Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2011, Page 25
Sport | 25Mánudagur 7. mars 2011
Sepp Blatter snýst hugur:
Marklínutækni á HM 2014
Sepp Blatter, forseti alþjóðaknatt-
spyrnusambandsins FIFA, segist nú
fagna komu marklínutækninnar og
finnist nothæf tækni verði hún notuð
á heimsmeistarakeppninni í Brasilíu
árið 2014. Tíu kerfi hafa verið prófuð
síðastliðinn mánuð en ekkert þeirra
stóðst kröfur FIFA. Sambandið ætlar
þó að halda leit áfram út árið 2011.
„Marklínutæknin hjálpar dómurun-
um,“ sagði Blatter á fundi FIFA.
Mikil eftirspurn hefur verið eft-
ir slíkri tækni sem lætur dómarana
vita hvort boltinn sé inni eða ekki.
Blatter hefur ávallt verið á móti því
að koma með utanaðkomandi áhrif
inn í boltann en hefur nú snúist
hugur. Helsta ástæða þess er skand-
allinn sem enska landsliðið lenti í
á HM þegar augljóst mark Franks
Lampards fékk ekki að standa gegn
Þýskalandi í 16 liða úrslitum keppn-
innar.
Búist er við ákvörðun um mark-
línutæknina í mars á næsta ári.
Blatter sagðist á fundi FIFA vonast til
þess að að þær prófanir sem eiga að
fara fram í ár leiði til þess að tæknin
finnist.
„Við munum halda áfram að
horfa til tæknilegu hliðarinnar og
vonandi koma með þá tækni sem
við ætlum að sýna á árlegum fundi
FIFA að ári í Lundúnum. Þá verð-
ur ákvörðunin tekin. Ef við finnum
nothæfa tækni munum við án efa
vilja nota hana í boltanum. Ef stjórn
sambandsins er sama sinnis sé ég
ekkert sem stendur í vegi fyrir því að
marklínutækni verði notuð á HM í
Brasilíu 2012,“ sagði Blatter.
tomas@dv.is
Enska úrvalsdeildin
Birmingham - WBA 1-3
0-1 Youssuf Mulumbu (47.), 1-1 Jean
Beausejour (48.), 1-2 James Morrison (58.),
1-3 Paul Scharner (72.).
Arsenal - Sunderland 0-0
Bolton - Aston Villa 3-2
0-1 Darren Bent (15.), 1-1 Gary Cahill (45.+2),
1-2 Marc Albrighton (64.), 2-2 Gary Cahill
(74.), 3-2 Ivan Klasnic (86.).
Fulham - Blackburn 3-2
1-0 Damien Duff (37.), 1-1 Grant Hanley (46.),
2-1 Damien Duff (59.), 2-2 Junior Hoilett
(65.), 3-2 Bobby Zamora, víti (89.).
Newcastle - Everton 1-2
1-0 Leon Best (23.), 1-1 Leon Osman (31.), 1-2
Phil Jagielka (36.)
West Ham - Stoke 3-0
1-0 Demba Ba (21.), 2-0 Manuel Da Costa
(29.), 3-0 Thomas Hitzlsperger (82.).
Man. City - Wigan 1-0
1-0 David Silva (37.).
Liverpool - Man. United 3-1
1-0 Dirk Kuyt (34.), 2-0 Dirk Kuyt (39.), 3-0
Dirk Kuyt (65.), 3-1 Javier Hernandez (90.+2)
Úlfarnir - Tottenham 3-3
1-0 Kevin Doyle (20.), 1-1 Jermain Defoe
(30.), 1-2 Jermain Defoe (35.), 2-2 Kevin
Doyle (41., víti), 2-3 Roman Pavlyuchenko
(48.), 3-3 Stephen Fletcher (87.)
STAðAN
Lið L U J T M St
1. Man. Utd 29 17 9 3 63:30 60
2. Arsenal 28 17 6 5 57:27 57
3. Man. City 29 15 8 6 45:25 53
4. Chelsea 27 14 6 7 48:23 48
5. Tottenham 28 13 9 6 41:34 48
6. Liverpool 29 12 6 11 39:36 42
7. Bolton 29 10 10 9 42:40 40
8. Sunderland 29 9 11 9 33:35 38
9. Newcastle 29 9 9 11 44:41 36
10. Everton 28 8 12 8 37:37 36
11. Fulham 29 7 14 8 32:31 35
12. Stoke City 29 10 4 15 32:38 34
13. Aston Villa 29 8 9 12 37:50 33
14. Blackburn 29 9 5 15 37:49 32
15. Blackpool 28 9 5 14 42:55 32
16. WBA 29 8 8 13 39:54 32
17. West Ham 29 7 10 12 36:49 31
18. Birmingham 27 6 12 9 26:38 30
19. Wolves 29 8 5 16 34:49 29
20. Wigan 29 5 12 12 27:50 27
Enska B-deildin
Burnley - Crystal Palace 1-0
Coventry - Bristol City 1-4
Aron Einar Gunnarsson spilaði allan
leikinn fyrir Coventry.
Derby - Barnsley 0-0
Leeds - Doncaster 5-2
Norwich - Preston 1-1
Nott. Forest - Hull 0-1
Portsmouth - Sheff. United 1-0
Hermann Hreiðarsson lék allan tímann
fyrir Portsmouth og skoraði sigurmark
liðsins.
QPR - Leicester 1-0
Heiðar Helguson spilaði allan leikinn fyrir
QPR og nældi sér í gult spjald.
Reading - Middlesbrough 5-2
Brynjar Björn Gunnarsson spilaði allan
leikinn fyrir Reading en Ívar Ingimarsson er
aftur frá vegna smávægilegra meiðsla.
Scunthorpe - Swansea 1-0
Watford - Millwall 1-0
Cardiff - Ipswich 0-2
STAðAN
Lið L U J T M St
1. QPR 35 19 13 3 57:20 70
2. Swansea 35 19 5 11 48:31 62
3. Cardiff 35 18 7 10 55:40 61
4. Norwich 35 16 12 7 55:43 60
5. Nottingham F. 35 15 14 6 45:30 59
6. Leeds 35 15 12 8 67:57 57
7. Burnley 33 14 11 8 50:39 53
8. Hull 35 13 13 9 40:36 52
9. Leicester 35 15 7 13 51:52 52
10. Reading 35 12 15 8 56:41 51
11. Portsmouth 35 14 8 13 48:46 50
12. Watford 34 13 10 11 60:51 49
13. Millwall 35 12 11 12 43:37 47
14. Ipswich 34 13 6 15 45:43 45
15. Bristol City 35 12 8 15 45:50 44
16. Barnsley 35 11 10 14 40:51 43
17. Doncaster 35 11 9 15 48:65 42
18. Derby 35 11 7 17 43:48 40
19. Coventry 34 11 7 16 37:44 40
20. Middlesbro 34 10 7 17 42:52 37
21. Cr. Palace 35 9 8 18 33:55 35
22. Scunthorpe 34 10 4 20 32:58 34
23. Sheffield Utd 35 7 8 20 30:55 29
24. Preston 34 5 10 19 36:62 25
Úrslit
„Að skora þrennu gegn Manchest-
er United er besta upplifun mín á
ferlinum,“ sagði kampakátur Dirk
Kuyt eftir frábæran sigur Liverpool
á efsta liði ensku úrvalsdeildarinn-
ar, Manchester United, á sunnu-
daginn. Mark Javier Hernandez í
uppbótartíma fyrir United dugði
skammt því 3–1 sigur Liverpool
var síst of stór en líklega var þetta
besti leikur liðsins á leiktíðinni.
Kuyt skoraði fyrstu tvö mörkin á
fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik.
Það fyrra eftir gjörsamlega stór-
kostleg tilþrif Luis Suarez þar sem
hann sólaði United-vörnina í tætl-
ur. Annað markið kom svo eftir
mistök Nanis. Í seinni hálfleik urðu
enn ein mistök United, nú hjá Van
der Sar, til þess að Kuyt fullkomn-
aði þrennuna þegar hann fylgdi eft-
ir fastri aukaspyrnu Luis Suarez.
Úrúgvæinn Suarez var magnaður í
leiknum.
Frábær afmælisgjöf
Kenny Dalglish hefur marga hildi
háð við Manchester United, bæði
sem leikmaður og þjálfari. Hann
fagnaði sextugsafmæli sínu á föstu-
daginn og fékk þá köku frá liðinu.
Afmælisgjöfin sem Dirk Kuyt færði
honum í gær var þó án efa besta gjöf-
in sem hann fékk um helgina. Sigur á
erkifjendunum í Manchester United.
„Strákarnir eiga skilið allt það lof sem
þið getið gefið þeim,“ sagði Dalglish
við breska ríkisútvarpið, BBC, eftir
leikinn.
„Við verðskulduðum sigurinn,
það er engin spurning um það. Það
skiptir auðvitað máli gegn hverj-
um þú ert að spila því við mun-
um ekki mæta mikið betri liðum en
Manchester United,“ sagði Dalglish
sem var ánægður fyrir hönd hetj-
unnar Kuyt. „Þrennan var frábær fyr-
ir Dirk. Hann hefur unnið mikið fyrir
öllu því sem honum hefur hlotnast á
ferlinum.“
Hógvær Kuyt
Dalglish laug engu þegar hann seg-
ir að Liverpool ætti sigurinn skilinn.
Liðið spilaði frábærlega, sérstak-
lega varnarlega þar sem það gaf fá
færi á sér. Fram á við var liðið bein-
skeytt og eins og alltaf í leikjum gegn
United börðust allir leikmennirnir
hatrammlega fyrir sínu. Kuyt þurfti
ekki að hafa mikið fyrir mörkum
sínum en hann var þó á réttum
stað á réttum tíma þrívegis. Tvö
mörkin komu eftir undirbún-
ing Luis Suarez.
„Ég verð að þakka Luis
Suarez því hann spilaði frá-
bærlega í dag og lagði upp
tvö mörk,“ sagði Kuyt hógvær
að vanda eftir leikinn. „Þetta
voru vissulega nokkuð auðveld
mörk. En ég vandist að skora
svona mörk í Hollandi þar sem ég
spilaði sem framherji,“ sagði Kuyt.
„Tapið gegn West Ham í síðustu viku
voru vonbrigði en vonandi komumst
við aftur á skrið núna eftir þennan
sigur.“
Er United að hrynja?
Tímabilið mars til maí hefur vanalega
verið sá tími sem Manchester United
hefur verið hvað sterkast. Nú er lið-
ið búið að gera lélegt jafn-
tefli gegn Marseille í
Meistaradeildinni
og tapa gegn Chel-
sea og Liverpool í
þremur af síðustu
fjórum leikjum
sínum. Chris
Smalling
og
Wes Brown þurftu að standa vörnina
gegn Liverpool en vörnin var gífur-
lega óörugg og ef Wes Brown var að
spila upp á ferill sinn hjá United gæti
honum verið lokið.
Nokkuð hefur verið um meiðsli
hjá Manchester United og á sunnu-
daginn fór Nani af velli vegna
meiðsla. Liðið var afskaplega slakt
fram á við og máttarstólpar á borð
við Ryan Giggs og Paul Scholes gátu
lítið sem ekkert.
Utanvallar er Sir Alex Fergu-
son einnig að taka áhugaverðar
ákvarðanir. Eftir tapið gegn Liver-
pool talaði hann ekki við fjölmiðla
og bannaði leikmönnum að gera
það sama. Töluðu þeir held-
ur ekki við sína eigin sjónvarps-
stöð, MUTV. Vanalega hefur
það verið Manchester United
sem horfir upp á önnur lið
hrynja í kringum sig á
meðan það fagnar titl-
um. Þessa dagana er
útlitið þó ekki gott á
Old Trafford.
n Kenny Dalglish fagnaði sextugsafmæli sínu með 3–1 sigri á Manchester United
n Dirk Kuyt með þrennu n Ferguson fyrirskipaði fjölmiðlabann eftir leikinn
Tómas Þór Þórðarson
blaðamaður skrifar tomas@dv.is
Besta
Hetjan Dirk Kuyt
skoraði þrennu.
MyND REUTERS
Afmælisbarnið
Kenny Dalglish
var að vonum
hæstánægður
með sigurinn.
MyND REUTERS
afmælisgjöfin
Vill núna marklínutækni Blatter bauð við því sem England þurfti að horfa upp á á
síðasta heimsmeistaramóti. MyND REUTERS