Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 12. janúar 2011 Miðvikudagur GRECO, stofnun sem fylgist með spillingu í aðildarlöndum Evr- ópuráðsins, leggur blessun sína yfir breytingar sem íslensk stjórn- völd hafa gert á ákvæðum um fjár- mál stjórnmálaflokka og gegnsæi í starfsemi þeirra. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar um Ísland er engu að síður fundið að því að stjórnvöld hafi ekki enn orðið við tilmælum um að skýrgreina hvað teljist hæfi- legar gjafir og hvað teljist mútur og óhæfilegar gjafir eða greiðslur. Þá telja sérfræðingar GRECO að enn láti íslensk stjórnvöld undir höfuð leggjast að þjálfa og sérhæfa mann- skap til þess að afhjúpa, rannsaka og ákæra í spillingarmálum. Ís- lensk stjórnvöld hafa þó gefið þau svör að slíkt sé í undirbúningi og komi til framkvæmda á þessu ári. Gjöf eða mútur? GRECO gaf út sex blaðsíðna skýrslu í mars í fyrra þar sem fundið var að því að íslensk stjórnvöld hefðu aðeins orðið við og framfylgt ein- um tilmælum af fimmtán sem áður höfðu verið sett fram í eldri skýrslu. „Upplýsingar þær sem ís- lensk stjórnvöld hafa látið í té bera með sér að vinnan við að fram- fylgja öllum utan einum tilmæl- um í matsskýrslu þriðju umferð- ar, hvort heldur er í efnisflokki 1 eða 2, er enn á byrjunarstigi. [...] Í ljósi framangreinds er það niður- staða GRECO að hin afar takmark- aða fylgni við tilmæli nefndarinnar sé „í heildina óviðunandi“, eins og orðrétt sagði í umræddri skýrslu. Efnisflokkar þeir sem vísað er til fjalla um ákærur og viðurlög við mútubrotum (1) og gagnsæi við fjáröflun stjórnmálaflokka og fram- bjóðenda í kosningabaráttu (2). Í nýju skýrslunni, sem DV vitn- ar hér til, fagnar GRECO því að hér á landi hafi nú með lögum ver- ið framfylgt öllum tilmælum um gagnsæi við fjáröflun stjórnmála- starfseminnar. Þá er einnig til þess tekið að stjórnvöld séu vel á veg komin við að undirbúa lagasetn- ingu sem tengjast mútubrotum, rannsóknum á þeim og ákærum. Harðari refsing GRECO hafði mælst til þess að ákvæði hegningarlaga um mútu- brot og ólögmæt kaup á áhrifum næðu einnig til þingmanna. Einn- ig yrðu ákvæðin að ná til erlendra fulltrúa í ráðum og sendinefnd- um sem fara með mikilvægt vald til ákvarðanatöku. Loks mælt- ist GRECO til þess að ákvæði um mútubrot næðu einnig til erlendra dómara eða fulltrúa sem veljast til setu í gerðardómi. Íslensk stjórnvöld hafa tilkynnt GRECO um fyrirhugaðar breyting- ar á hegninarlögum sem ætlað er að koma til móts við ofangreind til- mæli. Þar er um að ræða 109. grein laganna sem fjallar um mútur og viðurlög við því að bera fé á menn í því skyni að hafa áhrif á þá í þágu eigin hagsmuna. Einnig er rætt um að breyta 128. grein hegningarlag- anna sem snýr að mútuþægni í op- inberu starfi. GRECO hefur í þessu sam- bandi mælst til þess að skilgreint verði hvað teljist hæfilegar gjafir og hvað teljist mútur eða kaup á áhrif- um. Þetta þykir ákveðnum vand- kvæðum bundið en talið er koma til greina að fylgja alþjóðlega við- urkenndum siðareglum. Drög að slíkum reglum kveða á um að op- inberir starfsmenn megi í störfum sínum aðeins taka við smávægi- legum gjöfum. Ekki hafa enn verið samþykktar neinar reglur sem að þessu lúta og er málið í vinnslu. Skortir þjálfun GRECO hafði einnig beint þeim til- mælum til íslenskra stjórnvalda að viðurlög við mútubrotum yrðu hert, ekki aðeins meðal opinberra starfs- manna heldur einnig á almennum markaði og í viðskiptum. Að hluta hefur verið brugðist við þessum til- mælum en fram kemur að yfirvöld hafi ekki haft nein áform um að þyngja refsingar við mútubrotum. Í skýrslu sinni síðastliðið vor þótti GRECO undirtektir dræmar og lagði áherslu á „að núverandi viðurlög fyrir mútubrot í einkageiranum á Íslandi virðast vægari í samanburði við þau sem tiltæk eru í hegningar- lögum annarra aðildarríkja GRECO, að Norðurlöndunum meðtöldum.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki framfylgt tilmælum um að sérhæfa starfsmenn til þess að kljást við spillingu, mútubrot og skyld afbrot. Ætlast er til þess að við þessu verði brugðist þannig að réttarvörslukerf- ið verði betur í stakk búið til þess að afhjúpa, rannsaka og ákæra í spill- ingarmálum. Íslensk stjórnvöld hafa þó lýst því að ætlunin sé að efna til slíkrar þjálfunar á þessu ári. Vel viðunandi árangur Eftir áralanga glímu við íslensk stjórnvöld er GRECO nú bærilega ánægt með árangurinn að því er varðar gagnsæi og reglur varðandi fjáröflun stjórnmálaflokka og fram- bjóðenda. Það var meðal annars fyrir tilstuðlan og tilmæli GRECO sem ný lög um fjárreiður stjórn- málaflokkanna tóku gildi 1. jan- úar 2007, en árum saman höfðu Ís- lendingar dregið lappirnar í þeim efnum. Hæstu framlögin runnu til Sjálfstæðisflokksins frá FL Group og Landsbankanum, samtals 55 milljónir króna, skömmu áður en þau lög tóku gildi. Sömu lög voru endurskoðuð síðastliðið haust og samþykkt seint á nýliðnu ári. Þar með hafa íslensk stjórnvöld að mati GRECO orð- ið við öllum tilmælum um gagn- sæi og fjáröflun stjórnmálaflokka og einstakra frambjóðenda. Talið er fullnægjandi frá því gengið að stjórnmálaflokkar og frambjóð- endur skili skýrslum um framlög og styrki og að slíkar upplýsingar séu birtar. Lögum samkvæmt getur Ríkisendurskoðun hvenær sem er krafist allra gagna til að sannreyna hvort uppgefnar upplýsingar fram- bjóðenda eða stjórnmálaflokka séu sannleikanum samkvæmar. Að öllu samanlögðu þykir GRECO viðbrögð íslenskra stjórn- valda við tilmælum sínum vera vel viðunandi. n Reglur um gagnsæi og fjármál frambjóðenda og stjórnmálaflokka eru nú fullnægjandi n Ákvæðum um mútubrot og refsingu er þó enn áfátt n Þjálfaða menn skortir til að afhjúpa, rannsaka og ákæra í spillingarmálum Hert eftirlit með mútum í vændum Hegningarlög og mútubrot 109. grein hegningarlaga: Hver sem gefur, lofar eða býður opinberum starfsmanni gjöf eða annan ávinning, sem hann á ekki tilkall til, í þágu hans eða annarra, til að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans skal sæta fangelsi allt að 3 árum eða sektum ef málsbætur eru fyrir hendi. Sömu refsingu skal sá sæta sem beinir slíku að erlendum opinberum starfsmanni, starfsmanni alþjóðastofnunar, manni sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómara sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmanni við slíkan dómstól, í því skyni að fá hann til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert sem tengist opinberum skyldum hans. Sömu refsingu skal enn fremur sá sæta sem beinir slíku að manni, sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, í því skyni að fá hann til að beita þessum áhrifum. Enn fremur skal sæta sömu refsingu sá maður sem heldur því fram eða veitir vissu fyrir að hann geti haft óeðlileg áhrif á ákvarðanatöku manns, sem fjallað er um í 1. og 2. mgr. þessarar greinar, og heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, án tillits til þess hvort áhrifunum er beitt eða hvort þau leiða til þess markmiðs sem stefnt var að. 128. grein hegningarlaga: Ef opinber starfsmaður heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns. Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Eftirlitið í Strassborg GRECO er með aðsetur í Strassborg og byggist starfsemin á sáttmála Evrópuþjóða um eftirlit með spillingu og aðgerðir gegn henni, meðal annars með lagabreytingum. Valhöll Sjálfstæðisflokkurinn tók við 55 milljónum króna frá FL Group og Landsbank- anum 2006. Þeim var skilað, en ófáir töluðu um framlögin sem mútugreiðslur. „ Íslensk stjórnvöld hafa ekki framfylgt tilmæl- um um að sérhæfa starfsmenn til þess að kljást við spillingu, mútubrot og skyld afbrot. Hegningarlög nái til þingmanna Á snærum innanríkis- ráðuneytis Ögmundar Jónassonar er unnið að breytingum á ákvæðum hegningarlaga um mútubrot og mútuþægni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.