Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 13
Guðbjörg Þorsteinsdóttir byrjaði að gefa frá sér skrítin hljóð í kringum fimm ára aldur. Það var þó ekki fyrr en átta árum síðar að hún var greind með taugasjúkdóminn Tourette. Hún hafði þá alltaf vitað að hún væri öðruvísi og varð himinlifandi þegar hún loksins fékk að vita, tólf ára göm- ul, að hún væri með sjúkdóm sem gerði hana eins og hún er. Einkennin hafa farið minnkandi á síðustu árum og hefur Guðbjörg ekki þurft að taka lyf að staðaldri. Hún getur ráðið ágætlega við sjúkdóminn dagsdag- lega sjálf. Hún segist þakklát fyrir að hafa lent í góðum bekk í grunnskóla, þar sem henni var hjálpað að fóta sig með þennan óvenjulega sjúkdóm. Arfgengur sjúkdómur Á vef Tourette-samtakanna á Íslandi er hægt að fræðast um sjúkdóminn en þar segir meðal annars að Tour- ette stafi af ójafnvægi á boðefnaflæði í heilanum. Auk þeirra einkenna sem Guðbjörg lýsir fylgja oft áráttu- og þráhyggjueinkenni, auk einkenna athyglisbrests og ofvirkni. Tourette er arfgengur sjúkdómur og ekki er hægt að lækna hann, en oftast er hægt að halda einkennum í skefjum með lyfj- um. Þess gerist þó ekki alltaf þörf, líkt og í tilfelli Guðbjargar. Um fimm af hverjum þúsund eru í dag talin sýna einkenni sjúkdómsins, en það er talsvert meira en áður var talið. Einkennalítil „Ég vil bara útskýra þetta sem tauga- sjúkdóm sem stjórnast af heilanum. Það koma bara alls konar hreyfing- ar, kækir og hljóð sem þú ræður ekki við. Sem bara gerist,“ segir hún að- spurð hvernig hún myndi lýsa sjúk- dómnum. „Ég er með lítil einkenni en það kemur alltaf eitthvað á hverj- um degi hjá mér. En það er ekki neitt rosalega mikið, ég ræð alveg við það.“ Þegar hún var yngri voru ein- kennin mikil hjá henni en þá gaf hún frá sér ýmis hljóð sem hún réð ekki við. Einkennin voru hvað mest þeg- ar hún var ellefu og tólf ára gömul, í kring um þann tíma sem hún greind- ist með sjúkdóminn. „Mér leið miklu betur að vita hvað þetta væri,“ segir hún um það þegar hún fékk loksins greiningu. Guðbjörg er í dag á átj- ánda aldursári. Fullorðnir dómharðir Móðir Guðbjargar, Kristín Péturs- dóttir, segir einkenni dóttur sinn- ar vera mjög mismunandi eftir dög- um. „Við álag og streitu verður hún oft mjög slæm, kækir og hljóð auk- ast mikið. En á góðum dögum mætti ætla að hún væri ekki með þennan sjúkdóm,“ segir hún. Það sem kom henni mest á óvart var hvað fullorð- ið fólk gat verið dónalegt og dóm- hart gagnvart dóttur sinni. Hún seg- ir að vissulega hafi komið tímabil þar sem dóttir hennar truflaði kennslu með miklum hávaða en krakkarn- ir hafi almennt tekið þessu betur en fullorðnir. „Það var ótrúlegt að verða vitni að því hvað fullorðið fólk getur verið dómhart.“ Best að spyrja Þegar Guðbjörg hafði fengið grein- ingu ákvað hún í samvinnu við kenn- arann sinn að segja bekkjarfélögum sínum frá sjúkdómnum og einkenn- um hans. Stóð hún upp fyrir framan samnemendur sína í tíma og sagði þeim frá sjúkdómnum og hvernig hún vildi að fólk brygðist við. „Mér fannst bara betra að bekkjarvinir mínir vissu af hverju ég væri að gefa frá mér alls konar hljóð. Svo lásum við um þetta fyrir bekkinn og krakk- arnir fengu að spyrja um þetta,“ seg- ir hún og viðurkennir að hafa ver- ið örlítið hrædd við að standa fyrir framan alla vini sína og útskýra sjúk- dóminn. „Ég var alltaf hrædd og vissi ekkert hvernig ég átti að bregðast við, en mér leið mun betur eftir á.“ Guð- björg segir það best að fólk spyrji hreint út um sjúkdóminn frekar en að geta í eyðurnar. Á fullu í fótbolta „Ég stunda fótbolta og er búin að gera það í mörg ár. Einkennin hverfa ein- hvern veginn þegar ég stunda fót- bolta. Ég tek ekkert eftir þeim þegar ég spila,“ segir hún aðspurð hvort sjúk- dómurinn aftri henni frá því að sinna áhugamálunum. Hún segist ekki láta sjúkdóminn stoppa sig á neinu sviði. Þegar hún var yngri reyndi hún að finna aðra einstaklinga sem eru með Tourette en segir að það hafi geng- ið illa. Hún segir að þegar hún líti til baka telji hún það ekki skipta neinu máli að hún hafi ekki þekkt neinn annan með sjúkdóminn. Vinir henn- ar og fjölskylda hafi alltaf staðið með henni. „Miðað við hvernig þetta er orðið núna þá líður mér rosalega vel. Ég fékk að fræðast um þetta sjálf bara hjá lækni.“ Fréttir | 13Miðvikudagur 12. janúar 2011 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Greind með taugasjúkdóminn Tourette tólf ára n Nær að halda sjúkdómnum í skefjum án lyfja n Fannst hún alltaf vera öðruvísi n Himinlifandi þegar hún fékk loksins greiningu Alvarlegur sjúkdómur Fyrsta skráða tilfelli Tourette er dagsett árið 1825 í Frakklandi. Tourette-sjúkdómurinn var þó ekki skilgreindur fyrr en sextíu árum síðar, árið 1885, þegar franski læknirinn Gilles de la Tourette skil- greindi hann í fyrsta sinn. Níu af sjúklingum hans höfðu sömu eða svipuð einkenni og taldi hann þau stafa af sama taugasjúkdómnum. Sjúkdómurinn dregur heiti sitt af nafni hans. Sjúkdómseinkenni Tourette-sjúklinga koma að jafnaði fram fyrir átján ára aldur, yfirleitt þegar fólk er á barnsaldri. Fyrstu einkenni þeirra sem greindir eru með Tourette eru yfirleitt hreyfingar í andliti, höndum eða fótum sem sjúklingarnir ráða ekki við. Til eru dæmi um að þeir sem þjást af Tourette-heilkenninu sýni mjög alvarleg einkenni og geti verið skaðlegir sjálfum sér eða öðrum. Það er þó fátítt og yfirleitt er hægt að halda alvarlegum tilfellum af sjúkdómnum í skefjum, ýmist með lyfjagjöf eða aðgerðum. „Það var ótrúlegt að verða vitni að því hvað fullorðið fólk getur verið dómhart Góðir vinir Guðbjörg segir að vinir sínir í skólanum hafi hjálpað henni mikið, en hún útskýrði fyrir þeim í þaula hvernig sjúkdómurinn virkar. Hér er hún til vinstri ásamt Ernu Katrínu Gunnarsdóttur, vinkonu sinni. Fullorðnir með Fordóma gagnvart sjúkdómnum Gott að fá greiningu Guðbjörg hafði alltaf vitað að hún væri öðruvísi og varð himinlifandi þegar hún loksins fékk að vita, tólf ára gömul, að hún væri með sjúkdóm sem gerði hana eins og hún er.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.