Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.2011, Qupperneq 45
Fókus | 45Helgarblað 18.–20. mars 2011
Hvað er að gerast?
n Dr. Spock rokkar í Nasa
Dr. Spock heldur tónleika á Nasa á
föstudagskvöld. Liðsmenn sveitarinnar
hafa verið uppteknir við önnur verkefni, svo
sem borgarpólítíkina, og því má vænta þess
að losað verði um uppsafnaða streitu. Dr.
Spock hugar að nýrri plötu en á tónleikunum
ætlar sveitin að rifja upp ferilinn og guli
gúmmíhanskinn verður ekki langt undan.
Með Dr. Spock koma fram Endless Dark og
Cliff Clavin. Tónleikarnir hefjast klukkan
22.00.
n Söngleikjatónlist og suðrænt
hlaðborð
Tjarnarbíó og Majónes – leikhúsbar ætla
að standa fyrir margvíslegum tónlistar-
skemmtunum í framtíðinni þar sem boðið
verður upp á fjölbreytta dagskrá og mat í
sal Tjarnarbíós undir nafninu Stundin. Það
er söngkonan Margrét Eir sem hefur dag-
skrána á föstudagskvöldið. Stundin hefst
með mat klukkan 18.30. En það eru þær
Áslaug Snorra og Anna Bogga sem bjóða
gestum upp á suðrænt, flúrað hlaðborð.
Söngleikjastundin hefst svo klukkan 20.00
og þá mun Margrét flytja lög úr ýmsum
söngleikjum. Sérstakur gestur verður
söngvarinn og leikarinn Þór Breiðfjörð sem
er nýfluttur heim eftir farsælan söngleikja-
feril á West End og í Evrópu. Þór og Margrét
sungu saman í söngleiknum Hárinu fyrir
nokkrum árum. Gestir hafa val um að fara
bæði í mat og á tónleika fyrir 3.900 kr. eða á
tónleikana eingöngu fyrir 2.900 kr.
n Minningartónleikar um Bjössa
Biogen
Á laugardagskvöldið klukkan 18 verða
haldnir minningartónleikar í Tjarnarbíói
um Bjössa Biogen sem lést langt fyrir aldur
fram í síðastliðnum mánuði. Það er hópur
vina Bjössa sem setur saman tónleika með
rafrænni tónlist, vídeólist og alls kyns upp-
ákomum tengdum tónum, víddum og litum.
Tónleikarnir standa yfir í 6 klukkustundir og
er aðgangseyrir aðeins 1.000 krónur.
Þeir sem koma fram eru: Andre & Árni
Vector, Yagya, Stereo Hypnosis, Skurken,
Bix, Futuregrapher, Quadruplos, Ruxpin,
Agzilla, Tanya & Marlon, Frank Murder, Or-
ang Volante, Tonik, Thor og Mummi (Video
Artist). Leikar hefjast kl. 18 laugardaginn
19. mars.
Allir gefa vinnu sína og allt umfram fé fer
til fjölskyldu Bjössa og þau ráðstafa því í
úgáfu á tónlist eða annað fallegt sem þeim
hugnast.
n Heaven Shall Burn á Íslandi
Þýska jaðarsveitin Heaven Shall Burn
mætir hingað til lands í þriðja sinn og heldur
hér tvenna tónleika, annars vegar í TÞM
(Hellinum) á föstudag og hins vegar á Cafe
Amsterdam á laugardag. Upphitunar-
sveitir á föstudegi eru: Endless Dark, Andlát
og Dysmorphic en á laugardaginn munu
Gone Postal, Angist og Ophidian I sjá um
upphitun. Ekkert aldurstakmark er á fyrri
tónleikana og hefjast þeir klukkan 20.30.
Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 23.00
og er 18 ára aldurstakmark. Aðgangseyrir á
báða tónleika er 2.000 kr.
n Tvær nýjar sýningar í Hafnarborg
Laugardaginn kl. 15 verða tvær nýjar
sýningar opnaðar í Hafnarborg. Varanlegt
augnablik; málverk eftir Sigtrygg Bjarna
Baldvinsson og Þorra Hringsson og sýningin
Birgir Andrésson og vinir.
n Bessastaðaprinsessan í
Þjóðleikhúsinu
Börn og foreldrar skemmta sér stórkostlega
vel á Ballinu á Bessastöðum í Þjóðleikhús-
inu enda mikill fengur að því að sjá nýtt og
ferskt íslenskt barnaleikrit með söngvum
og sprelli.
Verkið er byggt að hluta á hinum
geysivinsælu Bessastaðabókum eftir Gerði
Kristnýju og tónlistin er eftir Braga Valdimar
Skúlason, sem meðal annars hefur getið sér
gott orð með Baggalúti og Memfismafíunni,
en semur nú í fyrsta sinn tónlist fyrir leikhús.
18
mar
Föstudagur
19
mar
Laugardagur
20
mar
Sunnudagur
„Reynir orðaði þetta þannig að
maður væri sífellt að kynnast mynd-
inni upp á nýtt. Fyrst liggur mynd-
in í handritinu. Næst er maður með
kvikmynd sem einhvers konar hrá-
efni, eftir tökurnar. Þá tekur við klipp-
ing, hljóðsetning og tónlist. Þarna þarf
að vera valið fólk í hverju rúmi,“ segir
Hrönn.
„Allir þessir þræðir, stórir og smá-
ir, þurfa að vera réttir til þess að verkið
gangi upp.
Reyndar er skemmtilegt að segja
frá því að Haraldur, sem er karakt-
er Þorsteins, hefur haldist óbreyttur í
gegnum allt þetta ferli. Við erum búin
að raða í kringum hann alls kyns pers-
ónum og aukasögum úr öllum áttum,
en hann er eins,“ bætir Hrönn við.
Hvað gerist nú?
Það er þó væntanlega ekki nóg að
vinna að einu verkefni árum saman.
Fleiri hljóta að vera í bígerð?
„Við erum alltaf með marga bolta
á lofti, mörg verkefni í undirbúningi á
hverjum tíma,“ segir Hrönn.
Við höfum hins vegar ekki gert
neitt af því að senda frá okkur frétta-
tilkynningar þótt við kaupum kvi-
myndaréttinn að bók, eða þess háttar.
Þetta er bara vinna sem heldur áfram.
En það má örugglega fara einhvern
milliveg, því við höfum stundum verið
þöglar sem gröfin alveg fram að frum-
sýningu,“ segir Anna María.
„Nú erum við nýlega búnar að setja
saman hóp í kringum mjög spenn-
andi sjónvarpsverkefni. Þetta er upp-
runaleg hugmynd frá Ingu Björk Sól-
nes. Þarna er Silja Hauksdóttir sem
bæði mun taka þátt í að skrifa og mun
svo leikstýra. Svo er þarna Ólöf Skafta-
dóttir.
Þarna eru á ferðinni þrjár kon-
ur að skrifa, og ein þeirra mun leik-
stýra, sem er gott og skemmtilegt. Við
höfum reyndar sérstakan áhuga á að
vinna með konum, sérstaklega sem
handritshöfundum og leikstjórum.
Þetta verður eins konar fótboltas-
telpudrama. Söguþráðurinn vefur sig
utan um eitt keppnistímabil í stelpu-
boltanum,“ segir Hrönn.
„Þetta er mjög skemmtilegt verk-
efni sem inniheldur sitt lítið af hverju,
húmor og drama þar á meðal. Íþrótta-
heimurinn getur reyndar verið mjög
fyndinn og þarna verða alls kyns
árekstrar á milli kynjanna.
Þetta er líka mjög mikilvægur tími
í lífi þessara stelpna. Þær eru að máta
sig við lífið á marga vegu, ekki bara
inni á vellinum heldur líka utan vall-
ar. En svo verður þetta auðvitað sexí,
svona búningaklefadrama.
Núna erum við að afla peninga til
þess að halda áfram með handrita-
skrifin. Við hefðum mögulega getað
farið í tökur í sumar, en það stendur
tæpt þannig að líkast til verður þetta
tekið upp sumarið 2012,“ bætir Anna
María við.
Úr þjóðsögunum
„Svo erum við líka með annað verk-
efni í pípunum sem kallast Sjáðu
svarta rassinn minn. Þarna eru pers-
ónur og fleira sótt í þjóðsagnabrunn
Jóns Árnasonar með hliðsjón af bók
sem systurnar Brynhildur og Þórey,
Heiðars- og Ómarsdætur skrifuðu og
kom út fyrir síðustu jól.
Þarna eru kvenhetjurnar teknar
sérstaklega út og unnið með þær. Við
höfum þegar gert uppkast að þessu
fyrir sjónvarp og erum jafnvel að
hugsa um að byrja þannig, en þarna
er mjög mikið af efni sem alltaf kemur
á óvart. Oft ævintýralegt efni, til dæm-
ist stelpa sem á beinagrind fyrir vin-
konu og fleira á þeim nótum,“ segir
Anna María.
„Það má reyndar alveg taka það
fram í leiðinni að við erum með
áframhaldandi verkefni í farvatn-
inu með Þorsteini Guðmundssyni og
Reyni Lyngdal, sem er eiginlega of
snemmt að segja mikið nánar frá. Við
viljum vinna áfram með þeim, þeir
eru frábærir eins og stelpurnar,“ segir
Hrönn og glottir.
Femínismi og kvikmyndagerð
Í þessari samræðu má greina að fram-
leiðslufyrirtækið Ljósband sé að ein-
hverju leyti rekið sem femínísk stofn-
un. „Við erum konur og að einhverju
leyti er það óhjákvæmilegt,“ segir
Anna María.
Hrönn bendir á að fjöldi kvenna
sem vinnur við kvikmyndagerð sé
ekki endilega lítill. Það sé hins veg-
ar skortur á kvenkyns handritshöf-
undum og kvenleikstjórar virðist eiga
undir högg að sækja.
„Ég tel að það sé mjög mikilvægt
að hæfileikaríkar konur fái tækifæri til
þess að þroskast og mótast áfram sem
handritshöfundar og leikstjórar,“ segir
Hrönn.
„Það er óhjákæmilega hlutverk
framleiðendanna að taka þessi skref.
Annars verður engin breyting þarna
á,“ bendir Anna María á.
„Lykillinn að breytingum er
kannski sá að konur segi söguna.
Lausnin liggur ekki endilega í því að
fleiri konur leikstýri handritum eftir
karla. Það er þeirra eigin vinkill sem
þarf að sjást,“ segir Anna María.
„Þetta er líka uppeldislegt atriði, í
miklu stærra samhengi,“ segir Hrönn
og bætir við: „Þetta á samhljóm við
prógrammið sem Geena Davis hefur
sett fram, sem heitir Looking for Jane.
Þar er hún til dæmis að skoða hvað
verður til þess að stelpur draga sig í
hlé frá því að skrifa sögur, mála mynd-
ir og gera annað skapandi og upp-
byggilegt, en strákarnir halda áfram.
Geena er með prógramm í gangi
þar sem hún vinnur að því að hvetja
stelpur til þess að halda áfram og hafa
þannig samfellu, í stað þess að detta
út í fimm til sjö ár, þar sem aðeins er
hugsað um útlitið og flestu öðru fórn-
að.“
Anna María undirstrikar orð
Hrannar: „Stelpurnar virðast hverfa,
rétt um það bil sem markaðurinn
fer að einbeita sér að útliti þeirra og
hvernig þær geti gengið í augun á
karlmönnum. Þessi fókus markaðar-
ins virðist reyndar færast á sífellt yngri
stúlkur.“
Snýst um úthaldið
„Þrátt fyrir alla þessa áherslu á fem-
ínísk gildi í rekstrinum hjá okkur, þá
er staðan samt sú að frá 2007 höfum
við gert tvær leiknar kvikmyndir í
fullri lengd, sem báðar eru skrifaðar
af körlum og leikstýrt af körlum.
Þannig hefur þetta gerst. Þetta
eru myndir sem okkur hefur tekist
að fjármagna og þær hafa komist á
koppinn.
Við erum hins vegar jafnt og þétt
að leitast við að fá handrit skrifuð af
konum,“ segir Anna María.
„Þetta er miklu meira langhlaup
en að gera myndir með körlum og
verður að hugsast þannig. Það þarf
að gefa sér tíma til þess að ná þess-
um markmiðum.
Þessi vilji okkar til þess að vinna
með konum útilokar auðvitað ekki
karla frá þessari vinnu. Þetta er bara
eitt af markmiðum okkar,“ segir
Hrönn.
„Sem tekur langan tíma að ná og
þess vegna þarf að vinna einbeitt að
þeim. Það lýsir þessu ágætlega að
það sem fyrir neytandann er níu-
tíu mínútna afþreying í bíóhúsi er
kannski dauðans alvara fyrir okkur
í allt að tíu ár,“bætir Anna María við.
Þess vegna snúist vinna þeirra svo
mikið um að hafa úthald til lengri
tíma, eins og raun beri vitni.
sitgryggur@dv.is
Vinkill kvenna
þarf að sjást
Okkar eigin Osló Brynhildur, Þorsteinn
og Reynir slaka á í kvöldsólinni.