Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Side 10
10 | Fréttir 7. mars 2011 Mánudagur Á sama tíma og laun almennra bankamanna hafa ekkert hækkað umfram almenna kjarasamninga hafa laun bankastjóra Arion banka hækkað um 145 prósent. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Höskuld- ur H. Ólafsson bankastjóri hafi ver- ið með 30 milljónir króna í laun árið 2010. Kom hann til starfa þann 1. júní og því er um sjö mánaða laun að ræða sem gera 4,3 milljónir króna á mán- uði. Þessi hækkun bankastjóralaun- anna kom á sama tíma og almennir launamenn þurftu að fresta umsömd- um launahækkunum. Í ársreikningnum kemur einn- ig fram að laun Finns Sveinbjörns- sonar, fyrrverandi bankastjóra, hafi verið 15,9 milljónir króna árið 2010 fyrir fimm mánaða tímabil sem ger- ir 3,2 milljónir króna á mánuði. Iða Brá Benediktsdóttir, upplýsingafull- trúi bankans, vildi ekkert segja fyrir hönd bankans um málið í samtali við blaðamann DV. Ekki náðist í Höskuld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þeg- ar DV fór í prentun hafði hann ekki svarað þeim spurningum sem sendar höfðu verið á hann. Laun 26 verkamanna Sama dag og Höskuldur kom til starfa fyrir Arion banka, eða þann 1. júní 2010 gengu í garð samningsbundn- ar launahækkanir upp á 2,5 prósent til handa almennu launafólki. Sam- ið var um hófsamar launahækkanir í kjarasamningum árið 2008 og átti síð- asti áfanginn að hefjast þann 1. jan- úar 2010, en var í kjölfar stöðugleika- sáttmálans frestað til 1. júní. Á sama tímabili og almennir launamenn af- söluðu sér réttindum sínum hækk- uðu laun bankastjóra Arion banka því að jafnaði um rúmar 100 þúsund krónur á mánuði. Í dag er svo komið að Höskuldur er með ígildi launa 26 verkamanna á lágmarkslaunum, en þau eru 165.000 krónur. Laun Höskuldar hafa hækkað jafnt og þétt undanfarin ár en samkvæmt tekjublaði Mannlífs var hann með 958 þúsund krónur í laun þegar hann starfaði fyrir Visa árið 2006. Árið 2007 var hann svo orðinn forstjóri Valitor og hafði þá hækkað umtalsvert í laun- um og var með 1,9 milljón á mánuði. Launin hækkuðu enn frekar árið 2008 en þá hafði 2,6 milljónir í mánaðar- tekjur. 40 prósenta hækkun Friðbert Traustason, formaður Sam- taka starfsmanna fjármálafyrirtækja, hafði ekki kynnt sér launahækkan- irnar þegar DV hafði samband við hann. „Ég er ekki búinn að skoða þetta, þannig að ég get ekki mynd- að mér skoðun fyrr en ég sé þetta og sannreyni,“ sagði hann. Aðspurð- ur um hver launaþróun almennra starfsmanna bankanna hefði verið frá bankahruni sagði Friðbert laun- in ekkert hafa hækkað umfram kjara- samninga. „Það er alveg ljóst að ef bankarnir eru að bæta kjör einhverra, þá förum við auðvitað fram á það að kjör allra félagsmanna okkar verði bætt,“ segir Friðbert. Í ársreikningi Arion banka kem- ur einnig fram að heildarlaun banka- stjóra og stjórnar Arion banka hafi hækkað úr 80,1 milljón króna árið 2009 í 109,9 milljónir króna árið 2010. Er það tæplega 40 prósenta hækkun á milli ára. Eins og frægt er orðið lækkaði Finnur Sveinbjörnsson laun sín úr 1.950 þúsund krónum á mán- uði í 1.750 þúsund krónur árið 2008 fljótlega eftir að hann tók við starfi sínu. Var á þeim tíma líka upplýst að Birna Einarsdóttir, bankastjóri Ís- landsbanka, væri með 1.750 þúsund krónur í mánaðarlaun og Elín Sigfús- dóttir, þáverandi bankastjóri Lands- bankans, með 1.950 þúsund krónur á mánuði. Birna Einarsdóttir var með um 2,6 milljónir króna í laun á mán- uði árið 2010 og hafa laun hennar því líka hækkað mikið líkt og hjá banka- stjóra Arion banka. „Alveg ótrúlegt“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, bendir á að hækkunin ein og sér, úr 1.750 þúsund krónum í 4,3 milljónir, sam- svari launum fimmtán verkamanna á lágmarkslaunum. „Það er alveg ótrúlegt að verða vitni að þessu núna í miðjum kjarasamningum. Þetta er bara það sem maður hef- ur ætíð horft upp á. Þegar kemur að því að semja um kaup og kjör fyr- ir verkafólk, þá heyrist alltaf sami gráturinn um að það séu ekki nein- ar forsendur til þess að gera slíkt, því að þá séu menn að ógna hér einhverjum stöðugleika. Menn tala um að það sé engin leið að hækka launin vegna þess að það hafi ruðn- ingsáhrif út í aðra launahópa. Síðan birtast manni svona hækkanir og þá heyrist ekkert í Samtökum atvinnu- lífsins,“ segir hann. Áhugavert er að skoða launa- þróun núverandi bankastjóra Arion banka í samanburði við launaþróun bankastjóranna sem stýrðu bankan- um fyrir hrun. Í rannsóknarskýrslu Alþingis kemur fram að heildarlaun Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrver- andi bankastjóra Kaupþings, hafi ríflega fjórfaldast á árunum 2004 til 2006 og voru þau rúmar 80 milljón- ir krónur á mánuði árið 2006. Voru grunnlaun hans lægst árið 2005 eða tæpar 8 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Á árunum 2008–2010 hafa laun bankastjóra Arion banka nærri því þrefaldast. Haldi Höskuldur H. Ólafsson, núverandi bankastjóri Arion banka, þeim tekjum sem hann hefur, má gera ráð fyrir því að á árinu 2011 fái hann í kringum 51 milljón króna í heildarlaun. DV sendi tölvupóst á Höskuld H. Ólafsson þar sem hann var spurður út í launahækk- anirnar. Hann svaraði blaðinu ekki. 1. Hver tók ákvörðun um að laun bankastjóra skyldu hækkuð eins og raun ber vitni? 2. Hvaða ástæður eru fyrir því að laun bankastjóra hafa hækkað? 3. Telur þú að launahækkunin þín geti orðið til þess að laun almennra starfs- manna í bankanum hækki hlutfallslega jafn mikið? 4. Hvernig svarar þú þeim gagnrýnis- röddum sem hafa heyrst um að laun þín séu allt of há? 5. Stefnir í frekari launahækkanir hjá þér? Spurningar DV 2009–2010 3,1 prósent 2010–2011 4,4 prósent 2009–2011 7,7 prósent Hækkun launavísitölu 145 prósenta hækkun bankastjóralauna n Laun bankastjóra Arion banka hafa hækkað um 145 prósent frá árinu 2008 n Laun fyrrverandi bankastjórans voru lækkuð í kjölfar mikillar gagnrýni almennings n Á sama tímabili og laun banka- stjóra hækkuðu var almennum launahækkunum frestað n Alveg ótrúlegt, segir verkalýðsleiðtogi Milljónamaður Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, hefur hækkað verulega í launum samkvæmt ársreikningi bankans. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Sama dag og Höskuldur kom til starfa fyrir Arion banka, eða þann 1. júní 2010, gengu í garð samnings- bundnar launahækkan- ir upp á 2,5 prósent til handa almennu launa- fólki. 1.7 50 .0 0 0 k r. 3. 18 0 .0 0 0 k r. 4. 28 5. 71 4 kr . 1.11. 2008 1.1. 2010 1.6. 2010 144,90% hækkun 81,7% hækkun Bankastjóralaunin Þetta graf sýnir launaþróun forstjóra Arion banka eftir bankahrunið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.