Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur
Ekkert hefur spurst til Matthíasar Þórarinssonar í nokkrar vikur
Dularfullt mannshvarf
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
VEGLEG
VINNUFÖT
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík- Flúðum
Vestmannaeyjum
Úlpa með hettu + flíspeysu
kr. 12.990
Varúðarvesti
kr. 890
Flísjakki með hettu
kr. 6.450Polo bolur
kr. 2.190
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471 og
EN343
Ólafur Stefánsson:
Heimsótti dular-
fullu gróða-
maskínuna
„Ólafur Stefánsson handboltamað-
ur er einn af hugmyndafræðingun-
um í verkefninu okkar,“ segir í nýju
kynningarmyndskeiði sem birtist á
heimasíðu dularfulla fjárfestinga-
og mannúðar-
verkefnisins
Corpus Vitalis
sem rekið er af
hlutafélaginu
Arðvis.
DV hefur
áður fjallað um
Arðvis sem lof-
ar hluthöfum
ævintýralegum
gróða á sama
tíma og útrýma
á fátækt í heim-
inum. Sérfræðingur á fjármálamark-
aði varaði við því í DV á dögun-
um að Arðvis bæri mörg einkenni
píramída svindls.
Ólafur Stefánsson, sem titlaður er
einn af hugmyndafræðingum verk-
efnisins, hefur sjálfur lagt 10 millj-
ónir í þessa dularfullu gróðamask-
ínu en á annað hundrað Íslendinga
hafa lagt sem nemur rúmlega 360
milljónir króna í Arðvis. Ólafur við-
urkenndi fúslega í samtali við DV á
dögunum að það væru 99 prósenta
líkur á því að þetta væri bara rugl og
peningarnir hans myndu tapast.
Markmið Arðvis og nákvæmlega
hvernig félagið á að starfa er ekki
fyllilega ljóst út frá heimasíðu félags-
ins eða þeim gögnum sem DV hefur
undir höndum. Meginhugmyndin
virðist hins vegar vera sú að þegar
fólk hefur ákveðið að fjárfesta í Arð-
vis muni hluthafarnir fá aðgang að
því sem aðstandendur fjárfestinga-
félagsins kalla „hnattrænt markaðs-
torg“ á netinu og kalla þeir það
Corpus Vitalis.
MÁNUDAGUR OG ÞRIÐJUDAGUR 8. – 9. NÓVEMBER 2010
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 129. TBL.
100. ÁRG. – VERÐ KR. 395
S-HÓPURINN
FYRIR DÓM FENGU HÁLFAN MILLJARÐ Í AFSLÁTT
ÓLAFUR
Í DULAR-
FULLRI
GRÓÐA-
MASKÍNU
n ÓLAFUR STEFÁNSSON
LAGÐI FRAM 9,5 MILLJÓNIR
n 140 MANNS HAFA
LOFAÐ 360 MILLJÓNUM
n STEFNA Á 132 LÖND OG
HÁLFAN MILLJARÐ NOTENDA
n ÆTLA AÐ ÚTRÝMA FÁTÆKT
ÍSLENDINGAR LEGGJA FÉ Í DULARFULLT VERKEFNI:
MÁR RÆDDI
VIÐ HEIÐAR
VIÐSKIPTI MEÐ AFLANDSKRÓNUR SKOÐUÐ
KAUPIN Á SJÓVÁ:
SÁ HELVÍTI
Í PARADÍS
BERGLJÓTU ARNALDS
BOÐIÐ BARN Í KONGÓ
VIÐTAL 22–23
SVÍAKONUNGUR:
SENDI EFTIR
ÍSLENSKUM
KONUM
MARÍA SIGRÚN:
LÆRÐI AF
FRIÐRIKU
BESTU
RAFTÆKIN
NEYTENDUR 14–15
FÓLKIÐ 26
FRÉTTIR 8
SVIÐSLJÓS 28–29
ALBA
VAR
FEIMIN
FRÉTTIR 4
FRÉTTIR 2–3
BOÐA 20 MILLJARÐA ARÐ Á MÁNUÐI RANNSÓKN 10–11
Ekkert hefur spurst til hins 22 ára
gamla Matthíasar Þórarinssonar í
nokkrar vikur. Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu lýsti eftir honum á
mánudaginn. Matthías er um 180
sentimetrar á hæð og ljósskolhærður.
Hann hefur til umráða grænan svo-
kallaðan rússajeppa sem búið er að
innrétta sem húsbíl og telur lögregl-
an að hann ferðist um á honum. DV
bárust upplýsingar um það á þriðju-
daginn, frá aðstandanda Matthíasar,
að bíll hans væri fundinn og að hann
hefði að öllum líkindum ekki farið á
honum. Það reyndist þó á misskiln-
ingi byggt. Samkvæmt lögreglunni
á höfuðborgarsvæðinu fannst bíll,
svipaður Matthíasar, í hrauni á Suð-
urlandi á mánudaginn, og í fyrstu var
talið að um bíl hans væri að ræða.
Við nánari athugun kom þó í ljós að
svo var ekki, en búið var að fjarlægja
númeraplöturnar af bílnum. Lög-
reglan gengur því ennþá út frá því að
Matthías ferðist um á bílnum.
Síðast spurðist til Matthíasar á
Selfossi, þar sem hann býr, rétt fyrir
jól. Þá hafa lögreglunni borist ábend-
ingar um að hann hafi sést í Bónus á
Selfossi fyrir nokkrum dögum. Ver-
ið er að kanna þær ábendingar og
skoða upptökur úr öryggismynda-
vélum.
Matthías hefur alltaf látið fjöl-
skyldu sína reglulega vita af sér
og ferðum sínum en hætti því fyr-
ir nokkrum vikum. Jafnvel var tal-
ið mögulegt að hann hafi ráðið sig í
vinnu á einhverjum sveitabænum
og því var ekki lýst eftir honum fyrr.
Engar haldbærar vísbendingar hafa
þó borist um það. Þó er talið líklegt
að Matthías haldi til einhvers staðar
á Suðurlandi.
Þeir sem hafa upplýsingar um
ferðir Matthíasar eru vinsamleg-
ast beðnir um að hafa samband við
lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í
síma 444 1000.
solrun@dv.is
Matthías Þórarinsson Bíll svipaður og
Matthías hefur til umráða. SaMSett MynD
Mál lögreglumanns í Reykjavík
hefur verið sent til ríkissaksókn-
ara vegna aðkomu hans að slysi
þar sem unnusta hans ók á ung-
an dreng. Barnið lenti undir bif-
reiðinni og kom lögreglumaðurinn
til hjálpar og tilkynnti um atburð-
inn í gegnum 112. Hann afturkall-
aði síðan aðstoð eftir að drengur-
inn sagðist vera ómeiddur og hljóp
heim til sín. Þetta er sami lögreglu-
maður og reyndi að hafa áhrif á
samstarfsmenn sína þegar sam-
býliskona hans var tekin fyrir ölv-
unarakstur en DV greindi frá því
máli á dögunum.
Fékk heilahristing
Lögreglumaðurinn sagði í símtal-
inu við 112, samkvæmt heimild-
um DV, að hann hefði orðið vitni
að ákeyrslunni, ef á þyrfti að halda.
Hann minntist hins vegar ekki á að
það hefði verið unnusta hans sem
ók bílnum. Nóttina eftir árekstur-
inn var drengurinn með mikil upp-
köst og kom síðar í ljós að hann var
með heilahristing.
Atburðurinn varð fyrir nokkr-
um vikum en það var fyrir um
það bil viku sem foreldrar drengs-
ins kvörtuðu undan gáleysislegri
hegðun mannsins á slysstað til
lögreglunnar. Samkvæmt áreiðan-
legum heimildum DV sendi yfir-
stjórn lögreglunnar málið strax til
saksóknara. Þar er málið á frum-
stigi, samkvæmt upplýsingum sem
þar fengust.
Áður fengið tiltal
Lögreglumaðurinn sem um ræð-
ir er sá hinn sami og reyndi að
hafa áhrif á samstarfsmenn sína
við skyldustörf eftir að sambýl-
iskona hans reyndist vera ölvuð
undir stýri. DV fjallaði um málið í
síðasta helgarblaði, en þá var bif-
reið stöðvuð við reglubundið eft-
irlit. Lögreglumaðurinn, sem var í
bílnum í umrætt skipti, var einnig
ölvaður. Hann hafði sig í frammi
á vettvangi og reyndi að fá sam-
starfsmenn sína til að láta mál-
ið niður falla. Það var ekki gert og
er málið í eðlilegum farvegi innan
kerfisins. Hörður Jóhannesson að-
stoðarlögreglustjóri sagði í samtali
við DV að lögregluþjónninn hefði
fengið alvarlegt tiltal eftir atvikið.
Hann sagði þá að ekki væri ástæða
til að víkja honum frá störfum.
Reiði og ólga
Ekki hefur fengist staðfest hvort
unnustan hafi verið próflaus þeg-
ar hún ók á drenginn en ákeyrslan
varð eftir að hún var tekin fyrir ölv-
unarakstur.
Samkvæmt heimildum DV þyk-
ir lögreglumaðurinn duglegur og
áhugasamur í starfi. Hann hafði
áður unnið sem lögreglumaður
úti á landi. Heimildir DV herma
að hann hafi verið fluttur til í starfi
þar sem smæð staðarins þótti hafa
áhrif á störf hans innan lögregl-
unnar.
DV er kunnugt um að mikil ólga
og reiði sé meðal margra lögreglu-
manna vegna þessara tveggja mála
og herma heimildir blaðsins að
margir séu óánægðir með þá stað-
reynd að hann sé enn starfandi
lögregluþjónn.
Ekki náðist í umræddan lög-
reglumann við vinnslu fréttarinn-
ar.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
„Hann minntist
hins vegar ekki
á að það hefði verið
unnusta hans sem ók
bílnum.
UnnUsta
lögreglU-
manns ók
yfir barn
n Sambýliskonan ók á dreng sem hlaut heilahristing n Lög-
regluþjónninn afturkallaði aðstoð n Reyndi áður að hafa áhrif
á kollega sína þegar unnustan var tekin fyrir ölvunarakstur
tvö mál á
skömmum tíma
Lögreglumaðurinn
fékk tiltal eftir að
hafa reynt að hafa
áhrif á samstarfs-
menn sína. Annað
mál er komið upp
sem sent hefur verið
ríkissaksóknara.
Forsíða
8. nóv ember 2010