Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Page 44
44 | Fókus 18.–20. mars 2011 Helgarblað
Hvað ertu að gera?
mælir með...
mælir ekki með...
LEIKVERK
Allir synir
mínir
„Þjóðleikhúsið má
vera stolt af þessari
sýningu. Hún er því og
öllum sem að henni
koma til sóma. Nú er
áhorfenda að sýna að þeir kunni gott að
meta.“ - Jón Viðar Jónsson
KVIKmynd
The Rite
„Myndin hefur hæga
en vel útfærða upp-
byggingu, missir sig
ekki í tilgerðarlegum
bregðisenum, fínt
leikstýrð, ágætlega leikin og á sæmilega
óhugguleg augnablik.“ - Erpur Eyvindarson
LEIKVERK
Ballið á
Bessastöðum
„Sem bókmenntaverk
er leikritið ekki nema
upp á svona tvær
stjörnur, ef þá það. Sýningin slagar hins
vegar hátt í fjórar.“
- Jón Viðar Jónsson
LEIKVERK
HEDDA
GABLER
„Sýningin veldur
vonbrigðum. Þó að
sitthvað sé þarna vel og rétt hugsað,
er alltof oft og víða farið út af sporinu,
einkum í seinni hlutanum sem fellur í
stað þess að rísa.“ - Jón Viðar Jónsson
Guðjón davíð Karlsson leikari
1.Hvaða bækur ertu að lesa núna?
„Ég er staddur milli bóka, er á kafi í ævintýr-
unum núna! Við Þröstur Leó erum að
frumsýna Eldfærin 2. apríl uppi í Borgarleik-
húsi. Þannig að ég er búinn að lesa Eldfærin
nokkuð mörgum sinnum þessa dagana.“
2. Hvaða íslenska hljómsveit er í
uppáhaldi?
„Nýdönsk! Sýningin þeirra Nýdönsk í nánd er
allgjör snilld.“
3. Hvaða útvarpsstöð hlustar þú á í
bílnum?
„Latibær er oftast á fyrir soninn! Það eru
reyndar ennþá jólalög í spilun þar núna
annað slagið! Nett spes, en samt bara
gaman.“
4.Hvað ætlar þú að gera um
helgina?
„Æfa Eldfærin, fara í stúdíó til að klára cd
með Eldfærunum, sem eru frumsýnd 2.
apríl næstkomandi. Svo eru sýningar á Nei,
ráðherra. Svo bara að njóta þess að vera til.“
í útvarpinu
K
vikmyndafyrirtækið Ljósband
sendi nýverið frá sér kvik-
mynd sem fengið hefur góð-
ar viðtökur og reyndar hlotið
einróma lof gagnrýnenda.
Það er framleiðslufyrirtæki þeirra
Hrannar Kristinsdóttur og Önnu
Maríu Karlsdóttur sem framleiðir
myndina Okkar eigin Osló. Hugmynd-
ina að myndinni á Þorsteinn Guð-
mundsson en hann og Hrönn ræddu
sín á milli um möguleikann á kvik-
mynd þegar árið 2003.
Myndin segir frá ferköntuðum
verkfræðingi sem kemst í kynni við
konu sem hefur litla stjórn á eigin lífi
og er í vanda. Myndin fjallar um fjöl-
skyldubönd og í henni er skyggnst
undir yfirborð fíknar og meðvirkni
sem eru þættir sem fyrirfinnast í
mörgum fjölskyldum. Myndin er bæði
fyndin og alvarleg.
Þáttur Reynis mikilvægur
Inni á skrifstofu í Hafnarstrætinu sitja
þær Anna María og Hrönn við skrif-
borð, hvor á móti annarri og ræða
saman um gerð myndarinnar og eðli
fyrirtækisins. Blaðamaður reynir að
halda sér til hlés, enda eru samræð-
urnar strax líflegar.
„Mikilvægur hluti af því sem ger-
ir myndina að því sem hún er, er fag-
mennska Reynis Lyngdals leikstjóra,“
segir Anna María. „Jafnvel þótt þetta
sé hans fyrsta mynd í fullri lengd þá
hefur hann verið starfandi leikstjóri í
fjölda ára. Hann hefur gert stóra sjón-
varpsþáttaröð og fjöldann allan af
stuttmyndum sem margar hafa fengið
verðlaun og viðurkenningar auk þess
sem hann er eftirsóttasti auglýsinga-
leikstjóri landsins,“ heldur hún áfram.
Þær eru sammála um að í þessu
ljósi hafi það ekki verið áhætta að
myndin skyldi vera frumraun Reyn-
is í þessu tilliti. „Hann hefur mikla
reynslu sem fólk er kannski ekki með-
vitað um,“ segir Hrönn.
Ég er ekki að segja að menn eigi
endilega að bíða svona lengi með að
gera fyrstu stóru myndina. Það getur
hins vegar reynst erfitt að fjármagna
fyrstu myndir leikstjóra og þess vegna
er oft erfitt fyrir leikstjóra að brjóta
sér leið inn fyrir. Ef fyrsta mynd leik-
stjóra gengur vel gengur fjármögnun
á næstu verkum betur,“ bætir Anna
María við.
Hlutverk framleiðandans
„Þarna eru líka leikarar eins og Hilmir
Snær og Laddi, báðir fagmenn fram í
fingurgóma, með mikla reynslu. Auk
þeirra höfum við svo fólk sem allt er
starfandi og virt í sínum kimum eins
og Þorstein Guðmundsson og ekki
síður Brynhildi, sem er ein af bestu
sviðsleikkonum landins í andránni.
Þau hafa bæði reynslu af því að leika
í kvikmyndum,“ heldur Anna María
áfram.
Hrönn tekur fram að í þessu til-
viki hafi reyndar allur hópurinn verið
mjög sterkur. „Þetta á ekki bara við um
leikstjórann og leikarana. Allir sem
komu að gerð myndarinnar eru mjög
sterkir í sínu og það skiptir lykilmáli.“
Erum við þarna kannski komin að
kjarnanum í hlutverki framleiðand-
ans?
„Okkar vinna snýst mikið um sam-
setninguna á hópnum, að hafa réttu
blönduna af reyndu fólki og nýju fólki.
Þetta hefur reyndar verið sett upp í
nokkurs konar viðskiptamódel sem
er svipað hvort sem maður er að setja
saman stjórn fyrirtækis eða einhverja
aðra hópa,“ útskýrir Anna María.
„Framleiðendur eins og við eiga
bæði kvölina og völina. Það erum
við sem tökum ákvörðun um hvort
við förum í verkefnið, jafnvel á frum-
stigi þegar við sjáum söguþráð á fimm
blaðsíðum. Þá er kannski einhver ráð-
inn til þess að skrifa handrit eða mað-
ur býr til hóp sem skrifar. Okkar aðal-
vinna er að velja fólk í lykilhlutverkin
og setja saman hóp sem er líklegur til
þess að skila góðu verki. Fólk sem er
fært um að ráða sínu. Við reynum til
dæmis ekki að stjórna í gegnum leik-
stjórann eða skrifa í gegnum höfund-
inn, heldur vinna með þeim og koma
með okkar reynslu og sýn.
Þessi vinna er bundin fjármögnun-
inni nánum böndum, því sumir vilja
ekki leggja pening í verkefni nema
vita af einhverju ákveðnu fólki í verk-
efninu. Þannig setur maður verkefnið
saman með það fyrir augum að gera
góða bíómynd sem einhver er til í að
fjármagna.“
Hrönn bætir við að jafnvel þótt
framleiðanda takist að hafa valinn
einstakling í hverju rúmi þá sé samt
mikilvægt að framleiðandinn geti átt
lokaorðið, ef þörf krefur. „En einmitt
þess vegna er svo mikilvægt að setja
saman hóp sem strax í upphafi hefur
sömu sýn og fer að sama markmiði.
Við erum þess vegna ekki einungis að
fjármagna heldur höfum við jafnframt
mikið að segja um innihald verkefnis-
ins.“
Valið í hópinn
„Það fyrsta sem maður gerir þegar
maður er að setja saman hópinn er að
athuga hvort maður geti verið í sama
herbergi, hvort fólk hafi sömu sýn.
Höfum við svipaðan smekk og sam-
bærilegar gæðakröfur? Það kemur oft
fyrir í einhverjum verkefnum að mað-
ur finnur að fólk er ekki á sömu leið.
Við trúum ekki að hægt sé að þvinga
fólk inn á einhverja braut. Það er ein-
faldlega ekkert fjör í því,“ segir Anna
María.
„Þetta finnur maður oft mjög fljótt.
Oftast strax í upphafi,“ segir Hrönn.
Hún segir vinnu framleiðandans ekki
síður liggja í hugmyndaþróun á fyrri
stigum málsins.
„Það er fullt af fólki sem kemur
hingað og kynnir fyrir okkur prýðis-
góðar hugmyndir. Svo finnur maður
eftir nokkra fundi að viðkomandi hef-
ur einhverja aðra sýn en við höfum.
Það eru litlar líkur á að svoleiðis sam-
starf skili árangri.“
Hrönn heldur áfram: „Okkar eig-
in Osló á reyndar svolítið aðra sögu
en þessi dæmigerðu verk. Þorsteinn
Guðmundsson gekk með þessa hug-
mynd sem er byggð á útvarpsþátt-
um sem hann bjó til. Ég fór að vinna
með honum árið 2003. Þá var þetta
allt öðruvísi verkefni, en karakterinn
hans Þorsteins hefur nokkurn veginn
haldið sér.
Síðan þá höfum við lagt þetta til
hliðar og tekið þetta upp á nýjan leik.
Fyrir bráðum fjórum árum fórum
við í þetta af fullum krafti og fengum
Reyni Lyngdal í lið með okkur. Við byj-
uðum á því að endurskrifa handritið,
reyndar tólf sinnum, svo því sé til haga
haldið. Steini er alltaf aðalhandrits-
höfundurinn, en þetta þróast í mikilli
samvinnu allra,“ segir hún.
Óbreyttur Haraldur
„Það þarf að vinna þessa vinnu á
mörgum hæðum, ef svo má segja. Það
þarf að þróa hugmyndina, sjá hvort
hún virkar í kvikmyndahúsi eða hvort
verkefnið eigi frekar heima í sjónvarpi
eða öðrum miðlum. Það þarf að vinna
með sögupersónur og bygginguna á
verkinu. Þá þarf að ákveða hvaða fólk
kemur inn í verkefnið. Hvaða sam-
starfsaðilar koma til greina, bæði hér
heima og í útlöndum.
Þarna tekur svo við undirbúningur
að tökuferlinu og tökurnar sjálfar, sem
standa hlutfallslega í stuttan tíma.
Þá kemur eftirvinnslan, sem í
rauninni á ýmislegt skylt með hand-
ritsvinnunni,“ útskýrir Anna María.
Anna María
Karlsdóttir og
Hrönn Kristins-
dóttir reka saman
kvikmyndafram-
leiðslufyrirtækið Ljós-
band. Þær hafa það
markmið í vinnu sinni
að auka veg kvenna
sem handritshöf-
unda og leikstjóra
í kvikmyndagerð.
Þær hafa nýlokið við
gerð myndarinnar
Okkar eigin Osló,
sem reyndar er bæði
skrifuð og leikstýrt
af körlum. Þær segja
hér frá langhlaupinu
sem felst í því að
framleiða kvikmyndir
og að ná femínískum
markmiðum.
Vinkill kvenna
þarf að sjást
Ljósband Hrönn Kristinsdóttir
og Anna María Karlsdóttir.
Hlustar á jólalög