Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur SKULDUGASTI BANKASTJÓRINN Eignarhaldsfélag í eigu Þorvaldar Lúð- víks Sigurjónssonar, forstjóra fjárfest- ingarbankans Sögu, skuldar Spari- sjóðabankanum, Icebank, rúman milljarð króna. Skuld eignarhalds- félags Þorvaldar Lúðvíks, Maríutásu ehf., er upphaflega tilkomin vegna þess að eignarhaldsfélagið keypti hlutabréf í Sögu Capital árið 2007 fyr- ir 370 milljónir króna og tók til þess lán hjá Ice bank. Lánið frá Icebank, sem var í japönskum jenum og svissn- eskum frönkum, hefur síðan hækkað gríðarlega vegna gengisfalls íslensku krónunnar og stendur nú í rúmum milljarði króna. Þetta kemur fram í árs- reikningum Martíutásu fyrir árin 2008 sem skilað var til ársreikningaskrár rík- isskattstjóra í byrjun október í fyrra. Til viðbótar við þessar skuldir er tæplega 100 milljóna króna skuld ann- ars eignarhaldsfélags sem er í eigu Þorvaldar Lúðvíks, Cirrus ehf., en það félag heldur meðal annars utan um flugvél og flugskýli á Akureyri sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Þorvaldur er mikill áhugamað- ur um flug og flýgur vélinni sjálfur í frístundum sínum. Skuld Cirrus er við Sögu Capital samkvæmt veðbanda- yfirliti flugskýlisins. Þorvaldur Lúðvík á helming í eignarhaldsfélaginu á móti Stefáni Héðni Stefánssyni, aðstoðar- forstjóra Sögu. Eignarhaldsfélög Þorvaldar Lúð- víks eru því nokkuð skuldsett. Hugsan- legt er hins vegar að skuldir Þorvaldar Lúðvíks séu talsvert meiri en þetta. Persónulega ábyrgur Við þetta bætist að Þorvaldur Lúðvík skuldar nokkrum öðrum bankastofn- unum talsverða fjármuni, meðal ann- ars Arion banka, Landsbankanum og Sparisjóðnum í Keflavík, samkvæmt heimildum DV. Skuldir þessar hlaupi samtals á nokkur hundruð milljónum króna. Stærsti lánveitandi Þorvaldar Lúðvíks er Sparisjóðurinn í Keflavík, samkvæmt heimildum DV. Þorvaldur Lúðvík er skráður fyrir þessum skuldum persónulega og er því persónulega ábyrgur fyrir þeim. Þessar fjármálastofnanir geta því sótt að Þorvaldi Lúðvík ef hann stendur ekki í skilum með greiðslur af lánun- um. Heimildir DV herma að Þorvaldur hafi meðal annars átt í viðræðum við Arion banka vegna skuldanna. Svip- aða sögu er að segja um aðrar banka- stofnanir en Þorvaldur mun hafa rof- ið einhver af þeim ákvæðum sem fram koma í lánasamningum hans. Þorvaldur hefur þó náð að komast að samkomulagi við lánardrottna sína þegar slíkt hefur gerst og mun enn standa í skilum samkvæmt því sem DV kemst næst. Iða Brá Benediktsdóttir, forstöðu- maður samskiptasviðs Arion banka, segist ekki geta rætt um málefni ein- stakra viðskiptavina þegar hún er spurð að því hvort bankinn hafi átt í viðræðum við Þorvald Lúðvík um uppgjör á skuldum hans við bankann, líkt og heimildir DV herma. Stífar reglur gilda á fjármálamark- aði um hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra fjármálafyrirtækja. Í 52. grein laga um fjármálafyrirtæki er tekið fram að að stjórnendur þeirra skuli vera fjárhagslega sjálfstæðir og að þeir megi ekki hafa verið úrskurðaðir gjaldþrota á síðustu fimm árum þar á undan. Farsæl úrlausn þessara skulda- mála er því afar mikilvæg fyrir Þorvald Lúðvík því ef hann verður settur í þrot mun hann ekki geta haldið áfram sem forstjóri Sögu Fjárfestingarbanka. Tók um 800 milljónir út úr Kaupþingi Eitt það áhugaverðasta við ársreikn- ing Maríutásu er að samkvæmt hon- um fékk Þorvaldur lán fyrir hlutabréf- um sínum í Sögu Capital sem hann skuldar enn en fjármagnaði kaupin á bréfunum ekki með eigin fé. Eina verulega eign Maríutásu er hlutabréf- in í Sögu. Þorvaldur Lúðvík er meðal ann- ars þekktur fyrir að hafa hætt í Kaup- þingi árið 2006 þar sem hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra eigin við- skipta bankans. Hann var skráður með rúmlega 1.600 milljóna króna lán hjá Kaupþingi árið 2006, samkvæmt lána- bók bankans. Þorvaldur notaði þetta Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Hlutabréfavirði Saga Capital féll um 2/3 hluta vegna taps er bankinn varð fyrir vegna þessarar milli- göngu… n Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skuldar vel á annan milljarð króna n Skuldirnar eru í eignarhaldsfélagi og á honum persónulega n Skuldar kaupverð hlutabréfa í Sögu Capital n Fékk lán frá Sögu fyrir flugskýli n Færði fasteign á konuna sína n Hefur verið yfirheyrður í tveimur málum Fékk lán fyrir flugskýli Þorvaldur Lúðvík er mikill áhugamaður um flug. Félag hans, Cirrus ehf., heldur meðal annars utan um flugvél og flugskýli á Akureyri. Með Þorvaldi á myndinni er Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.