Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 6
6 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Fékk tæplega þriggja milljarða króna lán frá Glitni:
Snúningsfélag Pálma í þrot
Eignarhaldsfélagið M21 ehf., sem var
í eigu Fons, eignarhaldsfélags Pálma
Haraldssonar, hefur verið tekið til
gjaldþrotaskipta. M21 var úrskurðað
gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur
þann 9. febrúar síðastliðinn. Skipta-
stjóri er Ólafur Hvanndal Ólafsson
héraðsdómslögmaður.
Stærsti kröfuhafi M21 ehf., sem
var stofnað í janúar 2008, er að öllum
líkindum Glitnir. Bankinn veitti M21
ehf. tæplega þriggja milljarða króna
lán í febrúar 2008 til að kaupa 22 pró-
senta hlut í ferðaþjónustufyrirtækinu
Northern Travel Holding, sem átti
Iceland Express, Astreus og danska
flugfélagið Sterling. Northern Travel
Holding var að mestu leyti í eigu
Fons og FL Group þegar þetta var en
umræddur hlutur í félaginu M21 ehf.
hafði verið í eigu fjárfestingafélags-
ins Sunds áður en Northern Travel
Holding eignaðist hlutinn sjálft. Frá
Northern Travel Holding fór hlut-
urinn í félaginu svo til M21 ehf. í
febrúar 2008 og var það Glitnir sem
lánaði fyrir honum. Þess skal getið að
FL Group var stærsti hluthafi Glitnis
á þessum tíma. Viðskiptin fóru fram
rúmu hálfu ári fyrir íslenska efna-
hagshrunið.
Einu veðin sem lögð voru fram
fyrir umræddu láni voru hlutabréf-
in í Northern Travel Holding. Þau
hlutabréf eru verðlaus í dag og því
má ætla að Glitnir fái ekki neitt upp
í umrædda þriggja milljarða kröfu,
sem væntanlega hefur hækkað nokk-
uð frá því lánið var veitt til M21 ehf.
Stjórnar- og varastjórnarmenn í M21
ehf. voru Einar Þór Sverrisson og
Geir Gestsson lögmenn á lögmanns-
stofunni Mörkinni.
ingi@dv.is
Evrópski þróunarbankinn gæti tapað
hluta af rúmlega 2,4 milljarða króna,
15 milljóna evra, fjárfestingu í einu af
dótturfélögum eignarhaldsfélagins
Milestone. Í mars 2008 fjárfesti bank-
inn fyrir 15 milljónir evra í hollenska
eignarhaldsfélaginu Pharma Invest-
ment B.V. sem var í eigu Milestone.
Pharma Investment átti og rak 180
apótek í fimm löndum í suðaustur-
hluta Evrópu, Króatíu, Makedóníu,
Serbíu, Ungverjalandi og Rúmeníu.
Milestone var úrskurðað gjald-
þrota í september árið 2009 en lyfja-
verslanir Pharma hafa verið í rekstri
æ síðan samkvæmt heimildum DV.
Lyfjaverslanirnar eru því meðal
þeirra eigna sem eru í eigu þrotabús
Milestone að hluta og mun hluti af
söluverðmæti verslana Pharma In-
vestment því væntanlega renna til
kröfuhafa Milestone þegar þar að
kemur. Glitnir er langstærsti kröfu-
hafi Milestone með um 40 milljarða
króna kröfu á félagið.
Lyfjaverslanirnar voru hluti af út-
rás Milestone til Austur-Evrópu á ár-
unum fyrir íslenska efnahagshrunið
en meðal þess sem þeir keyptu þar
um slóðir var dvergbankinn Stater í
Makedóníu sem og tvær vínekrur þar
í landi svo eitthvað sé nefnt.
Unnið er að sölu
Unnið er að því að reyna að selja
Pharma Investment um þessar
mundir og því hefur enginn, hvorki
Milestone né Evrópski þróunarbank-
inn, tapað á fjárfestingunni hingað
til. Ekki liggur hins vegar ljóst fyrir
hvað mun fást fyrir lyfjaverslanirnar.
Þegar það liggur ljóst fyrir mun koma
í ljós hvort bankinn tapar á fjárfest-
ingunni eða ekki. Söluverðmæti
lyfjaverslananna mun svo skiptast
á milli bankans og þrotabús Mile-
stone.
Upphaflega var Pharma Invest-
ment stofnað vegna eignarhalds
Milestone á lyfjaverslununum Lyfj-
um og heilsu. Í tilkynningunni frá
Milestone í mars 2008 þar sem sagt
var frá fjárfestingu bankans í Pharma
var sagt að uppbygging Pharma
byggðist á þekkingu Lyfja og heilsu
á lyfja- og smásölumarkaðnum á Ís-
landi.
Fjárfest þrátt fyrir ógjaldfærni
DV hefur ekki heimildir fyrir því af
hverju Evrópski þróunarbankinn
fjárfesti í Pharma eða hvernig sam-
skipti Milestone við bankann áttu
sér stað. Bankinn var stofnaður árið
1991 í kjölfar falls Sovétríkjanna og
kommúnismans í Austur-Evrópu
til að auðvelda markaðsvæðingu
í fyrrum kommúnistaríkjum í álf-
unni og einnig í Mið-Asíu. Tilgang-
ur bankans hefur frá upphafi verið
að byggja upp og styrkja markaðs-
hagkerfi á þessu svæði með þátt-
töku í ýmsum fjárfestingarverkefn-
um, annaðhvort með lánveitingum
eða beinni fjárfestingu í samvinnu
við einkaaðila.
Fjárfesting Evrópska þróunar-
bankans hefur hins vegar án vafa
komið sér vel fyrir Milestone þar
sem félagið var orðið ógjaldfært í
árslok 2007, líkt og kemur fram í
skýrslu endurskoðendafyrirtækis-
ins Ernst og Young um starfsemi
Milestone sem unnin var fyrir
þrotabú félagsins. Milestone hafði
leitað logandi ljósi að lánveitingum
frá tugum erlendra banka frá sumr-
inu 2007 en ekkert hafði gengið. Um
þetta segir í skýrslu Ernst og Young:
„Samkvæmt upplýsingum frá fyrr-
verandi fjármálastjóra Milestone
ehf. [Arnari Guðmundssyni, innskot
blaðamanns] áttu aðilar frá Ask-
ar Capital hf. ýmist einir eða með
aðilum frá Milestone ehf. fundi með
tugum banka í Evrópu, en ekki náð-
ist að loka neinum lánasamningi.“
Þegar engin lánastofnun vildi
Milestone ákvað Evrópski þróun-
arbankinn hins vegar að fjárfesta
í félagi sem var í eigu Milestone.
Út frá því sem kemur fram hér að
ofan verður því að teljast líklega að
hvatinn að fjárfestingu bankans í
Pharma hafi komið frá Milestone.
Þróunarbanki gæti
tapað á Milestone
n Evrópski þróunarbankinn setti 15 milljónir evra í dótturfélag Milestone í mars
2008 n Félagið á 180 lyfjaverslanir í Austur-Evrópu n Unnið er að því að selja
lyfjaverslanirnar n Enginn banki vildi fjármagna Milestone á þessum tíma
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Fjárfesti í Milestone Evrópski
þróunarbankinn fjárfesti í dótturfélagi
Milestone fyrir um 2,4 milljarða króna að
núvirði í mars árið 2008. Karl Werners
son var aðalaeigandi Milestone.
Rakið til Lyfja og heilsu Rekja má stofnun Pharma til starfsemi Lyfja og heilsu á Íslandi
en Milestone var einnig eigandi íslenska félagsins.
tapað
milljörðum á
Milestone
Keypti bréf í NTH af NTH Félag Fons
keypti hlutabréf í Northern Travel Holding
af félaginu sjálfu fyrir tæpa þrjá milljarða
króna í febrúar 2008.
Ráðherrar rúnir trausti:
Fleiri treysta
Ólafi Ragnari
Traust til Ólafs Ragnars Grímssonar,
forseta Íslands, hefur aukist til muna
undanfarið ár. Í nýrri könnun MMR
á trausti almennings til forystufólks
í stjórnmálum sögðust flestir, eða
41,7 prósent þeirra sem tóku af-
stöðu, bera mikið traust til Ólafs. Í
síðustu könnun, sem gerð var í maí
í fyrra, sögðust 26,7 prósent bera
mikið traust til hans. Hlutfall þeirra
sem sögðust bera lítið traust til hans
minnkar einnig talsvert. Þannig
segjast einungis 25,3 prósent bera
lítið traust til hans samanborið við
46,9 prósent í síðustu könnun.
Þá sögðust
22,3 prósent
þeirra sem tóku
afstöðu bera
mikið traust til
Steingríms J.
Sigfússonar fjár-
málaráðherra
borið saman
við 37,6 prósent
í síðustu könnun. Þá kváðust 16,9
prósent þeirra sem tóku afstöðu
bera mikið traust til Jóhönnu Sig-
urðardóttur borið saman við 23,9
prósent í síðustu könnun. Vantraust
á Steingrím J. Sigfússon hefur aukist
verulega en 55,9 prósent þeirra sem
tóku afstöðu sögðust bera lítið traust
til hans en þeir voru rúm 40 prósent
í síðustu könnun. Sömu sögu er að
segja um Jóhönnu Sigurðardóttur en
60,5 prósent þeirra sem tóku afstöðu
sögðust bera lítið traust til hennar
borið saman við 52,9 prósent í síð-
ustu könnun.
Traust til Bjarna Benedikts-
sonar eykst en 19,1 prósent þeirra
sem tóku afstöðu sagðist bera mikið
traust til hans nú en voru 13,8 pró-
sent í síðustu könnun.
Könnunin var framkvæmd dag-
ana 8. til 11. mars og var um að ræða
síma- og netkönnun. 902 einstak-
lingar svöruðu könnuninni.
50 prósent afsláttur
af völdum umgjörðum
G L E R A U G N AV E R S L U N G A R Ð A B Æ J A R
G A R Ð AT O R G I
Fóru inn í
ólæstar bifreiðar
Farið var inn í nokkrar ólæstar bif-
reiðar á Suðurnesjum aðfaranótt
fimmtudags og gramsað í þeim í
leit að verðmætum. Lögreglan á
Suðurnesjum brýnir af þessu til-
efni fyrir fólki að læsa bifreiðum
sínum og geyma ekki verðmæta
hluti í mannlausum bifreiðum. Sé
það óumflýjanlegt er mikilvægt að
slíkir hlutir séu ekki í augsýn.