Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Síða 42
Þ egar móðir Theresu Knorr dó árið 1961 lagðist hún í þung­ lyndi. Sextán ára að aldri gift­ ist hún manni að nafni Clif­ ford Clyde Sanders og eignuðust þau son, Howard Clyde Sanders, 1964. Eðli málsins samkvæmt lauk hjónabandi Theresu og Cliffords þegar hún skaut hann til bana sum­ arið 1964. Réttað var yfir Theresu en hún sýknuð þar sem talið var að hún banað honum í sjálfsvörn, en um þetta leyti var hún þunguð af sínu öðru barni, Sheilu Gay Sanders, sem fæddist 1965. Þegar þar var komið sögu gekk í garð tími tíðra barneigna hjá The­ resu. Hún varð ólétt að þriðja barninu og þegar hún var sjö mán­ uði gengin giftist hún föður þess barns, Robert Knorr. Barnið, Suesan Marlene Knorr, fæddist í september 1966. Ári síðar kom William Robert Knorr í heiminn og árið 1968 fæddist Robert Wallace Knorr yngri. En ekki var allt búið enn því árið 1970 eign­ aðist Theresa þriðju dótturina, The­ resu „Terry“ Marie Knorr. Öfund í garð æskuþokkans Þrátt fyrir að ekkert barna Theresu færi varhluta af líkamlegu og and­ legu ofbeldi af hálfu móður þeirra sluppu bræðurnir þrír öllu betur. Ástæða þess, að sögn Terry, var að Theresa lagði takmarkalítið fæð á dæturnar sem voru að breytast í fal­ legar ungar konur á sama tíma og fegurð Theresu sjálfrar fölnaði. Árum saman níddist Theresa á dætrum sínum, pyntaði þær á marga vegu, þar á meðal með því að brenna þær með sígarettum, berja þær og niðurlægja. En Theresa lét ekki þar við sitja því hún skólaði syni sína í að taka þátt í óhugnaðinum með sér; kenndi þeim að berja, aga og halda systrunum niðri. Börnin voru neydd til að berja hvert annað og halda systkinum sínum niðri á með­ an gengið var í skrokk á þeim. Illskan og hatrið sem Theresa ól með sér í garð dætranna virtist ekki eiga nokkur takmörk og ekki nóg með að þær þyrftu að búa við grimmilegt ofbeldi heima við held­ ur neyddi Theresa þær aukinheldur í vændi. En verra var í vændum. Vændi og dauði Tvítug að aldri var Sheila neydd til að selja sig svo hún gæti lagt fram sinn skerf til að greiða reikninga. Sheilu hugnaðist ekki tilhugsunin, en gerði sem henni var sagt. Sér til mikill­ ar furðu komst hún að því að frelsi hennar jókst, hún gat komið og far­ ið eins og henni hentaði. Einnig dró úr barsmíðum móður hennar – svo lengi sem hún aflaði tekna. Slík var undirgefni Sheilu, eða vald móður hennar yfir henni, að þrátt fyrir að fá tækifæri til að hafa samband við lögregluna eða strjúka að heiman lét hún sig hafa ánauðina sem hún var föst í. Vegna vændisins smitaðist Sheila af kynsjúkdómi og hélt móðir hennar því fram að hún gæti smitað hana með því að nota sama salerni. Skip­ aði Theresa því Terry, yngstu dóttur­ inni, að handjárna Sheilu við borðfót í eldhúsinu þegar kvöldaði svo hún gæti ekki notað baðherbergið. Sheila sætti barsmíðum, var ríg­ bundin og neydd til að vera inni í litlum skáp þar sem hún eyddi síð­ ustu dögum lífs síns án vatns og mat­ ar. Theresa lét elsta son sinn koma líkinu fyrir í kassa og láta það hverfa. Suesan skotin Þá var röðin komin að Suesan. Hún var einnig send í vændi en fyrir ein­ hverjar sakir dró ekkert úr ofbeldinu í hennar garð. Sumarið 1983 sló í brýnu með Suesan og móður hennar. Theresa viðhafði engar vífilengjur, greip 22 kalíbera skammbyssu og skaut Sue­ san í bringuna. Sat kúlan föst í baki Suesan, en móðir hennar neitaði að leita til læknis og gerði Suesan að liggja í baðkerinu þar sem hún skyldi bíða dauða síns. Fyrir kraftaverk dó Suesan ekki og brá móðir hennar á það ráð að hlekkja hana fasta við baðkerið og hóf að „hjúkra“ henni. Þrátt fyrir illan aðbúnað lifði Suesan af og var vart orðin heil heilsu þeg­ ar móðir hennar sendi hana aftur í vændið. En Suesan var orðið nóg boðið og árið 1984 lofaði hún að þegja yfir öllu sem gengið hafði á ef hún bara fengi að fara sína leið. Það var auðsótt mál, sagði móðir hennar – með einu skil­ yrði. Að hún fengi að fjarlægja kúl­ una úr baki Suesan, sennilega með það fyrir augum að fjarlægja sönn­ unargögn. Dýrkeypt frelsi Suesan þótti það sennilega ekki hátt verð fyrir frelsið og gekk að sam­ komulaginu. Theresa notaði meðal annars viskí sem deyfilyf og skipaði Robert, bróður Suesan, að fjarlægja kúluna. Það var gert með dúkahníf á elhúsgólfinu. Ekki tókst betur til en svo að sýking komst í sárið og Suesan fékk óráð. Suesan var þá handjárnuð við borðfót í eldhúsinu, klædd í bleiu og þurfti að þola að systkini henn­ ar gengu nánast yfir hana þar sem hún lá. Theresa sagði veikindi Sue­ san vera af völdum djöfulsins og að eldur væri eina leiðin til að losna við skrattann. Robert og William fengu það verk­ efni að hjálpa Theresu að losna við Suesan. Þau óku til Sierra Nevada, lögðu Suesan á jörðina, heltu bens­ íni yfir hana og brenndu hana lifandi. Eina dóttirin sem slapp lifandi úr klóm Theresu var sú yngsta, Terry. Að hennar sögn var það vegna þess að hún stóð uppi í hárinu á móður sinni þegar hún fór fram á að Terry bæri eld að heimili fjölskyldunnar svo öll­ um ummerkjum um hryllinginn sem þar hafði átt sér stað yrði eytt. Reynslulausn möguleg 2027 Theresa Knorr var handtekin árið 1993 eftir að Terry hafði samband við yfirvöld. Þann 5. nóvember var Theresa ákærð meðal annars fyr­ ir tvö morð og áform um tvö morð. Hún lýsti sig saklausa af ákærunum en venti sínu kvæði í kross þegar hún komst að því að einn sona hennar hugðist vitna gegn henni. Til að forð­ ast dauðadóm játaði Theresa sig seka um öll ákæruatriðin. Hún mun geta sótt um reynslulausn árið 2027. Þess má geta að Terry dó úr hjartaslagi árið 2003, 32 ára að aldri. ÖFUNDAÐI DÆTURNAR AF ÆSKUÞOKKANUM 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 18.–20. mars 2011 Helgarblað n Theresa Knorr fæddist í Sacramento í Kaliforníu 1946 n Hún var yngst systkina sinna og hænd að móður sinni n Seinna beitti hún eigin dætur ólýsanlegri grimmd n Theresa lét syni sína ganga í skrokk á systrum sínum„Sheila sætti barsmíðum, var rígbundin og neydd til að vera í inni litlum skáp þar sem hún eyddi síðustu dögum lífs síns án vatns og matar. Óstjórnlegt hatur Theresa Knorr öfundaði dætur sínar af æskuljómanum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.