Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 23
Viðtal | 23Mánudagur 10. janúar 2011 Þú ráðstafar þinni eigin orku. Það geta það allir. Við þurfum bara leið- sögn.“ Hamingjusamur maður, brosandi út að eyrum „Það hafa allir sömu tækifærin þegar þeir skilja að þeir eru fullkomnir eins og þeir eru. Það er ekkert að okkur. Svo stór hluti af okkur ver gríðarlegri orku í að hafna sjálfum sér. Við vilj- um ekki vera eins og við erum fyrr en eitthvað breytist. Öll orkan fer í við- nám gangvart því sem er, að reyna að vera ekki eins og þú ert. Um leið og þú leyfir þér að vera eins og þú ert og ferð að byggja á því geta kraftaverkin gerst. Ef ég tala bara fyrir sjálfan mig þá hefur það fært mér líf þar sem ég er miklu jafnvægi. Auðvitað er áreiti í mínu lífi eins og annarra en ég er engu að síður hamingjusamur maður, brosandi út að eyrum. Þegar ég þarf að takast á við áreiti geri ég það ekki með við- nám eða sjálfsvorkun í huga heldur sé ég það sem tækifæri. Ég geri mér grein fyrir því að ég hef sjálfur skap- að þrengingar í mínu lífi og mér vex ásmegin við að takast á við þær. Ég lít á lífið sem tækifæri og lifi í gleði. Ég er að reyna að hvetja fólk til þess að gera slíkt hið sama því lífið er núna, ekki þegar þú hefur náð af þér þessum fimm kílóum eða hvað það er sem þú vilt. Það er núna.“ Búum við gríðar- legt ofbeldi Höfnun er hluti af þessu og eitthvað sem allir þurfa að glíma við. „Meðalmaður hafnar sér 800 sinnum á dag. Allt viðnám gagn- vart augnablikinu, gagnvart því að vera eins og þú ert, er höfnun. Þeg- ar þú blótar þér með því að segjast vera of feit, of ljót, of stutt eða of stór, því það vantar alltaf tommu, ertu að hafna þér, yfirgefa þig og svíkja. Of- beldið er gríðarlegt. Þú tapar orku í hvert sinn sem þú segir nei, af hverju gerði ég þetta, af hverju sagði ég þetta, af hverju er ég svona? Segjum að þú ákveðir að elska þig skilyrðis- laust, leyfa þér að vera eins og þú ert, veita þér athygli og næra þig af kostgæfni. Heldur þú að það myndi ekki eitthvað breytast? Ég er búinn að vinna með fólki í þrjátíu ár og hef séð að þegar fólk ákveður að hætta að sparka í sig liggjandi eykst orkan um leið. “ Tíðni hjartans ræður för Veistu hvað orka er – í sinni ein- földustu mynd?“ spyr hann og svar- ar spurningunni strax sjálfur: „Raf- magn. Veistu hvað er í matnum sem við innbyrðum? Rafmagn. Ef þú tek- ur tvo jafn þunga tómata og berð þá saman, annar er lífrænt ræktaðar en hinn ekki, er orkumagnið og út- geislunin misjöfn þó að hitaeining- arnar séu jafn margar. Orkumagnið í lífræna tómatnum er meira. Þetta er það sem við köllum kærleikur og blíða og ást. Ef við förum að hlúa að okkur sjálfum á þennan hátt, með þessari athygli og þessari vitund, þá gefur það auga leið að líf okkar breyt- ist og orkan eykst.“ Síðan segir hann að þegar við brosum breytist efnasamsetning lík- amans. „Í alvöru, ég sver það. Þú get- ur tekið tár sem er sprottið af reiði eða sorg og borið það saman við tár sem rennur af gleði. Raunin er sú að það er gjörólík efnabirting í þessum tárum. Líkaminn er í rauninni alveg stórbrotin maskína sem byggir á raf- leiðni. Öll taugaboð eru rafmagn. Því er svo mikilvægt að skilja að tíðni hjartans ræður för. Limirnir dansa ekki eftir höfðinu, þeir dansa eftir hjartanu. Um leið og það kemur kyrrð í fólk breytist flæðið. Ef þú kreppir hnef- ann kemur samdráttur og spenna. Streita er alltaf viðnám en um leið og þú slakar á og treystir verður flæði. Gefur það ekki auga leið að vöxt- ur verður heilli og þroskaðri í flæði heldur en í samdrætti? Fólk kallar áreiti líka streituvalda en í raun er bara einn streituvaldur í okkar lífi, við sjálf.“ Stjórnaðist af ótta Sjálfur óttaðist hann að verða eins og foreldrar sínir. Af því að hann veitti óttanum athygli laðaði hann akkúrat það að sér. Einn daginn áttaði hann sig á því að hann var orðinn eins og þeir. „Um leið og ég skildi að ég var eins og foreldrar mínir en gat líka verið öðruvísi og fór að veita því at- hygli óx það og dafnaði. Við erum sál, við erum ljós, við erum kærleikur, við erum ást, við erum orka. Við erum ekki hugsanir okkar eða skoðanir. Athygli er eins og vasaljós, þú get- ur beint henni hvert sem er og ef þú ert með fullhlaðin batterí er geislinn sterkur en ef þú ert með daufar eða ónýtar rafhlöður er geislinn veikur. Ég vil bara kærleika, blíðu, gleði, þakklæti og ást. Hver heldur þú að vilji það ekki innst inni? Margir eru bara komnir svo langt frá sinni tilvist að þeir vita ekki hvernig þeir eiga að nálgast þetta. Mig langar bara að vera í kærleika með fólki og í stuði með Guði en ekki í fýlu með Grýlu. Svo er spurning hvort að ég sé tilbúinn til að taka ábyrgð og gera það sem ég þarf að gera til að rækta falleg blóm en ekki illgresi. Það eru allir þar sem þeir eru af því að þeir fóru þangað en fæstir vilja breyta því sjálfir. Þeir vilja að einhver annar geri það. Við þurf- um að fá fólk til að skilja þetta með orsök og afleiðingu, að það beri fulla ábyrgð. Þar til það tekur ábyrgð á lífi sínu breytist ekkert. Ef þú borðar ónýt- an mat, skemmdan mat eða of mikið af honum ertu alltaf með dauft ljós.“ Stærsta böl samfélagsins Mataræðið skiptir gríðarlegu miklu máli segir hann og eins það hvern- ig við mötumst. „Það er ekkert sem hefur eins mikil áhrif á líf okkar eins og matur. Megnið af matnum sem við erum að innbyrða er skemmdur, lífrændur en ekki lífrænn. Dauður matur sem búið er að mauksjóða og fullur af g-efnum. Ekki nóg með það að við séum að borða mjög næring- arsnauðan mat heldur erum við líka að borða miklu meira en við þurfum. Fólk notar mat til þess að berja á sér en ekki til þess að upphefja sig. Mat- ur er stærsta böl samfélagsins. Það er engin aðgerð sem er eins bölsótt og að matast. Ef þú lítur í kringum þig þá eru mjög fáir sem nota mat til þess að öðlast hamingju. Flestir nota mat til að öðlast óhamingju; með því að borða meira en þeir þurfa, með því að njóta ekki máltíðarinnar, með því að borða og hafna sér fyrir það, með því að borða skyndibita, með því að borða mjög lélegan mat sem er soð- inn, steiktur eða fullur af rotvarnar- efnum. Ef þú borðar lélegan mat ertu að verja miklum peningum í lélegt hráefni sem gefur litla orku.“ Einfaldasta leiðin til að breyta lífinu „Þeir sem vilja breyta lífi sínu geta breytt því hraðast með því að breyta matarvenjunum,“ segir hann óhikað. „Tökum dæmi: Líkaminn er 60 prósent vatn. Um leið og þú byrjar að drekka vatn í einhverjum mæli kemst meira flæði á í líkamanum, leiðni eykst og orkuflutningur er margfaldaður. Með því að breyta matarvenjum en ekki mataræði gjörbreytir þú starfsemi lík- amans og getu hans til að vinna úr matnum. Þetta getur þú gert með sára- einföldum hlutum eins og að tyggja almennilega. Síðan getur þú dregið úr mjólkur- og kjötneyslu og bætt það upp með grænmeti. Þessir þrír þættir hafa gríðarleg áhrif. Ef þú nærist síðan með ást og kærleika í hverjum munnbita ertu kominn í hamingju. Allt sem þú veit- ir athygli vex og dafnar. Ef þú ert til staðar og hugar að eigin tilvist með kærleika og umhyggju blómstrar þú eins og allt annað. Ef að þú sýnir þér hlýhug og skapar umhverfi þar sem þú getur vaxið og dafnað fer þér að líða vel.“ Markmiðið er frelsi Að lokum vill hann þó árétta að ham- ingja þýði ekki að við séum í stöðugu alsæluástandi. „Ef við skoðum orð- ið hamingja þá er það hamur sem er að yngjast – hamingja. Það að vera hamingjusamur þýðir að við höfum orku og erum í jafnvægi þannig að við flæðum með tilverunni en ekki á móti henni. Það þýðir líka að þegar við verðum fyrir áreiti fögnum við því í stað þess að berjast gegn því. Ham- ingjan þýðir að við vitum að lífið er þetta augnablik og við súpum það til fulls í stað þess að segja oj það er vont veður, ég vil ekki þetta, ég vil ekki vera svona, ég vil ekki vera hinsegin og svo framvegis. Hamingjan gengur út á það að vera fullkominn. Veistu hvað það þýðir? Að vera fullkominn? Að vera kominn til fulls, að vera mættur. Þegar ég er mættur þá er ég máttugur. Allt mitt líf hef ég verið að lifa þetta að einhverju leyti en ég hef líka málað mig út í horn. Tvisvar sinnum mjög alvarlega sem gerði að verkum að ég varð að horfa djúpt í mína tilvist og mínar rætur. Ég varð til dæmis gjalþrota þrjátíu og fimm ára gamall og það var mjög sérkennilegt ástand. Fyrst var ég í af- neitun gagnvart því og það gaf mér rými til þess að aðskilja mig og það sem var að gerast. Fyrir vikið sökk ég dýpra. En mér hefur tekist að skilja að þegar eitthvað gerist er það bless- un en ekki böl. Ég hef lært að skilja betur þann mátt og það vald sem við búum yfir. Við erum stöðugt að laða að okkur tækifæri, líka tækifæri til að horfast í augu við eigin tilvist. Það eru engin slys. Þetta er allt orka sem leið- ir þetta okkur til frelsis. Það er mark- miðið, að vera frjáls.“ Vilt þú breyta lífi þínu? Guðni gefur góð ráð: 1Það er mun mikilvægara að hafa skýran tilgang heldur en að fara eftir einhverri forskrift sem á ekki við þig. Veittu því athygli hvað þú ert að næra – ekki hvað þú borðar. Nærðu ást og velsæld. Spyrðu þig hvað þú vilt næra þegar þú færð þér að borða og spyrðu þig síðan hvort þú ættir þá að fá þér hamborgara og franskar eða eitthvað annað og betra. 2 Til að komast að því hvernig matarvenjur þínar eru í raun er sniðugt að halda matardagbók í viku eða tíu daga án þess að breyta neysluvenjum. 3 Taktu fulla ábyrgð á neyslunni og veldu hvort þú vilt næra velsæld eða vansæld. 4 Ef ákvörðunin er að velja velsæld skaltu taka eins mikið af gerviefnum og þú getur út úr mataræðinu. Þá er verið að tala um litarefni, bragð- efni, rotvarnarefni og svo framvegis. Þetta er mjög oft í brauðvörum og mjólkurvörum. Þegar þú ert búinn að því er maturinn sem eftir stendur heilbrigður. Það eru ekki rotvarnarefni í ávöxtum og grænmeti eða kekkju- efni í fiski og lambakjöti. 5 Tyggðu matinn mjög vel til að breyta meltingunni. Þannig breytir þú hvernig næringin skilar sér út í tilvistina því þegar þú tyggur vel þá vinnur líkaminn öðruvísi en þegar þú gleypir í þig eins og hundur. 6Drekktu vatn í stað þess að fá þér djús, kaffi, kók eða aðra drykki sem búið er að blanda með vatni. Um leið gjörbreytist heilsa þín. Spenna, streita og óhreinindi í líkamanum eru af völdum vatnsskorts. Vatnsskortur lágmarkar flæðið í líkamanum og gerir að verkum að hann missir getuna til að hreinsa sig. 7Hreyfðu þig – þó það sé ekki nema örlítið, bara til að virkja öndunina. Sogæðakerfið er það sem við köllum holræsakerfi líkamans því líkam- inn losar sig við úrgang í gegnum það. Um leið og þú hreyfir þig getur þú byrjað að virkja sogæðakerfið, sérstaklega með djúp kviðöndun. Meðalmaður hafnar sér 800 sinnum á dag Lykillinn að velgengni Kraftaverkin gerast þegar við hættum að berja á okkur og leyfum okkur að vera eins og við erum. Þá fyrst getum við blómstrað og náð hámarksárangri. „Oftast ganga okkar sam- skipti út á það að vera vel metin af öðrum en ég vil vera vel metinn af sjálfum mér. gítar skóli ólafs gauks Gítargaman www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook Kennsla í öllum flokkum, fyrir byrjendur sem lengra komna, á öllum aldri, hefst 24. janúar 2011. ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu fyrir 15. janúar fá umtalsverðan afslátt af kennslugjaldinu! Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a. geisladiskur með undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin. Nýja byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur slegið í gegn! Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á meðan birgðir endast! Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi. Innritun er hafin og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730, sendið tölvupóst ol-gaukur@islandia.is eða komið við í skólanum Síðumúla 17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.