Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur
„Fólk er hálflamað. Sumir eru alveg
heiftarlega reiðir. Það eru einhverj-
ir komnir með þetta í lögfræðinga.
Aðrir eru bara lamaðir heima. Saga
Banki býður okkur að borga 50 þús-
und á mánuði í 15 ár. Það þýðir að
fólk þarf að hafa 80–90 þúsund krón-
ur í tekjur á mánuði bara til þess að
dekka þetta. Fyrir venjulegt fólk í
verkamannavinnu og ellilífeyrisþega
er þetta hörmung.“ Svona lýsir Elvar
Reykjalín, stofnfjáreigandi í Spari-
sjóði Svarfdæla, andrúmsloftinu
meðal stofnfjáreigenda sem flestir
hverjir sitja uppi með um 8 milljóna
króna skuldir eftir að þeir tóku þátt
í 500 milljóna króna stofnfjáraukn-
ingu sparisjóðsins haustið 2007.
Flestir í hópi um 150 stofnfjáreig-
enda tóku til þess um 3,5 milljóna
króna lán. Stofnfjáreigendur stað-
hæfa að stjórnarmenn sjóðsins hafi
kynnt aðgerðina sem áhættulausa
því að hagnaður sjóðsins myndi
greiða upp lán allra stofnfjáreigenda.
Staðan er sú að Seðlabankinn yfir-
tók 90 próseinta eignarhlut í sjóðn-
um í sumar. Stofnfjáreigendur sitja
því eftir með milljóna skuldir og tap-
aða eign. Nokkuð sem leggst þungt á
fólkið.
Leit aldrei á bréfin sem
verðmæti
Haustið 2007 var ákveðið, að undir-
lagi sjóðsstjóra og stjórnar Spari-
sjóðs Svarfdæla, að ráðast í 500
milljóna króna hlutafjáraukningu.
Margir stofnfjáreigendur höfðu átt
bréfin áratugum saman. Sjálfur seg-
ist Elvar Reykjalín, sem er 56 ára,
hafa átt sín stofnfjárbréf síðan fyr-
ir tvítugt. „Ég reyndi að selja þetta
þegar ég var að byggja, þegar ég var
um 25 ára. Það vildi enginn líta við
þessu. Svo leið bara og beið og mað-
ur leit ekki á þetta sem einhverja sér-
staka eign,“ segir hann.
Haustið 2007 ákváðu stjórnend-
ur sjóðsins að breyta honum í hluta-
félag. Jóhann Antonsson, stjórnar-
formaður sjóðsins, hafði sig meðal
annars mikið frammi við að kynna
áformin. „Svo var haldinn stofn-
fjárfundur og það mættu margir á
hann. Formaður mætti þangað með
lögfræðing og endurskoðanda að
sunnan. Þar var bara keyrt á fundar-
menn þannig að þeir sáu sitt óvænna
og sáu fram á að tapa því sem þeir
áttu ef þeir væru ekki með. Það eru
100 manns sem geta borið vitni um
að hann sagði að þetta væri eng-
in áhætta. Hagnaður sparisjóðsins
myndi duga til að borga af lánunum
sem stofnfjáreigendur þyrftu að taka.
Og að það væru bara bréfin sjálf sem
væru til tryggingar.“
Anna Björnsdóttir, íbúi á Dalvík,
er einnig stofnfjáreigandi í spari-
sjóðnum. Hún er spurð út í lánið
sem hún ásamt öðrum tók hjá Sögu
Banka til að fjármagna sinn hlut í
stofnfjáraukningunni, um 3,5 millj-
ónir. Var það gert í þeirri trú að þetta
væri nánast áhættulaus fjárfesting?
„Nei, ekki í neinni trú, heldur var ég
fullvissuð um að þetta væri algjör-
lega áhættulaust,“ segir hún og legg-
ur þunga áherslu á orð sín.
„Blekking“
Helgi Ásgrímsson stofnfjáreigandi
situr einnig upp með um 8 milljóna
króna skuldir. Hann segir það sama
og Anna og Elvar. „Það var aldrei á
þessum fundi talað um neitt ann-
að. Þetta var kynnt svoleiðis fyr-
ir fólki að það var með ólíkindum.
Það kom ekkert annað til greina
þó að þeir væru að malda í móinn.
Þeir yrðu bara undir. Fólk tók þátt
í þessu. Þetta var ekki kynnt sem
mikil áhætta miðað við að ábyrgðin
væri bara í bréfunum. Við ákváðum
að dansa með og taka þátt í þessu.
Síðan komu pappírarnir og það var
naumur tími til að lesa þetta plagg.
Sumir spurðu hvort þeir mættu fara
með þá heim, en það var ekki hægt.
Það þurfti bara að ganga frá þess-
ari hlutafjáraukningu í hvelli,“ seg-
ir Helgi. Blaðamaður spyr þá hvort
fólk hafi skrifað undir strax. „Maður
fékk nokkrar mínútur til að líta yfir
þetta. Þau stefndu miklu fólki sam-
an á skrifstofu sparisjóðsins og það
voru þarna allir í einum haug.“ Helgi
sparar ekki stóru orðin um þessar
aðgerðir. „Þetta var blekking. Þetta
var vísvitandi gert til að blekkja okk-
ur til að samþykkja þetta.“
Saga fjármagnaði
Í sendibréfi sem Saga Banki, sem
þá hét Saga Capital, sendi stofn-
fjáreigendum í nóvember 2007
segir: „Stjórn Sparisjóðs Svarf-
dæla hefur óskað eftir því við Saga
Capital Fjárfestingarbanka hf., að
bankinn taki að sér að fjármagna
kaup stofnfjáreigenda, sem þess
óska, við stofnfjáraukningu spari-
sjóðsins, sem nú stendur yfir.“
Tvær fjármögnunarleiðir voru
lagðar til. Sú leið sem flestir völdu
var myntkörfulán með 7,9 pró-
senta breytilegum vöxtum. Hin
leiðin var óverðtryggt lán í ís-
lenskum krónum með 18,9 pró-
senta breytilegum vöxtum. Um
afborgunartíma lánsins segir í
bréfinu: „Fyrstu þrjú árin eru að-
eins greiddir vextir og afborganir
af láninu þegar og ef arðgreiðslur
verða greiddar frá Sparisjóðnum
og greiðast arðgreiðslur því sem af-
borganir af láninu. Eftir þann tíma
greiðast eftirstöðvar lánsins niður
á einu og hálfu ári, með mánaðar-
legum afborgunum.“
Athygli vekur hvernig ábyrgð-
ir lántakenda eru kynntar í næstu
málsgrein bréfsins frá Saga. Þar
segir: „Til tryggingar láninu yrðu
núverandi stofnbréf lántaka ásamt
þeirri aukningu sem viðkomandi
skrifar sig fyrir í yfirstandandi
stofnfjáraukningu.“ Í þessu bréfi
voru sem sagt ábyrgðir lántakenda
aðeins sagðar vera í stofnfjárbréf-
unum sjálfum. Ekki var talað um
neinar aðrar ábyrgðir. Annað átti
hins vegar eftir að koma á daginn.
Margir stofnfjáreigendur fullyrða
að þetta fyrirkomulag hafi alla tíð
verið kynnt og að mikill þrýsting-
ur hafi verið á fólk að skrifa strax
undir lánasamninginn við Sögu
Banka, raunverulega án þess að ná
að kynna sér efni lánasamningsins
almennilega.
Sparisjóðsstjórinn átti í Sögu
Banka
Leiða má líkur að því að Friðrik Frið-
riksson sparisjóðsstjóri hafi haft per-
sónulegan hag af því að samið yrði
með þessum hætti við Sögu Banka,
enda á hann ásamt eiginkonu sinni
helmingshlut í eignarhaldsfélaginu
Gusi ehf., sem á hlut í bankanum
sem skráður er á 100 milljónir króna
á nafnvirði. Félagið er hins vegar
skuldum vafið og raunvirði hlutar-
ins skráð 37 milljónir. Jóhann Ant-
onsson var einnig stjórnarmaður í
bankanum á sama tíma og hann var
stjórnarformaður í Sparisjóði Svarf-
dæla. Segja má að báðir hafi því setið
beggja vegna borðsins.
Anna stofnfjáreigandi segir að
það sem fyrst og fremst hafi vakað
fyrir fólki hafi verið að vernda spari-
sjóðinn í heimabyggð. Gróðahug-
sjón hafi ekki ráðið för. Hins vegar
er óhætt að fullyrða að himinn og
haf sé á milli áhættufjárfestinga Ex-
ista með útblásnu hlutabréfaverði og
hefðbundinnar sparisjóðshugsjónar.
„Stjórn sparisjóðsins og þeir sem þar
réðu ríkjum áttu að hafa vit fyrir fólki
úti í bæ eins og mér og hafa þá þekk-
ingu sem til þurfti að bera.“
Venjulegir stofnfjáreigendur lögðu
sem sagt sitt traust á stjórn sjóðsins?
„Já, að sjálfsögðu, því hún var
mjög innprentuð hjá manni, þessi
gamla sparisjóðshugsjón. Það þyrfti
n Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla sitja eftir í skuldasúpu n Sárir
og reiðir og finnst þeir hafa verið beittir óréttlæti n Þurfa að borga 50
þúsund á mánuði í 15 ár n Sparisjóðurinn setti traust sitt á Exista
Valgeir Örn Ragnarsson
blaðamaður skrifar valgeir@dv.is
Elvar Reykjalín „Saga Banki býður okkur
að borga 50 þúsund á mánuði í 15 ár. Það
þýðir að fólk þarf að hafa 80–90 þúsund
krónur í tekjur á mánuði bara til þess að
dekka þetta.“
Helgi Ásgrímsson „Þetta var blekking.
Þetta var vísvitandi gert til að blekkja okkur
til að samþykkja þetta.“
Helgi Björnsson Formaður í félagi
stofnfjáraðila sem vinna í þessum málum.
Jóhann Ólafsson Rætt var við hann
í Morgunblaðinu um helgina þar sem
hann sagði að fólk hefði ekki mátt taka
lánasamninginn með sér heim til að skoða.
Sparisjóður Svarfdæla Hlutafjáraukning sparisjóðsins endaði
með ósköpum. Fjölmargir Dalvíkingar sitja eftir í skuldasúpu.
„Þetta var blekking“