Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 17
Fréttir | 17Helgarblað 18.–20. mars 2011
Embætti biskups, sóknarnefnd Sel-
fossprestakalls og prestunum tveim-
ur í prestakallinu hefur ekki tekist að
setja niður deilu sem risið hefur milli
prestanna um verkaskiptingu þeirra
og valdsvið. Séra Karl Sigurbjörnsson
biskup lítur svo á að ákvörðun hans
í málinu frá 11. maí í fyrra standi og
áréttaði þann skilning nýverið í bréfi
til sóknarnefndarinnar. Þrátt fyrir um-
kvartanir og algeran trúnaðarbrest
milli séra Kristins Ágústs Friðfinns-
sonar sóknarprests annars vegar og
séra Óskars H. Óskarssonar og Ey-
steins Ó. Jónassonar hins vegar, lítur
biskup svo á að málið sé nú í hönd-
um heimamanna og reyna verði á það
hvort prestarnir geti starfað saman.
Lausn málsins virðist ekki í sjónmáli.
Málið var rætt á aðalsafnaðarfundi
Selfossprestakalls síðastliðinn sunnu-
dag.
Byrjaði með sameiningu
Deilurnar má rekja til sameining-
ar Hraungerðisprestakalls og Selfos-
sprestakalls. Sameiningin var ákveð-
in af kirkjuþingi árið 2009 gegn vilja
biskups sem vildi fresta sameiningu
prestakallanna. Í sérhverju prestakalli
er aðeins einn sóknarprestur. Séra
Gunnar Björnsson var hættur í Selfos-
sprestakalli á þessum tíma og þótti lag
vera til sameiningar. Samkvæmt lög-
um og venjum hefði sá sóknarprest-
ur sem eftir var, séra Kristinn Ágúst,
átt að vera sóknarprestur í sameinuðu
prestakalli. Vegna stærðar prestakalls-
ins var ákveðið að ráða aðstoðarprest
við hlið séra Kristins. Séra Óskar varð
fyrir valinu.
Ágreiningur um verkaskiptingu
Eftir því sem næst verður komist
gekk samstarf klerkanna snurðulaust
í fyrstu. Þegar fram liðu stundir vildi
séra Óskar fá umsjón með Selfoss-
sókn. Lögum samkvæmt hafði sókn-
arpresturinn, séra Kristinn Ágúst,
forræði á sinni hendi sem hinn rétt-
skipaði sóknarprestur en um verka-
skiptingu gátu hann og séra Óskar
einnig samið.
Séra Óskar mun hafa upplýst, að
krafa hans um forræði og umsjón með
Selfosssókn og þar með Selfosskirkju
byggðist á loforði frá því áður en hann
sótti um embættið. Hvorki séra Krist-
inn né umsækjendur um stöðuna,
sem séra Óskar hlaut, vissu af slíku lof-
orði eftir því sem næst verður komist.
Snurða hljóp á þráðinn í samskipt-
um prestanna og endaði málið á borði
séra Karls Sigurbjörnssonar biskups.
Hann reyndi að ná sáttum og tók af
skarið með því að ákveða einhliða
skiptingu starfa milli séra Kristins og
séra Óskars. Athygli vekur að ákvörð-
unin var mjög í anda þess sem séra
Óskar taldi að sér hefði verið lofað fyr-
irfram er hann sótti um prestakallið.
Biskup ákvað með öðrum orðum að
séra Óskar skyldi hafa umsókn með
daglegu kirkjustarfi í Selfosskirkju,
undirbúa starfsmannafundi og fleira,
þó í samráði við sóknarprestinn, séra
Kristin.
Í þjóðkirkjulögum er ótvírætt kveð-
ið á um að séu prestar fleiri en einn
í prestakalli skuli þeir undir forystu
sóknarprests skipta með sér störfum
í samræmi við almennar starfsregl-
ur þar að lútandi. Hnykkt er á þessu í
starfsreglum presta frá 1998: „Sóknar-
prestur skal vera í fyrirsvari um kirkju-
legt starf (safnaðarstarf) í sóknum
prestakalls síns og hafa forystu um
mótun þess og skipulag.“ Þannig er
ætlast til þess að sóknarpresturinn
hafi frumkvæði að boðun funda og
stjórni þeim til að móta og skipuleggja
starfið.
Lækningin verri en
sjúkdómurinn?
Í ákvörðun biskups kom meðal ann-
ars fram að í samræmi við starfsregl-
ur um presta hefði prófastur hlutast til
um að sóknarprestur og prestur í Sel-
fossprestakalli skiptu með sér verkum.
Jafnframt að samkomulag um skipt-
ingu starfa hafi legið fyrir í aðalatrið-
um. Ágreiningur væri þó um daglegt
kirkjustarf við Selfosskirkju.
Hér er að sjá sem séra Karl biskup
hafi orðið hluti deilunnar einmitt af
þeirri ástæðu að hann tók að sér að
gefa út tilskipun um verkaskiptingu
prestanna tveggja. Annar kostur hefði
verið að fylgja lögum og starfsreglum
bókstaflega.
Biskup ákvað 11. maí í fyrra að séra
Óskar skyldi hafa umsjón með dag-
legu kirkjustarfi í Selfosskirkju sam-
kvæmt árlegri áætlun um safnaðar-
starfið og á grundvelli samkomulags
um skiptingu starfa. Hann fól jafn-
framt séra Óskari að undirbúa starfs-
mannafundi í Selfosskirkju þó í sam-
ráði við sóknarprest og sóknarnefnd.
Rembihnútur
Ágreiningur prestanna virðist við
þetta einungis hafa magnast. Séra
Óskar mun hafa lýst því yfir við sókn-
arnefnd að hann hygðist fylgja eftir
úrskurði biskups með því að boða til
funda og stjórna þeim. Þessu hefur
séra Kristinn mótmælt enda væri slíkt
varla í samræmi við ákvörðun bisk-
ups um að slíkt skuli gert í samráði við
sóknarprestinn séra Kristin.
Eins og DV hefur greint frá hef-
ur enn kastast í kekki í samskiptum
prestanna með þeim afleiðingum að
séra Kristinn kvartaði til biskups og
bað um að séra Óskar yrði áminntur.
Í síðasta mánuði sendi séra Karl
biskup bréf til sóknarnefndarinnar en
hún fjallaði um það 6. mars síðastlið-
inn. Í fundargerð hennar segir: „Ljóst
er að sóknarprestur hefir að undan-
förnu verið með margvíslegar um-
kvartanir við biskup vegna sr. Óskars
H. Óskarssonar án vitundar sóknar-
nefndar og sr. Óskars. Rekur biskup
þær kvartanir í bréfi sínu, en hafn-
ar þeim síðan með öllu og hafnar því
einnig að sr. Óskari verði veitt áminn-
ing eins og sr. Kristinn leggur til. Þá ít-
rekar biskup ákvörðun sína frá 11. maí
2010 að prestur [sr. Óskar] skipuleggi
starfsmannafundi í samráði við sókn-
arprest og sóknarnefnd. Sóknarnefnd
leggur áherslu á það góða fyrirkomu-
lag, sem verið hefur bæði um gerð
starfsáætlana og starfsmannafundi í
Selfosskirkju og haldist óbreytt með
umsjón sr. Óskars. Ljóst er að ákvörð-
un biskups frá 11. maí stendur óhögg-
uð.“
Deilurnar virðast í öngstræti. Þær
voru ekki til lykta leiddar á aðalsafn-
aðarfundi Selfossprestakalls síðast-
liðinn sunnudag. Biskupsembættið
lítur svo á að boltinn sé heima í héraði
og upp á prestana standi að reyna sitt
ítrasta til að vinna saman í samræmi
við ákvörðun hans. Sóknarnefndin,
undir forystu Eysteins Ó. Jónassonar
sóknarnefndarformanns, hefur tek-
ið afstöðu með biskupi eins og hér er
rakið. Eysteinn fylgir séra Óskari að
málum, sem ráða má af því, að Ey-
steinn neyddist á dögunum til að biðja
séra Kristin opinberlega afsökunar
á bréfi sem hann hafði sent honum í
fyrrahaust.
n Prestadeilan á Selfossi er í hnút og
trúnaðarbrestur alger n Biskup reyndi
að leysa málið með tilskipun n Þjóð-
kirkjulögin með öðrum prestinum,
biskup og sóknarnefnd með hinum
Prestadeila í hnút
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johann@dv.is
Biskup Séra Karl Sigurbjörnsson biskup ákvað
verkaskiptingu prestanna í maí í fyrra. Ekki er með
öllu ljóst hvort ákvörðunin byggir á þjóðkirkjulögum.