Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 34
34 | Viðtal 18.–20. mars 2011 Helgarblað
það að verkum að mig langar til að
lifa.“
Togstreitan í hjónabandinu
Frá því að Jón gerðist grínisti til að
bjarga fjárhagnum hefur líf hans
verið eins og opin bók, en hann hef-
ur aldrei rætt mikið um konu sína
eða börn í fjölmiðlum. „Ég hef allt-
af hlíft fjölskyldunni við því. Konan
mín vill ekki að ég sé að ræða hana
eða hjónaband okkar í fjölmiðl-
um. Hún er ekki þessi týpa. Hún
vill halda sínu fyrir sig. Ég er aftur
á móti meira út á við og þetta hefur
skapað togstreitu í hjónabandinu.
Okkur hefur samt tekist að vinna úr
því og finna rétta jafnvægið.
Hún styður mig í því sem ég þarf
að gera. Ég er ekki tilbúinn til þess
að draga mig í hlé strax þó að ég
gæti alveg eins tekið upp á því einn
daginn. Hverfa alveg í hversdags-
leikann. Áður en ég geri það lang-
ar mig til þess að nýta þau tækifæri
sem eru í boði og kanna lífið aðeins
betur. Það er svo margt sem ég á eft-
ir að gera. Ég vil ekki liggja á dán-
arbeðinum og horfa yfir farinn veg
ósáttur við brostna drauma, eins og
pabbi.“
Erfiðast að missa mömmu
Faðir Jóns lést fyrir tveimur árum.
„Hann var maður sem taldi sig ekki
eiga tækifæri í lífinu og var mótað-
ur af hörku lífsins.“ Foreldrar hans
háðu harða lífsbaráttu og voru illa
farin eftir strit, fátækt og sjúkdóma.
Alkóhólismi hafði áhrif á heim-
ilislífið þó að Jón segi að heimili
hans hafi ekki staðist samanburð
við staðalmyndina af alkóhólísku
heimili. „Foreldrar mínir voru gott
fólk. En þeir voru tilfinningalega
heftir og þegar ég fæddist var ég til-
finningasprengja. Ég lít ekki svo á
að ég hafi verið erfitt barn heldur að
ég hafi hagað mér eðlilega í óeðli-
legum aðstæðum. Allt sem ég gerði
var til þess að kalla eftir viðbrögðum
og fá athygli.“
Í árslok kvaddi Jón svo móður
sína og hafði þá misst báða foreldra
sína á tveimur árum. „Það var sárt
að kveðja pabba. Hann fékk krabba-
mein og var veikur í nokkra mánuði
en við vissum hvað var í vændum.
Mamma dó aftur á móti skyndilega
og það var erfiðara að kveðja hana.
Við vorum vinir en ekkert mjög náin,
þannig séð. Ég held bara að það sé
annað að missa móður sína en föð-
ur. Það hefur eitthvað með upprun-
ann að gera. Móðir mín ól mig og á
meðan hún lifði átti ég alltaf skjól
hjá henni. Eftir að hún var farin gat
ég aldrei snúið aftur til baka. Það
var eins og það lokuðust dyr að baki
mér. Ég get ekki lýst þessu öðruvísi.
Stór hluti af mér er farinn. Kannski
af því að ég var búinn að missa báða
foreldra mína og stóð einn eftir.“
Sorgin sameinar
Hann gerir stutt hlé á máli sínu.
Á veggnum hangir listaverk sem
Banksy gaf Jóni, honum til ómældr-
ar ánægju. Verkið er af grímuklædd-
um manni sem kastar blómum til
fólksins og hefur alltaf verið í miklu
uppáhaldi hjá Jóni. Hann starir á
myndina í smástund en heldur svo
áfram: „Dauðinn er svo merkilegur
af því að hann sameinar fólk. Þegar
fólk gengur í gegnum sorg saman
verða tengslin dýpri. Það myndast
einhver skilningur sem ekki er hægt
að útskýra. Allt í einu verður svo
ljóst hvað það er sem skiptir mestu
máli í lífinu,“ segir hann hugsi.
Hann hefur áður farið í gegnum
djúpa lægð, en af öðrum toga. Árið
2000 lenti hann á botninum andlega
og leitaði sér þá hjálpar í tólf spora
samtökum þar sem hann lærði að
taka á meðvirkni, sem hafði þau
áhrif að annað fólk hafði óeðlilega
mikil áhrif á hann. Prógrammið sem
hann fór í gegnum þar hefur hjálpað
Jóni að takast á við reiðina sem ríkir
stundum í borginni.
Tekur reiðina ekki til sín
„Það er skiljanlegt að fólk sé reitt og
ég tek það ekki nærri mér. Reiðin er
ekki mín og ég reyni að láta hana
ekki hafa áhrif á mig heldur fylgja
sannfæringu minni og gera það sem
ég tel rétt. Það er mjög mikilvægt að
ég sé ekki meðvirkur með íbúum í
borginni, því það vill enginn breyt-
ingar. Sérstaklega ekki þegar það
þarf að skera niður. Það er ekki hægt
að rökræða við reiðan mann. Hann
hefur aldrei rangt fyrir sér.“
Aðspurður segist hann ekki
sannfærður um að hans leið sé sú
eina rétta. „Það er ekkert rétt eða
rangt. Sannleikurinn er ekki til. Í
hverju máli er alltaf hægt að fara
margar mismunandi leiðir en ég
fylgi mínu innsæi og reyni að gæta
sanngirnissjónarmiða. Ég er aldrei
viss um að ég sé að gera hið eina
rétta og ég tel það hollt að efast. Um
leið og ég hætti að efast er ástæða til
að óttast gjörðir mínar.“
Fylgir rödd álfkonunnar
Innsæið hefur oft reynst Jóni vel.
„Ég reyni að fylgja þessu mystíska
sem við getum kallað innsæi eða
rödd álfkonunnar. Álfkonan kallar
á mig og ég fylgi henni. Ég veit ekki
af hverju og get ekki sagt neinum frá
því, því það hefur enginn séð hana
og það trúir enginn á hana en ég
geri það samt.
Innra með mér er sterk rödd sem
leiðir mig áfram. Ég veit ekkert allt-
af hvað ég er að gera þegar ég fylgi
innsæinu en ég finn fyrir því og veit
að ég er að gera rétt. Þannig að ég
fikra mig áfram, stundum í myrkri
en yfirleitt kemur það smám sam-
an í ljós að þetta var rétta leiðin fyrir
mig.“
Besti flokkurinn er eitt af þeim
verkefnum sem byrjaði svona, sem
óljós hugmynd sem Jón vissi ekki
hvað hann ætti að gera við en ákvað
samt að gera eitthvað. „Ég vissi ekki
hvað yrði en lagaði mig jafnóðum
að aðstæðum og óx inn í þetta hlut-
verk. Þetta hófst sem gjörningur en
ég áttaði mig smám saman á alvör-
unni.“
Besti flokkurinn er ekki til
Hann ætlar ekki í landspólitíkina og
sér ekki fram á framboð Besta flokks-
ins þar. „Besti flokkurinn er ekki til í
raun. Hann er hugmynd sem fæddist
út frá hugmyndafræði annarra flokka,
sem eru mjög innantómir, marklaus-
ir og stefnulausir. Stefnuskrá þeirra er
óraunveruleg og absúrd, mikil um-
gjörð utan um ekkert. Svo er orðið
svo mikið af fólki sem hefur alla ævi
verið í skóla. Fyrir þeim eru stjórnmál
ákveðinn frami en ekki hugsjón, hvað
þá ástríða.“
Eintak af Frjálsri verslun liggur á
borðinu, Jón tekur tímaritið upp og
les bút úr forsíðuviðtali við Bjarna
Benediktsson. „Mér finnst þessi
gaur vera grín. Er hann alvöru?“ seg-
ir hann og leggur áherslu á orð sín.
Sýnir mér svo mynd af sjálfum sér í
apabúningi að lesa blaðið. „Þetta er
bara djók,“ segir hann. „Ég er anark-
isti. Ekki af því að hann sé svo frábær
heldur af því að það er ekkert frábært.
Ég er ekkert betri en aðrir, og það er
það enginn.“
„Góður borgarstjóri“
Fyrst eftir að Jón tók við embættinu
kvartaði hann undan álagi en seg-
ist vera farinn að njóta þess núna að
vera borgarstjóri. „Ég var að glíma við
erfiðleika í einkalífinu sem tóku á um
leið og ég þurfti að setja mig inn í allt
hér og læra á kerfið. En ég er farinn að
hafa gaman af þessu.
Ég held að ég sé góður borgar-
stjóri. Ég finn að við erum að fara í
gegnum erfiða tíma núna en þeg-
ar við komumst í gegnum það fjölg-
ar tækifærunum og þá get ég látið
til mín taka. Ég held að fólk geri sér
ekki grein fyrir því hversu illa borg-
in er stödd. Við höfum aldrei nokk-
urn tímann í sögu Reykjavíkur verið
jafn illa stödd. Við eigum engan pen-
ing, því það er búið að sjúga allt út úr
borginni. Núna þurfum við að takast
á við það og reyna að komast í gegn-
um þetta.
Ég var lengi að átta mig á því
hversu slæm staðan er í raun og veru.
Það tók okkur allt til dagsins í dag að
átta okkur á því og sættast við það.
Um leið og við viðurkennum aðstæð-
urnar eins og þær eru verður eftirleik-
urinn auðveldari.“
Gæti hætt á morgun
Hann getur alveg hugsað sér að vera
borgarstjóri áfram. Jafnvel lengi.
Honum er samt alveg sama ef svo
verður ekki. „Kannski verð ég bara
alltaf borgarstjóri. Kannski verður
Besti flokkurinn alltaf til. Besti flokk-
urinn kom með nýja hugsun inn í
borgarkerfið. Kannski þarf hann að
laga sig að kerfinu fyrir næstu kosn-
ingar, kannski rennur hann inn í aðra
flokka og kannski hættum við öll. Ég
gæti hætt á morgun og væri alveg
sama þótt svo yrði. Ég er ekki í þessu
til að græða á því, hvorki völd né pen-
inga. Aftur á móti þykir mér vænt um
það að fá að leggja mitt af mörkum og
gera gagn. Ég er ekki í þessu fyrir sjálf-
an mig.“
Með varalit í vasanum
Borgarstjórastarfið er ferðalag fyrir
honum, alveg eins og leigubílastjór-
astarfið var á sínum tíma. „Ég upp-
lifði það sem ferðalag þar sem ég fór
í gegnum ákveðið ferli sem tók síðan
enda og ég ætla ekki að fara þangað
aftur. Allt er þetta reynsla en ég er
ekki sá eini sem nýtur góðs af henni.“
Þannig hefur hann allaf verið,
reynt að draga í sig lærdóminn sem
hægt er að draga af umhverfinu. Eitt
af því sem hann hefur sökkt sér ofan
í eru hugmyndirnar um karlmennsku
og kvenleika. Hann heillaðist algjör-
lega af kvenlegri veröld móður sinn-
ar og systur og klæddi sig gjarna upp
sem kona. „Ég hef alltaf haft gaman af
því að klæða mig í kjól og setja á mig
farða. Þess vegna hef ég sérhæft mig
í því að leika konur. Mér finnst ótrú-
lega gaman að fylgjast með konum
í mínu lífi. Varalitur er miklu meira
en varalitur,“ segir hann og sýnir mér
Chanel-varalit sem hann dregur upp
úr jakkavasanum.
Þetta er liturinn sem mamma
hans notaði alltaf, rauður nr. 58. Jón
erfði hann og tók hann með í dag því
hann vildi sæta færis og setja hann
á sig. „Mér finnst gaman að leika
mér með þetta. Síðan ég tók við sem
borgarstjóri hef ég verið að prófa mig
áfram varðandi útlitið í vinnunni. Ég
hef mætt í alls konar jakkafötum og
þú sérð klippinguna. Þetta var ákveð-
inn gjörningur. Einu sinni mætti ég
með naglalakk í vinnuna, bara af því
að mig langaði til þess. Þá var ég nú
látinn vita af því að þetta sæmdi ekki
embættinu.“
Líkir lífinu við sirkuslest
Að setjast við skriftir eftir að hann læt-
ur af embætti er eitthvað sem heillar.
Jón er samt ekki viss um að hann láti
verða af því. Hann vill leyfa því að
ráðast hvað framtíðin ber í skauti sér.
„Allir sem standa mér næst vita að
það að fylgja mér er eins og ferðast
með sirkuslest. Þú veist aldrei hvað
gerist næst. Lífið tekur sífellt óvænta
stefnu og kemur mér stöðugt á óvart.
Það óvænta er svo fallegt og skemmti-
legt. Það heldur okkur vakandi. Kon-
an mín veit það og hún er sátt við það.
Það er hvort eð ekkert til sem heitir
öryggi í þessu lífi. Ytri aðstæður geta
allavega ekki fært þér öryggi. Það er
alltaf falskt öryggi sem er ekki hægt
að stóla á, því það getur alltaf eitthvað
komið upp á. Þú veist aldrei hvað
gerist næst. Þú ert kannski búinn að
vinna alla ævi að því að verða borgar-
stjóri og svo kem ég, einhver trúður,
óvænt inn í myndina og planið fer úr
skorðum.“
Jón þurfti að reka sig harkalega á til
að átta sig á þessu en er þakklátur fyrir
þennan lærdóm. „Það var mikið frelsi
sem fólst í því þegar ég áttaði mig á
þessu. Nú get ég notið lífsins til fulls.“
ingibjorg@dv.is
„Það leið langur
tími þar til ég
kyssti konuna mína aftur.
Við þurftum að jafna
okkur á þessu.
„Álfkonan kallar
á mig og ég
fylgi henni. Ég veit
ekki af hverju og get
ekki sagt neinum frá
því því það hefur eng-
inn séð hana og það
trúir enginn á hana.