Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 28
Í dag, þegar ég ætti að vera að rita um lagaumhverfi sem bannað gæti bæði vítisengla og þjófafélag
Framsóknarflokksins, krossvendi
ég kvæði mínu og dusta rykið af rit-
gerðartitli frá því er ég var í gagn-
fræðaskóla. Spurningu minni um
það hvort Zaraþústra hefði í raun
og veru sprungið í tætlur var reynd-
ar aldrei svarað. Enda fjallaði þessi
ritgerð mín um heimsókn mína til
nokkurra íslenskra rithöfunda. En
þegar einn af þessum ágætu mönn-
um féll frá núna fyrir skemmstu,
kom ritgerðin aftur upp í huga mér.
Í dag leyfi ég mér að grípa til tit-
ilsins góðkunna, vegna þess, að sem
heimspekinemi ætla ég hér og nú að
koma endanlega á kortið kenningu
minni um unað letinnar. Ég hélt því
fram, á meðan góðærið ærði alla, að
þjóðin ætti að einbeita sér í leti. En
í mínum huga er leti í hreinni and-
stöðu við græðgi. Ég hef lengi sagt:
Leti er dyggð. Og þessum orðum
mínum vil ég nú fylgja úr hlaði sem
hinum eiginlega grunni heimspeki-
kenninga minna um eðli manna og
kjarna þess sem kallast sál.
Hvati allra framfara er letin. En
það sem fyrst og fremst letur menn
í framfaraþágu er athafnagleði eða
græðgi. Þetta skilja einungis þeir
sem vita að leti er dyggð og að leti
hefur að ósekju fengið á sig slæmt
orðspor í tímanna rás. En illt umtal
sitt fékk letin hjá evrópsku yfirvaldi;
lénsherrum, fógetum, prestum,
biskupum og kóngum, þar eð þetta
fólk vildi hafa letina fyrir sig. Let-
in átti að vera einkaeign yfirstétt-
arinnar (rétt einsog peningarnir
eiga að vera í dag) og á meðan yfir-
stéttin lifði í vellystingum; umvafin
leti, losta og öðrum dásamlegum
dyggðum, var því logið að lýðnum
að hann skyldi þræla sér út í þágu
velsældar.
Ég á eftir að leiða ykkur, kæru
lesendur, í allan sannleika um gildi
trúar á leti og í sameiningu munum
við hvítþvo þá fögru dyggð af öll-
um rógburði. Letin er og verður hið
sannasta af öllu sönnu. Öll okkar
verk miðast við það að gera aldrei
meira en nógu lítið og fyrir það vilj-
um við þiggja sem mesta umbun.
Ef einhver guð skapaði alheiminn,
hlýtur hann að hafa gert það með
eins litlum tilkostnaði og unnt var,
en með endalausum væntingum.
Hann vildi fá allt fyrir nánast ekkert.
Já, kæru vinir, þegar okkur hefur öll-
um lærst að letin er fegurst dyggða
þá fyrst verður virkilega og óendan-
lega dásamlegt að lifa í þeim heimi
sem í dag er stjórnað af vinnusemi
og óhóflegri græðgi.
Letin skal með lögum tryggð
þótt lítils sé hún metin
því ekki virkar önnur dyggð
einsog blessuð letin.
28 | Umræða 18.–20. mars 2011 Helgarblað
„Látið mig í friði!
Þetta er kjána-
legt.“
n Ed Westwick um æðið
sem rann á íslenskar stúlkur við komu
hans til landsins. – Tatler Magazine
„Er það virkilega
rétt að á Íslandi í
dag séu kýr og
svín sem fá aldrei
að sjá dagsljós?“
n Linda Pétursdóttir um hag dýra á
Íslandi. – DV
„Mér finnst svolítið
merkilegt að þú vinnir á
Mogganum og hafir aldrei
heyrt um Staksteina.“
n Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri
ÍNN, við sjónvarpsmanninn Nilla. – MBL
sjónvarp
„Landeyjahöfn er hönnuð
eins og pylsubrauð.“
n Árni Johnsen þingmaður í þingsálykt-
unartillögu um úttekt á málefnum
Herjólfs. – Alþingi
„Eftir nokkra umhugsun
ákvað ég samt að kýla á
það.“
n Knattspyrnumaðurinn Gunnar Heiðar
Þorvaldsson sem nýverið gekk í raðir ÍBV
er farinn aftur utan til Norrköping og
spilar því ekki með Eyjamönnum í
sumar.– Vísir
Kjördæmapotarinn
Leiðari
Bókstaflega
Reynir Traustason ritstjóri skrifar
Allso, sprakk Zaraþústra?
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
„Ég hélt því fram,
á meðan góðærið
ærði alla, að þjóðin ætti
að einbeita sér í leti.
Apafréttastofan
n Gamansemin í Bítinu á Bylgj-
unni ríður ekki við einteyming. Á
miðvikudag skemmtu umsjónar-
mennirnir og
Gissur Sigurðsson
fréttamaður sér
konunglega yfir
því að einhver
apafréttastofa
hefði tekið við-
tal við Jón Gnarr
borgarstjóra sem
er í Vínarborg í
óljósum erindagjörðum á með-
an skólakerfið í Reykjavík stendur
í ljósum logum. Apafréttastofan
hafði eftir Jóni að hann ætlaði að
segja já við Icesave vegna þess að
hann væri orðinn leiður á málinu.
Tromp Lúðvíks
n Baráttan um formannssætið í VR
er nú hafin af fullum þunga. Krist-
inn Örn Jóhannesson vill endurkjör
en það verður
að teljast í meira
lagi ólíklegt.
Viðskiptasið-
fræðingurinn
umdeildi Stefán
Einar Stefánsson
sækist einnig eft-
ir embættinu. Þá
er Lúðvík Lúðvíks-
son, sem laut í lægra haldi síðast fyr-
ir Kristni, einnig mættur í slaginn.
Hann spilaði út feitu trompi á fundi
formennsefna þegar hann gaf VR
nafnið Verzlunarmannfélag Reykja-
víkur. Gjöfin er þó háð því að félagið
taki að nýju upp sitt gamla nafn.
Fréttamaður gegn
fuglum
n Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður
Stöðvar 2, missti að hluta stjórn á sér
vegna örgreina hæstaréttarlögmanna
í Fréttablaðinu um Icesave. Skrifaði
fréttamaðurinn status á Facebook-
síðu sína með eins konar fordæmingu
á skrifunum og taldi það stríða gegn
náttúruvernd að eyða pappír í þess
háttar. Um 20 mínútum síðar eyddi
hann færslunni. Smáfuglar amx.is
höfðu þá komist á snoðir um málið
og gerðu grín að fréttamanninum og
særðu viðkvæman hégóma hans. Nú
er Þorbjörn kominn í ritdeilu við smá-
fuglana ógurlegu en það er eitthvað
sem flestir vilja forðast.
Löskuð náhirð
n Náhirð Davíðs Oddssonar er nánast
orðin hornreka í íslensku samfélagi.
Viðbrögð landsmanna við greinum
lögfræðinganna sjö úr náhirðinni sem
birst hafa í Fréttablaðinu síðustu daga
eru til marks um að áróður hirðarinn-
ar eigi upp á pallborðið hjá sífellt færra
fólki. Landsmenn – meira að segja
þorri sjálfstæðismanna – eru einfald-
lega orðnir þreyttir á Davíð Oddssyni
og hirðinni í kringum hann. Náhirðin
er hins vegar þannig að þeim mun
meiri gagnrýni sem hún fær á sig, og
þeim mun færri sem hlusta á hana,
þeim mun hærra hefur hún. Eitt hið
besta sem Ólafur Stefánsson, ritstjóri
Fréttablaðsins, getur gert til að grafa
frekar undan náhirð Davíðs, sem bol-
aði honum úr Hádegismóum á sínum
tíma, er að halda áfram að birta ör-
greinarnar frá lögfræðingunum sjö því
þær hafa öfug áhrif en ætlað er.
Sandkorn
TRYGGVAGÖTU 11, 101 REYKJAVÍK
Útgáfufélag: DV ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Jóhann Hauksson, johann@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir Jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Það ætti að vera liðin tíð að þingmenn einstakra byggð-arlaga eða svæða standi í
því sem kallað hefur verið kjör-
dæmapot. Sú krafa er uppi að þing-
menn allir vinni sameiginlega að
heill þjóðarinnar og láti af því að
hygla sínum á kostnað heildarinn-
ar. Einn harðsvíraðasti kjördæma-
potari landsins er Sigmundur Ern-
ir Rúnarsson sem berst fyrir því að
kjósendur hans á Akureyri og í ná-
grenni geti ekið undir Vaðlaheiði.
Sigmundur og félagar hans hafa af-
hent einkafyrirtæki verkefnið sem
áætlað er, samkvæmt umdeildum
reiknikúnstum, að kosti rúma 10
milljarða króna. Rökstuddar grun-
semdir eru uppi um að verkefnið sé
miklu dýrara.
Í Bítinu á Bylgjunni staðhæfði
Sigmundur að framkvæmdin væri
ríkinu óviðkomandi þar sem pen-
ingarnir kæmu annars staðar frá.
Þetta er þvæla. Augljóst er að ríkið
ber þyngsta ábyrgð á framkvæmd-
inni og tekur mikla áhættu. Lán
upp á meira en 10 milljarða króna
skerðir möguleika á öðrum lán-
tökum. Lýðskrumarinn heldur því
fram að svo sé ekki. Honum vafð-
ist þó tunga um tönn þegar bent var
á að Vaðlaheiðargöng ættu ekki að
ganga fyrir framkvæmdum við fjöl-
marga stórhættulega vegi á Íslandi.
Sigmundur Ernir er augljóslega
að kaupa sér vinsældir fyrir norðan
með taktlitlum vængjaslætti sínum.
Hann slapp inn á þing fyrir slysni.
Þar hefur hann sumpart hegðað sér
með þeim undarlega hætti að engin
ástæða ætti að vera til þess að hann
nái endurkjöri. Kjördæmapotarinn
býr í Grafarvogi í Reykjavík. Ef Sig-
mundur væri að hugsa um þjóðar-
hag væri hann fyrsta kastið að berj-
ast fyrir Sundabraut, nærri heimili
sínu, eða jarðgöngum í Oddskarði
sem er reyndar í kjördæmi hans.
Þar er af nógu að taka en atkvæð-
in eru fleiri í grennd við Akureyri.
Tími jarðganga undir Vaðlaheiði er
ekki kominn ennþá.
Íslendingar verða að taka hönd-
um saman um að uppræta á Al-
þingi það innistæðuleysi sem Sig-
mundur Ernir er samnefnari
fyrir. Kjördæmapoti og lýðskrumi
verður að halda niðri svo sem kost-
ur er. Það gerist með því að kjósa
ekki þessa gerð manna oftar en
einu sinni. Alþingi er fyrir í litlum
metum á meðal almennings. Þar
verður að koma til endurnýjun. Við
þurfum betri þingmenn sem hugsa
fyrst og fremst um hag allrar þjóð-
arinnar.
Ágæti borgarstjóri.
Mig langar með bréfi þessu að miðla til
þín af reynslu minni í ljósi fyrirhugaðr-
ar breytingar á rekstri leik- og grunn-
skóla Reykjavíkur. Sú reynsla sem ég
vitna til spannar 20 ár sem stjórnandi,
meðal annars hjá einu af stærstu fyrir-
tækjum heims, IBM, þá var ég fram-
kvæmdastjóri hjá Símanum og Sam-
skipum, forstjóri hjá Opnum kerfum
og nú rek ég eigið ráðgjafafyrirtæki.
Sem stjórnandi hef ég unnið að
mörgum sameiningarverkefnum þar
sem stórar deildir og svið eru sam-
einuð sem og heilu fyrirtækin. Sum
verkefnin voru unnin með öllum
hagsmunaaðilum, eigendum, starfs-
mönnum og stjórnendum frá byrj-
un. Önnur voru unnin og kláruð af
yfirstjórn, sett í framkvæmd í fram-
haldinu og reynt að fá alla til liðs við
framkvæmd breytinganna. Margar
af þessum sameiningum tókust vel á
meðan markmið annarra náðust ekki.
Sem betur fer lærðist það fljótt að þær
sameiningar sem ekki voru unnar frá
upphafi með öllum hagsmunaaðilum
voru dæmdar til að mistakast. Það er
því lykilatriði að hafa alla hagsmuna-
aðila með frá byrjun.
Mun ekki skila tilætluðum árangri
Nú nýverið skilaði starfshópur á veg-
um Reykjavíkurborgar af sér skýrslu
um tækifæri til samrekstrar og/eða
sameiningar leikskóla, grunnskóla og
frístundaheimila.
Í skýrslunni kemur fram að haft hafi
verið samband við fulltrúa foreldra
með það að markmiði að upplýsa um
störf nefndarinnar sem og fá viðbrögð
við tillögum og hugmyndir um aðgerð-
ir. Tekið er fram að foreldrar og starfs-
fólk hafi varað við sameiningum og þá
segir í skýrslunni að umræðupunktar
rýnihópa hafi hvorki verið flokkaðir né
túlkaðir. Öll þessi viðleitni starfshóps-
ins við að kalla til hagsmunaaðila hef-
ur mistekist, annars vegar vegna þess
að foreldrar og starfsfólk upplifði ekki
þessa viðleitni sem samstarf og um-
ræður og fundir undanfarna daga eru
til sönnunar um það. Hins vegar virðist
við lestur skýrslunnar að ekki hafi ver-
ið tekið mark á tillögum og viðbrögð-
um foreldranna.
Í ljósi ofangreinds fullyrði ég að fyr-
irhugaðar sameiningar muni ekki skila
tilætluðum árangri. Reiði foreldra og
starfsmanna mun koma niður á fyrir-
hugðuðu sameiningarferli með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum, einkum og
sér í lagi þar sem við erum að höndla
með fjöregg þjóðarinnar, börnin okkar.
Þessar tillögur eru nú settar fram
sem aðgerðir til sparnaðar í kjölfar
bankahruns. Töluglöggur einstakling-
ur er ekki lengi að sjá að fyrirhugað-
ar sameiningar og breytingar eru ekki
settar fram með sparnað í huga. Þær
169 milljónir sem þær eiga að skila á
ári jafngilda eingöngu 0,3 prósentum
af heildarrekstri Reykjavíkurborgar
(A-hluta) og 0,65 prósentum af rekstri
mennta- og leikskólasviðs borgarinn-
ar. Sameiningarferli eru í eðli sínu dýr
og munu éta þennan meinta sparnað
upp og meira til. Þess vegna er það
rangt að tengja þessar breytingar við
hagræðingu vegna bankahrunsins.
Ef einhvern langar til að tengja þetta
verkefni við banka, þá ætti að tengja
það við vaxtastig því þessi meinti
sparnaður jafngildir eingöngu 0,07
prósenta breytingu á vaxtakjörum
borgarinnar (A- og B-hluta).
Metnaður fyrir öflugu skólastarfi
Ágæti Jón, í ljósi ofangreinds mæli ég
eindregið með að hætt verði við fyrir-
hugaðar sameiningar. Besti flokkur-
inn lofaði okkur því að hann myndi
koma með nýjar nálganir, skemmti-
legar nálganir. Það er hægt að ná ótrú-
legum árangri með því að vinna með
aðstæður og virkja þau öfl í umhverf-
inu sem hafa skilning, metnað, vilja og
getu til að gera góða hluti. Ég vona að
þín upplifun af fundum með foreldr-
um og starfsfólki leik- og grunnskóla í
Grafarvogi og Breiðholti sé sú að þar
séu foreldrar og starfsfólk sem skilur
þá stöðu sem þjóðfélagið er í, hefur
metnað fyrir öflugu skólastarfi og fullt
af hugmyndum um það hvernig hægt
sé að ná fram sparnaði án þess að tefla
í tvísýnu því öfluga skólastarfi sem nú
er unnið. Ef þið mynduð til dæmis gefa
hverjum skóla tækifæri til að vinna að
hugmyndum með foreldrum og jafn-
vel nemendum þá er ég þess fullviss
að þannig vinnubrögð myndu skila
meiru en þeim 169 milljónum króna
sparnaði á ári sem að er stefnt.
Verkefni á villigötum
Kjallari
Agnar Már
Jónsson
„Við þurfum betri
þingmenn.