Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Mánudagur 10. janúar 2011 LÚXUSLÍF Í SKUGGA MILLJARÐASKULDA dómsmál til að fá sölunni á eign- um Þreks ehf. til Lauga ehf. rift fyrir dómstólum. Sigurbjörn gat hins veg- ar ekki tilgreint nákvæmlega hvenær málið yrði höfðað. Kennitöluflakk Björn hefur réttlætt kenntitöluflakk fyrirtækisins og lét hafa eftir sér í fjöl- miðlum í fyrra að það hefði verið gert til að bjarga viðskiptavinum fyrir- tækisins. „Við erum að bjarga rekstr- inum út úr greiðsluþrotinu þannig að viðskiptavinir geti haldið áfram að æfa. Annars hefðum við þurft að loka stöðinni því bankinn rifti húsa- leigusamningnum. Þá hefði ég þurft að taka tækin og opna einhvers stað- ar annars staðar undir nafninu,“ sagði Björn. Hann sagðist ekki hafa fært reksturinn yfir í nýtt félag held- ur í móðurfélag og bætti við: „Mál- ið er mjög einfalt, félagið var orð- ið greiðsluþrota og til að bjarga var reksturinn færður yfir. Þetta var allt gert með löglegum hætti.“ Tapaði á Nýsi hf. Árið 2009 var rúmlega 150 milljóna tap á rekstri Lauga ehf. Samkvæmt ársreikningi er tapið aðallega til- komið af tveimur ástæðum. Þess- ar ástæður eru: tapað hlutafé í Nýsi fasteignum að upphæð 55 milljón- ir króna, en Laugar ehf. átti tæplega 7 prósent hlut í Nýsi, og niðurfelling á hluthafaláni til Nýsis upp á rúm- lega 150 milljóna. Laugar ehf. tapaði því samtals tæpum 209 milljónum á samstarfi sínu við félagið. Nýsir fast- eignafélag varð gjaldþrota. DV reyndi að ná tali af Birni Leifs- syni og Hafdísi Jónsdóttur í World Class á föstudaginn og um helg- ina til að ræða við þau um skulda- stöðu þeirra. Blaðið náði hins veg- ar ekki tali af þeim hjónum. Ljóst er hins vegar að þrátt fyrir kennitölu- flakk, hugsanlegt riftunarmál þrota- bús fyrrverandi rekstrarfélags World Class sem og erfiða skuldastöðu nýja rekstrarfélagsins þá geta Björn og Hafdís leyft sér að lifa lúxuslífi. Framkvæmdum miðar vel Sumarbústaðurinn er alls um 150 fermetrar og stendur á besta stað við Þingvallavatn Rogelio Biscara flutti til Íslands frá Fil- ippseyjum fyrir 10 árum. Hann vann í þvottahúsinu í World Class frá júní 2008 til apríl 2010 en segir farir sín- ar ekki sléttar þegar kemur að þeim vinnustað og kveðst hlunnfarinn af eigendum fyrirtækisins. Tímakaup Rogelios var of lágt miðað við löggilda launataxta og samkvæmt útreikning- um Eflingar stéttarfélags var hann hlunnfarinn um rúmlega 900 þúsund krónur. Vegna kennitöluflakks fyrir- tækisins hefur hann einungis getað fengið brot af þeirri upphæð borgað. Sár og reiður Rogelio segist í samtali við DV vera reiður og sár vegna málsins. Hann hafi unnið mikið, jafnvel of mikið og það sé nú að bitna á heilsu hans. „Ég kom til Íslands til þess að geta aflað tekna. Ég á þrjú börn á Filippseyjum sem eru í framhaldskóla og það er mikilvægt fyrir mig að geta borgað fyrir skóla- göngu þeirra.“ Hann segist ekki skilja hvers vegna hann geti ekki fengið launin sín greidd, hann hafi unnið vinnuna sína vel og segist upplifa mikið óréttlæti. Í dag vinnur Rogelio í Ísaksskóla við þrif og segir gott að búa á Íslandi. „Ísland hefur hjálpað mér mjög mikið. Ísland hefur skapað börnunum mín- um framtíð.“ Með 882 krónur á tímann Laun Rogelio fyrir dagvinnu hjá fyrir- tækinu voru 882 krónur á tímann en fyrir yfirvinnu fékk hann 1.235 krón- ur. Samkvæmt kjarasamningum Efl- ingar hefði hann átt að fá 966 krónur á tímann fyrir dagvinnu samkvæmt lægsta taxta og 1.587 krónur fyrir yf- irvinnu. Hann leitaði til Eflingar eftir að hafa lesið sér til um launakjör þar sem honum fannst launin helst til lág. Þar kom í ljós að fyrirtækið skuldaði honum rúmlega 900.000 krónur í laun samkvæmt löglegum launataxta. Þar sem World Class skipti um kennitölu á tímabilinu sem Rogelio vann þar, fékk hann ekki nema lítinn hluta þeirra launa sem hann átti inni, eða um 180.000 krónur af þeim rúm- lega 900.000 sem hann átti inni. Hann fékk þau svör hjá Eflingu að hann hafi komið of seint, ekkert væri hægt að aðhafast frekar í málinu. Eldri kennitala farin í þrot Oddný Einarsdóttir þjónustufulltrúi hjá Eflingu sem vann kröfuna fyr- ir Rogelio á hendur World Class seg- ir það leitt að ekki hafi verið hægt að hjálpa honum frekar. „Hann fékk eitt tímabil greitt frá fyrirtækinu, en hitt var á eldri kennitölu sem var farin í þrot. Hann kom bara of seint til okkar, kröfufresturinn var liðinn og það var því miður ekki hægt að innheimta það sem hann átti inni hjá fyrirtækinu.“ n World Class skuldaði honum rúmlega 900.000 samkvæmt löglegum launataxta n World Class sett á nýja kennitölu og ekki hægt að gera kröfu í þrotabú n Vinnur á Íslandi til að borga fyrir skólagöngu barna sinna á Filippseyjum ÁttI tæpA MILLJón hJÁ WoRLD CLASS Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Rogelio frá Filippseyjum Rogelio segist hafa verið hlunnfarinn af World Class.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.