Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 26
26 | Erlent 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Danny Glover, Hollywood-leikarinn
góðkunni sem er hvað þekktastur fyr-
ir að hafa farið með hlutverk lögreglu-
mannsins Rogers Murtaugh í spennu-
myndaflokknum Tveir á toppnum (e.
Lethal Weapon), er kominn til Suður-
Afríku til að hitta fyrir Jean-Bert rand
Aristide, fyrrverandi forseta Haítí.
Glover ætlar sér að fylgja Aristide aft-
ur til Haítí, en forsetinn fyrrverandi
hefur verið í útlegð í Suður-Afríku
undanfarin sjö ár. Allt síðan árið 2007
hefur Aristide lýst yfir áhuga sínum á
að snúa að aftur til Haítí, en árið 1990
varð Aristide fyrsti lýðræðislega kjörni
forseti landsins síðan 1957. Aristide
undirstrikaði ósk sína um að snúa aft-
ur til Haítí í kjölfar hins ógurlega jarð-
skjálfta sem skók Haítí í byrjun árs-
ins 2010 og skildi eftir sig 230 þúsund
manns í valnum. Endurkoma hefur til
þessa verið ómöguleg þar sem yfir-
völd á Haítí sviptu Aristide vegabréfi
þegar hann var sendur á brott árið
2004.
Í fótspor Baby Doc
Verði af endurkomu Aristide fetar
hann í fótspor Jean-Claude „Baby
Doc“ Duvalier, sem annar fyrrverandi
leiðtogi Haítí til að snúa aftur á heima-
slóðir á skömmum tíma. Baby Doc var
hrakinn frá völdum árið 1986 en þá
hafði hann, sem eftirmaður föður síns,
haldið um stjórnartaumana á Haítí
síðan árið 1957. Duvalier-feðgarnir,
Papa og Baby Doc, nýttu sér óspart
öryggissveitir sínar til að þagga niður
gagnrýnisraddir í þeirra garð, bæði
með ofbeldi og ritskoðun. Þeir hikuðu
heldur ekki við að stunda sannkallað
kóngalíferni og drógu óspart að sér fé
úr ríkiskassanum á meðan þjóð þeirra
barðist við fátækt og hungursneyð.
Baby Doc hafði lifað í vellysting-
um í París, höfuðborg Frakklands, allt
síðan hann var rekinn á brott. Hann
kom öllum að óvörum þegar hann
sneri aftur til Haítí þann 15. janúar.
Hann sagði að þrátt fyrir að hann væri
kominn aftur, þá ætlaði hann sér ekki
frama í stjórnmálum. Að eigin sögn
langar hann einungis að hjálpa til við
enduruppbyggingu landsins í kjölfar
jarðskjálftans mikla.
Skrautleg tíð á valdastóli
Ólíkt Baby Doc var Aristide kosinn til
embættis forseta, og það ekki bara
einu sinni heldur þrisvar. Hann þurfti
til að mynda að þola valdarán hersins
undir lok ársins 1990 eftir aðeins eitt
ár í embætti en var aftur kosinn árið
1994. Þá sat hann í valdastóli í tvö ár
og vann síðar aftur forsetakosning-
ar árið 2001 og var forseti til ársins
2004. Hann hrökklaðist úr embætti
þá eftir byltingu sem var skipulögð
af fyrrverandi meðlimum hersins,
en þá hafði Aristide leyst upp herinn
á Haítí – enda sá hann engan tilgang
fyrir Haíta að halda úti hinum kostn-
aðarsama her. Herinn hafði enda ein-
ungis verið brúkaður til að hafa hemil
á eigin þjóð, þá helst í þágu Duvalier-
feðga.
Framfarir í forsetatíð
Aristide naut snemma mikilla vin-
sælda almennings á Haítí. Hann er
fæddur árið 1953 og er menntað-
ur til prests, en hann var snemma
einn helsti talsmaður lýðræðislegra
stjórnarhátta á Haítí – bæði í valda-
tíð Baby Doc sem forseta og herfor-
ingjastjórnarinnar sem tók við völd-
um árið 1986.
Þegar Aristide tókst að sitja óáreitt-
ur í forsetastóli tókst honum að koma
fjölmörgu til leiðar sem var sam-
félaginu til bóta. Hann endurbætti
heilbrigðiskerfið svo um munaði og
tryggði aðgang almennings að heilsu-
gæslu. Hann barðist fyrir því að þeir
sem væru sakaðir um glæpi fengju
sanngjarna málsmeðferð fyrir dóm-
stólum, og lagði jafnframt áherslu
á betri menntun dómara. Áður fyrr
tíðkaðist það að grunuðum glæpa-
mönnum var hent í steininn eða þeir
jafnvel teknir af lífi – án dóms og laga.
Aristide lagði blátt bann við mansali,
sem var einnig algengt á Haítí – sem
og ólöglegri sölu á líffærum til ann-
arra landa. Aristide tvöfaldaði lág-
markslaun á vinnumarkaði og setti
af stað byggingarframkvæmdir sem
tryggðu þúsundum húsaskjól á við-
ráðanlegu verði. Hann bauð bændum
fjárhagsaðstoð til að koma ræktun af
stað og niðurgreiddi einnig matvöru
svo almenningur gæti keypt hana
undir markaðsverði.
Mesta afrekið í menntun
Aristide var ávallt á þeirri skoðun að
lykilinn að endurreisn Haítí fælist í
menntun. Þegar hann tók fyrst við
forsetaembættinu voru um 65 pró-
sent þjóðarinnar ólæs. Á meðan krafta
hans naut við lét hann byggja 192 nýja
grunnskóla og 102 framhaldsskóla,
en þeir voru rétt rúmlega 30 í byrjun
síðasta áratugar síðustu aldar. Þeg-
ar hann tók við völdum var menntun
munaður sem var aðeins á færi fárra
og aðeins um þriðjungur barna átti
þess kost að sækja grunnskóla. Þegar
Aristide var bolað frá völdum voru 72
prósent barna á skólaaldri innrituð í
skóla. Hann hóf einnig víðtækt lestr-
arátak meðal fullorðinna og tókst að
draga verulega úr ólæsi, en talið er
að um 40 prósent Haíta séu ólæs enn
þann dag í dag.
Það er einmitt á sviði menntunar
sem Aristide vill láta til sín taka um
þessar mundir. Hann hefur útilokað
möguleikann að snúa aftur í stjórn-
mál, þrátt fyrir að hann sé óneitanlega
á besta aldri. Aristide vill lyfta grettis-
taki í menntun Haíta, þar sem hann
telur margt enn óunnið – þó hann hafi
vissulega afrekað margt á því sviði nú
þegar.
Enn óvíst um endurkomu
Aristide hefur lagt áherslu á að fá að
snúa aftur til Haítí sem fyrst. Á sunnu-
dag fer fram önnur umferð í forseta-
kosningum á Haítí en frambjóðend-
urnir tveir, þau Mirlande Manigat og
Judé Celestin sem líklegust eru til að
bera sigur úr býtum, hafa bæði lýst
yfir andstöðu sinni við endurkomu
Aristide. Þá hafa bandarísk stjórnvöld
einnig hvatt til þess að endurkomu Ar-
istide verði seinkað fram yfir kosning-
arnar, ella gæti hún haft áhrif á úrslit
kosninganna.
Aristide nýtur í öllu falli stuðnings
þekktra einstaklinga, þar á meðal má
nefna bandaríska þingmanninn Jesse
Jackson og söngvarann og mann-
réttindafrömuðinn Harry Belafonte
– auk fyrrnefnds Dannys Glover. Glo-
ver, sem hefur mestmegnis dregið sig
í hlé frá kvikmyndaleik, er nú stjórnar-
formaður mannréttindasamtakanna
Trans Africa Forum. Hann skrifaði á
heimasíðu samtakanna um málið.
„Fólk með góða samvisku getur ekki
horft upp á það aðgerðalaust þeg-
ar fyrrverandi einræðisherra [Baby
Doc] getur snúið aftur til heimalands
síns óhindrað, á meðan lýðræðislega
kjörinn forseti sem langar til að snúa
aftur fær það ekki vegna utanaðkom-
andi þrýstings,“ sagði fyrrverandi has-
armyndahetjan. Glover hefur einnig
biðlað til Jacobs Zuma, forseta Suður-
Afríku, um að bjóða fram hjálp sína
með því að útvega Aristide einkaþotu
– svo hann geti snúið aftur til Haítí
sem allra fyrst.
STJARNA
STYÐUR
ARISTIDE
n Danny Glover, sem varð heimsfrægur fyrir Lethal Weapon-myndirnar, er kominn til Suður-Afríku til að sýna
Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseta Haítí, stuðning n Aristide vill snúa aftur til Haítí og hjálpa til við
enduruppbyggingu landsins n Hann vann mörg afrek sem forseti en vill nú einbeita sér að menntun þjóðar sinnar
Björn Teitsson
blaðamaður skrifar bjorn@dv.is
Kvikmyndastjarnan
Danny Glover hefur starfað
sem sérstakur sendiherra
Barnahjálpar Sameinuðu
þjóðanna, UNICEF, og
sem stjórnarformaður
mannréttindasamtakanna
Trans Africa Forum.
Verð aðeins 89.900 kr.
miðað við tvo í herbergi
Innifalið. Flug, skattar, 4ra stjörnu
hótel með morgunverð, rúta til og
frá flugvelli, íslenskur fararstjóri.
Zagreb höfuðborg Króatíu er ægi fögur borg í Mið-Evrópu sem rekur
upphaf sitt til ársins 1094.
Röltu um einhverja þeirra fögru almenningsgarða sem er að finna í Zagreb, þræddu
göngustígana og virtu fyrir þér hinar óteljandi mörgu fallegu byggingar sem prýða
borgina, listaverkin, söfnin, kíktu á markaðinn og andaðu að þér liðinni sögu sem er að
finna við hvert fótmál.
Þá eru í boði spennandi skoðunarferðir innan sem utan borgarinnar.
RIGA
Hin forna
Zagreb
í beinu flugi 21. - 25. apríl
Fær ekki að koma heim Jean-Bertrand
Aristide var lýðræðislega kjörinn forseti Haítí
og hefur verið í útlegð í sjö ár. Óvíst er hvort
hann fái að snúa aftur til heimalands síns.
Fékk að koma heim Jean-Claude „Baby
Doc“ Duvalier sneri aftur til Haítí í janúar.
Hann dró sér ómældar fjárhæðir í valdatíð
sinni og lét myrða og pynta eigin þjóð.