Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Qupperneq 19
H elstu boðberar lýðræðis eftir- hrunsáranna fara stundum hástemmdum orðum um lýð- ræðisgróskuna sem á að hafa klæðst holdi í kjölfar búsáhaldabylt- ingarinnar. Forseti lýðveldisins hefur aðstoðað þessa boðbera með því að færa reglulega í tal að valdið liggi hjá þjóðinni. Allt er þetta gott og blessað, en ekk- ert af þessu er nýtt. Engin ný uppgötv- un hefur verið gerð um lýðræðið og engin ástæða fyrir nokkurn mann að eigna sér gamalgrónar hugsjónir um almannavald. Hér gildir sem oft áður að unnt er að bæta lýðræðið án breytinga á reglu- verki samfélagsins. Rétt eins og hægt er að draga úr spillingu og auka ráð- vendni í stjórnmálum og viðskiptum með því að framfylgja settum lögum og sjá til þess að allir séu jafnir frammi fyrir þeim. Opin stjórnsýsla og gagnsæi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti fræga Borgarnesræðu snemma árs 2003. Hún var þá borgarstjóri og vara- formaður Samfylkingarinnar. Í ræð- unni gerði hún meðal annars frjálslynt og stjórnlynt lýðræði að umtalsefni. „Í fjármálum, fyrirtækjarekstri, fjölmiðl- um og sveitarstjórnarmálum á Íslandi er ennþá spurt: Í hvaða liði ertu? Ertu í náðinni hjá stjórnarráðinu eða ekki? Þessu verður að linna, við verðum að losna við hina sjálfmiðuðu, stjórn- lyndu valdsmenn. Við verðum að end- urvekja traust almennings á stofnanir samfélagsins með nýjum leikreglum, nýju inntaki, nýrri ímynd.“ Á þessum tíma taldi sem sagt verð- andi leiðtogi Samfylkingarinnar það vera sérstakt hlutverk flokksins að losa þjóðina undan forherðingu og spill- ingu stjórnlyndra valdsmanna. Losa hana við það sem með vanþóknun og fyrirlitningu er nú kallað „gamla Ís- land“. Tækifærin til lýðræðisumbóta blöstu við eftir fall fjármálakerfisins. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur þokað þess- um umbótum áfram. Stjórnlagaþing kemur brátt saman og nefnd hefur skilað tillögum um endurskoðun laga um stjórnarráðið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð er áhugasamt um lýðræðisumbætur eins og Samfylkingin enda birtist sá áhugi í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar. „Ríkisstjórnin mun beita sér fyr- ir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum,“ stendur þar. Góðir hlutir gerast hægt Verkefnið er kannski hið allra mikil- vægasta og að mörgu leyti snúið. En hverjir aðrir en jafnaðar- og vinstri- menn eiga að taka þetta verkefni að sér? Ber þeim gæfa til að stilla saman streng- ina og horfa yfir sviðið með langtíma- markmiðin í huga? Eða steytir á skerj- um persónulegs metnaðar, skrums og ágreinings um einstök mál og aðferðir í hreingerningunni eftir framsóknar- og sjálfstæðismenn sem höfðu næði í tólf ár til að undirbúa hrunið? Margt bendir til þess að heilum 80 árum eftir klofning Alþýðuflokks- ins, og látlaust sundurlyndi jafnað- armanna og sósíalista/kommúnista allar götur síðan, sé neyð íslenska þjóðfélagsins í þann mund að kenna þeim lexíu. Þrátt fyrir að ystavinstrið í VG hafi í hótunum nánast daglega virðist þorri þeirra sem stofnuðu VG árið 1999 þeirrar skoðunar nú að far- sælast sé fyrir íslenskan almenning að líta á stjórnmálin sem langhlaup og að ávinningar samstarfsins verði að fá að koma fram í hægum takti. Sundurþykkja lýðræðislegra jafn- aðarmanna og vinstrimanna á sér langa og örlagaríka sögu, ekki að- eins hér á landi. Átakanlegasta dæm- ið var andstaða þýskra kommúnista við lýðræðislega jafnaðarmannastjórn Weimarlýðveldisins eftir fyrri heims- styrjöldina. Auðvelt er að halda því fram að sú andstaða hafi greitt nasism- anum og Hitler leið til valda árið 1933. Það varð þýskum kommúnistum dýr- keypt sem nasistar hundeltu og drápu eftir valdatökuna. Auðvelt er einnig að benda á að átök jafnarðarmanna og kommúnista náðu ekki neinum hæðum víðast hvar á Norðurlöndum. Jafnaðarmenn náðu undirtökum með stuðningi verkalýðs- hreyfingarinnar. Þróunina þekkja allir: Norrænt velferðarríki er heimsþekkt „vörumerki“ í þjóðfélagsumræðu um heim allan. Sundrungarsaga jafnaðar- og vinstrimanna hér á landi er saga vald- stjórnar Sjálfstæðisflokksins. Þetta veit þingmeirihlutinn. Enginn þarf að undrast þótt sögulegt ríkisstjórnar- samstarf, sem hófst við erfiðar aðstæð- ur, birtist um tíma í óróleika lengst til vinstri. Sá óróleiki er birtingarhátt- ur mikilsverðra breytinga, sem fæstir hafa tekið eftir ennþá, og eiga rætur í slökkvistarfi sem jafnaðar- og vinstri- menn í landinu tóku að sér fyrir tveim- ur árum. Umræða | 19Miðvikudagur 12. janúar 2011 Snýst um okkur öll Stöðutakan gegn almenningi 1 Barinn fyrir framan börnin sín rétt fyrir jól Fórnarlamb handrukk-ara hefur orðið fyrir síendurteknu ónæði af hendi rukkaranna. 2 Matthías hætti að láta fjöl-skylduna vita af sér Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Matthíasi Þórarinssyni 3 Ólafur Stefáns heimsækir dularfullu gróðamaskínuna „Ólafur Stefánsson handboltamaður er einn af hugmyndafræðingunum í verkefninu okkar.“ 4 Charlie Sheen með klámstjörn-um í Vegas Þar í borg er nú haldin heljarinnar klámráðstefna. 5 Jón Steinar og skotárásin Jón Steinar staðfesti ekki gæsluvarð- haldsúrskurð yfir manni sem skaut sér leið inn í hús í Reykjavík með haglabyssu. 6 Vilja reka Lúðvík úr VR Tillaga um að reka Lúðvík Lúðvíksson úr stéttarfélaginu var lögð fyrir á síðasta stjórnarfundi. 7 Óttast að bólusetning hafi valdið drómasýki Fimm ný tilfelli af drómasýki hafa greinst í börnum og unglingum á Íslandi frá því í sumar. Jórunn Edda Helgadóttir er ein þeirra sem standa að tónleikum á Nasa til stuðnings níumenningunum sem ákærðir eru fyrir brot á 100. grein hegningarlaganna. Hún segir mikilvægt að sýna þeim stuðning og vill gera það á jákvæðan og skemmti- legan máta. Fjölmargir listamenn taka þátt í þessum viðburði og voru að sögn Jórunnar allir ánægðir með að taka þátt. Hver er maðurinn? „Jórunn Edda Helgadóttir, heimspekingur og nemi í alþjóðalögfræði. Vinn á Ölstofunni og sinni þeim verkefnum sem mér finnast áhugaverðust á hverjum tíma.“ Hvar eru bernskuslóðirnar? „Ég ólst upp á Vestfjörðum og í Kópa- voginum en hef búið í Vesturbænum og miðbænum mörg síðustu ár.“ Hvað er fram undan? „Ég er að skipuleggja tónleika á fimmtudag- inn sem eru til stuðnings níumenningunum sem hafa verið ákærðir fyrir brot á 100. grein hegningarlaga sem varðar árás á Alþingi. Sem er pólítískt hugtak að mínu mati og hefur ekki verið skilgreint. Við viljum vekja á athygli á þessu máli og fá fólk til að kynna sér um hvað það snýst.“ Þekkirðu þau persónulega? „Þrjú þeirra eru kunningjar mínir. En ástæðan fyrir því að ég tek þátt í þessu er að mér finnst málstaðurinn góður, málið snýst um rétt okkar til þess að mótmæla og taka þátt í lýðræðinu.“ Mótmæltir þú sjálf? „Ég tók virkan þátt í mótmælunum sjálf en eins og hefur verið bent á hafði akkúrat þessi mótmælaaðgerð mun minni áhrif en önnur mótmæli. Tugþúsundir réðust í þeirra skilningi á Alþingi þótt ég vilji meina að ef einhverjir gerðu það þá voru það aðrir en mótmælendur sem réðust gegn sjálfræði Alþingis því þar fór með völd fólk sem var hætt að þjóna lýðræðinu og vann gegn því. Þess utan þá get ég ekki séð að það að fara óvopnaður á almenningspalla til þess að lesa yfirlýsingu sé árás.“ Hverjar eru væntingarnar? „Við vonumst til að sem flestir mæti. Það er pláss fyrir 800 manns. Þá vonumst við til að sem flestir fylgist vel með aðalmeðferð málsins 18.–20. janúar. Þetta mál snýst ekki bara um þau, heldur okkur öll enda grafalvarlegur áfellisdómur um samfélagið verði þau sakfelld. Viðurlög við brotum á 100. grein eru 1–16 ára fangelsisvist.“ „1. sæti.“ Ylva Helgadóttir 23 ára matreiðslumaður „4. sæti.“ Guðlaugur B. 25 ára matreiðslumaður „1. sæti.“ Hörður Sveinsson 29 ára ljósmyndari „1. sæti“ Freyja Melsted 19 ára nemi í HÍ „1. sæti“ Konráð Jónsson 26 ára lögfræðingur Mest lesið á dv.is Maður dagsins Í hvaða sæti lenda Íslendingar á HM í handbolta? Kauphlaup Kalt hefur verið í höfuðborginni að undanförnu og gera má ráð fyrir að margir hafi þurft að hlaupa undan kuldabola, líkt og þessi virðist gera. Mynd: Róbert Reynisson Myndin Hljóðlátu breytingarnar Dómstóll götunnar „Enginn þarf að undrast þótt sögulegt ríkisstjórnar- samstarf, sem hófst við erfiðar aðstæður, birtist um tíma í óróleika lengst til vinstri. Sá óróleiki er birtingarháttur mikilsverðra breytinga. Kjallari Jóhann Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.