Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 22
Sjávarútvegsfyrirtæki, sem eiga fiski- skip og kvóta og vinna úr aflanum í landi að einhverju leyti, hafa mikið samkeppnisforskot á fiskvinnslufyrir- tæki sem ekki ráða yfir kvóta og þurfa að kaupa hráefni á markaði. Kvótafyr- irtækin selja landvinnslunni hráefni á lægra verði í skjóli laga og geta auk þess greitt niður hráefniskaup með því að leigja hluta kvótans til útgerða sem búa við skort á aflaheimildum. Hægðarleikur að fjölga störfum um 1.000 Lagt er að stjórnvöldum, og á það bent þessa dagana, að verulega megi auka verðmætasköpun innanlands með fullvinnslu sjávarafla. Þór Saari, Hreyfingunni, kvaðst hafa setið sem áheyrnarfulltrúi á nefnd sjávarút- vegs- og landbúnaðarnefndar síð- astliðinn miðvikudag, en þar var tekin til umræðu tillaga þingmanna Hreyfingarinnar um að með því að landa meiri afla af Íslandsmiðum hér á landi mætti skapa 400 til 600 störf. Hann benti á að Samtök fisk- framleiðenda og útflytjenda teldu að ávinningurinn væri enn meiri eða 1.200 til 1.500 störf. Það væri meiri atvinna en heilt álver skapaði. Taldi Þór að hægt væri að hrinda áform- um, um að landa afla í auknum mæli hér heima, í framkvæmd á þrem- ur mánuðum. Hann undraðist að menn hreyfðu ekki við þessu máli og þótti sem formaður og varafor- maður nefndarinnar sýndu málinu tómlæti. Hann skoraði á stjórnvöld að vinna bráðan bug að því að draga úr útflutningi á óunnum fiski og auka úrvinnslu hér á landi í staðinn. Þess má geta að hátt í 40 þúsund tonn eru flutt óunnin úr landi ár hvert. Mismunun í krafti laga Fiskvinnslan skiptist gróflega í tvennt hér á landi. Annars vegar eru vinnslur sem kaupa hráefni af út- gerðum í eigu sömu aðila en hins vegar vinnslur sem kaupa allt sitt hráefni á mörkuðum. Stóru sjávar- útvegsfyrirtækin, á borð við Sam- herja, Brim, HB-Granda, Ísfélagið og HG, kaupa hráefni til vinnslu í landi af eigin skipum. Aðrar vinnslur kaupa hráefni á mörkuðum að hluta eða öllu leyti. Aðstöðumunur þessara fyrirtækja er mikill. Munurinn á innkaups- verði á hráefni til vinnslu skerðir auk þess samkeppnisaðstöðu þeirra sem kaupa fisk á markaði, því fram- boðið er einnig að sumu leyti háð stóru fyrirtækjunum. Talsmenn fisk- vinnslufyrirtækja, sem háð eru fisk- mörkuðum, telja að framangreind samkeppnismismunun stafi af tóm- læti stjórnvalda. Mismununin sé bein afleiðing af framkvæmd laga um verðlagsstofuverð á sjávarafla og öðr- um fyrirmælum stjórnvalda. Eins og áður segir geta útgerðir, sem ráða yfir drjúgum aflaheimildum, fénýtt þær á leigumarkaði og notað arðinn af slíkum viðskiptum til að niðurgreiða hráefni í eigin vinnslur. Málefnaleg rök fyrir slíkum áhrifum komu fram í skýrslu Samtaka fiskframleiðenda þegar árið 2000. Skrumskæld samkeppni Meðfylgjandi tafla og önnur gögn snúa að samanburði allrar land- vinnslu Samherja annars vegar og hins vegar fyrirtækis sem fullkom- lega væri háð markaðsverði á fiski. Samanburðurinn var kynntur sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd síðast- iðinn miðvikudag. Miðað er við kaup á fjölda fisktegunda í heilt ár, svo sem á rúmlega 7.500 tonnum af þorski, rúmlega 1.400 tonnum af ýsu og 4.100 tonnum af gullkarfa til vinnslu. Miðað er við kaup á óslægðum fiski. Niðurstaðan er afar óhagstæð fisk- vinnslum sem háðar eru kaupum á markaði. Á einu ári kaupa fiskvinnslur Samherja allt sitt hráefni á 1,1 millj- arði króna lægra verði en vinnsla án útgerðar greiðir fyrir sama magn. Miðað við 250 vinnsludaga á ári jafn- gildir þetta því að fiskvinnsla, sem kaupir hráefni á markaði, greiði hvern einasta vinnsludag 4,5 milljónum króna meira fyrir hráefni til vinnslu en fiskvinnsla með eigin útgerð. Afkoma viðkomandi útgerðar verður því verri sem nemur 1,1 milljarði króna. Sú upphæð er reyndar hærri en allar út- gerðir í landinu greiða samanlagt í veiði- eða auðlindagjald á hverju ári. Útreikningarnir eru byggð- ir á opinberum gögnum. Tekið skal fram að þótt hér sé miðað við afla og vinnslu á vegum Samherja annars vegar og ótilgreint fyrirtæki, sem háð væri markaðsverði á hráefni, hins vegar eru miklar líkur til þess að eins væri ástatt um önnur fyrirtæki í sam- bærilegri stöðu. Miðað við miðlungs- stór fisvinnslufyrirtæki án útgerðar getur mismunurinn numið hundruð milljónum króna á ári, kvótalausum fiskvinnslum í óhag. Hagnaðurinn fluttur úr landi? Miðað við þessar aðstæður má ætla að sjávarútvegsfyrirtæki, sem geta keypt hráefni til vinnslu undir mark- aðsverði, geti þar með boðið full- unnar afurðir á lægra verði á erlend- um mörkuðum. Ekki er þó víst að sú sé raunin. Ef fullunnar fiskafurðir eru seldar á undirverði til dótturfélags, sem annast dreifingu og sölu erlend- is, getur dótturfélagið hækkað verð til erlendra kaupenda. Þá fyrst yrði innleystur sá hagnaður sem fékkst upphaflega með hráefniskaupum frá eigin útgerð á undirverði. Slíkur virð- isauki erlenda dótturfélagsins er í gjaldeyri. Hann er ekki skilaskyldur í samræmi við gildandi gjaldeyrishöft hér á landi þar sem um dótturfélag er að ræða. Þessar aukatekjur yrðu því eftir í viðkomandi landi og skatt- skyldar þar. 22 | Fréttir 18.–20. mars 2011 Helgarblað Kvótaeigendur drepa samKeppni um hráefni „20 stærstu sjávar útvegs- fyrirtækin ráða yfir 70 prósentum aflaheimildanna. n Fiskvinnslur með útgerð og kvóta geta flutt hagnað vegna hráefniskaupa úr landi n Skrum- skæld samkeppni við kaup á hráefni til vinnslu í landi n Miðlungsstór fiskvinnsla þarf að borga 200 milljónum króna meira á ári fyrir hráefni en kvótaeigendurnir n Málið rætt í þingnefnd Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johann@dv.is Magn í tonnum Verð á markaði Verð í beinum viðskiptum Heildar markaðsverð Heildar innkaupsverð bein viðskipti Samkeppnislegt forskot Þorskur 7503 310,14 242,59 2.326.980.420,00 1.820.152.770,00 506.827.650,00 Ýsa 1417 266,45 189,66 377.559.650,00 268.748.220,00 108.811.430,00 Ufsi 1886 167,42 143,66 315.754.120,00 270.942.760,00 44.811.360,00 Gullkarfi 4107 194,93 150,11 800.577.510,00 616.501.770,00 184.075.740,00 Steinbítur 115 150,47 205,23 17.304.050,00 23.601.450,00 -6.297.400,00 Grálúða 1479 334,19 132,06 494.267.010,00 195.316.740,00 298.950.270,00 Skrápflúra 1 59,9 35,78 59.900,00 35.780,00 24.120,00 Skarkoli 233 145,75 135,75 33.959.750,00 31.629.750,00 2.330.000,00 Langlúra 3 143,79 139,93 431.370,00 419.790,00 11.580,00 Keila 2 117,19 85,55 234.380,00 171.100,00 63.280,00 Langa 29 165,04 122,89 4.786.160,00 3.563.810,00 1.222.350,00 Skötuselur 2 377,92 393,22 755.840,00 786.440,00 -30.600,00 Samkeppnislegt forskot á ári 1.140.799.780,00 Samkeppnislegt forskot fyrirtækja sem eru bæði með útgerð og fiskvinnslu 0 50 100 150 200 250 300 350 Af þessum útreikningum má ráða að fiskvinnsla Samherja fær hráefni á rúmlega 1,1 milljarði króna lægra verði en vinnsla án útgerðar þyrfti að greiða fyrir sama magn. Mismunurinn nemur 4,5 milljónum króna hvern einasta vinnsludag. 1,1 milljarður króna er hærri upphæð en útgerðir landsins greiða samanlagt í veiðigjald gjald til ríkisins. Miðlungsstór fiskvinnsla, sem háð er markaðsverði, er 200 milljónum króna verr sett en hin. Þorskur - á markaði Verð á kg 310,14 krónur Þorskur – Bein viðskipti Verð á kg 242,59 krónur Samkeppnisforskot hvern vinnsludag, miðað við 250 vinnsludaga á ári: kr. 4.563.199,12 Skrumskæld samkeppni Stóru sjávarút- vegsfyrirtækin selja sjálfum sér fisk til vinnslu í landi undir markaðsverði. Mynd SiGtryGGUr Ari JóHAnnSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.