Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 12. janúar 2011 Miðvikudagur Dzeko skýtur á United n Edin Dzeko, nýjasti liðsmað- ur Manchester City, var varla fyrr búinn að skrifa undir samning við félagið en hann fór að skjóta föstum skotum á stuðningsmenn erkifjendanna í Manchester United. „Ég hef heyrt margt gott um stuðnings- mennina og að flestir íbúar Manchester-borgar séu á bandi Manchester City,“ sagði Dzeko en United hefur borið höf- uð og herðar yfir Manchester City á undanförnum árum. Nú er öldin hins vegar önnur og Manchester City orðið eitt ríkasta félag heims. Dzeko var keyptur á dögunum frá Wolfsburg fyrir 27 milljónir punda, eða tæplega fimm milljarða króna. Útilokar að Neville fari n David Moyes, knattspyrnustjóri Ev- erton, hefur útilokað að Phil Neville sé á leið til Tottenham. Breskir fjöl- miðlar skýrðu frá því á þriðjudag að Tottenham hefði áhuga á að fá Neville sem verið hefur lykilmaður í liði Everton síðan hann kom frá Manchester Uni ted. Moyes segir að Tottenham hafi spurst fyrir um leikmanninn í desember en þær þreifingar hafi ekki náð lengra. „Það kom ekkert tilboð enda hefðum við ekki tekið því. Phil Neville er fyrirliði liðsins og mikilvægur liðinu,“ sagði Moyes en Neville á átján mánuði eftir af samn- ingi sínum við Everton. Taylor til varnar Babel n Gordon Taylor, framkvæmdastjóri leikmannasamtaka ensku úrvals- deildarinnar, gagnrýnir þá ákvörðun enska knattspyrnusambandsins að kæra Ryan Babel, leikmann Liver- pool. Eftir tapleik Liverpool í enska bikarnum gegn Manchester Unit- ed gerði Babel sér lítið fyrir og birti mynd af dómara leiksins, Howard Webb, í treyju Manchester United. Það þarf vart að taka það fram að myndin var unnin í Photoshop en Webb þótti taka heldur umdeildar ákvarðanir í leiknum. „Hann hefur beðist afsökunar og því ekki að horfa fram á veginn?“ segir Taylor en Bab- el á leikbann yfir höfði sér eða sekt. Houston lagði Boston n Boston Celtics tapaði óvænt á heimavelli fyrir Houston Rockets í NBA-deildinni í körfuknattleik á mánudagskvöld. Fyrir leikinn hafði Boston einungis tapað tveimur af síðustu fimmtán leikjum sínum á heimavelli á meðan Houston Rockets hefur gengið illa á útivelli. Lokatölur urðu 108–102 fyrir Rockets. Þrátt fyrir tapið er Boston með næstbestan árangur liða í Austurdeildinni með 75,5 prósenta vinningshlutfall. Miami er hins vegar með bestan árangur. Houston hafði fyrir leikinn tapað fimm leikjum í röð en liðið er aðeins með 44 prósenta vinningshlutfall í vetur. Molar Króatar mættir til æfinga í Svíþjóð Nú fer óðum að styttast í að leikar hefjist á Heimsmeistarakeppninni í handbolta í Svíþjóð. Á þriðjudag voru það Króatar sem hófu fyrstir liða að æfa í Svíþjóð, en liðið mætti til æfinga í íþróttahöllinni í Malmö. Króatar eru taldir líklegir til afreka á mótinu sem endranær. Þrátt fyrir að vera ung þjóð geta Króatar státað sig af glæsilegum árangri á handboltavellinum. Þeir urðu heimsmeistarar árið 2003, auk þess sem þeir hafa unnið Ólympíuleikana tvisvar, árið 1996 og 2004. Á heimsmeistaramótinu fyrir tveimur árum voru Króatar gestgjafar, en þá biðu þeir lægri hlut fyrir ósigrandi liði Frakka í úrslitaleik. Meðal stjarna í króatíska liðinu sem eru mættar til leiks í Svíþjóð eru Ivano Balic, Igor Vori og Balzenko Lackovic. Dóra María til Svíþjóðar Dóra María Lárusdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gekk á mánudag frá félagaskiptum úr Val til sænska úrvalsdeild- arfélagsins Djurgården. Fyrir hjá félaginu eru Guðbjörg Gunnarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir. Dóra María hefur leikið nánast allan sinn feril með Val en þar hefur hún skorað 87 mörk í 162 leikjum. Þá á hún að baki 64 landsleiki. Auk Djur- gården sýndu tvö spænsk félagslið Dóru áhuga en hún valdi að fara til Svíþjóðar. „Þetta voru spennandi kostir en það var margt sem spilaði inn í en fyrst og síðast var það skammur fyrirvari,“ sagði Dóra María. „Þá er því ekki að leyna að móður minni líður betur ef ég er í Skandinavíu,“ sagði Dóra í samtali við fótbolta.net. Kenny Dalglish leggur áherslu á að enginn einstaklingur sé stærri en félagið: Vill vera áfram hjá Liverpool Kenny Dalglish, sem var ráðinn tímabundið knattspyrnustjóri hjá Liverpool um helgina, hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að vera lengur en næstu fimm mánuði – eins og núverandi samningur hans kveð- ur á um. Það mun líklega falla í hlut Frakkans Damiens Comolli að ráða í stöðuna í sumar, en hann var ný- lega ráðinn yfirmaður knattspyrnu- mála hjá Liverpool af nýjum banda- rískum eigendum félagsins, þeim John Henry og Tom Werner. Comolli lýsti því yfir í viðtali við breska blað- ið The Guardian í gær að vel kæmi til greina að ráða Dalglish til frambúð- ar. „Við viljum einhvern sem getur sýnt fram á hæfni, einhvern sem skil- ur hugarfarið hjá félaginu og hvernig það vill spila. Viðkomandi þarf einn- ig að vera frábær í samskiptum við leikmennina.“ Comolli sagði degin- um ljósara að Dalglish uppfyllti öll þessi skilyrði og að hann kæmi vel til greina sem stjóri til frambúðar. Leitin mun samt áfram standa yfir. Sjálfur sagðist Dalglish, sem stýrði Liverpool í tapleik gegn Manchester United um síðastliðna helgi, vera ró- legur yfir öllum getgátum um fram- tíð hans hjá félaginu. Hann væri vissulega tilbúinn til að stýra liðinu áfram. „Ef þeir telja að ég geti orðið að liði þá mun ég gera það á hvaða hátt sem ég get. Ef það þýðir að ég verði ekki hérna áfram, gott og vel. Verði ég hins vegar áfram verð ég hæstánægður með það. Þetta félag er miklu mikilvægara en neinn einn einstaklingur sem hefur verið tengd- ur því, eða er tengdur því núna.“ bjorn@dv.is Kenny Dalglish Kominn á kunnuglegar slóðir. MyND REuTERS Argentínski snillingurinn Lionel Messi var í vikunni kjörinn besti knattspyrnu- maður veraldar eftir ótrúlega frammi- stöðu með félagsliði sínu Barcelona á síðasta ári. Messi skoraði 60 mörk fyrir félagslið sitt og þjóð í fyrra. Þrátt fyrir þessa frábæru frammistöðu var hann talinn ólíklegur til að hreppa hin nýju verðlaun, FIFA Ballon d‘Or, eða Gull- knött Fifa, í ár. Frammistaða hans á HM í Suður-Afríku síðastliðið sumar olli miklum vonbrigðum enda skoraði hann ekki mark. Fyrst Hollendingur- inn Wesley Sneijder komst ekki í efstu þrjú sætin hjá FIFA þetta árið stóð valið milli liðsfélaganna í Barcelona, þeirra Messi, Andrés Iniesta og Xavi. Báðir þeir síðastnefndu voru lykilmenn í liði Spánar sem varð heimsmeistari síð- astliðið sumar. Þrátt fyrir töfrandi til- þrif með Barcelona var spænska deild- in og spænska bikarkeppnin það eina sem Messi vann af titlum á árinu, en Xavi og Messi unnu þá líka. Messi var því afar hissa þegar nafn hans var lesið upp á mánudagskvöldið. Hann var þó hógværðin uppmáluð. Fátækt í Argentínu „Ég bjóst ekki við að vinna í dag. Ég vil deila þessum verðlaunum með öll- um vinum mínum, fjölskyldu, öllum stuðningsmönnum Barcelona og Arg- entínumönnum.“ Messi var bæði kjörinn besti leik- maður heims af FIFA árið 2009 og hlaut Ballon d‘Or sem besti leikmað- ur Evrópu sem franska fótboltatímarit- ið France Football veitir. Í fyrsta skipti í ár voru þessi verðlaun sameinuð í FIFA Ballon d‘Or fyrir besta leikmann veraldar. En frá fátækt á götum Argen- tínu til hæstu metorða í knattspyrnu- heiminum er saga Messi nánast lygi- leg. Honum virðist hafa verið ætlað að verða bestur. Of lítill fyrir boltann Lionel Andrés Messi fæddist 24. júní 1987 í Rosario í Argentínu. Faðir hans Jorge Messi vann í verksmiðju og móð- ir hans Celia Cuccittini vann hluta- starf við ræstingar. Fyrir áttu þau hjón tvo drengi og stúlku. Það var því við krappan kost sem Messi hóf að leika sér í knattspyrnu aðeins fimm ára á götum Rosario. Og það var um það leyti sem hann hóf að æfa knattspyrnu með staðarfélaginu Grandoli sem faðir hans þjálfaði. Átta ára gekk hann til liðs við Ne- well‘s Old Boys sem var aðalliðið í borg- inni og vakti hann athygli fyrir náttúru- lega hæfileika strax frá unga aldri. En eitt háði honum alltaf. Hversu miklu smávaxnari hann var en jafnaldrar hans. Við ellefu ára aldur uppgötvað- ist ástæðan fyrir þessu. Messi þjáðist n Lionel Messi kjörinn besti knattspyrnumaður heims n Átti aldrei að geta orðið knattspyrnumaður sökum smæðar n Barcelona borgaði hormóna- meðferð og flutti fjölskylduna til Spánar n Fékk níu ára samning átján ára messi allra bestur Sá besti Messi með Gullknött Fifa við verðlaunaafhendinguna í Zürich á mánudag. MyNDiR REuTERS Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.