Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Side 38
Hafliði fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Gagnfræðaskóla Húsavík-
ur og hefur sótt mikinn fjölda starfs-
tengdra námskeiða.
Hafliði hóf störf hjá Kaupfélagi
Þingeyinga á Húsavík 1959 og starfaði
þar um árabil eða fram yfir aldamót.
Hann stundaði einnig skrifstofustörf
hjá SÍS í Reykjavík um skeið en fór síð-
an aftur norður á Húsavík til starfa hjá
KÞ. Þá var hann tvö ár meðhjálpari við
Húsavíkurkirkju og kirkjugarðsvörð-
ur á Húsavík. Hann starfaði hjá Bú-
bót ehf. á Húsavík um nokkurt skeið
en hefur verið tómstundafulltrúi fyrir
aldraða á Hvammi frá 2003.
Hafliði hefur verið virkur í marg-
víslegu félagsstarfi í sinni heima-
byggð. Hann sat í stjórn Verslunar-
mannafélags Húsavíkur á árunum
1966–2011, sat í stjórn Framsóknar-
félags Húsavíkur og nágrennis um
árabil, er félagi í karlakórnum Hreim
í Suður-Þingeyjarsýslu og var um ára-
bil í forystusveit Völsunga. Hann söng
með kirkjukór Húsavíkurkirkju og
annaðist barnastarf í kirkjunni í u.þ.b.
tuttugu ár.
Fjölskylda
Hafliði kvæntist 25.12. 1968 Laufeyju
Jónsdóttur, f. 14.9. 1949, gæðastjóra
hjá fiskvinnslustöðinni Vísi á Húsa-
vík. Hún er dóttir Jóns Þórarinssonar,
fyrrv. bónda í Fagraneskoti í Aðaldal
sem er látinn, og Unnar Baldursdótt-
ur húsfreyju.
Börn Hafliða og Laufeyjar eru Inga
Björk, f. 14.2. 1970, húsmóðir í Þýska-
landi og starfrækir þar fyrirtæki ásamt
sambýlismanni, Seydi Demir, og eiga
þau tvo syni, Julian Tarik og Henrik
Levent; Unnur Mjöll, f. 21.11. 1972,
húsmóðir á Húsavík, í sambúð með
Viðari Hákonarsyni og er sonur þeirra
Hlynur Snær; Hjálmar Bogi, f. 18.1.
1980, grunnskólakennari á Húsavík
og bæjarfulltrúi í Norðurþingi; Rakel
Dögg, f. 25.7. 1981, BA í sálfræði og
nemi í næringarfræði við Háskóla Ís-
lands, en sambýlismaður hennar er
Gunnar Jónsson.
Systkini Hafliða eru Guðný Jó-
steinsdóttir, f. 9.2. 1932, húsmóðir
á Húsavík en maður hennar er Þor-
grímur Sigurjónsson, verkamaður og
bílstjóri; Hreiðar Jósteinsson, f. 28.3.
1933, sjómaður á Húsavík en kona
hans er Þóra Erlendsdóttir húsmóð-
ir; Hafdís Jósteinsdóttir, f. 16.6. 1942,
starfrækir Fatahreinsun Húsavík-
ur ásamt eiginmanni sínum, Sigurði
Svavari Þórarinssyni; stúlka, f. and-
vana 1.1. 1952.
Foreldrar Hafliða voru Jósteinn
Finnbogason, f. 3.10. 1909, d. 17.11.
1995, sjómaður á Húsavík, og Krist-
jana Þórey Sigmundsdóttir, f. 25.11.
1913, d. 4.10. 1996, húsmóðir og
verkakona á Húsavík.
Ætt
Jósteinn var sonur Finnboga, b. á
Brekku í Aðaldal Þorsteinssonar,
Ólafssonar.
Móðir Jósteins var Hjálmfríður Jó-
hannesdóttir.
Kristjana Þórey var dóttir Sig-
mundar Hjálmarssonar, Jónssonar,
og Guðnýjar Oddnýjar Jónasdóttur
frá Skeri á Látraströnd.
38 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Ragnar fæddist að Bakka og ólst þar upp. Hann var í farskóla og stundaði heimanám á barns-
aldri og stundaði nám við Bænda-
skólann á Hvanneyri 1957–59.
Ragnar stundaði búskap á Bakka
með foreldrum sínum til 1970 og var
síðan bóndi á Bakka til 1999. Hann
var þar síðan hlunnindabóndi um
skeið og starfaði í sláturhúsi Kaup-
félags Vestur-Húnvetninga hluta af
árinu en er nú starfsmaður Veiði-
félags Víðidalsár.
Ragnar sat í stjórn ungmenna-
félagsins Víðis, í stjórn Búnaðar-
félags Þorkelshólshrepps og Búnað-
arsambands Vestur-Húnvetninga, sat
í sveitarstjórn Þorkelshólshrepps í
sextán ár, sat í stjórn Veiðifélags Víði-
dalsár frá 1984 og var formaður þess
frá 1993–2005. Þá sat hann í stjórn
Kaupfélags Vestur-Húnvetninga frá
1982–2003 og í stjórn Hólalax hf. um
skeið frá 1992.
Fjölskylda
Ragnar kvæntist 12.6. 1971 Sigur-
laugu Sigurvaldadóttur, f. 20.10. 1952,
húsfreyju, bónda og verslunarmanni í
kjörbúð Kaupfélags Vestur-Húnvetn-
inga. Hún er dóttir Ingvars Ágústsson-
ar og Sigurlaugar Sigurvaldadóttur,
bænda að Ásum í Svínavatnshreppi
í Austur-Húnavatnssýslu en þau eru
bæði látin.
Börn Ragnars og Sigurlaugar eru
Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson,
f. 19.2. 1971, hagfræðingur hjá Hval
hf, búsettur í Reykjavík; Ingvar Frið-
rik Ragnarsson, f. 5.4. 1972, bóndi í
Kolugili í Víðidal, en kona hans er
Malín Person og eiga þau tvö börn;
Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir, f. 7.7.
1977, húsfreyja og bóndi á Bakka í
Víðidal. en maður hennar er Örn
Óli Andrésson og eiga þau tvö börn;
Anna Heiða Ragnarsdóttir, f. 17.12.
1982, húsmóðir á Hvammstanga.
Systkini Ragnars: Ingibjörg Gunn-
laugsdóttir, f. 7.6. 1922, d. 16.8. 1994;
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, f. 22.2.
1924, húsfreyja og fyrrv. bóndi að
Móbergi á Rauðasandi, nú búsett í
Reykjavík; Björn Teitur Gunnlaugs-
son, f. 26.9. 1926, húsgagnasmiður,
búsettur í Reykjavík; Jóhannes Gunn-
laugsson, f. 9.8. 1929, fyrrv. sjómaður,
búsettur í Reykjavík; Elísabet Gunn-
laugsdóttir, f. 13.7. 1932, húsmóðir í
Reykjavík; Aðalheiður Rósa Gunn-
laugsdóttir, f. 30.10. 1934, fyrrv. starfs-
maður við Tilraunastöðina á Keldum,
búsett í Reykjavík; Egill Gunnlaugs-
son, f. 29.9. 1936, d. 31.8. 2008, hér-
aðsdýralæknir Vestur-Húnvetninga.
Foreldrar Ragnars: Gunnlaugur
Auðunn Jóhannesson, f. 16.11. 1894,
d. 1.1. 1970, bóndi á Bakka, og k.h.,
Anna Teitsdóttir, f. 1.12. 1894, d. 10.7.
1978, húsfreyja.
Ætt
Gunnlaugur var bróðir Eysteins, föð-
ur Jónasar kennara. Annar bróð-
ir Gunnlaugs var Guðmundur, b. á
Auðunarstöðum í Víðidal, afi Friðriks
Sophussonar, fyrrv. ráðherra og fyrrv.
forstjóra Landsvirkjunar. Guðmund-
ur var auk þess afi Guðmundar Gunn-
arssonar, formanns Rafiðnaðarsam-
bandsins, föður Bjarkar söngkonu.
Gunnlaugur var sonur Jóhannesar, b.
á Auðunarstöðum Guðmundssonar.
Móðir Jóhannesar var Dýrunn Þór-
arinsdóttir, systir Þuríðar, langömmu
Halldórs E. Sigurðssonar ráðherra.
Móðir Gunnlaugs Auðuns á Bakka
var Ingibjörg, systir Björns í Gríms-
tungu, afa Björns Pálssonar, alþm. á
Löngumýri, og langafa Páls Péturs-
sonar á Höllustöðum, fyrrv. ráðherra,
föður Páls Gunnars, forstjóra Sam-
keppniseftirlitsins, en bróðir Páls er
Pétur, fyrrv. yfirlæknir á Akureyri.
Björn í Grímstungu var einnig langafi
Ástu, móður Hannesar Hólmsteins
Gissurarsonar prófessors.
Anna var dóttir Teits, b. í Víðidals-
tungu Teitssonar.
Móðir Önnu var Jóhanna, syst-
ir Guðmundar landlæknis. Systir Jó-
hönnu var Ingibjörg, móðir Jónasar
fræðslustjóra, föður Ögmundar inn-
anríkisráðherra. Jóhanna var dóttir
Björns, b. á Marðanúpi Guðmunds-
sonar. Móðir Björns var Guðrún Sig-
fúsdóttir Bergmann, b. á Þorkelshóli,
ættföður Bergmannsættar. Móðir Jó-
hönnu var Þorbjörg Helgadóttir, syst-
ir Sigurðar, afa Sigurðar Nordal pró-
fessors, föður Jóhannesar Nordal,
fyrrv. seðlabankastjóra, föður Beru
Nordal safnstjóra, Guðrúnar Nor-
dal, forstöðumanns Stofnunar Árna
Magnússonar, Salvarar Nordal heim-
spekings og forstöðumanns Siðfræði-
stofunar Háskóla Íslands, og Ólafar
Nordal, alþm. og varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins.
Ragnar Gunnlaugsson
fyrrv. bóndi á Bakka í Víðidal
Hafliði Jósteinsson
tómstundafulltrúi við Hvamm á Húsavík
70 ára á fimmtudag
70 ára á laugardag
GGuðmundur fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Að loknu grunn-skólanámi á Siglufirði stundaði
hann nám við Samvinnuskólann á
Bifröst og útskrifaðist þaðan 1970.
Guðmundur starfaði við KEA á
Akureyri og í Hrísey 1970–77, vann
hjá FRUM hf. við innflutning- og
skrifstofustörf 1977–86, var fulltrúi
hjá Heildverslun Ágústs Ármann ehf.
frá 1986–2000, starfaði hjá Ármann
Reykjavík 2000-2002, sem fjármála-
stjóri hjá Tankinum 2002-2010 og
starfar nú hjá Festingu.
Guðmundur var búsettur á Siglu-
firði til 1970, á Akureyri 1970–72, í
Hrísey 1972–77 og hefur verið búsett-
ur í Reykjavík frá 1977.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 17.6. 1972 Mar-
gréti Sigmannsdóttur, f. 3.7. 1951,
sjúkraliða. Hún er dóttir Sigmanns
Tryggvasonar sjómanns og Lilju Sig-
urðardóttur, fyrrv. verslunarkonu.
Börn Guðmundar og Margrétar
eru Skarphéðinn Guðmundsson, f.
10.5. 1972, dagskrárstjóri Stöðvar 2,
búsettur í Reykjavík en kona hans
er Hrund Þrándardóttir, f. 9.8. 1972,
sálfræðingur, synir þeirra eru Guð-
mundur, f. 2.4. 2000 og Ingvar Wu, f.
1.10.2007; Margrét, f. 27.6. 1979, veit-
ingamaður, búsett í Hafnarfirði, en
unnusti hennar er Karl Henry Há-
konarson tónlistarmaður f 22.2.1979,
sonur þeirra er Jökull Ari f. 2.5.2006.
Sonur Guðmundar frá því áður er
Kári Arnar, f. 19.5. 1971, búsettur á Ak-
ureyri.
Systkini Guðmundar eru Ebba, f.
20.3. 1949, leikskólastarfsmaður, bú-
sett í Hafnarfirði; Guðný, f. 1.2. 1952,
starfsmaður við Seljakirkju, búsett í
Reykjavík; Jóhann, f. 29.3.1953, end-
urskoðandi, búsettur í Garðabæ; Val-
ur, f. 23.2. 1956, d. 2000, auglýsinga-
teiknari; Gunnar Rafn, f. 6.5. 1964,
farmaður hjá Eimskip, búsettur í
Reykjavík; Brynhildur, f. 12.11. 1965,
húsmóðir, búsett í Bandaríkjunum.
Foreldrar Guðmundar eru Skarp-
héðinn Guðmundsson, f. 7.4. 1930,
fyrrv. skrifstofustjóri við Landsbank-
ann í Hafnarfirði, og Esther Jóhanns-
dóttir, f. 13.8. 1930, fyrrv. iðnverka-
kona.
Guðmundur Skarphéðinsson
skrifstofumaður í Reykjavík
60 ára á föstudag
Sigríður fæddist á Húsavík og ólst þar upp. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri
1981, lauk B.Ed.-prófi frá Kennarahá-
skóla Íslands 1985, og BA-prófi í kvik-
myndafræði frá Högskolan i Skövde í
Svíþjóð 2000.
Sigríður sinnti kennslu af og til við
grunnskóla og hefur verið fyrirlesari
og gestakennari við framhaldsskóla
og háskóla. Hún vann við saumaskap
fram til 1995 og hélt fjölda sauma-
námskeiða á þeim árum. Hún var hún
kennari við Margmiðlunarskólann frá
1998–2001.
Sigríður starfaði við ýmiss kon-
ar dagskrárgerð og blaðamennsku
frá 1984. Hún hafði umsjón með
barnaefninu Vitanum á Rás 1 1999–
2007 en það var fyrsti nettengdi út-
varpsþátturinn á Íslandi. Þá sá hún
um kvikmyndarýni í sjónvarpsþætt-
inum Mósaík í Ríkissjónvarpinu á
árunum 2001–2004 auk þess sem
hún var með kvikmyndarýni í Víðsjá
á Rás 1 og í morgunþætti Rásar 2.
Hún hefur séð um útvarpsþáttinn
Kviku á Rás 1 sem fjallar um sjón-
varpsefni og kvikmyndir frá 2007.
Sigríður sendi frá sér sitt fyrsta
skáldverk fyrir síðustu jól, bókina
Geislafræði, útg. af Uppheimum.
Sigríður er varaformaður Kvik-
myndaráðs frá 2009.
Fjölskylda
Eiginmaður Sigríðar er Garðar Agn-
arsson, f. 7.2. 1965, matreiðslumeist-
ari og eigandi Krydds og kavíars.
Foreldrar Garðars eru Guðni Agnar
Einarsson, sýningarmaður við Bæjar-
bíó og fyrrv. starfsmaður Sjónvarps-
ins, og Guðrún Hall matráðskona.
Sonur Sigríðar og Þorsteins Briem,
f. 6.7. 1959, er Alexander Briem, f. 6.2.
1990, leikari í Reykjavík.
Synir Garðars og stjúpsynir Sigríð-
ar eru Geir Garðarsson, f. 28.2. 1993,
nemi við Menntaskólann í Hamra-
hlíð; Hugi Garðarsson, f. 21.11. 1997,
grunnskólanemi.
Systkini Sigríðar eru Helgi Péturs-
son, f. 16.12. 1962, tónlistarmaður og
forritari, búsettur í Reykjavík; Regína
Pétursdóttir, f. 16.12. 1962, d. 22.12.
1962.
Foreldrar Sigríðar eru Pétur Jónas-
son, f. 23.8. 1941, ljósmyndari á Húsa-
vík, og Guðný Helgadóttir, f. 12.8.
1935, húsmóðir.
Ætt
Pétur er hálfbróðir Kjartans Ólafs-
sonar, fyrrv. ristjóra. Pétur er sonur
Jónasar, verkamanns og formanns
á Suðureyri Sigurðssonar, tómthús-
manns í Kotnúpi í Dýrafirði Sigurðs-
sonar. Móðir Jónasar var Guðlaug
Indíana Jónasdóttir.
Móðir Péturs er Sigríður Péturs-
dóttir, b. á Laugum í Súgandafirði
Sveinbjörnssonar, b. á Laugum Páls-
sonar, b. á Kvíarnesi Guðmundsson-
ar. Móðir Péturs var Guðmundína
Jónsdóttir, hreppstjóra á Kirkjubóli
Halldórssonar, b. í Fremrihúsum
Ólafssonar, b. á Sléttu Svartsson-
ar, Jónssonar, í Hestfirði Ólafsson-
ar, Jónssonar, Indíafara Ólafssonar.
Móðir Jóns var Kristín Torfadóttir,
sjómanns á Snæfjöllum Ásgríms-
sonar, hreppstjóra í Arnardal Bárð-
arsonar, ættföður Arnardalsættar Ill-
ugasonar. Móðír Sigríðar eldri var
Kristjana, dóttir Friðberts, hrepp-
stjóra í Vatnadal í Súgandafirði Guð-
mundssonar og Sigmundínu Sig-
mundsdóttur.
Sigríður Pétursdóttir
dagskrárgerðarmaður og kvikmyndafræðingur
50 ára á föstudag