Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Síða 14
Betra en í „fínum“ búðum n Lofið að þessu sinni fær Hagkaup í Smáralind en ánægður viðskipta- vinur sendi eftifarandi: „Ég fór í Hagkaup í Smáralind um daginn til að kaupa stígvél á dætur mínar. Ég átti alls ekki von á að fá neina þjónustu og bjóst við því að þurfa að leita sjálf að réttu númerunum og svo framvegis. En svo var nú aldeilis ekki, í skódeild- inni starfaði afar alúðleg og hjálpsöm kona sem vildi bókstaflega allt fyrir okkur gera. Held ég hafi aldrei fengið svona góða þjónustu í „fínni“ skóbúðum.“ Leiguverð kannað meðal leigjenda Neytendasamtökin könnuðu húsa- leiguverð með því að kalla eftir upplýsingum frá leigjendum sjálf- um í könnun sem haldið var úti á heimasíðu samtakanna. Samkvæmt könnuninni munar miklu á leigu- verði sem þátttakendur könnunar- innar könnuðust við og því sem kom fram í neysluviðmiðum í skýrslu sem unnin var fyrir velferðarráðu- neytið. Samkvæmt niðurstöðum könnunar Neytendasamtakanna er munur á leiguverði sem leigjendur sjálfir kannast við og því sem birtist í neysluviðmiðunum 55–109 prósent. Gæti hækkað standardinn n Verslunin 10-11 í Austurstræti fær last fyrir þjónustu. Óánægður við- skiptavinur vildi koma þessu á fram- færi: „Leiðinlegt að segja frá því en 10-11 í Austurstæti gæti hækkað eig- in standard í þjónustu. Ég vil síst af öllu ganga út úr verslun með samviskubit yfir að ræna tíma af þeim sem þjónar mér. Það eru ákaflega leiðinleg skilaboð að taka með sér út í samfélagið,“ segir viðskiptavinurinn óánægði. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Lof&Last Svona sofum við betur Átt þú erfitt með svefn? Svefnleysi getur verið afar slæmt fyrir andlega og líkamlega heilsu en mörg góð og gegn ráð eru til við svefnleysi. Maður lifandi gefur nokkur slík ráð á heimasíðu sinni en þar er meðal annars mælt með að fara alltaf að sofa á sama tíma og vakna á sama tíma. Varast skal að leggja sig á daginn og mikilvægt er að stunda hreyfingu. Passa skal upp á hitastigið í herberginu og forðast að borða þungan mat á kvöldin en það er heldur ekki gott að fara svangur að sofa. Eins skal forðast öll örvandi efni í að minnsta kosti tvo klukkutíma fyrir svefn. Gott er að stunda slökun uppi í rúmi rétt fyrir svefninn en aldrei skal fara að sofa í æstu hugarástandi. 14 | Neytendur Umsjón: Gunnhildur Steinarsdóttir gunnhildur@dv.is 7. mars 2011 Mánudagur E ld sn ey ti Verð á lítra 225,9 kr. Verð á lítra 230,8 kr. Bensín Dísilolía Verð á lítra 225,7 kr. Verð á lítra 230,6 kr. Verð á lítra 225,7 kr. Verð á lítra 230,8 kr. Verð á lítra 225,6 kr. Verð á lítra 230,5 kr. Verð á lítra 225,7 kr. Verð á lítra 230,8 kr. Verð á lítra 225,9 kr. Verð á lítra 230,8 kr. Algengt verð Almennt verð Algengt verð Akureyri Melabraut Algengt verð Sykur kallar á eiri Sykur Gosdrykkir eru væntanlega með því eitraðasta sem við setjum inn fyrir okkar varir ef marka má umfjöllun um áhrif þeirra á líkamann á dönsku síðunni alun.dk. Þar er greint frá því hvað gerist í líkamanum fyrsta klukkutímann eftir að við drekkum gosdrykk. Þetta eru kannski ekki ný vísindi en þessar upplýsingar ættu að gera okkur meðvitaðri um afleiðing- ar gosdrykkju og fá okkur til að reyna eftir megni að halda börnunum okk- ar og unglingum frá neyslu á slíkum drykkjum, sem og okkur sjálfum. Það má einnig teljast undarlegt að á með- an við Íslendingar höfum óheftan aðgang að hinum ágæta drykk vatni skulum við drekka eins mikið af gos- drykkjum og raun ber vitni. Þess má einnig geta að gosdrykkir eru nær- ingarsnauðir og því oft sagt að í þeim séu tómar hitaeiningar. Skoðum hvað gerist í líkamanum við neyslu gos- drykkjar: Klukkutíminn eftir gosdrykkju Í einni hálfs lítra flösku af Coca-Cola er jafnmikill sykur og í 27 sykurmol- um en tíu mínútum eftir drykkju hef- ur sykurinn borist út í blóðrás líkam- ans. Tuttugu mínútum eftir drykkju gossins stígur blóðsykurinn kröftug- lega og bris seytir insúlíni, sem lifrin bregst við með því að breyta sykrin- um í fitu. Fjörutíu mínútum eftir drykkju er upptaka koffíns í hámarki. Sjáöldrin víkka, blóðþrýstingur hækkar og lifrin skilar enn meiri sykri út í blóðrásina. 45 mínútum eftir drykkju eykst framleiðsla á dópamíni í líkamanum, sem eykur vellíðunartilfinningu í heil- anum. Sumir segja að við upplifum í raun sömu líkamlegu viðbrögð og við inntöku heróíns. Klukkutíma eftir að hafa drukk- ið gos förum við í sykursjokk en það gerist þegar blóðsykurinn fellur og við vitum hvað gerist við það; líkaminn kallar á meiri sykur. Hvað er í einni dós af gosi? Fosfórsýra: Er ekki í öllum gosdrykkj- um en getur truflað getu líkamans til að nýta kalk, sem getur leitt til bein- þynningar og veikir tennur og bein. Á vefnum heilsubankinn.is er fjall- að um fosfórsýru en þar segir að það sé hún sem fari einna verst með tennurnar með því að eyða gler- ungi þeirra. Sýran sé auðfáanleg og ódýr og því víða notuð. Einnig er hún notuð í ýmsa gróðuráburði, þvotta- og hreinsiefni, til dæmis í verksmiðjuhreinsun. Hún er meðal annars notuð á skipasmíðastöðvum til að fjarlægja ryð af skipum. Sykur: Það hefur verið sannað að óhófleg neysla sykurs að staðaldri eykur insúlínmagn sem í sumum til- fellum getur leitt til hærri blóðþrýst- ings og aukins kólesterólmagns sem aftur á móti eykur líkur á sykursýki, hjartasjúkdómum, yfirvigt, það flýtir fyrir öldrun og hefur fleiri neikvæð- ar hliðarverkanir. Í raun er ekki til neinn ráðlagður dagskammtur af sykri. Hins vegar er ráðlagt að við- bættur sykur sé ekki meiri en sem svarar 10 prósentum orkunnar. Aspartam: Sætuefni sem notað er í stað sykurs í sykurskertum eða -lausum drykkjum. Sætuefnin við- halda þörfinni fyrir sætindi en það að borða mikið af sætindum slítur úr samhengi eðlilega neyslu á mat. DV ræddi fyrr á þessu ári við Þór- hall Inga Halldórsson, lektor við Matvæla- og næringarfræðideild Gunnhildur Steinarsdóttir blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is Kolla í Ísland í bítið á Bylgjunni: „Verð alltaf að hafa kók við höndina“ Kolbrún Björnsdóttir, útvarpskona á Bylgjunni, segist vera kókisti í samtali við DV. „Já, það má segja að þetta sé hálfgerð fíkn. Ég held að ég hafi minnkað kókdrykkjuna en ég verð alltaf að hafa kók við höndina. Eins að eiga kók heima svo ég geti fengið mér,“ segir hún en bætir við að hún drekki ekki kaffi. Þetta sé líklega svipað og með þá sem drekki kaffi. „Maður hugsar út í það öðru hvoru hvort maður ætti að hætta þessu og ég hef oft meðvitað reynt að drekka meira vatn og safa. Ég drekk hins vegar ekki mikið af kókinu, það er kannski meira hugsunin um að það sé til staðar.“ Hún segist geta fundið mun á nýju og gömlu kóki og að því nýrra sem það sé, því betra. „Ég finn alveg mun á því sem rennur út í ágúst og því sem rennur út í desember. Mér skilst að það sé svo með marga,“ segir Kolbrún. Hún segir fíknina ekki vera einskorðaða við Coca-Cola hjá fólki heldur er þetta svo með margar tegundir, svo sem Pepsi, Pepsi Max og Coca-Cola light. Gosdrykkir Við ættum að halda börnunum frá gosdrykkjum vegna sykursins og koffínsins. MYND PHOTOS.cOM Ískalt og svalandi Sum efni í gosi kunna að hafa óæskilegar verkanir. MYND PHOTOS.cOM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.