusen, efstur á óskalistan- um en þessi 25 ára gamli mark- vörður er opinber stuðningsmað- ur Manchester United og á aðeins átján mánuði eftir af samningi sín- um. Samkvæmt slúðurblaðinu Da- ily Mirror dreymir hann um að feta í fótspor Peters Schmeichels. Molar Jóni Guðni skoðar aðstæður hjá AEK Einn albesti leikmaður Pepsi-deildar karla síðastliðið sumar, Framarinn Jón Guðni Fjóluson, hélt utan til Grikklands í gær en þar mun hann skoða aðstæður hjá stórliðinu AEK í Aþenu. Hann mun æfa með liðinu fram á föstudag en þetta kom fram á knattspyrnuvefmiðlinum fótbolti.net. Blikinn og fyrrverandi landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnar Grétarsson, er yfirmaður íþróttamála hjá félaginu en hann lék með því um þriggja ára skeið á sínum ferli. Stjörnuliðin klár hjá konunum Búið er að kjósa byrjunarliðin sem mætast í stjörnuleik kvenna í körfubolta þann fimmtánda janúar. Þar mætast lið Reykjaness og lið landsins en kosning fór fram á kki.is. Lið Reykjaness er þannig skipað: Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Birna Valgarðsdóttir og Jacquline Adamshick, allar úr Keflavík, og Íris Sverrisdóttir, Haukum, en lið landsins: Hildur Sigurðardóttir, Margrét Kara Sturludóttir og Signý Hermannsdóttir, allar úr KR, og þær Savica Dimovska og Jaleesa Butler úr Hamri. Strákarnir okkar í íslenska hand- boltalandsliðinu unnu tvo góða sigra á Þýskalandi um helgina. Fyrst 27–23 á föstudagskvöldið og svo annan fjögurra marka sig- ur á laugardaginn, 31–27. Báðir leikirnir unnust nokkuð sannfær- andi en íslenska liðið hefur haft ágætis tak á því þýska undanfar- in ár. Guðmundur Guðmunds- son, landsliðsþjálfari, var ákveð- inn í að segja ekki of mikið um getu íslenska liðsins fyrir leikina og kallaði þá „stöðumat“. Það verð- ur ekki annað sagt en strákarnir okkar hafi komist vel frá leikjun- um. Neistinn var kviknaður aftur í vörninni, markvarslan var hlut- fallslega frábær og sóknarleikur- inn meira og minna í lagi. Mörgum af þeim spurningum sem vöknuðu eftir skelfingarframmistöðu liðsins gegn Lettlandi og Austurríki í und- ankeppni EM fyrr í vetur var svar- að og á heildina litið voru leikirn- ir gott veganesti á HM sem hefst næsta fimmtudag. Björgvin svaraði kallinu Allt frá því á Ólympíuleikunum í Peking 2008 hefur verið hægt að treysta á góða markvörslu, eða síð- an Björgvin Páll Gústavsson kom inn í liðið. Var frammistaða hans í Peking og svo aftur í Austurríki í janúar í fyrra ekki lítill þáttur í verðlaunum íslenska liðsins. Brá því mörgum í brún þegar Björg- vin varði ekki eitt skot í leikjunum gegn Austurríki og Lettlandi í okt- óber á síðasta ári. Án góðrar mark- vörslu í nútímahandbolta gera lið nákvæmlega ekki neitt. Björgvin Páll svaraði þó held- ur betur kallinu í leikjunum gegn Þýskalandi. Hann stóð alla vakt- ina í markinu í fyrri leiknum og var með 42 prósenta hlutfallsmark- vörslu sem er í heimsklassa. Tal- aði Heiner Brand, landsliðsþjálf- ari Þýskalands, í viðtali við þýska vefmiðilinn handball-world.de um að Björgvin hefði einfaldlega klárað leikinn fyrir íslenska lið- ið. Var Björgvin nokkuð öruggur í langskotunum frá stórskyttum þýska liðsins og varði einnig fjöl- mörg dauðafæri. Björgvin byrjaði einnig í seinni leiknum og var þá með 34 pró- senta hlutfallsmarkvörslu, nokk- uð gott. Til að kæta landsliðsþjálf- arann og áhorfendur enn meira mætti Hreiðar Levy Guðmundsson til leiks í seinni hálfleik og var með 44 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Er þetta nákvæmlega það sem lið- ið vantar í Svíþjóð. Neistinn kveiktur í vörninni Markverðir gera lítið án góðr- ar varnar en hin vel hreyfanlega og oft og tíðum kolgeðveika vörn n Ísland vann tvo fjögurra marka sigra á Þýskalandi n Mörgum spurningum svarað n Varnarleikurinn í lagi og markvarslan góð n Hausverkur fyrir Guðmund að skera niður hópinn Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Allt klárt fyrir HM í Svíþjóð Flottir Strákarnir okkar unnu tvo góða sigra á Þýskalandi. MyND RóBERT REyNiSSoN Manchester United er komið í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar eftir sigur á erkifjendunum í Liverpool, 1–0, á Old Trafford í gær. Eina mark leiksins var skorað úr vítaspyrnu strax á annarri mínútu en það skor- aði elsti leikmaður United-liðsins, Ryan Giggs. Vítið verður þó að teljast nokkuð umdeilt þar sem Daniel Agg- er virtist ekki snerta Dimitar Berbat- ov mikið þegar Búlgarinn féll í teign- um. Allt ætlaði um koll að keyra í Liverpool-hluta stúkunnar á Old Trafford þegar Kenny Dalglish mætti til leiks en hann tók við liðinu í gær. Fékk hann starfið símleiðis þegar hann var staddur í Dúbaí og flaug rakleiðis heim. Fékk hann því ekki æfingu með liðið. Eins og það væri ekki nóg fyr- ir Liverpool að fá á sig mark úr víta- spyrnu strax á annarri mínútu þá fóru hlutirnir úr öskunni í eldinn eftir hálftíma leik. Steven Gerrard var þá rekinn af velli fyrir tveggja fóta tæk- lingu á Michael Carrick. Var Howard Webb, dómari leiksins, ekki í vafa og mótmælti Kenny Dalglish ekki mikið eftir að hann sá atvikið á skjá nálægt varamannaskýlinu. Í seinni hálfleik börðust Liver- pool-menn eins og grenjandi ljón. Ekki var að sjá að þeir væru ein- um færri. United-menn fundu ekki margar glufur á Liverpool-liðinu en fengu þó nóg af færum til að klára leikinn. Einu sinni sem oftar var það þó vörn United sem kláraði leikinn en Liverpool fékk ekki teljandi færi í leiknum. Miðað við baráttu Liverpool-liðs- ins í leiknum má sjá að koma Dal- glish hefur létt andann í liðinu. Það verður þó að setja spurningamerki við hvar þessi baráttuandi hefur verið á tímabilinu því það þýðir lít- ið að berjast bara í leikjum gegn Manchester United. tomas@dv.is Liverpool úr leik í fyrsta leik undir stjórn Kennys Dalglish: Eitt mark frá Giggs nægði Eitt mark nóg Ryan Giggs skoraði sigurmarkið úr víti. MyND REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.