Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Miðvikudagur 12. janúar 2011 Spænsk stjórnvöld efast um góðan ásetning aðskilnaðarsamtaka Baska: ETA lýsir yfir vopnahléi Pandabirnir innsigla viðskiptasamninga n Evrópureisu Lis Keqiang, næstráðanda Kínverja, lauk í Bretlandi með viðskiptasamningum sem eru metnir á 480 milljarða íslenskra króna n Loforð um að Bretar fengju pandabirni innsiglaði samninginn n David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, vill auka viðskipti við Kínverja Markmið Camerons er að fyrir árið 2015 verði heildarverðmæti breskra útflutningsvara í Kína meira en 100 milljarðar sterlings- punda árlega. Cameron vakti einnig máls á mannréttindum í Kína. Hann sagði að frelsi í efnahagsmálum og stjórnmálaumbætur ættu að hald- ast hönd í hönd, og átti hann þar greinilega við skort á mannréttind- um og tjáningarfrelsi í Kína. Pandabirnir skemmta sér Loksins fá Bretar að virða fyrir sér pandabirni eftir verðmæta viðskiptasamninga við Kínverja. Fjármálaskýrendur telja að örlög efna- hagslegrar framtíðar Portúgals muni ráðast í dag, miðvikudag. Þá fer fram útboð á ríkisskuldabréfum þar í landi en eins og staðan er í dag eru um 80 prósent erlendra skulda landsins í eigu erlendra kröfuhafa vegna eigu þeirra á skuldabréfum. Vextirnir á skuldabréfunum eru um 7 prósent um þessar mundir og talið er að sú tala sé of há fyrir Portúgal að standa undir. Því gæti farið svo að Portúgal neyðist til að leita á náðir Evrópusambands- ins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðarlán, rétt eins og Grikkir og Írar hafa þegar þurft að gera. Vextirnir af slíku láni yrðu væntanlega lægri en vextirnir af skuldabréfunum. Orð- rómurinn um neyðarlán til Portúgals hefur farið stigvaxandi undanfarna daga, sem leiddi til þess að gengi evr- unnar hefur lækkað gagnvart banda- ríkjadal í vikunni. Stjórnvöld neita því að þurfa neyðarlán Hingað til hafa Portúgalar neitað því statt og stöðugt að þeir muni þurfa á neyðarláni að halda. Forætisráðherra landsins, José Sócrates sem kemur úr röðum Sósíalistaflokksins, hefur neit- að því að Portúgalar muni sækjast eft- ir neyðarláni. Heimildamaður breska blaðsins The Guardian í Brussel seg- ir hins vegar að portúgölsk stjórnvöld séu undir miklum þrýstingi frá bæði Frökkum og Þjóðverjum um að það taki því ekki að bíða lengur eftir að taka neyðarlán – það sé í raun óumflýj- anlegt. Talsmaður portúgölsku ríkis- stjórnarinnar sagði þó að enginn fótur væri fyrir þeim fréttum. Í yfirlýsingu frá þýska fjármálaráðuneytinu á mánu- dag var tekið í sama streng. „Þjóðverj- ar þrýsta ekki á nokkra ríkisstjórn um að taka neyðarlán,“ sagði þar. Deilur í portúgalska seðlabankanum Í gær bárust fréttir af ósætti innan portúgalska seðlabankans vegna orð- rómsins um neyðarlánið. Á mánu- dag sagði seðlabankastjórinn, Carlos Costa, í sjónvarpsviðtali að Portúgal- ar gætu staðið straum af erlendum skuldum sínum og að þeir myndu ekki leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allt fór síðan í háaloft þegar stjórnarmaður í bankanum, Teodora Cardoso, sagði í viðtali við portúgalska blaðið Lusa að því fyrr sem Portúgal myndi sækjast eftir neyðarláni, því betra. Sagði hún að ef Portúgalar ætluðu að sigrast á skuldavanda sínum einir síns liðs yrðu skuldabréfamarkaðir og kröfuhafar að hafa trú á portúgalska hagkerfinu. Sú trú væri hins vegar ekki fyrir hendi, án þess að Portúgalar þægju hjálp. Koma Kínverjar til bjargar? DV hefur greint frá ferðalagi Lis Keqi- ang um Evrópu, en hann er næstráð- andi í kommúnistaflokknum í Kína. Í ferð sinni heimsótti hann meðal annars José Luis Zapatero, forsæt- isráðherra Spánverja. Talið er að ef Portúgalar þurfa að fá neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum muni Spánverjar fylgja í kjölfarið. Spænskir bankar eru með- al stærstu kröfuhafa í portúgölsk rík- isskuldabréf. Keqiang lét hins vegar að því liggja á fundi sínum með Zapa tero, að Kínvejar myndu koma evrunni til bjargar með því að kaupa upp skuldabréf þeirra ríkja Evrópusam- bandsins sem eiga í mestum skulda- vanda. Spennandi verður því að sjá hvað gerist í Portúgal á næstu dög- um. Portúgalar gætu þurft neyðarlán n Í dag fer fram útboð á portúgölskum ríkisskuldabréfum n Gætu þurft að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðarlán í kjölfarið „Allt fór síðan í háaloft þeg- ar Teodora Cardoso sagði í viðtali að því fyrr sem Portú- gal myndi sækjast eftir neyðarláni, því betra. Nagar neglurnar José Sócrates, forsætis- ráðherra Portúgals. Mikið mun mæða á honum í dag. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Basknesku aðskilnaðarsamtökin ETA hafa lýst yfir varanlegu vopna- hléi. Sendu samtökin frá sér yfir- lýsingu þess efnis sem var birt í spænskum dagblöðum á mánudag. ETA hafði þegar lýst yfir vopnahléi í september í fyrra, en í þetta skipt- ið á vopnahléið að vera varanlegt. Stjórnvöld í Madríd, höfuðborg Spánar, hafa lítið tjáð sig um málið enn sem komið er. Bent hefur ver- ið á að ETA hefur áður lýst því yfir að samtökin muni láta af ofbeldis- verkum – en síðan svikið gefin lof- orð. Síðast gerðist það árið 2006, þegar varanlegu vopnahléi af hálfu ETA lauk með kröftugri bílsprengju á Barajas-flugvellinum í Madríd þar sem tveir lágu í valnum. Í yfirlýsingunni sagði: „ETA skuldbindur sig til að ná fram varan- legri lausn og vinna að endalokum vopnaðra átaka.“ Vonast samtökin ennþá til þess að Baskaland fái sjálf- stæði og kljúfi sig þannig frá Spáni. Í yfirlýsingunni lofuðu samtökin að þau myndu héðan í frá beita sam- ræðum og samningum til að fá sínu framgengt. „Baskneskt sjálfstæði mun nást með lýðræðislegum leið- um, tvíhliða samningum og viðræð- um.“ Samkvæmt yfirlýsingu ETA munu samtökin sækjast eftir alþjóðlegri viðurkenningu á boðuðu vopnahléi. Ekki er ljóst hvaða alþjóðasamtök munu staðfesta góðan ásetning ETA, en Evrópusambandið skilgreinir ETA til að mynda sem hryðjuverka- samtök. Frá stofnun samtakanna árið 1959 hafa 858 manns týnt lífi í hryðjuverkum af ýmsum toga og um 1.200 manns hafa slasast alvarlega. Þá hafa samtökin staðið fyrir mann- ránum með reglulegu millibili. Lög- regluyfirvöldum á Spáni hefur geng- ið vel á undanförnum árum að hafa hendur í hári meðlima ETA og er tal- ið að nú sitji rúmlega 700 þeirra á bak við lás og slá. bjorn@dv.is Meðlimir ETA í sjónvarpsávarpi í september Samtökin eru leynileg og koma meðlimir þeirra því grímuklæddir fram. Ímynd Palin sködduð eftir skotárás Þó að engin bein tenging sé á milli Söruh Palin, fyrirverandi varafor- setaefnis repúblikanaflokksins, og Jareds Loughner, mannsins sem hóf skothríð í Tucson í Arizona á laugar- dag, eru stjórnmálaskýrendur á því að ímynd Palin sé stórsködduð eftir árásina. Loughner ætlaði að myrða þingkonu demókrata, Gabrielle Giffords, í árásinni en hún liggur nú þungt haldin á spítala eftir að hafa verið skotið í höfuðið. Í kosninga- baráttu repúblikana í nóvember síð- astliðnum var Palin áberandi. Hún nafngreindi þar ýmsa þingmenn demókrata og sagði þá vera Banda- ríkjunum skaðlega. Giffords var einn þeirra sem voru nafngreindir og hafði hún sjálf varað Palin við því að slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar. Fimm féllu á Fíla- beinsströndinni Fimm féllu í skotbardaga í borg- inni Abidjan á Fílabeinsströndinni í gær. Átök brutust út milli stuðn- ingsmanna Alassanes Ouattara, sem sigraði í forsetakosningum í nóv- ember, og vopnaðra öryggissveita sem eru á bandi Laurents Gbagbo, sitjandi forseta, sem neitar að við- urkenna ósigur í kosningunum og situr því sem fastast. Ouattara á sitt sterkasta vígi í Abidjan og því hefur Gbagbo sent öryggissveitir sínar þangað í auknum mæli. Allt leikur á reiðiskjálfi á Fílabeinsströndinni síð- an það kom í ljós að Gbagbo myndi ekki hverfa af valdastóli. Apple og Mur- doch í samstarf Talið er að Steve Jobs, stjórnarfor- maður Apple, muni ásamt risafjöl- miðlaeigandanum Rupert Murdoch, tilkynna um útgáfu fyrsta dagblaðs- ins sem kemur einungis út fyrir iPad-tölvur síðar í þessum mánuði. Verkefnið hefur legið á huldu en nú er talið víst að blaðið fari af stað innan skamms. Mun það bera titil- inn The Daily og verður því ritstýrt af blaðamanninum Jesse Angelo, en hann sagði starfi sínu hjá New York Post lausu fyrir skömmu. Þar starfaði hann sem aðstoðarritstjóri. Angelo hefur fengið lausan tauminn til að fá til liðs við sig fjölda blaðamanna frá stærstu fjölmiðlum Bandaríkjanna. Murdoch hefur sagt að verkefnið sé það áhugaverðasta í fjölmiðlaheim- inum í dag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.