Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2011, Blaðsíða 18
T ilhugsunin um gjaldþrot er ekki góð,“ sagði Bjössi í World Class fyrir rúmu ári. Hann hafði nefnilega orðið svo óheppinn að setja World Class í nánast vonlausa skuldastöðu. Bjössi var eins og við hin; nema skuldirnar voru milljarðar en ekki milljónir. A ð sjálfsögðu höfum við dreg- ið saman í einkaneyslunni hjá okkur því við þurfum að haga seglum eftir vindi,“ útskýrði Bjössi í viðtali við DV fyrir rúmu ári. Hann sagðist ekki ferðast eins mikið til útlanda lengur. „Skíða- ferðir erlendis hafa heldur ekki verið neinar,“ sagði hann. R úmu ári síðar heyrðist þytur- inn í þyrluspöðum nálgast fínasta sumarbústaðahverf- ið við Þingvallavatn. Bjössi var að láta byggja sumarbústað með þyrlu. Um áramótin fór Bjössi svo í lúxusferð til New York og Mexíkó. Fjölskyldan ferðaðist með limmó- sínum og synti með höfrungum. F ólk klórar sér eðlilega í kollinum. Sérstaklega það sem hefur farið á hausinn. Annar maður er líka hissa. Það er Rogelio Biscara, sem vann við að þrífa í World Class. Þegar Bjössi flakkaði með fyrirtækið um kennitölu varð 900 þúsund króna launakrafa Rogelios eftir í gamla fyrirtækinu. Hann á þrjú börn á Fil- ippseyjum og hefur unnið hörðum höndum til að fjármagna skóla- göngu þeirra, svo þeirra bíði einhver tækifæri í framtíðinni. Rogelio synd- ir ekki með höfrungum. Hann vill bara fá launin sín. Þ essi viðurstyggilegi munur á stöðu fjármagnseigandans og venjulega launamannsins er ekki Bjössa í World Class að kenna. Hann er bara maður. Hver myndi ekki vilja synda með höfrung- um ef honum stæði það til boða? Að synda með höfrungum er unaðs- legt. Það er eins og friðsæl blanda af Kevin Costner-kvikmyndunum Waterworld og Dances with Wol- ves. Maður fúlsar ekki við slíku. Ef bankinn segir: „Syntu með höfr- ungum og byggðu lúxusbústað með þyrlu,“ er ekkert annað í stöðunni en að hlýða. Þið hin getið svo sofið með fiskunum. E inhver róttæk rotnun á sér stað í kerfinu okkar. Það verð- launar siðleysi og hleður skuldahöl- um fjármagnseig- enda á hina vinnu- sömu venjulegu. En kannski verður þetta að vera svona til að hagkerfið virki. Kannski verða hinir svokölluðu fjárfestar að vera ósnertanlegir, jafnvel þótt fyrir- tæki þeirra skilji eftir sig skuldaslóð. Kannski verða þeir að vera hálfguðir okkar tíma, ónæmir fyrir lögmálum bankanna, ólíkt okkur hinum. E kki er hins vegar útséð um niðurstöðu málsins ennþá. Í undirbúningi er riftunarmál vegna kennitöluflakks World Class. Rogelio fær hins vegar ekki borguð launin. L íklega gerir fólk of mikið úr pening- um hvort sem er. Þeir skipta alls ekki öllu máli. Heils- an er miklu mikilvæg- ari. Til að halda góðri heilsu verður maður að stunda líkamsrækt í hálftíma á hverjum degi. Varist samt hreyfingu úti við. Svifryksmengun er gjarn- an yfir heilsuverndar- mörkum í Reykjavík vegna mikillar bíla- umferðar. Ykkur, sem viljið heilsu og hamingju, er bent á að World Class er með líkams- ræktarstöðvar á níu stöðum á höf- uðborgarsvæðinu. Glæný kennitala, sömu góðu tæk- in. Nóg af bíla- stæðum. 18 | Umræða 12. janúar 2011 Miðvikudagur Rogelio og ég „Við nýttum tækifærið til að ítreka hversu alvar-legum augum bandarísk stjórnvöld líta óheimila birtingu á leyni- legum upplýsingum.“ n Philip J. Crowley, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, um málefni Birgittu Jónsdóttur á daglegum blaðamannafundi ráðuneytisins í Washington. – DV „Nú fer lyftan niður, hún fór upp í dag.“ n Ásmundur Einar Daðason þingmaður um sáttafundi innan VG. – RÚV „Það er ekki bara verið að raska búsetu háaldraðs fólks, heldur er þetta líka eins og hné í kviðinn.“ n Guðmundur Björgvinsson, formaður íbúasamtaka Flateyrar. – DV „Maður skilur ekkert í þessum seinagangi heima.“ n Helga Sveinsdóttir sem óttast að þurfa að yfirgefa Indland og skilja barn, sem hún átti í gegnum staðgöngumóður, eftir ella sæta fangelsisvist. – DV Stöðutakan gegn almenningi E itt sorglegasta einkenni ís- lenska efnahagsundursins var stöðutaka fjármálafyrir- tækja og eigenda þeirra gegn venjulegu fólki. Þessar stöðutökur gengu út á að fjármálafyrirtækin seldu almenningi fjármálaafurðir sem annað hvort borgaði sig ekki að kaupa eða voru það áhættusamar að það var ámælisvert að bjóða upp á þær. Tilgangurinn var yfirleitt sá sami: Að hafa fé af fólki með einum eða öðrum hætti með því að selja því eitthvað sem annaðhvort var kynnt sem skynsamlegt eða arðbært. Í DV í dag er fjallað um eitt dæmi af síðarnefnda taginu: Skuldirnar sem margir stofnfjáreigendur í Sparisjóði Svarfdæla á Dalvík sitja uppi með við Sögu Fjárfestingarbanka. Fjölmarg- ir íbúar á svæðinu tóku lán í krón- um eða erlendum myntum árið 2007 til að kaupa stofnfjárbréf í sjóðnum. Peningarnir sem þetta fólk setti inn í sjóðinn voru notaðir til að fjármagna kaup á hlutabréfum í einum stærsta hluthafa Exista, fjárfestingarfélaginu Kistu, eignarhaldsfélagi sem nokkr- ir sparisjóðir stofnuðu til að græða á ævintýralegum uppgangi Kaup- þings. Þessu fólki var sagt að fjárfest- ingin væri arðbær og ekki áhættu- söm. Stofnfé sparisjóðsins og hlutafé Exista er að engu orðið en skuldirnar sitja eftir á herðum fólksins. Þetta dæmi er bara eitt af fjöl- mörgum þar sem fjármálafyrir- tæki misnotuðu þá góðu stöðu sem þau virtust vera í út af uppsprengdu hlutabréfaverði. Annað dæmi, sýnu verra, er sú staðreynd að einhverjir af íslensku bönkunum voru með stórar stöður gegn íslensku krónunni, sem áttu að verja þá gegn óhjákvæmilegri leiðréttingu hennar, á sama tíma og þeir seldu viðskiptavinum sínum lán í erlendum myntum sem byggðu á þeirri forsendu að gengi krónunn- ar yrði hátt áfram. Með því að lána í erlendum myntum voru bankarnir búnir að tryggja sig enn frekar gegn óhjákvæmilegu hruni krónunnar. Þeim mun meira sem krónan myndi lækka þeim mun hærri yrðu afborg- anir viðskiptavina af lánunum í krón- um og því fleiri krónur ætti bankinn til að greiða af lánum sínum. Þetta átti til dæmis við um Lands- bankann árið 2007 en þá tapaði stærsti eigandi bankans, Samson eignarhaldsfélag Björgólfsfeðga, rúmum 15 milljörðum króna á geng- isvörnum. Eigendur Samsonar töldu að verðmæti krónunnar myndi lækka meira en raunin varð og veðj- uðu á þessa lækkun með afleiðu- samningum. Krónan hélst hins veg- ar sterkari en talið var. Þannig hafði Samson aðra hagsmuni en þeir lán- takendur Landsbankans sem höfðu fjármagnað sig með erlendum lán- um. Enn eitt dæmi er svo oft á tíðum glórulaus meðferð eignastýringar- deilda viðskiptabankanna á fjár- munum viðskiptavina sinna, til að mynda kaupum starfsmanna Glitnis á skuldabréfum Milestone síðla árs 2007. Milestone er gjaldþrota í dag og fjárfesting viðskiptavina Glitnis er töpuð. Öll þessi dæmi renna stoðum undir það sama: Að íslensk fjármála- fyrirtæki seildust í vasa almennings í auknum mæli þegar í harðbakkann sló og útlit var fyrir að góðærið myndi taka enda með lækkandi gengi krón- unnar, skorti á lánsfjármagni í heim- inum og lækkandi hlutabréfaverði. Þessar sögur hrunsins eru svo trufl- andi, sögur af venjulegu fólki sem situr uppi með skuldir sem það get- ur ekki borgað eða hátt tap vegna vondrar eignastýringar eða ráðgjaf- ar. Og þrátt fyrir rannsóknarskýrslu Alþingis, sem er ómetanleg heim- ild, er það alls ekki svo að þessi angi hrunsins hafi verið nægilega vel rannsakaður eða kortlagður. Leiðari Eru peningar allt? „Auðvitað myndum við öll vilja eiga meira af þeim en peningar eru hvorki upphaf né endir neins, segir Guðmundur Gunnarsson umsjón- armaður þáttarins Ferð til fjár. Bókstaflega Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar„Að íslensk fjár- málafyrirtæki seildust í vasa almenn- ings í auknum mæli þegar í harðbakkann sló. Bjössi í náðinni n Heilsuforkólfurinn Björn Leifs- son, kenndur við World Class, er að líkindum sá útrásarvíkingur sem mestrar náðar nýtur hjá þeim sem ráða í bönk- unum. Birni hefur tekist að hrista af sér him- inháar skuldir og lifir í vellysting- um, fjarri bið- röðum fátækra. Þvert á það sem gerist með marga aðra fær hann að halda fyrirtækj- um sínum. Á meðan er til dæmis Jóhannes Jónsson í Bónus hundeltur og sviptur öllum eigum sem í næst. Misjöfn eru mannanna kjör. Valtur eftirlauna- maður n Björn Bjarnason, eftirlaunaþegi og fyrrverandi ráðherra, er á meðal langorðari bloggara. Færslur hans eru gjarnan í þeirri lengd að talsvert úthald þarf til að ljúka lestrinum. Í síð- ustu viku kvað við nýjan tón eft- ir að Björn hafði álpast út í óveður sem hann taldi vera mikið. „Ég hélt að norðanrok- ið mundi feykja mér um koll um hádegisbilið í dag á Kalkofnsvegin- um.“ Svo mörg voru þau orð. Sofandi ráðherra n Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra ætlar að láta gera óháða úttekt á Funamálinu á Ísafirði, þar sem haldið var leyndum upp- lýsingum um díoxínmengun frá brennslustöðinni. Hún er greinilega skíthrædd við málið og vill drepa því á dreif með slíkri rannsókn. Svandís hefur ærna ástæðu til að vera kvíðin. Ein af margtuggnum staðreyndum málsins er nefnilega að upplýsingarnar voru sendar strax og þær komu fram inn í ráðu- neyti hennar, þar sem þær hafa leg- ið síðan. Ef Svandís fylgdist með í sínu eigin ráðuneyti hefði henni því verið í lófa lagið að vera fyrir löngu búin að vaða í málið. Ráðherrann svaf einfaldlega á verðinum. Ráðherrastóll riðar n Það var óvart Ólína Þorvarðardótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, sem vakti Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra til meðvitund- ar um Funamálið þar sem Svand- ís átti fyrir löngu að vera búin að láta til sín taka. En Svandís virðist hafa týnst ofan í ráðuneyti sitt eins og kom fram í nýrri könnun á um hvaða ráðherra er fjallað í fjölmiðl- um. Langminnst var fjallað um Svandísi. Kannski gengur feluleik- ur hennar með svokallaða óháða rannsókn einhvern tíma, en stað- reyndin er sú að Svandís hafði í sínu ráðuneyti gögn um hættulega mengun og gerði ekkert. Hermt er að hún megi þakka fyrir ef þetta verður ekki til þess að ráðherramál VG leysist með því að hún verði að segja af sér. Sandkorn tryGGVaGötu 11, 101 rEykJaVík Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson, johannh@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Glæný kennitala, sömu góðu tækin. Nóg af bílastæðum. Svarthöfði Spurningin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.