Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 30
É
g verð að viðurkenna að
samband mitt við Bandarík-
in er nokkuð stormasamt,
en ekki mjög djúpt. Þegar
ég var strákur var samband mitt við
stórveldið svosem ágætt, en ekkert
sérstaklega mikið þó. Af einhverjum
ástæðum hefur mér bara alltaf fund-
ist ég vera nánari Evrópu en Banda-
ríkjunum. Auðvitað hef ég eins og
aðrir Vesturlandabúar um þessar
mundir horft mér til óbóta á banda-
rískar kvikmyndir og sjónvarpsefni,
og lesið einhvern slatta af amerísk-
um reyfurum, en ég hef þó til dæm-
is ekki ennþá komið þangað vestur.
Bara einhvern veginn aldrei fundið
hjá mér neina þörf til þess. En þetta
ágæta samband okkar Bandaríkj-
anna á mínum barnsaldri fór svo
smátt og smátt að versna á tánings-
árunum. Mér fannst það vera Banda-
ríkjunum að kenna, þau hefðu villst
af réttri braut í sambandinu og alls
konar pólitík fór að þvælast fyrir. Ég
var nú aldrei neitt uppá háa sé-i út
af Víetnamstríðinu, enda kornungur
þá, en brátt þóttist ég sjá stórveldið
taka upp á ýmsu furðu svipuðu og í
Víetnam, sem mér hugnaðist illa. En
Bandaríkin – ef þau hefðu þá yfirleitt
leitt að mér hugann – þau hefðu þá
vafalaust talið að versnandi sambúð
væri mér að kenna; þau hefðu aldrei
breyst neitt. En hvað sem því líður, þá
hefur sambandið farið æ versnandi
síðustu ár og áratugi, eða segjum að
það hafi orðið kuldalegra.
En þrátt fyrir það þá er það nú
alltaf svo að þegar virkilega reynir
á, þá hneigist maður ævinlega til að
líta til Bandaríkjanna og ætlast til að
þau komi til skjalanna og reddi mál-
unum.
Eins og núna í Líbíu.
Frítt spil
Þegar þetta birtist er vonandi búið
að samþykkja flugbann yfir Líbíu
þar sem flugfloti Gaddafís hafði haft
frítt spil til að varpa sprengjum á
uppreisnarmenn. Og ég ætla rétt að
vona að það muni þá skila skjótum
og góðum árangri. Einræðisherrann
grimmi hafi ekki lengur frítt spil til að
murka lífið úr þeim sem hafa vogað
sér að lýsa andstöðu við hann.
En til þess að svo megi verða, til
að flugbann og aðrar aðgerðir dugi
til einhvers, þá þarf náttúrlega amr-
íska herinn til – ekkert annað dugar.
Bandaríkjamenn hafa stundum
verið skammaðir fyrir að hneigjast
til að líta á sig sem lögregluþjón alls
heimsins. Og það hefur vissulega
ekki alltaf farist þeim vel úr hendi.
En á öðrum stundum hafa þeir svo
þvert á móti verið skammaðir fyrir
að vera alls ekki nógu mikil alheims-
lögregla.
Undarleg staða
Þegar menn sýta það að alþjóðasam-
félagið hafi ekki gripið nógu fljótt í
taumana í Rúanda fyrir 15 árum, eða
í borgarastyrjöldunum í hinni gömlu
Júgóslavíu, þá meina menn náttúr-
lega fyrst og fremst að Bandaríkin
hafi ekki gripið nógu fljótt í taumana.
Því hverjir aðrir hefðu átt að gera
það?
Það er undarleg staða sem nú
er uppi í alþjóðamálum – þar sem
Bandaríkin eru svo algert yfirburða-
ríki hvað hernaðarmátt snertir. Þann-
ig hefur málum verið háttað síðan
kalda stríðinu lauk. Það má auðveld-
lega halda því fram að Bandaríkin
hafi spilað illa úr yfirburðum sínum
– það er að segja pólitískt, og efna-
hagslega, en hernaðarlega er eng-
inn sem kemst í hálfkvisti við þau. Og
ekki í náinni framtíð.
Og því er það sem það blossar
upp í manni hálfgerður geðklofi við
tilteknar aðstæður, og þó sjaldan
eins og núna.
Hvað sem leið hörku og grimmd
Saddams Hussein í garð þegna
sinna, og hversu mikið þjóðþrifaverk
sem það vissulega var að koma hon-
um frá völdum, þá var ég til dæmis
alla tíð – og er enn – alveg á móti inn-
rás Bandaríkjanna í Írak árið 2003.
Af ýmsum ástæðum og þó kannski
sérstaklega af því sú innrás var svo
greinilega gerð á fölskum forsend-
um.
En núna, þá get ég varla beðið eft-
ir því að flugvélarnar hefji sig á loft
frá flugvélamóðurskipunum á Mið-
jarðarhafi og byrji að herja á Gaddafí.
Hver annar?
Kannski skipta aðstæðurnar öllu
máli. Gaddafí er vissulega akkúrat
núna að drepa fjölda manns, sem
ekkert hefur til saka unnið. Saddam
var orðinn hálfgert pappírstígrisdýr
þegar innrásin í Írak var gerð, og það
hefði vafalaust mátt koma honum
frá völdum á annan hátt. En samt,
þessar mismunandi skoðanir lýsa
mótsagnakenndum viðhorfum stórs
hluta heimsins til Bandaríkjanna.
Við fyrirlítum margt sem þau
gera, viljum ekki sjá afskipti þeirra af
okkar málum, en ætlumst til að þau
komi strax til hjálpar, þegar á bjátar.
Því eins og ég segi, hver annar ætti
til dæmis að koma uppreisnarmönn-
um í Líbíu til bjargar? Það háir Evr-
ópusambandinu stórlega að það var
raunar í upphafi stofnað frekar sem
friðarbandalag en efnahagssam-
band, og öll skref í átt að einhvers
konar hernaðarsamvinnu ríkjanna
hafa því verið stigin afar varfærnis-
lega. Evrópuherinn verður varla mik-
ill bógur í fyrirsjáanlegri framtíð. Það
róar kannski suma sem óttast hug-
myndina um slíkan her, en undan-
farnar vikur verð ég að viðurkenna að
ég hefði oft viljað að til væri í Evrópu
öflugur sameinaður her sem hefði
getað stöðvað framferði Gaddafís
núna snöggt og örugglega.
Tvískinnungur
Það er að vísu alltaf mikill tvískinn-
ungur í því að sitja hér á hinu óvopn-
aða Íslandi og fabúlera um að hinir
og þessir ættu að drífa sig af stað með
vopn sín og verjur og hella sér í bar-
daga – sem ég veit að hvorki ég né
mitt fólk munum þurfa að taka þátt í.
En ég vona að Evrópuher verði
samt að veruleika einhvern tíma – þó
auðvitað muni aldrei fara svo að ís-
lenskir bændasynir verði skikkaðir í
hann að sér forspurðum!
Þangað til svo verður, þá verður
að treysta á amríska herinn þegar
virkilega er þörf á alþjóðalögreglu.
Það er skrýtin staða, en bara að vona
að hann gegni þá því hlutverki með
sóma – þegar tekst að koma hon-
um af stað. Því það er rétt sem utan-
ríkisráðherra vor sagði á þingi – ef
Gaddafí verður látinn komast upp
með að bæla niður andóf gegn sér,
þá mun það verða einræðisherrum
heimsins mikil og góð hvatning um
ókomin ár.
Má ég þá heldur biðja um amr-
íska herinn!
Amríski herinn,
svo réttsýnn
og rogginn …
Við Sigrún kærastan mín eign-uðumst okkar fyrsta barn í byrjun febrúar. Eftir að við
komumst að því að við ættum von
á dreng ákváðum við að nefna hann
Hallgrím eftir föður kærustunnar
minnar. Við ákváðum líka í samein-
ingu að kenna hann við okkur bæði
en ekki bara mig. Drengurinn okkar
heitir því Hallgrímur og er Sigrúnar-
og Ingason sem styttist í Hallgrímur
S. Ingason.
Við ákváðum þetta vegna þess að það eru engin almennileg, efnisleg rök fyrir því að kenna
barn eingöngu við föður þess en
ekki móður. Barnið er ekki bara af-
kvæmi föðurins; hann á ekki meiri
heiður af því að það kom í heiminn.
Börn eru því ekki eingetin heldur
„tvígetin“ og það er ósanngjarnt að
nafn barnsins feli ekki líka í sér nafn
móður þess. Ef kenna á börn við for-
eldra sína til að byrja með er bæði
ósanngjarnt og órökrétt að kenna
þau bara við annað foreldrið án
þess að góð og gild ástæða sé fyrir
því að fara í kyngreinarálit.
Meginástæðan fyrir þess-ari ósanngirni í nafngift-um, sem er órökrétt af áður-
nefndri ástæðu, er fyrst og fremst
söguleg og tengd við ákveðna hefð.
Ójafnréttið sem sögulega hefur ein-
kennt samskipti karla og kvenna í
öllum samfélögum heimsins gerði
að verkum að feðrahyggja var eitt
af einkennum þessara samfélaga.
Karlmaðurinn var af þessum sökum
álitinn meiri og mikilvægari sam-
félagsþegn en konan sem var eins
konar viðhengi hans. Konur voru
fyrst og fremst dætur, eiginkonur og
mæður en ekki sjálfstæðir einstak-
lingar með eigin tilverurétt. Þess
vegna voru börn eingöngu skírð
eða kennd við feður sína – alger
óþarfi þótti að kenna börn einnig
við mæður sínar sem voru í annars
flokks stöðu.
Sem betur fer hefur dregið all-verulega úr þessu ójafnrétti milli kynjanna í mörgum lönd-
um heimsins, meðal annars hér á
Íslandi. Fólk virðist hins vegar oft
ekki átta sig á ýmsum birtingar-
myndum þessa sögulega ójafnréttis
á milli kynjanna, meðal annars því
að almennt séð eru börn ennþá að-
eins kennd við feður sína án þess að
hægt sé að rökstyðja þetta misræmi
með haldbærum rökum. Ég hef rætt
þetta atriði við nokkuð marga upp
á síðkastið. Þeir sem gagnrýna þá
ákvörðun okkar Sigrúnar að kenna
drenginn einnig við móður sína
geta hins vegar ekki bent á önnur
rök fyrir þessari gagnrýni sinni en
þá sögulegu staðreynd að þetta hafi
ekki tíðkast og að venjan sé sú að
kenna börnin eingöngu við feður
sína. Þessi rök standast hins vegar
ekki og það eru fleiri góðar og gild-
ar ástæður fyrir því að kenna börn
einnig við mæður sínar en að gera
það ekki. Það er að segja ef við ætl-
um að viðhalda þeirri hefð að nota
nöfn foreldra þeirra sem eftirnöfn
auk viðskeytisins -sonur eða -dóttir.
Til að undirstrika þetta kynja-misræmi í hugmyndum okk-ar um eftirnöfn er eftirfarandi
dæmi ágætt. Einstaklingur sem er
eingöngu kenndur við föður sinn
getur ákveðið síðar á lífsleiðinni að
hann vilji ekki kenna sig við hann
af einhverjum ástæðum. Yfirleitt er
ástæðan fyrir þessu sú að eitthvað
hefur komið upp á samskiptum við-
komandi og föður hans sem orðið
hefur til þess að einstaklingurinn
vill ekki tengjast pabba sínum með
þessum hætti: Dóttir Jóns verður
því allt í einu Guðrúnardóttir og
sonur Péturs verður Jóhönnuson.
Litið er á slíka nafnabreytingu sem
refsingu vegna einhvers sem faðir-
inn á að hafa gert á kostnað einstak-
lingsins og má ætla að slík nafna-
breyting sé óþægileg fyrir föðurinn.
En af einhverjum ástæðum lít-um við ekki á það sem refs-ingu í garð kvenna þegar börn
eru ekki kennd við þær líkt og feð-
ur þeirra. Á þeim tíma sem barnið
er ekki kennt við móður sína hefur
hún samt sem áður ekki gert neitt til
að verðskulda það að barnið sé ekki
kennt við hana, líkt og í þeim tilfell-
um þar sem einstaklingur ákveður
að hætta að kenna sig við föður sinn
vegna ósættis við hann. Samt eru
tilfellin sambærileg í þeim skiln-
ingi að þau fela í sér þá afleiðingu
að barn er ekki kennt við annað for-
eldri sitt. Sem sagt: Það er meiðandi
fyrir föður ef barn hans kennir sig
ekki við hann en slíkt hið sama gild-
ir ekki þegar barn er ekki kennt við
móður sína.
Munurinn á tilfellunum er auðvitað sá að í öðru er ein-hver persónuleg ástæða fyrir
hendi sem fær einstaklinginn til að
hætta að kenna sig við föður sinn
eftir að hann er kominn til vits og
ára á meðan það er siðvenja í flest-
um samfélögum að kenna börn við
föður sinn. Í báðum tilfellum er af-
leiðingin hins vegar sú sama: Barn
er einungis kennt við annað foreldri
sitt. Og þar sem þetta er álitið slæmt
og óþægilegt fyrir föður sem ekki er
lengur kenndur við barn sitt vegna
hegðunar sinnar má þá ekki segja að
það sé að minnsta kosti ósanngjarnt
gagnvart móðurinni að kenna börn
ekki líka við hana þar sem hún hafi
ekki gert neitt til að verðskulda hi‘
gagnstæða. Annað hvort ætti því að
kenna börnin við báða foreldra sína
eða þá hvorugt þeirra.
Í þessu máli, líkt og svo mörgum öðrum, virðumst við vera föst í viðjum vanans: Eitthvað á að vera
einhvern veginn vegna þess að það
hefur alltaf verið þannig en ekki af
því að það eru til góð og gild rök fyrir
því. Í þessari tilteknu umræðu virð-
ast „af því bara-rökin“ verða ofan á
í skoðunum fólks þrátt fyrir að jafn-
réttisbarátta kynjanna hafi skilað
þeirri skoðun inn í gildismat flestra
að konur og karlar séu jöfn. Ýmsar
siðvenjur okkar viðhalda hins veg-
ar þessu sögulega ójafnrétti, með-
al annars í því hvernig við nefnum
eða skírum börn. Þessar siðvenjur
þurfa að breytast til að algert kynja-
jafnrétti náist. Til þess að þetta geti
gerst þurfum við hins vegar að byrja
á því að endurskoða viðhorf okkar
til þessara siðvenja.
30 | Umræða 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Trésmiðjan
Illugi
Jökulsson
Nafngiftir og
kynjajafnrétti
Helgarpistill
Ingi F.
Vilhjálmsson „Einræðisherrann
grimmi hafi ekki
lengur frítt spil til að
murka lífið úr þeim sem
hafa vogað sér að lýsa
andstöðu við hann.