Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 29
www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. Fólk | 29Miðvikudagur 12. janúar 2011 N atalie Portman nýtur sviðsljóssins í Hollywood þessa dagana. Hún sló í gegn í The Black Swan og ljómar af hamingju enda bæði barnshafandi og nýtrúlofuð. Henni var þó komið á óvart á verðlaunaafhendingu í Palm Springs á dög- unum. Þar átti hún að taka á móti verðlaun- um og svo vildi til að hennar fyrrverandi, Jake Gyllenhaal, var kynnir á hátíðinni og það kom í hans hlut að afhenda henni verðlaunin. „Natalie er Audrey Hepburn okkar kyn- slóðar,“ sagði Jake. „Hún er glæsileg, þokka- full og með fallegar augabrúnir... hæfi- leikarík, smávaxin, fyndin, klár, ákveðin og ótrúlega góð.“ Unnusti Portman, Benjamin Millepied, hló sem betur fer að þessu öllu saman og þá sérstaklega þegar Jake endaði lofræðuna og hóf að telja upp lestina. „Hún er grænmetisæta sem er ótrúlega pirrandi þegar velja á veitingastað til að borða á,“ sagði Gyllenhal og bætti svo við: „Hún hefur einnig nýlega tilkynnt að hún sé að verða mamma og barnið hennar þarf lík- lega á meðferð að halda eftir að hafa séð The Black Swan.“ Johnny Depp: Þolir ekki áreitið J ohnny Depp, sem síðast sló í gegn í kvikmyndinni The Tourist, segir að tækniþróun undan farinna ára og offram- boð á afþreyingu hafi gert það að verkum að mannskepnan hafi týnt sjálfri sér. Johnny er giftur Vanessu Paradis og á með henni börnin Lily-Rose, 11 ára, og Jack, 8 ára. „Stundum langar mig að hlaupa öskrandi burtu úr þessari tækni- brjáluðu veröld sem við lifum í, burt frá áreiti fjölmiðlanna og þeirri geðveiki sem raunveruleikasjón- varpið er. Við höfum tapað tengsl- unum við allt þetta einfalda í lífinu og þar af leiðandi vitum við varla hver við erum lengur.“ Johnny býr í Suður-Frakklandi með fjölskyldu sinni, en hann og Vanessa eiga eyju í Karíbahafinu sem þau geta flúið til þegar tæknin og áreitið verða þeim um megn. Johnny sagði í viðtali við Red Bulletin magazine að fólki almennt þætti eigin eyja í Karíbahafinu ótrú- legur lúxus, en fyrir honum væri það eina leiðin til að halda geð- heilsunni. „Ég verð að eiga athvarf þar sem ég get andað rólega og haft það notalegt án þess að einhver sé á eft- ir mér með myndavél,“ segir Depp, sem fyrir nokkrum árum var alltaf liðtækur í djammið. Hann segir kynni sín af Vanessu fyrir 12 árum hafa orðið vendipunktur í lífi hans. „Allt sem ég gerði fyrir þann tíma er óraunverulegt fyrir mér. Þegar dóttir mín fæddist gerðist eitthvað innra með mér og nú á ég þá ósk heitasta að reynast vel þeim sem ég elska og standa mér næst.“ Áreitið er að drepa Depp Þá er gott að eiga eyju í Karíbahafinu. Hættur í djamminu Gjörbreyttist þegar hann kynntist eiginkonunni. Natalie, Natalie, Natalie... Jake Gyllenhaal jós lofi yfir fyrrverandi kærustu:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.