Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 8
8 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Línu- og netabáturinn Háey II á Húsavík: 2,2 milljarðar hvíla á bátnum Samkvæmt veðbókarvottorði hvíla um 2,2 milljarðar króna á línu- og netabátnum Háey II. Báturinn er gerður út af GPG fiskverkun á Húsa- vík, sem hefur glímt við mikla erf- iðleika. Félagið sem er skráð fyr- ir bátnum heitir A300 ehf. Báturinn er skráður rétt tæplega 15 brúttó- tonn og er 10 metrar á lengd. Hann var smíðaður í Hafnarfirði árið 2007 af Samtak ehf. og er af gerðinni Vík- ingur 1200. Slíkur bátur kostar nýr nokkra tugi milljóna. Samkvæmt þinglýsingarvottorði eru 10 veðbönd á bátnum. fjögur þeirra voru gefin út í lok júlí 2007. Þar af eru 950 milljónir króna í íslenskum krónum og rúmar 4 milljónir evra. Veðbönd sem eru dagsett 24. júlí 2008 upp á samtals 625 milljónir króna, eru einnig skráð á bátinn. Gunnlaugur Hreinsson fram- kvæmdastjóri GPG fiskverkunar vildi ekki veita DV upplýsingar um ástæðu skuldanna en nefndi krossveð í aðr- ar eignir fyrirtækisins svo sem kvóta. „Það vita það allir landsmenn að er- lendar skulir hækkuðu um meira en helming við fall krónunnar. Skuldir í sjávarútvegi jafnvel tvöfölduðust og þrefölduðust hjá þeim sem fóru verst.“ Aðspurður hvort skuldirnar séu við- ráðanlegar, svarar hann: „Skuldirnar eru miklar, en tíminn vinnur eitthvað með mönnum.“ Háey II komst í fréttirnar í fyrra- haust þegar báturinn strandaði við Hólshöfða skammt innan við Raufar- höfn í september. „Ég startaði Black Pistons MC hér og er þetta opinber stuðningsklúbbur Outlaws MC. Og vegna mikillar eftir- spurnar frá Íslandi þá aðstoðaði ég þá í að starta þessum klúbbi þar,“ segir Jón Trausti Lúthersson sem staddur er í Noregi þar sem hann hefur búið síðustu ár. Jón Trausti segir að hann hafi ver- ið meðlimur í Black Pistons MC í Nor- egi, en nú sé hann hins vegar full- gildur meðlimur í Outlaws. „Ég fékk stöðuhækkun fyrir um tveimur mán- uðum síðan. Í dag er ég orðinn full- gildur meðlimur í Outlaws.“ Ekki rekinn Jón Trausti er sem kunnugt er fyrr- verandi forsvarsmaður mótorhjóla- samtakanna Fáfnis, nú Hells Ang- els MC Iceland. Hann segir tíma til kominn að koma sannleikanum um brotthvarf sitt úr Fáfni á framfæri þar sem margar misgáfulegar sögusagnir og kjaftasögur hafi gengið um hann síðustu ár. Meðal þeirra er að hann hafi verið rekinn úr klúbbnum með skömm og hafi verið settur á einskon- ar svartan lista, því hafi hann flúið til Noregs þar sem honum hafi ekki ver- ið líft á Íslandi. Jón Trausti segir í sam- tali við DV þetta vera af og frá. „Ég var ekki rekinn úr Fáfni MC, ég gekk út af persónulegum ástæðum og iðrast einskis með það,“ segir Jón Trausti sem kom við sögu í umfjöll- un DV um helgina. Blaðið hefur undir höndum gögn er snúa að rannsókn- um og greiningarstarfi lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi þar sem fjórar höfuðblokkir eru nefndar sem lögreglan hafi sérstakar áhyggjur af. Þær blokkir eru MC Iceland, sem fyr- ir helgi voru tekin formlega inn í Hells Angels, Black Pistons MC, sem Jón Trausti kom á laggirnar, Semper Fi, samtök Jóns „stóra“ Hallgrímssonar, og loks pólsk og lítháísk glæpasam- tök. Í gögnum sem DV hefur undir höndum kemur líka fram að óttast sé að Jón Trausti hyggi á hefndir vegna brotthvarfs síns úr Fáfni og því hafi hann stofnað Black Pistons hér á Ís- landi, í raun til höfuð MC Iceland. Bara hræðsluáróður Aðspurður um þær áhyggjur lögregl- unnar að hann sé að fara að hefna sín og að uppgjör sé í nánd milli mótor- hjólaklúbbanna gefur Útlaginn lítið fyrir þær pælingar löggunnar. „Það er ekkert uppgjör í aðsiglingu frá minni hálfu né míns hóps. Þetta lítur út fyrir að vera hræðsluáróður af hálfu yfirvalda til að auka fjárveitingar og fleira til lögreglu,“ segir Jón Trausti. Jón Trausti vildi hins vegar ekk- ert segja aðspurður um meðal ann- ars hvað Black Pistons ætlaði sér á Íslandi, hver tilgangur klúbbsins væri, hvort samtökin væru komin með einhverjar höfuðstöðvar og af hverju Jón Trausti teldi eftirspurn eft- ir Black Pistons á Íslandi. „No comm- ent.“ Sama svar fékkst við spurningu um hvort ekki væri hægt að stofna mótor hjólasamtök hér á landi án þess að tengja þau stórum og þekkt- um samtökum úti í heimi sem tengd hafa verið skipulagðri glæpastarf- semi erlendis. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is „Þetta lítur út fyrir að vera hræðsluáróður af hálfu yfirvalda til að auka fjárveitingar. Frá Húsavík Samkvæmt veðbanda yfirliti eru áhvílandi 2,2 milljarðar á línu- og netabátnum Háey II. „Fullgildur meðlimur í Outlaws“ n Jón Trausti Lúthersson snéri baki við Fáfni og Hells Angels n Stofnaði Black Pistons MC hér á Íslandi vegna eftirspurnar n Er sjálfur orðinn fullgildur meðlimur í Outlaws í Noregi Útlagi Jón Trausti Lúthers- son í Outlaws-klæðnaðinum. Hann stofnaði Black Pistons á Íslandi og er nú fullgildur meðlimur í Outlaws í Noregi. MyNd Úr EiNkASAFNi Ölvaður ökumaður velti bíl Meira af lögreglufréttum því bíll valt í Ártúnsbrekku aðfaranótt sunnudagsins og er talið að öku- maður hafi verið undir áhrifum áfengis. Einn farþegi var með ökumanninum. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu tók sex öku- menn um nóttina sem grunaðir eru um um að hafa ekið und- ir áhrifum áfengis. Með þessu hafði lögreglan því tekið svipaðan fjölda ökumanna þrjá daga í röð vegna gruns um ölvunarakstur. Aðfaranótt föstudags stöðvaði lögreglan 160 ökumenn í hefð- bundnu eftirliti og reyndust sjö þeirra ölvaðir undir stýri. Líkamsárás á N1 Lögreglan var kölluð til á bensínstöð N1 við Hringbraut um klukkan sex á sunnudagsmorgun. Réðst maður á annan með þeim afleiðingum að sá sem varð fyrir árásinni þurfti að leita á slysadeild. Árásarmaðurinn var hins vegar færður í fangageymslur lögreglunnar. Fórnarlambið er ekki talinð hafa orðið fyrir alvarlegum áverkum. Einnig var bíl stolið fyrir utan aðra bensínstöð rétt eftir miðnætti. Hafði ökumaður skilið bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan bensínstöð- ina. Þegar hann kom út var hún hins vegar horfin. Enn hefur ekki tekist að finna bifreiðina. UVG mótmæla Ögmundi Stjórn Ungra vinstri grænna mót- mælir harðlega hugmyndum Ögmundar Jónassonar innan- ríkisráðherra um forvirkar rann- sóknarheimildir lögreglunnar. Í ályktun sem félagið hefur sent frá sér segir: „...með því að heimila njósnir um einstaklinga án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um saknæmt athæfi er ríkisvaldið komið út á næf- urþunnan ís.“ Stjórn félagsins skorar á Ögmund Jónasson, sem sjálfur er liðsmaður Vinstri grænna, að endur- skoða afstöðu sína í málinu. „Út frá grundvallar mannréttinda - og lýð- ræðissjónarmiðum verður að hafna öllum slíkum hugmyndum,“ segir svo í ályktuninni. Árétting Í frétt í helgarblaði DV var sagt frá því að forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Sögu verktaka íhugi að stefna Dögg Pálsdóttur hæstaréttarlögmanni fyrir meiðyrði. Verktakarnir unnu mál gegn henni í Hæstarétti Íslands vegna viðskipta sem hún og sonur hennar áttu í. Það skal áréttað að mögulegt meiðyrðamál snýr ekki að syni Daggar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.