Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 22
22 | Lífsstíll 12. janúar 2011 Miðvikudagur
Gyllt
og glingur
Heitasta æðið í vor eru gylltir fylgihlutir sem
paraðir eru við hvítt, blátt, brúnt og rúst-
rautt. Gylltar keðjur, armbönd,
augnskuggar og augnlínu-
pennar virka vel til þess að ná
fram skemmtilegum áhrifum.
Þær sem vilja ekki ganga
of langt í gullæðinu geta
prófað sig áfram með gylltu
naglalakki. Til dæmis þessu
frá Chanel sem er í uppáhaldi
hjá Victoriu Beckham.
Sænski stjörnubloggarinn Elin Kling
hefur hannað sína eigin tískulínu
fyrir H&M. Línan samanstendur af níu
flíkum og tveimur fylgihlutum. Línan
verður fáanleg frá og með 3. febrúar
og fyrir þá sem hafa fylgst með þessari
mikilvirku konu þá má fylgjast með á
sænsku vefverslun H&M. Elin er fræg
í sínu heimalandi Svíþjóð þar sem hún
er dagskrárgerðarkona, útgefandi og
tískubloggari. Þeir sem ekki hafa kynnst
Elinu geta kíkt á blogg hennar á www.
elinkling.net.
Hannar
fyrir H&M
gítar
skóli ólafs gauks
Gítargaman
www.gitarskoliolafsgauks.com • Gítarskóli Ólafs Gauks er á Facebook
Kennsla í öllum flokkum, fyrir byrjendur sem lengra
komna, á öllum aldri, hefst 24. janúar 2011.
ATH! Þeir sem innritast og ganga frá greiðslu
fyrir 15. janúar fá umtalsverðan afslátt af kennslugjaldinu!
Gítarar á staðnum, kennsluefni innifalið, m.a.
geisladiskur með undirleik við vinsælustu íslensku sönglögin.
Nýja byrjendanámskeiðið LÉTT OG LEIKANDI hefur
slegið í gegn!
Nemendur fá gítara til heimaæfinga endurgjaldslaust á
meðan birgðir endast!
Frístundakort Reykjavíkurborgar í fullu gildi.
Innritun er hafin
og fer fram daglega kl. 14-17 í síma 588 3730,
sendið tölvupóst ol-gaukur@islandia.is
eða komið við í skólanum Síðumúla 17
Nærðu þig
á sál og líkama
Rakel Sif Sigurðardóttir býr í Lúxemborg og rekur þar fyrir-tæki sitt Rakel-healthy living.
Hún vinnur með fólki sem glímir við
vandamál eins og yfirþyngd og of-
þyngd, börnum og foreldrum þeirra
sem þarfnast aðstoðar við að breyta
mataræðinu heima fyrir og fólki sem
þarfnast ráðgjafar hvað varðar atferli
og hegðun þegar kemur að fæðu.
„Ég hugsa um næringar- og heils-
uráðgjöf sem aðferð til þess að tvinna
heilsusamlega lifnaðarhætti inn í líf
þeirra sem vilja og þá á þeirra for-
sendum. Það er mjög mikilvægt að
þær forsendur séu til staðar, annars
duga ráðin ekki og velgengnin verð-
ur til skamms tíma. Það er mikilvægt
að hver og einn finni sína leið til betri
heilsu.“
Rakel heldur úti Facebook-síðu,
naeringogheilsa (í einu orði) sem er
sannkölluð gullnáma því þar gefur
hún góðar uppskriftir og ráð. „Ég
held úti síðunni til þess að halda
utan um það sem ég er að gera en
líka af því að ég hef mikinn áhuga
á að auka innsýn og áhuga almenn-
ings á næringu og þeim fræðum
sem snúa að matvælum og heilsu
almennt.
Mér finnst gaman að ná til fólks
á tiltölulega skömmum tíma. Það er
full þörf á fræðslu í þessum efnum
því fólki er lítið kennt um næringu
og áhrif á líkamann. Þrátt fyrir að slík
kunnátta sé forsenda fyrir farsælu og
góðu lífi. Þú getur annaðhvort sett
ofan í þig mat sem nærir þig, hefur
góð áhrif á ónæmiskerfið og heldur
þér í kjörþyngd en þú getur líka val-
ið að setja ofan í þig mat sem veldur
miklu álagi á meltingarkerfið, gefur
þér enga næringu og hefur hátt fitu-
og hitaeiningainnihald. “
Gerðu æfingar af DVD-diskum
eða netinu
Rakel kennir Pilates og stundar auk
þess mjög fjölbreytta hreyfingu. Hún
telur mikilvægt að fólk leiti allra
mögulegra ráða til að koma að hreyf-
ingu í dagsskipulaginu.
„Ég er ofboðslega hrifin af jóga
og Pilates og stunda það mikið. Mér
finnst líka gott að fara út að hlaupa og
reyni að hlaupa 5-10 kílómetra tvisv-
ar til þrisvar í viku. Ég finn að þetta
gerir mér gott. Fólk sem hefur lítinn
tíma eða lítil fjárráð, til dæmis ný-
bakaðir foreldrar, ætti að reyna hvað
það getur að hreyfa sig og þá gleym-
ast oft stórgóðir DVD diskar með æf-
ingum sem gott er að fylgja. Ég hef
unnið með slíka diska og náð góðum
árangri. Ég get til dæmis nefnt Trac-
ey Anderson, hún er reyndar svo-
lítið ýkt týpa og ekki sérlega góður
leiðbeinandi en æfingarnar eru afar
góðar og ég er hrifin af henni. Þetta
virkar vel fyrir konur sem vilja koma
sér fljótt í form. Það má líka nýta sér
æfingar á netinu.“
Æfingar á DVD- Rakel mælir
með:
Þær æfingar sem ég mæli með eru
allt öflugar æfingar sem gefa skjótan
árangur. Hinsvegar þarf viljastyrk-
urinn og sjálfsaginn að vera til stað-
ar ef fólk ætlar að sinna hreyfingu á
þennan hátt. Síðan má ekki vanmeta
mátt göngutúra og hlaups í nágrenni
heimilisins. Fyrir utan mátt hreyf-
ingarinnar þá fær líkaminn góð-
an skammt af hreinu súrefni sem er
einn grunnþáttur góðrar heilsu.
1. 10 Minute Solution Pilates Perfect
2. 10 Minute Solution Pilates
3. Tracey Anderson Method Mat Workout
Skærbleik ónæmisstyrkjandi
B-O-M-B-A
n 1 appelsína
n 1 cm sneið af lime
n 2-3 cm engiferrót
n 1 cm sneið af meðalstórum rauðkálshaus
n Allt sett í safapressu.
n Blandað saman við 1 tsk af akasíuhun-
angi og 1/2 bréfi af ActiGreen grænu tei
ásamt 4 klökum í blandara.
Rakel segir þennan drykk svaka-
lega styrkjandi fyrir ónæmiskerfið.
„Hann er svakalega c-vítamínríkur,
ríkur af a-vítamíni (styrkir sjónina),
K-vítamíni (mikilvægt fyrir storkn-
un blóðsins) og öðrum vítamínum,
andoxunarefnum og snefilefnum
sem hafa góð áhrif á ýmsa lífefna-
fræðilega starfssemi og vinna á móti
sýkingum og bólgum. Grænu telauf-
in frá ActiGreen gera drykkinn síðan
að enn meiri andoxunarbombu sem
vinnur á móti öldrun og talin hraða
brennslu.
Svo er hann líka bara svo falleg-
ur á litinn. Svona eins og Cosmopo-
litan. Þyrfti helst að drekka hann úr
kokkteilglasi.“
Súkkulaði- og bananasmoothie
fyrir börnin
Rakel á þriggja ára stelpu sem eins og
flestir krakkar á hennar aldri er ekk-
ert sérlega hrifin af grænmeti. „Hún
er rosalega heilbrigð lítil stúlka því
ég hef verið dugleg að nota hana sem
tilraunadýr þó að það sé allt gert með
heilbrigðri skynsemi. Hún má til
dæmis alveg fá súkkulaði og þannig
lagað en ég sé vel á henni hvað virk-
ar, hún verður til dæmis afskaplega
sjaldan lasin. Ég leita ýmissa ráða
til þess að gefa henni grænmeti og
þennan drykk heldur hún uppá.“
n 1 banani
n 1 dl spínat (ferskt eða frosið, pressað
vel saman, gott að nota klaka ef þið notið
ferskt spínat)
n 2 dl lífræn mjólk eða kalkviðbætt
haframjólk/möndlumjólk/rísmjólk
n 2 msk af lífrænu (helst raw) kakó
n 1 tsk sólblómafræ (malað í kaffikvörn)
n 1 tsk kasjúhnetur (malað í kaffikvörn)
n 5 pekanhnetur (malað í kaffikvörn)
n 1-2 tsk akasíuhunang
n 1 tsk góð omega 3 olía (t.d. hampolía)
n 1/2 tsk vanillukorn
n Smá salt (dregur fram náttúrulega sætu í
t.d. banananum)
„Það er hægt að setja ótrúlegustu
hluti saman og fá þá til að bragðast
vel. Þessi smoothie inniheldur góð
kolvetni, prótein og fitu ásamt trefjum
og lífsnauðsynlegum omega-3 fitusýr-
um fyrir litla kroppa sem eru að vaxa
og þroskast. Kemur vel í staðinn fyr-
ir heila máltíð og gott að grípa í þegar
líður á eftirmiðdaginn og krílin orðin
svöng eftir langan dag. Ekki er verra
að skíra drykkinn einhverju æðislegu
eins og „Súperman kraftur“, „Sollu
Stirðu“ drykk eða einhverju álíka sem
eykur máttinn og gerir drykkinn meira
spennandi fyrir hvern og einn.“
Rakel Sif Sigurðardóttir
starfar sem næringarráðgjafi
og fit-pilates þjálfari í Lúx-
emborg og gefur lesendum
DV góð ráð um gott matar-
æði og heilsurækt sem allir
ættu að geta fylgt, líka þeir
sem telja sig ekki hafa tíma
eða ráð á að sinna heilsunni.
Mikilvægt að borða rétt og hreyfa sig Rakel Sif Sigurðardóttir ráðleggur þeim sem
hafa lítinn tíma til heilsuræktar að kaupa sér góðan DVD disk og borða næringarríkan og
hollan mat.