Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 3
Fréttir | 3Miðvikudagur 12. janúar 2011 SKULDUGASTI BANKASTJÓRINN lán til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi. Þegar hann hætti í Kaupþingi í sept- ember 2006 leysti hann um 800 millj- óna króna hagnað með sölu bréfanna. Hann stofnaði svo fjárfestingarbank- ann Sögu Capital í maí árið 2007 og er forstjóri bankans í dag. Öfugt við það sem áður hefur verið talið virðist Þorvaldur Lúðvík ekki hafa lagt þá peninga sem hann fékk þegar hann hætti hjá Kaupþingi í hlutabréf í Sögu Capital heldur virðist hann hafa tekið lán hjá Icebank fyrir hlut sínum. Þorvaldur Lúðvík er fimmti stærsti hluthafi Sögu í dag með rúmlega 7,4 prósenta eignarhlut. Hlutabréf í Sögu hrundu í verði Á móti skuldum Maríutásu eru hluta- bréf í Sögu Capital sem hafa fallið umtalsvert í verði. Þannig var eignar- hlutur félagsins í Sögu metinn á 128 milljónir króna í árslok 2009 öfugt við 352 milljónir í árslok 2008, samkvæmt ársreikningi. Á móti skuldum upp á milljarð eru því einungis eignir upp á tæpar 130 milljónir. Í skýrslu stjórnar Maríutásu er þetta verðhrun á hlutabréfunum út- skýrt þannig að milliganga Sögu Capital í veðlánaviðskiptum Seðla- banka Íslands við stóru viðskipta- bankana þrjá hafi reynst fjárfesting- arbankanum dýrkeypt. Ástæðan er sú að slitastjórn Icebank, sem einnig hafði milligöngu í þessum veðlána- viðskiptum, hafnaði nærri 200 millj- arða króna kröfu Seðlabanka Íslands í þrotabú Icebank á árinu sem leið á þeim forsendum að Seðlabankinn hefði vitað að bankarnir voru nær gjaldþrota. Seðlabankinn lánaði Ice- bank fjármunina sem svo endurlán- aði þá til viðskiptabankanna þriggja sem skorti lausafé á þessum tíma. Í erfiðri stöðu Þorvaldur Lúðvík er í erfiðri stöðu. Hann skuldar á annan milljarð króna í bankakerfinu og hefur verið yfirheyrður í tveimur málum hjá sérstökum saksóknara. „Hlutabréfavirði Saga Capital féll um 2/3 hluta vegna taps er bankinn varð fyrir vegna þessarar milligöngu…“ Á móti þessum hækkandi skuldum eru því veð í hlutabréfum sem hafa lækk- að umtalsvert í verði. Nú er svo komið, samkvæmt ársreikningnum, að eiginfjárstaða Maríutásu er neikvæð um nærri 900 milljónir króna. Ekki er vitað hvern- ig Þorvaldi Lúðvík gengur að standa í skilum með afborganir af lánum Maríutásu en af ársreikningnum að dæma er félagið tæknilega gjald- þrota. Ljóst er að hrunið, og þátttaka Sögu Capital í veðlánaviðskiptum Seðlabanka Íslands, hafa leikið Sögu og eignarhaldsfélag Þorvaldar Lúð- víks nokkuð grátt. Hjördís Edda Harðardóttir, starfs- maður skilanefndar Icebank, sagð- ist aðspurð ekki getað rætt um mál- efni einstakra viðskiptavina Icebank þegar hún var spurð um stöðuna á láninu til félags Þorvaldar Lúðvíks. Hjördís bar fyrir sig bankaleynd í svari sínu. Færði fasteign yfir á konuna Erfið staða Þorvaldar Lúðvíks sést einnig á því að í lok árs færði hann fasteign sem þau áttu saman á Ás- vallagötu yfir á eiginkonu sína. Þetta kemur fram í veðbandayfirliti fast- eignarinnar. Margir aðrir þekktir menn úr íslensku viðskiptalífi gerðu þetta í kjölfar íslenska efnahags- hrunsins. Þetta hefur væntanlega verið gert vegna þess að þeir óttuðust að gengið yrði að þeim vegna skulda. Báðir forstjórar Exista, Sigurður Val- týsson og Erlendur Hjaltason, færðu til dæmis hús sín yfir á nöfn eigin- kvenna sinna í kjölfar hrunsins. Á árinu 2010 bættust þrjú ný skuldabréf við veðbandayfirlit fast- eignarinnar upp á samtals rúmar 42 milljónir króna. Eitt af skuldabréf- unum er stílað á Arion banka en hin tvö á ótilgreindan handhafa. Fyrir árið 2010 hvíldu hins vegar einung- is tvö skuldabréf á fasteigninni, ann- að frá Lífeyrissjóði verslunarmanna upp á fimm milljónir króna og hitt frá Kaupþingi. Rúmlega 62 millj- ónir króna hvíla því á fasteigninni sem metin er á rúmar 33 milljónir króna. Fasteignin er því yfirveðsett. Þorvaldur Lúðvík hefur því hugsan- lega þurft að ná sér í fjármuni á ár- inu 2010 og því veðsett fasteignina enn frekar. Hugsanlegt er að þetta hafi verið gert til að greiða af öðrum skuldum eða til að leggja fram frekari tryggingar vegna lána. Yfirheyrður í tveimur málum Bankastjórinn er því í erfiðri stöðu fjárhagslega samkvæmt þessu. Við þetta bætist að Þorvaldur Lúðvík hef- ur verið yfirheyrður í tveimur málum sem sérstakur saksóknari íslenska efnahagshrunsins hefur verið með til rannsóknar. Annars vegar í rannsókninni á sölu Sögu Capital á skuldabréfi sem bankinn átti á Stími til sjóðs í vörslu Glitnis í ágúst 2008. Með sölunni á skuldabréfinu fékk Saga Capital tæp- lega 1.200 milljónir króna frá Glitni sem annars hefðu tapast vegna þess að Stím var tæknilega gjaldþrota fé- lag. Verið er að rannsaka hvort um- boðssvik hafi verið framin við söluna á skuldabréfinu. Hins vegar vegna rannsóknar embættisins á allsherjarmarkaðs- misnotkun Kaupþings á árunum fyr- ir hrunið. Þorvaldur Lúðvík var fram- kvæmdastjóri eigin viðskipta hjá Kaupþingi þar til hann lét af störfum í bankanum á seinni hluta árs 2006 og því er ekki óeðlilegt að embætti sér- staks saksóknara hafi rætt við hann vegna meintrar markaðsmisnotkunar Kaupþings með hlutabréf í bankan- um sjálfum. Af þessari staðreynd má álykta að rannsóknin á meintri mark- aðsmisnotkun Kaupþing með bréf í bankanum sjálfum nái að minnsta kosti nokkur ár aftur í tímann. DV leitaði eftir viðbrögðum frá Þorvaldi Lúðvík vegna Maríutásu og viðræðna hans við lánardrottna. Þorvaldur Lúðvík sagði þá að hrun- ið hefði haft áhrif á hann en að hann vildi ekki fara nánar út í fjármál sín. „Hrunið hafði vitanlega áhrif á mig eins og aðra landsmenn. Þettu eru mín persónulegu mál og ég kýs að tjá mig ekki um þau, að öðru leyti en því að þau eru í viðráðanlegum farvegi.“ Eigendur eignarhaldsfélagsins Tractus ehf., sem áður hét Con- solium, vilja greiða sér sex millj- óna króna arð fyrir árið 2009 samkvæmt ársreikningi félags- ins sem skilað var til ársreikn- ingaskrár snemma árs í fyrra. Eigendur félagsins eru nokkrir af fyrrverandi æðstu stjórnendum Kaupþings, meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helga- son og Steingrímur Kárason. Hver um sig á 20 prósenta hlut í félag- inu. Consolium er ráðgjafarfyrir- tæki á sviði fjármála sem Hreiðar Már og Ingólfur stofnuðu í kjölfar hrunsins um haustið 2008. Stofn- un félagsins vakti mikla athygli hér á landi síðla árs 2008 því ekki leið langur tími frá falli Kaupþings og þar til helstu stjórnendur bank- ans voru komnir yfir í annars kon- ar fjármálastarfsemi. Félagið var stofnað þann 30. október, einung- is rúmum þremur vikum eftir fall Kaupþings. Eigendur Consolium fluttu til Lúxemborgar nokkru eftir hrun og reka ráðgjafarfyrirtæki þar í landi með sama nafni. Rúmlega 25 milljóna króna hagnaður Rúmlega 25 milljóna króna hagn- aður var af starfsemi Consolium á árinu 2009 samkvæmt ársreikn- ingnum. Stjórn félagsins, sem meðal annars Ingólfur Helga- son og Steingrímur Kárason sátu í, gerði tillögu um greiðslu arðs til hluthafa að fjárhæð 6 milljónir króna á árinu 2010 vegna rekstrar- ársins 2009. Ársreikningur félags- ins fyrir árið 2010 liggur hins vegar ekki fyrir og því er ekki vitað hvort arðurinn af starfsemi Consolium var greiddur út til hluthafa félags- ins eða ekki. Þetta mun koma fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010. Tilkynning um breytingu á nafni, samþykktum, stjórn, pró- kúruhafa og heimilisfangi barst fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra í okt- óber í fyrra. Þá fóru Ingólfur og Steingrímur út úr stjórn félagsins. Fyrrverandi stjórnendur Kaup- þings tengjast félaginu nú ekki að öðru leyti en að þeir eru 60 pró- senta eigendur þess á móti Jó- hönnu Gústavsdóttur og Kristni Eiríkssyni. Af ársreikningi félagsins er ekki að sjá annað en að það sé í ágætis rekstri og að Kaupþingsmenn sjái sér hag í því að eiga félagið áfram þrátt fyrir að vera fluttir til Lúxem- borgar. 1.100 milljóna skuld Þremenningarnir eiga saman annað félag ásamt Sigurði Ein- arssyni, fyrrverandi stjórnarfor- manni Kaupþings, og Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi for- stjóra bankans. Það er jarðafélag- ið Hvítsstaðir ehf. sem þeir stofn- uðu vegna kaupa á fjórum jörðum við Langá á Mýrum. Félagið keypti jarðirnar fjórar á um 400 milljón- ir króna. Hvítsstaðir skulda rúmar 1.100 milljónir króna í dag, sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2009. Skuldirnar eru við Ari- on banka, áður Kaupþing, að því er segir í ársreikningnum. Félagið tapaði rúmum 130 milljónum króna árið 2009 og er eigið fé þess neikvætt um nærri 636 milljónir króna. Við félaginu blasir fátt annað en gjaldþrot. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is n Fyrrverandi stjórnendur Kaupþings vilja taka arð út úr ráðgjafarfyrirtæki sínu á Íslandi n Stofnuðu félagið rétt eftir hrun n Fluttu til Lúxemborgar og vinna fyrir Consolium KAUPÞINGS- MENN VILJA TAKA ARÐ „Rúmlega 25 milljóna króna hagnaður var af starfsemi Consolium á árinu 2009 samkvæmt ársreikningnum. 25 milljóna hagnaður Ráðgjafarfyrirtæki sem Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, á hlut í skilaði rúmlega 25 milljóna hagnaði árið 2009. Eigendurnir vilja taka arð út úr félaginu. Annað félag í þeirra eigu rambar á barmi gjaldþrots með skuld upp á rúman milljarð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.