Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 12
12 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Samningur á milli sveitarfélaga nær ekki yfir þjónusturekna leikskóla: Börn eiga rétt á aðlögun Fólk getur átt á hættu að missa leik- skólapláss barna sinna þegar flutt er á milli sveitarfélaga þrátt fyrir samning á milli sveitarfélaganna. Fjölskylda, áður búsett í Kópavogi, lenti í því að vera sagt upp leikskóla- plássi barns síns þegar hún flutti til Reykjavíkur. Ástæðan sem þeim var gefin var að Reykjavíkurborg borgi ekki eins mikið með hverju barni og Kópavogsbær. Samningur er á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að börn geti haldið sínu plássi í sex mánuði eftir flutning og Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gefur út viðmið- unargjaldskrá sem hægt er að styðj- ast við. Þegar barn flytur hins vegar úr þjónustureknum leikskóla þá eru reglurnar ekki nógu skýrar. „Þegar um þjónusturekna leikskóla er að ræða er reksturinn boðinn út. Í þessu tilviki er þetta skóli sem var boðinn út í Kópavogi þar sem samið var við rekstraraðila um ákveðið framlag. Þegar barnið flutti til Reykjavíkur tók borgin við að greiða framlagið sem var ekki eins hátt og Kópavogur hafði samið um við leikskólann.“ segir Sesselja Hauksdóttir, yfirmaður leik- skóladeildar Kópavogs. „Reykjavíkurborg notar gjaldskrá Samband íslenskra sveitarfélaga sem við myndum einnig gera ef þetta væri öfugt. Gjaldskráin er allt of lág en það er verið að vinna í að hækka hana. Okkar mat er þó að þessir leikskól- ar eigi að koma til móts við foreldr- ana og veita sama aðlögunartíma og leikskólarnir á vegum bæjarins. Þeir þurfa þá að taka á sig þann kostnað sem af hlýst. Þetta er bara ekki nógu skýrt en þetta er ágætis áminning fyrir okkur þegar við förum að end- urskoða samningana,“ segir Sesselja og bætir við að erfitt sé að taka fram fyrir hendurnar á rekstaraðilum leik- skólanna. gunnhildur@dv.is – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar „Mér finnst þetta óeðlilegt, að það ríki misræmi milli dómstiga í birt- ingu dóma,“ segir Sigurður Líndal, prófessor í lögfræði. DV hafði sam- band við Sigurð til að spyrja hann álits á nýjum verklagsreglum um birtingu dóma á vefsíðunni dom- stolar.is, en það á einungis við um dóma sem eru kveðnir upp á héraðs dómstigi. Ein af breytingun- um á verklagsreglunum felst í nafn- leynd sakborninga sem ekki hafa náð 18 ára aldri. Mörgum kann að finnast það skjóta skökku við, að hægt sé að dæma sakborninga til fangelsisvistar allt frá 16 ára aldri en að hinir sömu njóti þá nafn- leyndar – sama hvers eðlis glæp- urinn er. Þá er einnig athyglisvert að Hæstiréttur fer ekki eftir sömu verklagsreglum en í þeim dómum sem Hæstiréttur birtir njóta sak- borningar undir sjálfræðisaldri ekki nafnleyndar. Vilja vernda börnin Blaðamaður hafði samband við Þórdísi Ingadóttur sem er fulltrúi í dómstólaráði. „Hugmyndin var einfaldlega að hlífa þessum börnum við opinberri umfjöllun. Ákvörðunin er í samræmi við vernd sem íslensk lög veita börnum á ýmsum málsstigum, meðal annars með möguleika á lokuðu þinghaldi. Þá er hún í samræmi við alþjóða- skuldbindingar en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður með- al annars á um að ríki skuli sjá til þess að friðhelgi barna sem eru sakborningar skuli virt á öllum stig- um málsmeðferðar“ sagði Þórdís, aðspurð um hinar breyttu verklags- reglur. „Reglur um birtingu héraðsdóma á netinu frá árinu 2006 hafa sætt nokkrum breytingum. Máttur nets- ins er mikill, bæði til góðs og slæms. Í fjölmörgum tilfellum hverfa dómar af sakaskrá eftir tiltekinn fjölda ára frá dómi. Með því að birta nöfnin á vefnum hverfa afbrotin aldrei, þau eru komin til að vera um ókomna tíð. Auðvitað hamlar slíkt líka að- lögun þessara barna í samfélaginu. Þetta takmarkar til að mynda starfs- möguleika þeirra sem hafa tekið út refsingu sína og vilja fá annað tæki- færi í lífinu.“ Engar breytingar hjá Hæstarétti Einnig var haft samband við Þor- steinn A. Jónsson, skrifstofustjóra Hæstaréttar. „Við fylgjum reglum sem settar voru árið 2002, þar sem ekkert kveður á um nafnleynd þeirra sem eru undir 18 ára að aldri. Þá er það einnig mjög sjaldgæft að sak- borningar sem eru yngri en 18 ára komi fyrir Hæstarétt, mál svo ungra afbrotamanna eru yfirleitt ekki þess eðlis – eða það alvarleg,“ sagði Þor- steinn. Aðspurður hvort til standi að endurskoða verklagsreglur Hæsta- réttar um birtingu dóma, sagði Þor- steinn að breytingar séu ekki á döf- inni, þær hafi í það minnsta ekki verið ræddar ennþá. Nýlegt dæmi Fréttablaðið greindi frá dæmi sem er athyglisvert í ljósi þessa misræm- is um birtingu dóma milli héraðs- dóms og Hæstaréttar. Í blaðinu 16. mars síðastliðinn var sagt frá þrem- ur afbrotamönnum sem hafa játað á sig stórfellda glæpi síðan í október í fyrra. Um er að ræða innbrot í rúm- lega 70 heimili, en samkvæmt frétt Fréttablaðsins högnuðust sakborn- ingar líklega um nokkrar milljónir með glæpastarfseminni. Afbrota- mennirnir þrír eru hins vegar ekki jafn gamlir. Einn þeirra er 23 ára að aldri, en hinir einungis 17 ára. Því geta þeir sem kæra sig um, komist að nafni þess sem er 23 ára en ekki hinna tveggja – þrátt fyrir að þeir hafi stundað afbrotin saman, og væntan- lega af jafnmiklu kappi. „Með því að birta nöfnin á vefnum hverfa afbrotin aldrei, þau eru komin til að vera um ókomna tíð. 17 ÁRA FÆR NAFNLEYND, 18 ÁRA EKKI n Samkvæmt nýjum verklagsreglum munu afbrota- menn sem ekki hafa náð 18 ára aldri njóta nafnleyndar í birtingu dóma í héraðsdómi n Aðrar reglur gilda um Hæstarétt n Prófessor í lögum telur misræmið óeðlilegt Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Sigurður Líndal lagaprófessor Finnst misræmið milli dómstiga óeðlilegt. Misræmi Nýjar reglur tryggja brotamönnum undir 18 ára aldri nafn- leynd en það gildir ekki um Hæstarétt. Börn Geta misst leikskólaplássið sitt með því að flytja á milli sveitarfélaga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.