Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 11
Nærmynd | 11Helgarblað 18.–20. mars 2011 Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) L A U G A V E G I 1 7 8 AFSLÁTTAR DAGAR Miðvikudag - mánudags Sími: 568 9955 - www.tk.is Opið: mánud-föstud. 12-18 laugard.12-16 sunnud. LOKAÐ AFSLÁTTUR KAST LAUGAVEGI 178 AF ÖLLUM MATAR & KAFFISTELLUM HNÍFAPÖRUM SÖFNUNAR- GLÖSUM IITTALA VÖRUM RÚMTEPPUM RÚMFÖTUM RCR KRISTAL HITAFÖTUM O.FL. O.FL. Ögurstund Baldurs Verjandinn segir Baldur hafa misst æruna Hér er Baldur Guðlaugsson ásamt verjanda sínum Karli Axelssyni. mynd Sigtryggur Ari vegna þessa máls og að hann væri stöðugt til umfjöllunar í fjölmiðl- um. Málið væri vanreifað, sakargiftir ósannaðar og refsiheimildir óskýrar. Hann sagði um herferð gegn Baldri að ræða og sagðist raunar vona að vinnubrögðin í málinu væru ekki ein- kennandi fyrir uppgjör bankahruns- ins. Veisluborð fyrir ákærandann Eins og áður sagði krefst saksóknari þess að Baldur verði dæmdur í tveggja ára fangelsi enda sé brotið alvarlegt og geti varðað allt að sex ára fangelsi. Þá krefst saksóknari þess að dómurinn geri hagnaðinn af sölu bréfanna upp- tækan, eða 192 milljónir króna. Hann sagði raunar við flutning málsins að þær upplýsingar sem væri að finna í fundargerðum samráðshópsins væru svo augljósar innherjaupplýsingar að þær væru eins og hálfgert veisluborð fyrir ákærandann í málinu. Hinar meintu innherjaupplýsingar sem Baldur er ákærður fyrir í sex liðum eru: n Í fyrsta lagi krafa breska fjármála- eftirlitsins um að innistæður á Icesave- reikningum útibús Landsbankans í Bret- landi yrðu fluttar í breskt dótturfélag og upplýsingar um erfiða stöðu bankans við að verða við kröfu breska fjármála- eftirlitsins sumarið og haustið 2008. n Í öðru lagi upplýsingar um ákvörðun breska fjármálaeftirlitsins, FSA, um að setja fimm milljarða punda hámark á heildarinnlánin á Icesave-reikningana og tilmæli FSA um að haga vaxta- kjörum þannig að drægi úr vexti innistæðna á þeim auk tilmæla FSA um að takmarka markaðssetningu Landsbankans á Icesave-reikningunum í auglýsingum. Þessar upplýsingar komu fram á fundum samráðshóps um fjár- málastöðugleika og viðbúnað 22. júlí til 16. september 2008. n Í þriðja lagi er um ræða upplýsingar sem fram komu á sömu fundum um slæma stöðu Tryggingarsjóðs innstæðu- eigenda og fjárfesta og áhyggjur breskra og íslenskra stjórnvalda af stöðu hans og getu til að tryggja innstæður á Icesave. n Í fjórða lagi upplýsingar um að seðlabanki Hollands ætlaði að stöðva frekari innlán á Icesave þar í landi í byrjun september 2008. n Í fimmta lagi upplýsingar sem fram komu á fundi sem Baldur sat ásamt fjár- málaráðherra Bretlands 2. september 2008 um að bresk stjórnvöld héldu fast við kröfur FSA í viðræðum við íslensk stjórnvöld. Fjármálaráðherrann sagði að bresk stjórnvöld myndu ábyrgjast inn- stæður á Icesave að fullu og innti eftir því hverjum ætti að senda reikninginn. n Í sjötta og síðasta lagi upplýsingar sem fram komu á fundi samráðshópsins um fjármálastöðugleika þann 16. september, daginn áður en Baldur seldi bréfin, um efni fundar ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytis með for- sætisráðherra og utanríkisráðherra um viðbragðsáætlanir ef stór banki færi í greiðsluþrot og að stjórnvöld myndu styðja stærstu bankana þrjá en að líklegt væri að þeir kæmust allir í vanda ef einn færi í þrot. Þar var meðal annars rætt um í hve ríkum mæli skyldi tryggja innstæður í bönkunum og að ekki væri ætlunin að bjarga hluthöfum. Ákærurnar Baldur Guðlaugsson tilheyrði hópi sjálfstæðismanna sem kenndur hefur verið við tímaritið Eimreiðina. Á myndinni sjást 12 meðlimir Eimreiðarhópsins, sem gerðist sérstakur boðberi frjálshyggjunnar innan Sjálfstæðisflokksins. Hópurinn var kenndur við samnefnt tímarit en það boðaði hugmyndafræði frjálshyggjunnar. Allir urðu Eimreiðarmenn seinna meir áhrifamenn í íslensku þjóðlífi. Þrír þeirra áttu eftir að verða formenn Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherrar, þeir Þor- steinn Pálsson, Davíð Oddsson og Geir H. Haarde. Saman mynduðu Eimreiðar- hópurinn og aðrir áhrifamenn Sjálfstæðis- flokksins valdavef í 300 þúsund manna þjóðfélagi sem hvíldi á stoðum stærstu einkafyrirtækjanna í landinu og höfðu afgerandi og ráðandi tök á framkvæmda- valdi, dómsvaldi og löggjafarvaldi með ákveðnum undantekningum. Undir merkjum frjálshyggjunnar var losað um opinbert eftirlit, meðal annars fjármála- eftirlit, en það er talið eiga þátt í kerfis- hruni fjármálakerfisins fyrir tveimur og hálfu ári. Á síðari árum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn reynt að manna réttarkerfið með flokkssystkinum, félögum eða ættingjum. Á myndinni eru í neðri röð frá vinstri: Baldur Guðlaugsson, Magnús Gunnarsson, Þór Whitehead, Geir H. Haarde, Kjartan Gunnarsson, Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Gunn- laugur Claessen og Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Í efri röð eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Brynjólfur Bjarnason. Áður Birt í dV í jAnúAr 2011 Tilheyrði Eim reiðarhópnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.